Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Page 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 4. APRlL 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mondale fékk stórsigur kominn með afgerandi forystu í forkosningum demókrata Walter Mondale, fyrrum varafor- seti, hlaut yfirburöasigur í forkosning- um demókrata í New York í gær og þykir nú hafa tekiö afgerandi forystu í forkosningunum. Hlaut hann 45% á meðan Gary Hart fékk 27% og Jesse Jackson fékk 25%, sem er besta hlutfall sem 'sá síðast- nefndi hefur hlotiö í forkosningunum til þessa. „I love New York,” sagöi Mondale, himinlifandi meö sigurinn, því aö í húfi var stærsti fulltrúafjöldi sem kosiö hefur veriö um í einu fylki til lands- fundar demókrata í júní (þar sem frambjóðandi flokksins veröur út- nefndur). „I still love New York,” sagöi Hart, sem reyndi að taka ósigrinum vel, en kosningaspár á elleftu stundu höföu gert ráö fyrir miklu tvísýnni úrslitum! því aö taliö haföi verið aö Hart heföi mjög unnið fylgi af Mondale á síöustu viku. Jackson spáöi því aö þessar for- kosningar ættu eftir aö hafa mikil áhrif á kosningar í New York í framtíöinni og þá borgarstjórakosningamar strax næsta ár. Hann hlaut yfirgnæfandi fylgi blökkumanna, sem skiluðu sér 60% á kjörstaö, en þaö er metkjörsókn eöa helmingi fleiri blökkumannaat- kvæöi en nokkru sinni fyrr í N.Y. — Hugsanlega er þaö vísir aö því aö minnihlutahópar og blökkumenn taki sig saman innan Demókrataflokksins í framtíðinni til þess að hafa meiri áhrif á framboð flokksins í New York en þar hafa gyðingar veriö atkvæðamestir. Flokksvélin og verkalýössamtökin unnu ötullega að því að smala sínu fólki til aö kjósa Mondale en 30%, eöa um ein milljón demókrata, skiluöu sér á kjörstaðina. Forkosningar hafa nú farið fram í 29 ríkjum og áöur en New York bættist viö haföi Mondale tryggt sér 716 full- trúa á landsþinginu, Hart 435 og Jack- son 101 (á meðan 320 eru óháðir). — Þarf minnst 1967 fulltrúa á bak viö sig til þess aö tryggja sér útnefningu á landsþinginu. Aö undanskildu Connecticut fyrir viku hefur Mondale sigraö í öllum fulltrúafleiri ríkjunum síöustu þrjár vikurnar og þar á meðal í hinum mikil- vægu forkosningum í Michigan og Illin- ois. -Erling AspelundíNew York. REAGAN ÆTLAR TILKÍNA TREHOLT REKINN Arne Treholt veröur á næstunni end- anlega sagt upp embætti sínu í norska utanríkisráðuneytinu. Þaö verður gert á ríkisstjórnarfundi í fyrsta lagi næst- komandi föstudag. Eftir aö hann var handtekinn, 20. janúar síöastliöinn, var hann leystur frá störfum en hefur haft full laun fram til þessa, 14750 norskar krónur á mánuöi. Ulf Underland, verjandi Treholts, hefur lýst því yfir aö hann telji upp- sögnina ótímabæra á þessu stigi máls- ins, eðlilegra heföi verið aö bíða átekta. Underland kvaöst hafa reynt að fá frestun á þessari ákvöröun en sótt heföi veriö fast innan utanríkis- ráöuneytisins aö fá hana í gegn. Fyrirhuguð heimsókn Reagans Bandaríkjaforseta til Kína síöar í þessum mánuöi er ætluö til aö efla sambúö rikjanna og létta á ágreiningi út af Taiwan og öðrum málum. „Vináttan sem tekist hefur milli landanna á síöustu tólf árum er var- anleg,” segir í fréttatilkynningu um feröaáætlunina, en þaö eru tólf ár síðan Nixon heimsótti Kína og batt endi á tveggja áratuga fjandskap al- þýöulýðveldisins og Bandaríkjanna. Reagan ætlar til Kína 26. apríl í sex rdaga heimsókn eftir viökomu á Hónó- lúlú og Guam. Kínverjum leikur hugur á aö ræöa vopnasölu Bandaríkjamanna til Taiwan, en afstaöa Reagans hefur verið sú aö hann vill bæta sambúöina ,við alþýðulýðveldið en standa viö allar skuldbindingar við þjóðemissinnana. EIGINKONA TRE- HOLTS FÆR EKKI INNI í SJÓNVARPI Arne Treholt hefur verið á fullum launum í fangelsinu. Kari Storækre, eiginkonu Arne Tre- holts, hefur verið meinað að koma fram sem einum af stjómendum sjón- varpsþáttanna „Afsakið aö ég spyr”. Ný rás í norska sjonvarp- inu til einkarekstursins Horfur eru nú á því aö ný sjónvarps- rás í Noregi geti hafið útsendingar frá og með næstu áramótum. Þaö eru fern samtök, íþróttasamband Noregs, bind- indishreyfingin, landssamtök krist- inna og norska alþýðusambandið sem hafa sótt um leyfið til rekstrarins. Þessi samtök munu þó ekki móta dagskrána nema þá aö litlu leyti. Um er aö ræða rás með fréttum og afþrey- ingarefni. Samtökin hafa hug á aö fjármagna fyrirtækið með auglýsingum, sem hingað til hafa verið óþekktar í norsku sjónvarpi. Utsendingar munu ná til 60% Norðmanna. Menningarráðuneytið hefur umsókn samtakanna til umfjöllunar en stór- þingið úrskurðar endanlega hvort út- sendingar verða að veruleika. Sylvía Svíadrottning. Áæskuslóðum íBrasilíu Karl Gústaf Svíakóngur og Silvia drottning hans komu um helgina í opinbera heimsókn til Brasih'u. Þau munu dvelja þar í landi í hálfan mánuð. Konungshjónin lentu í hafnar- borginni Salvador í noröausturhluta landsins. Þaöan héldu þau í gær til höfuðborgarinnar Brasilíu. Síöan Uggur leiöin til Sao Paulo, Rio de Janeiro og Iguacu-fossa. Síðari vikuna munu þau hjónin verða á eigin vegum og dvelja meö ættingjum Silvíu í Brasihu. En hún bjó í Sao Paulo frá þriggja til fjórtán ára aldri. Skömmu fyrir upptöku þáttar síðasta mánudag fékk hún þau boð frá stjómendum sjónvarpsins að ekki væri æskilegt að hún kæmifram , það gæti orðið til skaöa fyrir þáttinn. Ónn- ur kona var því fengin í staðinn fyrir Storækre í upptökuna. Lögmaöur Kari Storækre hefur mót- mælt þessari ráöstöfun harðlega viö Bjartmar Gjerde útvarpsstjóra. Hún haföi einsett sér aö starfa áfram viö þáttagerö, þrátt fyrir handtöku eigin- mannsins, án þess aö koma fram á skjánum fyrst um sinn, en síðan ætlaði hún aö taka aftur upp þráðinn sem áður. Lögmaðurinn telur hér um að ræöa hreint vinnubann. Sjónvarpsstjómin heldur því hins vegar fram aö þátttaka Kari heföi Kari Storækre, eiginkona Treholts. oröiö ótímabær og til þess faUin að draga athygli áhorfenda frá sjálfu innihaldi þáttarins. 11. einvígisskák Kasparovs og Smyslovs í Vilnius: Sóknarstaöan gufaði upp — og Kasparov tók þann kost að þráskáka Heimsmeistarinn fyrrverandi, Vassily Smyslov, kom Garrí Kaspar- ov á óvart í 11. skákinni í Vilnius í gær, með því að beita hinni ævafornu Tsigorin vöm. Sú byrjun sést sjaldan nú orðið í keppni sterkustu manna, enda var Kasparov greinilega bmgð- ið. Hugsaði um þriðja leik sinn í tíu mínútur og eftir 16 leiki hafði hann notað mun meiri tíma en Smyslov, eða 1 klst. og 25 mínútur en Smyslov aöeins 40 mínútur. Kasparov varði samt tíma sínum vel, því að hann fann öflugt framhald og er á leið virt- ist kóngur Smyslovs í bráðri lífs- hættu. Einhverjir leyniþræðir héldu þó stöðu hans saman og sá Kasparov þann kost vænstan að fóma skipta- mun og þráskáka. Jafntefli samið eftir 26 leiki. Það er ekki fjarlægt Smyslov að fara í smiöju til Mikhail Tsigorin, sem oft er nefndur „faðir sovéska skákskólans”. Smyslov hefur ein- mitt lýst því yfir að hann sæki sér fyrirmyndir til hans, enda má oft sjá svipaða „takta” í skákum þeirra. Báðir meta riddara mikils og bjóða biskupaparinu oft byrginn. Annað dæmi er sókn léttu mannanna gegn: peðamiðborði. Þessi þemu koma. bæði viö sögu í 11. skákinni, sem reyndar er dæmigerö fyrir báöa keppendur og lýsir vel ólíkum skák- stíl þeirra. Staðan í einvíginu er þá 7—4 Kasparov í vil. Þessar tölur ættu að vera skákunnendum kunnuglegar, því aö þannig hljómaði lokastaðan í einvígi Kasparovs við Kortsnoj. Nú þarf hann þrjú jafntefli í viðbót. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Vassily Smyslov Tsigorin-vöm 1. d4 d52. Rf3Rc6!? Upphafsleikur Tsigorin-vamarinn- •ar. Nú á dögum telja fræðimenn hvítan fá betra tafl í nánast öllum af- brigöum og því er ekki nema von að hún höfði litt til sterkari skákmanna. 3. c4 Bg4 4. cxd5 Bxf3 5. gxf3 Annar möguleiki er 5. dxc6 Bxc6 6. Rc3 Rf6 7. Bg5 e6 8. Dd3 og síðan e2— e4 og hvítur hefur frjálsara tafl. 5. — Dxd5 6. e3 e5 7. Rc3 Bb4 8. Bd2 Bxc3 9. bxc3 Dd6 Svartur hefur látiö báöa biskupa sína gegn riddurum og hvítu peðin eru fjölmenn á miðborðsreitunum. Þetta er einkennandi fyrir Smyslov, sem hyggst þrýsta að miðborðínu með riddurum sínum. Svona teflir enginn nú á dögum nema Smyslov, ef Benóný er undanskilinn. lO.Hbl!? Nýr leikur? I bókum er getið um 10. Be2 Rge711.0-0 0-0-0 12. Khl g5 og staðan er vitaskuld mjög flókin, þótt möguleikar hvíts séu sagðir betri. 10. —b6 11. f4!? Kasparov hugsaöi um þennan leik í 26 mínútur. Hann ræöst beint aö svarta miðborðspeðinu en veröur á eftir í liðsskipan. 11. — exf4 12. e4! Rge7 13. Df3 04) 14.Bxf4 Og um þennan leik hugsaði hann í 21 mínútu. 14. — Da3 15. Be2 f5!? 16. 0-0 fxe4 17. Dxe4 Dxc318. Be3 Da319. Bd3 Er Smyslov lék f-peði sínu fram í 15. leik, opnaöist kóngsstaða hans og nú virðist hann þurfa að taka afleiðingunum. Hann getur nefnilega ekki valdað h-peðið. Ef 19. — g6, þá 20. Bc4+ Kg7 21. d5 Ra5 22. Bd4+ og vinnur. Hann verður að gefa peðið, kóngurinn fer á flakk en samt hangir staða hans saman. 19. — Dd6! 20. Dxh7+ Kf7 21. Hb5(?) Lítur vel út, því hann svarar 21. — Hh8?? með 22. Bc4+ Kf6 23. Bg5 mát! En Smyslov bjargar sér. Freistandi er því aö stinga upp á 21. Bc4+ Ke8 22. Dxg7!?, því svartur nær ekki að tengja saman hrókana (22. — Kd723. Dg4+). 22. —Had8! Nú eru allir svörtu mennirnir komnir í leikinn og Kasparov sér ekkert betra en að þvinga fram þrá- skák. Svartur tapar eftir 22. — Rxb5? 23. Bc4+ Kf6, því kóngurinn Skák Jón L. Árnason er kominn á vergang. Framhaldið gæti t.d. orðið: 24. Dh4+ Kf5 (24. - Ke5 25. Dg3 leiðir til sömu niður- stöðu) 25. Dg5+ Ke4 26. Dg4+ Ke5 27. f4+ Ke4 28. f5+ Kxe3 29. Hf3+ Kd2 30. Dg2+ Kcl 31. Hfl+ Ddl 32. Hxdl+ Kxdl 33. Bb3+ og mát í næsta leik. 23. Bxd4 Dxd4 24. Hf5+! Rxf5 25. Dxf5+ Kg8 26. Dh7+ — Jafntefli. Svartur tapar ef hann fer á e-línuna vegna Hel+ og fyrir- buröi á f6 er svarað með Bc4+.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.