Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Page 34
DV. MIÐVÍ KUDAGUR 4. APRlL 1984.
Knapp
beitti sál-
fræðinni
amann
Árni Stefánsson, þjálfari
Tindastóls og fyrrverandi
landsliðsmarkvöröur
íknattspyrnu
Iþróttahúsið við Barnaskólann á
Sauöárkróki er ekki stórt, agnar-
lítið væri kannski nær að segja. En
þó ekki sé vítt til veggja er hægt að
uppfylla lágmarkskröfur um leik-
fimi fyrir krakkana. Boltaíþróttir,
er auövitað illmögulegt að stunda
þó þaö sé gert, tuðran er alltaf í
lofti eða veggjum.
Árni Stefánsson, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður í knatt-
spyrnu, kennir nú leikfimi í þessu
litla íþróttahúsi. Það er að sjálf-
sögðu aðeins á veturna, sumarið
fer í knattspyrnuna. Hann er þjálf-
ari meistaraflokks Tindastóls og
leikur með liðinu. I fyrra vannst
það ágæta afrek að pota Tindastóli
upp í 2. deild, langþráður draumur
heimamanna eins og búast má við.
Árni sagöi að það væri geysilegur
áhugi á Sauðárkróki á fótbolta og
liðið búið að vera á mörkum þess
að komast upp síðustu 5—6 árin.
Yfirleitt hefði markatala gert út-
slagið. En hvernig er þá
aðstaðan?
„Það er góð aðstaða, hér er
ágætis grasvöllur. Það sem hefur
vantað, númer eitt, tvö og þrjú er
íþróttahús, svo stórt að fleiri en
tveir eða þrír geti hreyft sig inni í
einu. Salurinn hérna er ekki nema
15,70x8 m. Þetta er eina húsið
í bænum og þjónar öllum, reyndar
stærsta húsið í sýslunni. Með
þokkalegu móti er hægt að vera
með yngstu nemendurna í
kennslu.”
Þetta stendur til bóta, ekki rétt?
„Við höfum hér fokhelt íþrótta-
hús en það fengust ekki nema tvær
milljónir á fjárlögum í ár til
byggingarinnar og það sér hver
heilvita maður að það er ekkert
hægt aö gera við það. Þetta er um
þriðjungur af fullri stærð og þarf
17 milljónir til að klára þennan
áfanga.”
Ami með dætur sinar, Gunnhildi 6 ára og Jónu 9 ára. Þær voru hja pabba i iþrottahusinu en Herdis mamma var
ekkiibænum.
Ertt höfuð upp og annað niður. Gunnhildur ætlar líklega að feta i fótspor föður sins hvað fimina varðar.
DV-myndir: Gunnar V. Andrésson.
Árni flutti til Sauðárkróks fyrir
tveimur árum og kom þá beint frá
Svíþjóð. Þar dvaldi hann í fjögur
ár, fyrst tvö í Janköbing, síðan
önnur tvö í Landskrona. „Ég
kenndi á veturna og spilaði á
sumrin, auk þess sem ég var
aðeins með sundkennslu.”
Var þetta einhvers konar hálf-
atvinnumennska í knattspyrnu?
„Ja, við getum kallað það hvaö
sem er. Náttúrlega má segja það.
Við vorum samningsbundnir
þannig að við fengum greitt fyrir
unna leiki og síðan fastar
upphæðir sem voru mismunandi
eftir því hver átti í hlut. Menn
sömdu sérstaklega við félögin.
Hvernig líkaði þér þetta líf ?
„Mjög vel, ég kunni ágætlega
við mig. Aðstaða var náttúrlega
miklu betri en gerist hér heima,
það er hægt aö bera saman. En
kannski felst munurinn fyrst og
fremst í meiri tíma. Maður átti
miklu meiri tíma fyrir sjálfan sig
og fjölskylduna heldur en hér. Þó
leikimir væru fleiri var æft á
þannig tíma, það er að segja
klukkan fjögur á daginn. Þá var
maður kominn heim klukkan sex,
en hérna er maður að fara á
æfingu klukkan átta og er kominn
heim klukkan tíu eöa hálfellefu.
Menn vinna frá átta til sjö þannig
að þegar hitt bætist ofan á þá er
lítill tími eftir.”
Þú varst bæði þjálfari og leik-
maður í fyrra, ætlarðu að halda
áfram að spila með?
„Ef ég kemst í liðið. En það er
að koma hér fram mjög efnilegur
strákur svo ég hef samkeppni. Ef
ég tel að það sé styrkur fyrir liðið
að ég spili með þá geri ég það. Það
eina sem ég hef fram yfir þennan
strák núna er reynslan. Maður er
samt farinn að finna að áhuginn er
ekki eins mikill og var, það er ekki