Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Side 17
dv. vo
Bréfrítarí gagnrýnir að Hóimadrangi skuli hafa verið leyft að sigia án haf-
færisskirteinis.
Lesendur Lesendur
Gagnrýni á störf
samgönguráðherra
2455—8754 skrifar:
Mikiö fjári varð ég hissa þegar ég
las DV á miðvikudaginn fyrir viku.
Þar stóð að ráðherrann okkar, Matt-
hías Bjamason, hefði gefið mönnum
sem ekki höfðu farið eftir lögum og
reglum eitthvert prívat-haffæris-
skírteini á skip þeirra.
Efast ég um að hann hafi séð skipiö,
hvaö þá skoðað það, fyrir utan þaö svo
að maðurinn hefur ekkert vit á skip-
um, annars gerði hann ekki þessa vit-
leysu.
I fyrsta lagi hefur Matthias skipun
skipherrans á varðskipinu að engu og
tekur svo völdin af Siglingamálastofn-
un. Allt er þetta gert á þeim forsend-
um að skipið sé nýlegt og aö hann hafi
vitað að allt væri í lagi, vitað að haf-
færisskírteinið væri í lagi.
Siöan rekur Matthias smiðshöggiö á
allt saman meö þvi að segja að hann
skammist sín ekkert fyrir þetta. Þá er
nú ekki margt eftir til að skammast sin
fyrir. Ég gæti kannski hringt til
Matthiasar og sagt að billinn minn
væri nýlegur og fengið skoðunarvott-
orðið sent heim?
Nei, eftirlitið er ekki þaö mikiö úti á
hafinu aö ástæða sé til aö auka á hætt-
una með svona vitleysum. Ekki finnst
mér sjávarútvegsráöherra vor sýna
gott fordæmi með svona framkomu.
Hvað varðar kostnaðinn við að
senda skipið heim þá geta eigendur
skipsins sjálfum sér um kennt að vera
ekki búnir að láta skoða það og fá haf-
færisskirteini, eða öllu' heldur: halda
, skírteininu með því að láta skoða það á
réttum tíma.
Eg ætla að enda þetta bréf mitt með
þvi að skora á Matthías Bjamason aö
ógilda þetta haffærisskírteini og láta
þá sem með þau mál hafa aö gera um
aösjáumþau.
Þak verði sett á
f rjálsa verðlagningu
— opið bréf til verðlagsst jóra
Finnbogi Ástvaldsson hringdi:
Nú fyrir skömmu var verð á mat-
vælum gefið frjálst eins og alþjóð veit
og virðist mér sem ákvörðun þessi hafi
eingöngu verið hugsuð fyrir Stór-
Reykjavíkursvæðið, eins og svo margt
annað.
Get ég með engu móti séð hvernig
þetta á að ganga upp úti á landsbyggð-
inni þar sem kannski er bara eitt kaup-
félag og samkeppni því engin til að
halda veröinu niðri.
Er ekki nóg að við greiðum dýran
flutningskostnaö undir vöruna svo
ofan á allt annað? Það segir sig sjálft
að þetta gerir hlutina erfiðari fyrir
landsbyggöarfólkiö þegar þröngt er í
búi hjá smáf uglunum.
Ég vil því skora á verðlagsstjóra og
hans liösmenn að athuga gang mála og
setja eitthvert þak ofan á þessa vit-
leysu.
Of mikið af
pennavinum
— þarf að fækka þeim
Lilja skrifar:
Nú er ég í vanda. og mig
langar að vita hvort lesendur geti
hjálpað mér úr honum. Þannig er
mál með vexti að ég er með algera
pennavinadellu, og til aö verða mér
úti um fleirí þá skrifaði ég í þýskt
pennavinablað, og óskaði eftir
pennavinum. Og árangurinn lét ekki
á sér standa þvi innan skamms fór
að rigna yfir mig bréfum, aðallega
frá Vestur-Þýskalandi, Austurríki,
og Sviss, og svo nokkur frá Belgíu,
Finnlandi, Spáni, Portúgal, Svíþjóð
og víðar. Flestir, ef ekki allir, virð-
ast hafa mikinn áhuga á landi og
þjóð, og segja sumir að erfitt sé að fá
pennavini hér á landi, þeir hafi reynt
það lengi, en ekki haft árangur sem
erfiði. Flestir eru á aldrinum 13—16
ára, en fer niöur í 11 og upp í 19, svo
að flestir ættu aö geta f undiö eitthvað
við sitt hæfi. Og svo er það bara að
hrista af sér slenið, taka upp penn-
ann, skrifa niður í hvaða landi þú vilt
fá pennavin(i), á hvaöa aldri við-
komandi á að vera, hvors kyns, og
Þetta eru pennar. En skyltfu þeir
veira vinir? Þá væru þoir penna-
vinir.
aðaláhugamálin þín. Og munið:
Sendiö frímerkt umslag með, annars
fáið þið ekki svar. Eg svara svo eins
fljótt og ég get. Svo vonast ég eftir
góðum undirtektum. Skrífiötil:
Lilju Grétarsdóttur
Hverfisgötu38
220 Hafnarfirði
Es. Munið eftir frímerkta umslag-
inu...
í FARARBRODDI If T
-----------------AR
,VITAS
Og fyrir þá sem helst vilja
vera heima og skoða sitt
eigið land bjóðum við upp á
úrvalsbílinn Toyota
Tercel 4WD.
Þeir sem senda seðlana núna
eru líka með þegar dregið
verður um hann, ef þeir eru
skuldlausir áskrifendur.
SUMIR HAFA HEPPNINA
MEÐ SÉR.
HVERS VEGNA EKKI ÞÚ?
MISSTU EKKI AF TÆKIFÆRINU!
ÁSKRIFTARSÍMINN ER
(91)-27022