Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Síða 16
16
DV. MIDVIKUDAGURi4.APRlLJ.984.
■\rr T
Spurningin
Notarðu bílbelti?
Ásgeröur Guöbrandsdóttlr: Nei, ég
geri þaö yfirleitt ekki. Eg er á gömlum
bíl og það er svoddan fyrirhöfn við
þetta aö maöur hugsar eiginlega ekki
um þaö.
Guörún Marteinsdóttir: Nei, ég geri
það ekki en ef ætti aö fara aö lögleiða
sektir viö aö nota þau ekki þá myndi ég
sennilega hugsa mig um tvisvar áöur
en ég keyröi af stað. Þaö er bara
trassaskapur hjá manni aö gera þetta
ekki.
Óskar Ólafsson: Ég nota þau ef ég fer
út úr bænum. Ég er alveg á móti lög-
leiðingu sekta því maður á að fá að
ráöa sjálfur hvort maöur notar þau.
' Sævar Egilsson: Yfirleitt geri ég það
nú ekki, hef bara ekki vanið mig á þaö.
Mér litist nú ekki illa á lögleiöingu
sekta og myndi sjálfsagt byrja að nota
beltinþá!
Gunnar Magnússon: Ég geri þaö þegar
ég man eftir, en þaö er nú ekki alltaf,
en þaö yröi sjálfsagt oftar ef teknar
yrðu upp sektir.
Gústaf Skúlason: Ég geröi það hérna
einu sinni en er alveg hættur aö nenna
því, ég keyri svo stuttar vegalengdir.
Mér finnst allt í lagi aö byrja aö sekta
ef byrjað yröi á ráðamönnunum sem
lögin brjóta. Þeir eiga aö heita fyrir-
mynd okkar og eftir höföinu dansa
limirnir.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Brófritari segir konur með óþarfa væl. Þessar hafa kannski ástæðu tH að væta.
GRÁTKONUR
Karl Þ. Löve skrifar:
Ég legg þaö nú ekki í vana minn aö
hlaupa meö allt sem mér likar ekki í
blööin er nú er eiginlega nóg komið.
Maöur kveikir ekki oröið á sjón-
varpi, útvarpi eöa flettir blööunum í
mesta sakleysi án þess aö þar sé komin
einhver grátbólgin, misskilin, fráskilin
og á alla enda og kanta fótum troöin
vesalings nútímakona.
Þið fáiö ekki nóg kaup, þið fáiö ekki
naeg tækifæri og ykkur eru ekki rétt upp
í hendumar góö störf með lagaboöi ef
annaö dugar ekki til. 0, þvílík grimmd
og þvílíkt karlrembuþjóöfélag sem þiö
vesalings pislarvættimir lifiö viö. (Nú
verö ég aö taka mér hvíld til aö þerra
tárin sem eru aö gegnbleyta blaðiö.)
Nú heyrir maöur meira aö segja frá
Alþingi hinu götótta, aö þaö sem sé al-
gjört forgangsverkefni þessa dagana
sé að hrinda af stað einhverri rándýrri
könnun á launamisrétti í þjóöfélaginu,
þó svo aö það kosti aukafjárlög og önn-
ursniðugheit.
Nú er ég sjálfur verkamaöur meö
rúmar 12.000 kr. á mánuöi í dagvinnu-
laun en næ tekjunum upp eins og meiri-
hluti þjóöarinnar með því að vinna alla
næturvinnu sem býðst.
Ég er ekki frekar en aörir ánægöur
meö aö geta ekki lifað sómasamlega af
dagvinnulaununum en þegar þið fariö
aö gera þennan hokurlifnað aö ein-
hverju sérmáli kvenna þá verður
manni illt.
Nógu mikiö er búið aö blása upp
hvaö þiö séuö gifurlega fómfúsar í hús-
móðurhlutverkinu sem við karlremb-
urnar börnuöum ykkur aö sjálfsögöu í,
ykkur þvert um geö, og eftir þaö mætti
halda aö við færum í f rí.
Ef ég ætti aö segja allt sem ég álít
um þessa kveinstafi í ykkur þá myndi
þaö fylla blaöiö frá forsíðu að baksiöu,
ásamt helgarblaöi, svo ég er hættur í
bili.
PJS. Ég skrifa þetta vitandi aö nú
munu helstu kerlingar bæjarins fylla
lesendadálkana á næstu dögum yfir
þessari gífurlegu ósanngirni og ég tala
nú ekki um ósvífni í mér svo ég ætla að
biöja þær um eitt aö lokum, ekki skæla
í blöðin reyniö, þó erfitt sé, að segja
eitthvað af viti.
JOFNUN ATKVÆÐISRETTAR
Egill Þórólfsson skrifar:
Eg var aö hlusta á útvarpið þann
26.3.
I fréttatimanum þar og svo aftur
í sjónvarpinu var frétt um áhugamenn
um jöfnun atkvæða milli landshluta og
einnig var viðtal við talsmann þeirra.
Það kom mér spánskt fyrir heyrnir
sem hann sagði. En þaö var aö i könn-
un hefði komiö fram aö meirihluti
landsmanna væri fylgjandi algjöru
jafnvægi atkvæða. Þó að um helming-
ur landsmanna búi á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu eru það sem betur fer ekki
allir landsmenn. Þaö getur veriö aö
Reykvíkingum finnist aö ekki þurfi aö
spyrja fólkið í dreifbýli. Jöfnun at-
kvæða og jöfnun byggðar í landinu
hlýtur aö geta fylgst aö, er ekki svo?
Hvemig væri aö jafna simakostnaö
milli landshluta? Ekki væri þaö mikið
mál aö setja einn taxta um allt landið
og hafa sama skref hvort sem hringt er
innan Reykjavíkur eöa milli lands-
hluta.
Ég man þegar leiðrétta átti sím-
gjöld síðast. Þá risu íbúar í Reykjavík
upp og mótmæltu ákaft. Jafnan hitun-
arkostnaö og fleira mætti telja, en ég
held aöég láti þetta duga.
Nokkur atriði sem varða öryggi sjómanna
7722-4653 skrifar:
Mig langar aö koma á framfæri
nokkrum atriöum sem ég tel aö séu til
bóta fyrir öryggi s jómanna.
1. Setja endurskinsmerki á öll hlífö-
arföt sjómanna, eða a.m.k. á axlir,
hettu og ermar. Þaö tæki mun
skemmri tíma aö finna mann í sjónum
ef hann félli útbyröis.
2. Björgunarvesti ætti að vera þar
sem unnt er aö grípa til þess ef meö
þarf. Áföst lína viö skipið þarf að vera
og einnig ól sem hægt væri að bregöa
utan um þann sem er veriö að bjarga.
3. Nú, þegar grásleppuvertíöin er
aö hefjast og margir smábátar halda
til veiöa þyrfti aö heröa eftirlit meö
þessum bátum en nokkur misbrestur
SIGRÚN PROPPÉ
LISTPRÓPI
Hagyrðingur skrifar:
1 tilefni af umræöu þeirri sem orö-
ið hefur hér á síðum DV og Morgun-
blaðsins um þýðingu orðsins Art-
therapist settist ég niður og reyndi
eftir mætti að finna brúkhæft nýyröi.
Eftir aö hafa ráöfært mig við félaga
mína úr læknastétt og geðheil-
brigðisstéttum, varö ég aö lúta því
aö orö sem enda á þjálfi, t.d. list-
þjálfi eöa hagleiksþjálfi, eru hreint
ómöguleg. Eftirþvísemégbestveit,
eru Art-therapistar metnir menntun-
arlega til jafns viö M.A. sálfræðinga
(a.m.k. þeir sem standast sænskar
og bandarískar kröfur um menntun-
arinnihald).
Art-therapistar, a.m.k. þeir sem
hafa fyrrgreint menntunarstig,
vinna meö sömu þætti og sálfræðing-
ar, en á nokkuð annan hátt og ná oft
til þátta í einstaklingnum með mynd-
máli, sem eru óaðgengilegir í tal-
máli. Ljóst er aö hér er ekki um
neina þjálfun aö ræöa í heföbundnum
skilningi, nema öll hugræn og geðræn
meðferðséþjálfun.
Orö eins og listþjálfi vísar til list-
arinnar þ.e. aö þjálfa listsköpun, en
því fer fjarri aö þaö sé inntakið í
starfi Art-therapistans. Orðið hag-
leiksþjálfun er íviö betra en slæmt
þó. Á orðið listgöfgi þarf vart aö
eyöa oröi. Orðið listmeöferöarfræð-
ingur er gott út frá lýsandi sjónar-
miði, en óþjált. Spurningin er hvers
vegna nafniö sem nota á þurfi endi-
lega aö vera lýsandi. Þaöerljóstað
sh'kt orö má ekki hafa merkingu sem
er þegar til, eins og orðiö þjálfi. Það
veröur því aö finna hlutlaust orö.
Því ekki aö kenna þaö viö konuna
sem upphóf umræðuna þ.e. Sigrúnu
Proppé og kalla greinina „listpróp”
og Sigrún Proppé yröi þá listprópi.
Þó þessi merkingarlausa tillaga
viröist út í hött, er hún allavega betri
en hinar merkingarbæru lýsingar-
leysur þjálfi og göfgi.
Afþérlosnar læðingur
losna hömlur þínar,
er listmeöferöarfræöingur
fremur kúnstir sínar.
Engu hkist aðgerð sú,
engu þekktu dópi,
er í þér vekur tröllatrú
traustur hstaprópi.
hefur verið á því undanfarin ár og veit Finnst mér aö gefa ætti út reglugerö
ég um báta sem eru mjög illa búnir. umbátanaogfylgjahenniveleftir.
Brófritari bendir á atriði varðandi aukið öryggi sjómanna.