Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Síða 7
- t tt rrrry »
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL1984.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
og 3. lag. Brauðsneiöamar, sem eru
smurðar beggja vegna, koma í
miðjuna.
4. Stífþeyttumeggjahvítunumersíðan
smurt utan á brauötertuna og
paprikudufti stráð y fir.
5. Tertan látið í 180°C heitan ofn,
neðarlega, og bökuð í 20—30
mínútur. Eggjahvítumar einangra,
koma í veg fyrir að áleggið renni út
úr brauðinu í ofninum.
Auðvitað er hægt að breyta til og
setja annaö álegg í tertuna, til dæmis í
neðsta lag sardínur og harðsoöin,
söxuö egg, í þaö næsta italskt salat og
siðan hangikjöt eða skinku.
En eins og brauötertan fer í ofninn í
dag kostar hún 134,80 krónur.
-ÞG.
Þá i ofninn og bökuð
í20—30 minútur.
Stífþeyttum eggjahvítum smurtá tertuna og paprikudufti stráð yfir.
Önnur rúllubrauðtertan skreytt með „roast beef".
„Roastbeaf”
—brauðterta
Rúllubrauð m/roast beef
1/2 rúllubrauð
10 sneiðar af, ,roast beef”
3 msk. sýrður r jómi
5 msk. remúlaði
örlítið af söxuöum, sýrðum agúrkum
2 msk. af steiktum lauk
1/4 tsk. aromat krydd
örh'till pipar
„Roast beef” sneiðarnar saxaðar,
hrært saman við sýrða rjómann og
remúlaði. Steiktum lauk, sýrðu
gúrkunum, lauk og kryddi blandað
saman við. Rúllubrauðið smurt að
innan með þessu og síðan er því
pakkað inn og látiö biöa á köldum stað
í nokkrar klukkustundir. Síðan kemur
að skreytingunni.
Rúllubrauðið sett á fat og smurt með
þunnu lagi af remúlaðisósu. Skreytt
með „roast beef” sneiðum, agúrku-
sneiðum, lauk og rauðri papriku.
Rúllubrauöiö fullskreytt með öllu
kostar 109 krónur. Dýrasti liðurinn er
„roast beef ” sneiðarnar, 60 krónur.
-ÞG.
RÚLLUBRAUÐ
Rúllubrauð með
reyksfldarsalati
1/2 rúllubrauð
2 reykt síldarflök
lepli
2egg
1/2 dós sýrður r jómi
2—3 msk. ma jonsósa
Síldarflakið, eplið og eggin
(harðsoðin) saxaö smátt og hrært smurt. Síðan skreytt með eggjabátum,
saman við majonsósuna og sýrða kavíaroggraslauk.
rjómann. Sett inn í rúllubrauðið og Kostnaður: Heilt rúllubrauð kostar
látið bíða innpakkaö á köldum stað í 44,40 kr. en við notum hálft brauðið.
nokkra klukkutíma áður en það er Með öllu, síldarflökin á rúmar 15
skreytt. krónur, eplið 7 krónur, eggin 14 krónur
og sýrður rjómi og majónsósan saman
Skreyting: Majonsósa og sýröur tæpar 19 krónur og svo skreytingar-
rjómi til helminga, ca 3 matskeiðar af efni, kostar rúllubrauðiö 97,50 krónur.
hvoru, hrært saman og rúllubrauðið -ÞG.
Samvinnubankinn á Patreksfirði
mun frá og með fimmtudeginum 5. apríl nk.
auka við þjónustusvið sitt og sjá um sölu
á ferða- og námsmannagjaldeyri.
Þar verður einnig hægt að stofna innlenda
gjaldeyrisreikninga auk þess sem útibúið veitir
alla þjónustu varðandi VISA-greiðslukort.
ERLEND