Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Page 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. APRlL 1984. 11 „Ætíuðum að stofna litið og viðráðanlegt fyrirtæki, en síðan höfum við stefnt til himins eins og raketta," segir Ólafur Stephensen, formaður SÍA og framkvæmdastjóri auglýsingastofu, sem á S ára afmæli um þessar mundir. DV-mynd E.Ó. „LOSNA ALDREIVIÐ ÞESSA SÍGRÆNU” —segir Ólaf ur Stephensen, aulýsinga- f römuður og djassgeggjari — A maöur ekki aö byrja á því að óska þér til hamingju? „Jú, þakka þér kærlega fyrir. ” Olafur Stephensen auglýsinga- frömuöur hefur tvöfalda ástæöu til aö fagna um þessar mundir. Hann var nýlega kosinn formaöur SlA, eöa Sam- bands íslenskra auglýsingastofa og síöan á hans eigin auglýsingastofa 5 ára afmæli. Hann var spuröur hvort þetta afmæli væri merkilegur áfangi. „Þetta er eiginlega ótrúlegur áfangi. Þegar við stofnuðum fýrirtækið fyrir fimm árum, ætluðum viö aö búa til lítið og viöráöanlegt fyrirtæki, sem gæti til- einkað sér aðrar vinnuaöferðir en tíökuðust á auglýsingamarkaðinum á þeim tíma. En síðan höfum viö stefnt til himins eins og raketta.” — Þetta hefur sem sé fariö úr bönd- unum? „Þaö munaði einum að þaö færi úr böndunum fyrir tveimur árum, en þá tókum við þá ákvörðun aö halda við upphaflegu hugsjónina aö vinna í litlum einingum.” Þaö varö svo til þess að litla fyrir- tækið eignaðist með tímanum tvö dótturfyrirtæki, auglýsingastofuna Gott fólk og fyrirtækið Gamma, sem sér um auglýsingadreifingu og þess háttar. Þó aö stofa hans eigi aðeins fimm ára afmæli, hefur Olafur veriö viðloðandi auglýsingabransann öllu lengur eða í um 15 ár. Hann var spuröur hvort hann hefði ekki tekið miklum breytingum í þessum tíma. Jú, hann hefur í raun og veru gjör- breyst. Mesta og gleðilegasta breyt- ingin er sú að ný kynslóð hefur veriö að taka við í íslenskri verslun, viðskiptum og þjónustu. Þetta er kynslóð sem þekkir nauðsyn markaðsráögjafar og kann að starfa með auglýsingafólki.” — En ef við snúum okkur að SlA, hvað er það? „SlA er samband íslenskra auglýs- ingastofa og var stofnað fyrir 6 árum. Eg var svo heppinn að vera kosinn fyrsti formaður þess og þar sem við skiptum þessu á milli okkar er röðin komin að mér aftur. Með mér í stjórn eru Kristín Þorkelsdóttir og Páll Guðmundsson. Á þessum 6 árum höfum við náð ýmsum áföngum í áhugamálum okkar. Við höfum t.d. haldið úti sérstökum fjölmiðla- könnunum og við höfum barist fýrir að komið y rði á upplagseftirliti, sem nú er að fara af staö. Þá höfum við barist fyrir viöurkenningu á okkar grein og höfum nýlega gengið í Verslunarráð Islands. Við höfum líka áhuga á að ná áfanga í höfundarréttarmálum og fjar- skiptamálum.” — Aðlokum.Olafur.núhafamargir þekkt þig í gegnum árin sem mikinn djassgeggjara. Hefurðu eitthvert pláss fyrir djassinn þegar svona mikiö er að gera? „Blessaöur vertu, eftir því sem maður hefur meira að gera, þeim mun meiri tíma finnur maöur fyrir áhuga- máliö. Djassinn hefur alltaf sérstakt pláss á milli hjartans og magans. Þegar maður hefur fengið þessa sígrænu, eins og Jón Múli segir, losnar maður aldrei við hana,” sagði Olafur Stephensen. -GB Eriður með frelsi er ékki aUra elgn — því miður Islendingar voru í liópi stofnþjóða AtiantBMfsbandalagsins fyrir réttum 35 árum. Þar með gerðumst við þátttakendur í virkustu og mestu firiðarlireyflngu okkar tíma. Bandalagsríkin munu ekki fieita vopnum nema á þau sé ráðist. Sameiginlega hafa þau mótað tillögur um gagnkvæma afvopnun á öllum sviðum vígbúnaðar. Varðstaðaum frið með frelsi erjafnbrýn nú og fyrir 35 árum. TjTRTnTTR rJttjJLDUru - 35 ÁR - SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.