Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Síða 15
15
1) Komposition.
Valtýr Pétursson
— í Listmunahúsinu
Um þessar mundir stendur yfir í
Listmunahúsinu viö Lækjargötu
sýning á gouachemyndum eftir
Valtý Pétursson sem hann málaði á
árunum 1951—1957. Sýningin er opin
framtilS. apríl.
Ný byrjun
Með nokkurri einföidun er gjarnan
sagt að eftir síðari heimsstyrjöld
hafi abstraktlistin greinst í tvær að-
skildar myndgerðir: lýríska og geo-
metríska abstraktion. Sú síðar-
nefnda átti marga upphafs- og fylgis-
menn í Frakklandi á seinni hluta 5.
áratugarins og má segja að hún hafi
bðkstaflega slegiö í gegn í Frakk-
landi um 1950. Sá sem bar hvað hæst
í flokki geometrískra málara var
Vasarely.
Geometríska abstraktmálverkið
var meiri háttar bylting. Mun dýpri
heldur en t.d. kúbisminn og abstrakt-
listin hafði verið í byrjun aldarinnar.
Því nú var búið að þurrka út alla
fígúratífa vísun og afmá öll tengsl
við bókmenntimar eða dulspekina.
Þetta var ný byrjun. Málverkið var
orðið umfram allt spursmál um form
og liti, jafnvægi og spennu, flöt og
rými, óháð hinni löngu evrópsku
listhefð. Og í ummælum listamanna
frá þessum tíma kemur það greini-
lega fram að þeir litu á geometríuna
sem nýja tegund af list, fullkomna
nýsköpun.
Hrein geometría
Valtýr Pétursson listmálari var í
Frakklandi á þessum tíma og virðist
hafa hrifist einkar fljótt af þessari
myndgerð því hann er einna fyrstur
íslenskra listmálara til að sýna
myndverk þar sem öll náttúru-
upplifun er horfin af myndfletinum
og eftir standa aðeins hrein geo-
metrísk form og litir.
Málverk Valtýs Péturssonar í
Listmunahúsinu falla undir hreina
geometríska abstraktion. öli til-
finningasemi og allt skraut er víös
fjarri í þessum verkum. Málverkið
er fyrst og fremst myndbygging, út-
hugsað kerfi þar sem form og litir
eru nákvæmlega útreiknaðir og
ihugaðir á myndfletinum. Þetta eru
vitsmunalegar samstillur þar sem er
leitað eftir jafnvægi í kyrrstöðu, rök-
réttri svörun forma og fastri mark-
vissri hrynjandi. Öll myndhugsunin
er beisluð, mismunandi eftir mynd-
um, en þó má seg ja að í hverri mynd
sé um að ræða andstæður sem takist
á. Lóðréttum línum er svarað með
láréttum línum, rýmisverkun
einstakra forma er svarað með
sterkri flatarverkun heildarinnar og
hreyfing er ávalit beisluð, stífluð
Myndlist
Gunnar B. Kvaran
með skilgreinanlegu afmörkuðu
ferli.
»
Sögulegar myndir
Innan þessa hreintrúarkerfis, sem
af mörgum var talið vera endapunkt-
urinn á plastískri listsköpun, manns-
hugurinn átti vart aö getað náð.
lengra, er í raun lítið svigrúm fyrir
persónuleika listamannsins. Lista-
menn urðu fremur hluti af stóru list-
heimspekilegu kerfi. Valtýr Péturs-
son vann innan þessa kerfis og
virðist hafa komist niður á margar
sannfærandi niðurstöður. Því mynd-
verkin hér á sýningunni eru flest í
háum gæðaflokki. Á þessum sex
árum virðist listamaðurinn hafa
þaulkannað möguleika málverksins,
fundið ný og ólík sjónarhom en þó á-
vallt yer'ð trúr frumhugsun geo-
metríunnar.
Þessi sýning í Listmunahúsinu er
sterk og sannfærandi.’ Auk þess sem
hún er söguleg staðfesting á stöðu
Valtýs Péturssonar í íslenskri lista-
sögu. Nú ætti enginn listunnandi að
láta sig vanta í Listmunahúsið.
-GBK.
LADA 1300
er sá ódýrasti
í LADA fjölskyld-
unni og er hann jafn-
framt fyrirrennari allra LADA bíla.
Hann hefur sýnt ótvíræða kosti sína hér á landi sem sterkur, traustur, ódýr (
rekstri og ekki slst fyrir sparneytni, ekki skemmir endursöluverðið en það hefur
frá upphafi verið með því besta.
Alls hafa verið seldir um 600 bílar af þessari gerð og sýnir það hversu vinsæll og
traustur hann er. Nú er hann afgreiddur með endurbættu bremsukerfi og
1300 sm3 vél og eyðslan allt niður I 6 I. á 100 km. við bestu aðstæður.
Þú færó mikið fyrir peningana þína ( LADA.
Verðið er ótrúlegt, aðeins kr. 163.000,-
Lán kr. 83.000,-
Þér greiðið kr. 80.000,-
Skiftiborð Verslun
38600 39230
Verðlisti yfir Lada-bifreiðar fyrir
handahafa örorkuleyfa.
Lada 1300
Lada 1200 station
Lada 1500 station
Lada 1500 Safír
Lada 1600 Canda
Lada Lux
Lada Sport
Verkstæði
39760
kr. 106.600
kr. 113.600
kr. 124.300
kr. 118.100
kr. 128.000
kr. 135.400
kr. 216.600
Söludeild
31236
Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf
Suðurlandsbraut 14
SMÁAUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022.
OPIÐ:
virka daga kl. 9—22,
laugardaga kl. 9—14,
sunnudaga kl. 18—22.