Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 4
4 DV: FIMMTÚDAGÚR 5. APRlL 1984. j Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til útvarpslaga en í því er sú grundvallarbreyting gerð að fleiri en Ríkisútvarpinu er veitt leyfi til reksturs útvarps- og sjónvarps- stöðva. Lagði Ragnhildur áherslu á að þar sem skammt væri eftir af þingstörfum þyrfti mál þetta að komast sem fyrst til nefndar enda hefði gefist langur tími til að grann- skoöa efni frumvarpsins. Frumvarpið er nær samhljóða því frumvarpi sem útvarpslaganefnd skilaði í október 1982. Þótt útvarpslagafrumvarpið sé lagt fram sem stjórnarfrumvarp er ekki einhugur um efni þess innan stjórnarflokkanna og áskildu þing- menn stjómarflokkanna sér rétt til að leggja fram við það breytingar- tillögur. Þegar hafa verið lagðar fram tvær breytingartillögur, frá þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Bandalags jafnaðarmanna og fleiri hafa verið boðaðar. Ragnhildur 1 Helgadóttir sagði að hvorug þess- ara breytingartillagna ættu að valda úrslitum um afgreiðslu málsins. Ingvar Gíslason , Framsóknar- flokki, sagöist styðja frumvarpið í öllum meginatriðum en lagði áherslu á að Ríkisútvarpið ætti að halda stöðu sinni. Páll Pétursson flokks- bróðir hans sagöist áskilja sér rétt til breytinga á frumvarpinu. Sagðist' hann ekki vilja standa að neinni þeirri lagasetningu sem veikti stöðu ríkisfjölmiðlanna þótt hann vildi ekki hindra að aðrir aöilar gætu sett upp útvarps- og sjónvarpsstöðvar. En hann taldi að staöa ríkisfjöl- miölanna væri ekki nægilega tryggð með þessu frumvarpi óbreyttu. Kristín Halldórsdóttir, Kvenna- listanum, sagði að frumvarpið kippti fótunum undan rekstri Ríkis- útvarpsins en skildi það eftir með allar skyldurnar og kvaðirnar. Sagði hún ljóst að Ríkisútvarpiö tapaöi um- talsverðum auglýsingatekjum eftir að aðrar útvarps- og sjónvarps-. stöðvar kæmust á fót og færu að' kaupa eftirsótt efni fyrir framan nefið á Ríkisútvarpinu. Sagðist hún óttast atgervisflótta frá ríkisfjöl- miðlunum ef þeim væri ekki tryggður traustur fjárhagsgrund- völlur. Einnig sagði hún að afleitt væri aö hafa flokkspólitískt ráð viö. stjórn menningarmála eins og yrði ef ákvæði frumvarpsins um þingkjörna útvarpsréttarnefnd næði fram að I ganga. Kristín S. Kvaran, Bandalagi jafnaðarmanna, gagnrýndi að í frumvarpinu væru mörg atriði sem hindruðu eðlilegan útvarpsrekstur og benti sérstaklega á það rit- skoðunarvald sem útvarpsréttar- nefnd væri fengið í frumvarpinu. Sagði hún að útvarps- og sjónvarps- Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra lagði áherslu á afgreiðslu útvarpslagafrumvarpsins þar sem stutt er eftir af þingstörfum. stöðvar ættu að vera frjálsar rétt eins og dagblöð. Benti hún á aö ákvæði frumvarpsins um að útvarps- j réttarnefnd ákvæði auglýsingataxta •með hliðsjón af töxtum Ríkisút- varpsins bryti í bága við lög um sam- keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Jón Baldvin Hannibalsson, Al- þýðuflokki, sagöi að frumvarp þetta tæki ekki tillit til þess hversu ör þróunin hefði verið varðandi lokuð kapalkerfi og gervihnattasjónvarp. Sagöist hann hafa áhyggjur vegna þess að í kjölfar samþykktar þessa frumvarps myndu einokunar- sinnaðir fjölmiðlarisar, DV og Morgunblaðið, ásamt stærsta einokunarfyrirtæki þjóðarinnar, SIS, tryggja sér enn meiri einokunar- aöstöðu en þeir hafa nú á dagblaöa- markaöinum. -OEF. SVARTIDAUÐISLÆR í GEGN Þrjú áfengisfyrirtæki hafa þegar óskað eftir Black death Danska fyrirtækið Danesco, sem' meðal annars annast útflutning á Ala-. borgar-ákavíti, hefur óskað eftir dreif- ingarrétti á Black death. Eitt stærsta áfengisdreifingarfyrirtæki í Belgíu hefur óskað eftir framleiðslu- og dreif- ingarrétti fyrir Benelux-löndin. Þá Hugmynd Valgeirs Sigurðssonar, veitingamanns í Lúxemborg, um Black death í likkistu viröist ætla að slá í gegn. Þrjú stór fyrirtæki á sviði áfengisdreifingar og framleiðslu hafa þegar óskað eftir viðskiptum við Val- geir. hefur framleiðandi Smirnoff-vodka í Bandaríkjunum óskað eftir einkarétti þar í landi. „Þetta gengur alls staðar vel nema’ á Islandi,” sagði Valgeir Sigurðsson í samtaliviðDV. Valgeir sagði að veitingahús í Reykjavík hefði farið þess á leit við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins aö Black death yrði fluttur inn. Því hefði verið synjað. Valgeir reyndi fyrir mörgum árum að fá leyfi ÁTVR til að merkja íslenska brennivínið með Black Ðeath-miöa. Ætlaöi Valgeir þannig að selja þessa íslensku framleiðslu í stórum stíl á mörkuðum erlendis. Stjórnendur ÁTVR höfðu hins vegar ekki áhuga. Valgeir ákvað þá sjálfur að búa til drykk sem líktist íslensku brennivini. Hann hefur tekið brugghús á leigu og kefnir að því að hefja framleiðslu að fullu í haust. „Þeir eru myglaðir, embættismenn- imir í ÁTVR. Svona ríkisstarfsmenn ættu að sæta refsingu. Þeir eru ábyrg- ir fyrir miklum tekjumissi íslenska ríkisins,” sagði Valgeir. Valgeir Sigurðsson með Black death í likkistu. -KMU. / Akstursæf ingasvæði sunnan Hafnarfjarðar? Ökumönnum kennt ihálku og lausamöl Líklegt er að samtök hagsmuna- ir þessa hugmynd og er líklegt að aðila undir forystu Umferðarráös þeir fjármagni framkvæmdir sam- komi á næstunni upp aðstöðu til akst- eiginlega. ursæfinga í hálku og lausamöl sunn- Til greina mun koma samvinna- an Hafnarfjarðar. Er ráðgert að við akstursíþróttamenn, meðal ann- leggja 250 X 600 metra brautir ars um húsnæði við svæðið, einnig skammt frá kvartmílubrautinni ofan um vatn og rafmagn aðsvæðinu. Straumsvíkur. Æfingabrautir af þessum toga eru þekktar á hinum Noröurlöndunum BæjarráðHafnarfjarðaráeftirað og hafa fulltrúar Umferðarráðs afgreiða málið endanlega af sinni skoðaðslíkmannvirkiþar. hálfu, en líklegt er að það leyfi braut- Ætlunin er að nota svæðið bæði argerðina. vegna kennslu nýliða í akstri og til Að sögn Ola H. Þórðarsonar, æfinga fyrir ‘aðra, þar á meðal at- framkvæmdastjóra Umferðarráðs, vinnubílstjóra sem vilja auka hæfni hafa allir hagsmunaaðilar tekið und- sina. HERB. Tískufötin sótt til Parísar I kvöld byrja í veitingahúsinu Þórscafé svonefndir Franskir dagar. Munu þeir standa fram á sunnu- dagskvöld og veröur franskur matur á boðstólum, frönsk skemmtiatriði, kynning á frönskum vörum og tísku- sýning sem kemur beint frá Frakk- landi. Fötin, sem sýnd verða, koma frá hinu þekkta tískufyrirtæki Leonard. i Varð sérstaklega að senda mann út til að ná i fötin og verður hann einnig að skila þeim aftur í París strax eftir helgina. -klp- I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari RÚSSARNIR KOMA UPP UM SIG Lengi hefur mönnum verið hulin ráðgáta hvað allur sá skari sóvéskra sendiráðsstarfsmanna hefur að gera hér á landi sem er á annað hundrað manns. Sumlr hafa haldlð því fram að Sovétmenn stunduðu umfangs- miklar njósnir en þegar þess er gætt að hér uppi á Fróni ku vera lítið bita- stætt fyrir stórveldi, sem hefur að- gang að treholtum úti um allan heim, verður það að teljast fráleit hugmynd að her rússneskra sér- fræðinga hafi ofan af fyrlr sér með njósnum í hibýlum sínum í vestur- bænum. Og það jafnvel þótt þelr eigi sér sina eigin treholta hér á landi til að fletta upp í trúnaðarskjölum. Sannleikurinn er sá að hvert það plagg sem merkt er trúnaðarmál í stjórnarráðlnu er umsvifalaust kom- ið á glámbekk og öllum til sýnis. Heimsmálin ráðast örugglega ekki af uppljóstrunum af slíkum skjölum enda er það helst merkt trúnaði sem er svo vitlaust að höfundum þykir rétt að forða öðrum frá því að lesa það. Nei, njósnir eru það ekki nema þá að það teljlst njósnir að segja frá ófriðarmálum friðarhreyfingarinn- ar, klofningi í Fylkingunni eða því sem Steingrímur og Albert láta hafa eftir sér í f jölmiðlum. Það getur svo sem verið nógu flókið fyrir tor- tryggna Sovétmenn og ærið verk að skUja öll þau visdómsorð. En eitthvað er það fleira sem rúm- lega hundrað manna lið frá Sovét að- hefst bak við lokaðar dyr i öllum stórhýsum sinum viðsvegar um vesturbæinn. Nú hefur nokkurri birtu verið varpað á þessar athafnir. Það hefur semsé komlð i ljós að Rússarnlr hafa verið uppteknir við að dreifa áróðursbæklingum i barna- skóla austur á Hvolsvelli og ölköss- um í bús vestur á Selt jarnamesi. Nú spyr maður annars vegar hvers Hvolsvellingar eiga að gjalda að verða fyrir valinu þegar kommún- istaáróðri er dengt inn i barnaskól- ana. Er ekki tli þess vitað að þeir hafi gert neitt það af sér sem verð- skuldl slíkar sendingar. Meira að segja munu þar finnast nokkrir gall- harðir kommar sem blessa byltlng- una og flokkinn bæði kvölds og morgna. Ekki þurfa þelr á neinum heilaþvotti að halda, hvað þá bömin þelrra. Hins vegar spyr maður á móti hvað Seltirningar hafi unnið sér til þess ágætis að fá senda ókeypis bjór- kassa heim frá sovéska sendiráðinu. Ekki hefur annað legið fyrir sam- kvæmt kosningatölum en að Sel- tjamameslð sé forstokkaðasta í- haldsbæll landsins svo að varla telst það vinargreiði þegar Rússamir gera Seltirninga að forréttindastétt i bjórdrykkju. Nú er ástæðulaust að hafa áhyggj- ur af bamaskólaáróðrlnum austur í Fljótshlíð. Hann hefur sennilega þveröfug áhrif, enda miklu liklegra að Bandarikin hefðu sent út svona bæklinga á laun til að hæðast að kommununum og öllum þeirra bamalega öfugsnúningi á staðreynd- um. Hins vegar er miklu melri ástæða til að vara við bjórkössunum á Seltjaraaraesi. Þeir era augsýnl- lega sendir út i því skyni að bjórvæða nesið og fylla Seltlrninga. Þegar ölvun verður almenn og dagleg á Sel- tjaraamesi vegna bjórþambs úr rússneskum ölkrúsum vakir það fyrir sovéska sendlráðinu að snúa ihaldinu til fylgis vlð byltingu sem býður upp á bjór og meðlætl. Þetta heitir á rússnesku, hellaþvottur í öli, enda ku vera gott og heilnæmt að þvo nánast hvað sem er i slíkum legi. Sjá menn af þessu hvaða erindi á annað hundrað Rússar eiga upp til íslands. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.