Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Side 10
10
dv. miðvikúdágUMOPBÍlTsímV"
Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd
Sálfræðingurinn Stanton Samenow dregur upp kaldranalega mynd af hugsunarhættiglæpamanna.
filænampnn hora
vlwpdlllvllll Klvl d
sjalfir sokma
en ekki samfé-
lagið og kring-
umstæðurnar
Bandarískur sálf ræðingur vill kollvarpa fyrri hugmyndum
um orsakir glæpahneigðar
„Aö stela og nauöga er spennandi
og glæpamenn drýgja glæpi vegna
þess aö þeim líkar þaö,” segir
Stanton E. Samenow, sálfræöingur
af þeim skólanum sem nú lætur oröiö
æ hærra í sér heyra um sök og
ábyrgö afbrotamanna sjálfra á verk-
um þeirra. öfugt viö þær kenningar
sem ríkt hafa undanfama áratugi
um ábyrgö samfélagsins og um-
hverfisins á því aö leiða afbrota-
menn inn á glæpabrautina.
Samenow hefur hlotiö mikinn
oröstír meöal sálfræöinga, einkan-
lega fyrir nýjustu bók sína „Inside
the Criminal Mind” (1 hugarfylgsni
glæpamannsins), en þar slær hann
því föstu að „glæpamenn séu valdir
að glæpunum — ekki slæmur félags-
skapur, ófullnægjandi foreldrar, fá-
tækrahverfiö, ofbeldiö í sjónvarpinu,
lélegir skólar, vímugjafar eöa at-
vinnuleysið”.
„Freud, maöurinn sem átti til af-
sökun fyrir öllu, er allur,” segir höf-
undirinníbóksinni. „Ogglæpamenn
kunna skil á góðu og illu, en taka hiö
illafram yfir.”
Hann heldur því fram aö ómennt-
aður smákrimmi á strætum stór-
borganna og óprúttinn fjárbraskari
úr hvítflibbastétt eigi það báöir sam-
eiginlegt að líta á tilveruna sem
skákborð er þeir hafi öll tök á. Og
annað fólk skoöi þeir sem smápeö, er
þeir geti stjakaö fram og aftur eftir
eigingeöþótta. Trúnaöur, kærleikur,
tryggö og hópvinna samrýmist ekki
þeirra lífsmáta.
Samenow hefur starfaö í fimmtán
ár við fangelsi, betrunarhæli og
ámóta stofnanir viö sálgreiningu á
glæpamönnum og reynslan hefur
kennt honum aö koma megi afbrota-
mönnum til aö horfast í augu við
sjálfa sig og þá lifsbraut sem þeir
hafa til þessa valiö sér. Jafnvel megi
koma þeim til aö velja annan kost til
betra lífs.
Þessi fjörutíu og tveggja ára
gamli sálfræöingur býr í Alexandríu
í Virginíufylki og í viötali viö Phil
McCombs hjá Washington Post kveð-
urhannfastaöoröi.
„Það er erfitt aö fá fólk til þess aö
skÚja,” segir hann í viötalinu. „En
glæpamenn eru svo sannarlega ööru-
vísi en venjulegt, ábyrgt fólk.”
Nefnir hann sem dæmi annaö
blaðaviðtal, sem tekiö var viö hann
nokkrum dögum fyrr. (Fjölmiðlar
hafa keppst viö aö kynna manninn aö
undanförnu og byltingarkenndar
skýringar hans á glæpaatferli, sem
.raunar hljóma eins og ævagamlar
'kenningar, er rykið hefur veriö dust-
aö af.) I viötalinu var hann að skýra
út fyrir blaðakonu hinn dæmigeröa
glæpamann. „Sá býst við aö allt snú-
ist honum í hag, hann væntir skjótrar
þjónustu og úrlausnar og allt þar
fram eftir götunum.” — Blaöakon-
unni varö aö oröi að þetta hljómaöi
eins og lýsing á fyrrverandi eigin-
manni hennar, og hvort sálfræðing-
urinn væri ekki meö þessu aö stimpla
90% karlmanna sem glæpamenn.
Samenow hristir höfuðiö yfir slíku
og segir: „Þetta er spuming um á
hve háu stigi þessi þankagangur er
hjá einstaklingnum. Við erum að
tala um þá sem í öllum sínum lífs-
háttum ganga út frá því sem gefnu
aö heimurinn sé til oröinn til aö henta
þeim. Og þegar hlutirnir ganga
þeim ekki í haginn grípi þeir ófr jálsri
hendi þaö sem þeim finnst þeim bera
og hiröa hvergi um þótt það skaöi
einhvem annan. Æ ofan í æ brjóta
þeir lögin án þess aö kippa sér hiö
minnsta upp viðþað.”
Sjálfur viöurkennir Samenow aö
hann heföi ekki lagt neinn trúnaö á
svona tal ef einhver annar hefði
sagt honum fyrir 24 árum. Þá aö-
hylltist hann skýringar Freuds, en
segist nú sannfæröur um hiö gagn-
stæða. — Hann segir aö mörgum
muni þykja of kaldranaleg sú mynd
sem hann dregur upp af glæpasál-
inni.
„Hinn dæmigerði glæpamaður
drýgir hundruð glæpa, hugur hans er
allur viö þaö bundinn. Á meðan
margir venjulegir menn geti látið
sér koma í hug aö brjóta af sér og
gefiö jafnvel ímyndunaraflinu laus-
an tauminn til þess aö drýgja
glæpinn í huganum, þá getur krimm-
inn ekki gengið framhjá verslun án
þess aö hugsa um aö ræna hana og
framkvæmir síðan oft þessa hugsun.
Stundum neytir hann vímugjafa
fyrst til aö yfirstíga einhverja tálma,
hræðslu eöa samviskubit. En í hroka
sínum lætur hann aldrei f lögra að sér
að hann veröi tekinn. Venjulegt,
ábyrgt fólk finnst honum vera leiö-
indaskjóður.”
Samenow segir aö það síöasta sem
sálfræöingur ætti aö gera sé aö
byggja upp sjálfstraust glæpa-
manns. „Hann hefur æriö nóg fyr-
ir,” segir hann. „Menn hafa tekið
sálgreiningar og síðan heimfært þær
upp á glæpaatferli því til skýringar.
Freud meðhöndlaði aldrei glæpa-
menn og í rauninni lagöi hann sjálfur
kenningar sínar aldrei út sem skýr-
ingaráglæpaeöli.”
„Glæpamönnum falla hins vegar
kenningar Freuds mjög vel í geð.
Þeir læra að draga sálfræðingana á
asnaeyrum með því að leika sál-
fræðileikinn. Með því að taka þá af-
stööu að glæpamaður sé fómardýr
kringumstæðnanna hefur samfélagið
lagt honum upp í hendur afsakanir
fyrir gerðum hans og styöur þá af-
stööu hans aö það sé ekki viö hann aö
sakast.”
Samanow, sem útskrifaöist frá
Yale áriö 1963, starfaöi meö dr.
Samuel Yochelson heitnum viö
vinnslu tveggja binda bókar „The
Criminal Personality” (Skapgerð
glæpamannsins) sem kom út 1976—
77. Hún þykir sígilt verk. Byggðist
hún á rannsóknum þeirra á geðveik-
um glæpamönnum við St. Elizabeths
geðsjúkrahúsið.
Þeir höfðu byrjað rannsóknir sín-
ar trúaöir á freudisku skýringamar,
en Yochelson og Samenow komust
fljótt á snoðir um að þaö gekk ekki
upp. Þeim læröist að krimmamir
bættu ekki ráö sitt við sálfræðimeð-
ferö, heldur geröust einf aldlega klók-
ir s jálf ir á sviöi sálfræðinnar.
Á seinni árum hefur samúö al-
mennings meö glæpamönnum
minnkaö og þær raddir gerast hærri
sem krefjast þyngri viöurlaga við af-
brotum, svo að hugmyndin um
glæpamanninn sem fómardýr kring-
umstæðna sinna hefur átt erfiðara
uppdráttar og sömuleiöis betrunar-
kenningar.
Samenow telur sig kunna aöferðir
til að fá glæpamanninn til þess aö
breyta rétt og bæta sitt ráö. Þeir
Yochelson hafi þróaö þær aöferöir
viö rannsóknir sínar á krimmunum í
St. Elizabeths-sjúkrahúsinu. — Sam-
enow segir aö þriðjungur þeirra 100
forhertu glæpamanna sem hann hafi
haft til meöferöar (engir þeirra ofb-
eldismenn), hafi síöan (1978 þeir
fyrstu) haldiö sig viö heiðarlegt líf-
emi.
Mörg þessi viðfangsefni Samenow
vom menn sem komnir vora að náö-
un eöa eftirgjöf refsivistar, og marg-
ir orðnir leiöir á glæpalífinu og vildu
breyta um. Aðferð þeirra Samenow
og Yochelson byggöist á því að byrja
á því aö láta glæpamanninn standa
full reikningsskil geröa sinna. I staö
þess aö hlusta á hann rekja feril sinn,
raunir, afsakanir og útskýringar lýs-
ir sálfræðingurinn dæmigerðum
glæpaþönkum og atferli og sýnir
skjólstæðingnum fram á, hvað hann
eigi sameiginlegt meö því. Honum
er sýnt fram á, að hann átti ávallt
annarra kosta völ, en hefði valið
glæpakostinn. Hann hefði ekki við
neinn að sakast nema sjálfan sig í
því. Meðferðin byggist á því að gera
glæpamannin svo leiöan á sjálfum
sér og glæpaatferli sínu og kenna
honum smám saman aö yfirvinna
glæasamlegan hugsanagang. Fá
hann til þess aö beina hugsunum sín-
um strax aö einhverju öðru þegar
þær hvarfla að glæpamöguleika.
Þetta mun vera seinlegt verk, að
minnsta kosti eitt ár með vikulegum
viðtölum sálfræðingsins og sjúklings
hans. iBandaríkjunumerslíktmjög
kostnaöarsamt, og telur Samenow
þaö valda því að þessar aöferöir hafi
ekki breiðst út. En líka kemur þar
til, aö ekki era allir sálfræöingar al-
' veg sammála kenningum Samenow
eöa Yochelson.
Umsjón Guðmundur Pétursson