Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Side 2
DV. MIÐVKUDAGUR 4. APRlL 1984.
—og íslenska kjötið verður eitthvert ódýrasta kjöt í heimi
Við greiðum kjötið
niður til Norðmanna
og þeir til Japana
^ -.v
C
A Blönduósi er t.d. verið að pakka
105 tonnum af heilum skrokkum í
gáma og er hver skrokkur stórlega
mðurgreiddur. Að sögn Gísla Garðars-
sonar sláturhússtjóra fer þetta kjöt til
Noregs. Norðmenn hafa skuldbundið
sig til að kaupa héöan 1.200 tonn af
dilkakjöti árlega en nú er oröin offram-
leiðsla á dilkakjöti i Noregi líka.
Er því úr vöndu að ráða hjá Norð-
mönnum, en nú hafa þeir fundið lausn
á málinu. Þeir taka Islandskjötið
aldrei úr gámunum í Noregi, heldur
Bytja það aftur út, ýmist til Japan eöa
Afríku og greiða það enn stórlega
niður.
Kjötið sem um ræðir á Blönduósi er
ekki útflutningsstimplað fyrír Banda-
ríkjamarkað, enda hefur sláturhúsið
ekki útflutningsleyfi þangað þar sem
það fullnægir ekki fyllilega þeim kröf-
um sem Bandarikjamenn gera til
sláturhúsa hérlendis.
Gísli sagði að lambakjötið færi til
Japan, en kjöt af fullorðnu til Afríku.
Var honum ekki kunnugt um hvemig
Japanir eöa Afrikumenn tilreiddu kjöt-
ið.
Eitt er þó víst að meö niðurgreiðsl-
um okkar og svo Norðmanna er hér á
ferð eitthvert ódýrasta kjöt í heimi
sem hæft er til manneldis.
-GS
*-----------------►
Heldur lækkar kjötfjallið viö hvem
skrokkinn sem tekur sér á hendur Jap-
ansferð.
DV-mynd GVA.
Trukkur með f rystigám við sláturhús vegginn á Blönduósl. Starfsmenn sláturhússins ferma gáminn stras og trakk-
urinn ekur kjötínu svo til Reykjavíkur.
KÍLÓ AF ÚTFLUTTU
KJÖTl FÆR 58
KRÓNUR í MEÐGJÖF
— söluþóknun til búvörudeildar SÍS gagnrýnd á Alþingi
Útflutningsuppbætur á hvert kíló af
dilkakjöti sem flutt var út á síöasta árí
námu 58,62 krónum og 38 krónum á
hvert kfló af útfluttu ærkjöti. A þessu
árí eru áætlaðar á fjárlögum 280
milljónir króna til útflutningsbóta.
Matthías A. Mathiesen viðskiptaráð-
herra sagði á Alþingi í gær í svari við
fyrirspum Birgis Isleifs Gunnarssonar
um útflutning dilkakjöts og greiöslu út-
Butningsuppbóta að á síöasta ári hefðu
verið flutt út 2585 tonn af frystu kinda-
kjöti en á þessu ári hafa verið gerðir
samningar um sölu á 3000 tonnum af
dilkakjöti.
Á þessu ári mun helmingur þess
magns sem samið hefur veriö um sölu
á fara til Noregs eða 1560 tonn, 650 tonn
fara til Svíþjóðar, 400 tonn til Færeyja
og 200 tonn fara til Danmerkur og til
Bandaríkjanna.
Á síðasta ári fékkst hæst verð fyrir
fryst kindakjöt í Noregi eða 73 krónur á
kílóiö en lægst í Vestur-Þýskalandi
24,70 krónur á kBó. Viðskiptaráðherra
sagöi aö ekki væri fært aö gefa upp
verö á því kjöti sem samið hefði verið
umsöluáþettaár.
I svari ráðherra kom einnig fram að
búvörudeild SlS hefði annast þennan
útButning að langmestu leyti. Sláturfé-
lag Suðurlands hefði Butt út 13 tonn af
ærkjöti og 6 til 7 tonn heföu verið flutt
út af öðrum aðilum. Otflytjendum er
reiknuð 2% söluþóknun af óniður-
greiddu heildsöluverði kindakjötsins
sem var 75,62 krónur á kBó frá septem-
ber 1982 tB ágústloka 1983, en frá þeim
tima tU ágústloka 1984 er miöaö viö
129,32 krónur á kfló og er því greidd 2%
söluþóknun af því verði af því kjöti
sem nú er verið að selja.
Birgir Isleifur Gunnarsson gagn-
rýndi harölega það fyrirkomulag sem
nú væri á sölu kindakjöts á erlendum
mörkuöum. Einkum að það væri nær
alfariö í höndum SIS. Sagöi hann aö af
og til kæmi upp umræöa um hversu
erfltt það væri fyrir einstaklinga að
reyna aö selja kindakjöt erlendis þvi
þegar þeir hefðu möguleika á sölu þá
gufaði allt kjöt upp. Þá gagnrýndi
hann einnig að söluþóknun væri reikn-
uð óháð því hvað fengist fyrir kjötiö á
erlendum mörkuðum og væri það ekki
hvatning að ná sem hæstu verði. Sagði
hann svör viðskiptaráöherra staðfesta
það að hvorki hagsmunum skattgreiö-
enda né hagsmunum bænda væri borg-
ið með þvi kerfi sem nú væri við lýði og
þyrfti að taka þaö til endurskoðunar.
ÖEF
Haldlagtá
amfetamín
ífyflavík
— notkun
efnisins hefur
aukist mjögámeðal
eiturlyfjaneytenda
Lögreglan í Keflavik lagði hald á
milli 12 og 15 grömm af amfetamíni
um helgina. Jafnframt voru tveir
menn handteknir. Annar þeirra
var seljandi efnisins, hinn
kaupandi.
Amfetaminið fannst er
mennirnir tveir voru að versla með
efnið í húsi í Keflavík. Hús-
ráðandinn er seljandinn. Hann er
um þritugt og hefur áður komiö við
sögu lögreglunnar. Honum var
sleppt aö lokn um yf irheyrslum.
Kaupandinn er maður á þrítugs-
aldri. Talið er fuflvist aö hann hafl
ætlað að endurselja amfetamíniö.
Honum var einnig sleppt að loknum
yfirheyrslum.
Þess má geta að notkun amfeta-
mins viröist vera að ryðja sér mjög
til rúms á meöal eiturlyfjaneyt-
endaiKeflavík.
-JGH.
Gleypti
amfetamín
— skilaði því í
gúmmíumbúðum
í gærmorgun
Maður á þritugsaldri gleypti um
130 grömm af amfetamíni og
reyndi að smygla því þannig til
landsins er hann kom frá London á
sunnudagskvöld. Hann var hand-
tekinn við komuna á Keflavikur-
flugvelli, grunaður um að vera með
fíkniefnin innvortis.
Það var svo í gærmorgun sem
maöurinn skilaði efnunum. Hann
haföi gengið vandlega frá þeim í
gúmmíumbúðír. Ekki er endanlega
búið aö greina efnið en fuflvist er
talið aö hér sé um amfetamín að
ræða.
Maðurinn hefur verið úrskurðað-
ur í tíu daga gæsluvarðhald.
-JGH
Nú er unnið að því í ýmsum slátur-
húsum að pakka dilkaskrokkum í
frystigáma sem síðan er ekið til
Reykjavíkur og settir á skipsfiSI til út-
flutnings.
Sá,
BLAI
fénniir
út/