Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Page 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 5. APRIL1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ?£ ><&■<&><* 2 ÉI&ÉÉ&É /> Owett tapar í Ástralíu Hinn nýi stórhlaupari Ástralíu — Michael Hillardt — sigraði heimsmet- hafann, Steve Ovett frá Brighton á Englandi, enn einu sinni í 1500 m í keppni í Ástraliu. Það var í Melboume sl. sunnudag. Keppni þeirra var mjög hörð allt fram á síðustu metrana. Hiliardt sigraði á 3:36,26 mín. Ovett hljóp á 3:36,60 en þriðji varð Pat Scammell á 3:38,99 min. í langstökki sigraði Gary Honey, Ástralíu, stökk 8,15 m. hsím. — hef heyrt að svo sé,” segir Stefán Jóhannsson þjálfari ífrjálsum íþróttum • Knud Hjeltnes — norski kringlukastarinn, var dsmdur frá keppni um tími notkunar. „Ég persónulega veit ekkí um neinn islenskan íþróttamann i Banda- rikjunum sem notar þessi lyf. Og ég veit ekki til þess að þetta sé notað hér á landi heldur í frjálsum íþróttum,” sagði Stefán Jóhannsson, þjálfari i frjálsum íþróttum hjá Ármanni, i samtali við DV aðspurður um hvort hann vissi tU þess að íslenskir iþrótta- menn notuðu lyf til að auka getu sín i íþróttum. „Maður er búinn að heyra mikið • Stefán Jóhannsson. um þessi mál. Hinar og þessar sögur. Þessar sögur koma aðaUega frá mönnum sem ekki hafa náð langt í íþróttum og trúa ekki að aðrir nái lengra án þess að nota „piliugaldr- ana.” Eg hef til dæmis heyrt að hand- knattleiksmenn hafi notað einhver lyf frá árinu 1977. Ég hef einnig heyrt að þetta sé til meðal knattspyrnumanna. En hvað viðvíkur frjálsum iþróttum þá hafa íslenskir frjálsíþróttamenn verið prófaðir ytra og það hefur aldrei neitt gruggugt komið út úr þeim prófum. Eg held að það sé af og frá aö íslenskir frjálsíþróttamenn noti þessi lyf,” sagði Stefán Jóhannsson. -SK. Fjör í Monaco ] — þegar Teitur og félagar léku þar Frá Árna Snævarr — f réttamanni DV í Frakklandi: — Teitur Þórðarson og félagar hans hjá Cannes máttu þola tap 2—4 fyrir Monaco i fyrri leik liðanna i 8-liða úr- slitum frönsku bikarkeppninnar í gær- kvöldi. Cannes byrjaði leikinn á mikl- um krafti — réð algjörlega gangi hans í fyrri hálfleik og skoraði þá tvö mörk. Það var svo á 55. min. leiksins að leikmenn Monaco vöknuðu til lífsins og skoruðu fjögur mörk. Lands- liðsmaðurinn Genghini skoraði þrjú mörk fyrir Monaco en Teitur, sem kom inn á sem varamaður, náði ekki að skora fyrir Cannes. Júgóslavinn Halilhodzic skoraði bæði mörk Nantes sem lagði Mulhouse að velli 2—0 og hann varö fyrir því óhappi að meiðast þegar hann skoraði seinna markið. Lens tapaði mjög óvænt heima 0—1 fyrir Toulon. Laval og Metz léku ekki í gær. • Tveir þjálfarar 1. deildarliða voru látnir taka pokann sinn í gær. Þeir Le Duc hjá París St. Germain og Djorkuett hjá St. Etienne. -ÁS/-SOS JF ■ n< ol \t ar nei n\ i tel kið \ 1 :fi rá á ri im il 77„ „Áldreiorðið] var við : örvandi lyf” ] — í handknattleik, segir Hilmar Björnsson, | þjálfari íhandknattleik vegna ummæla Stefáns Jóhannssonar „Ég hef verið lengi í handknatt- leiknum og hef aldrei orðið var við lyfjanotkun handknattleiksmanna. Margoft hef ég farið utan með ísienska landsliðinu og alltaf hafa verið tekin lyfjapróf en það hefur aidrei komið neitt óeðlilegt fram í þeim,” sagði Hilmar Björnsson, fyrrum landslíðsþjálfari í hand- knattleik, í samtali við DV er hann var inntur álits á ummælum Stef- áns Jóhannssonar, þjálfara í frjáisum íþróttum, hér annars staðar á síðunni. „Þessi umræöa sem átt hefur sér stað upp á síökastið er komin út í tómt kjaftæði. Menn segjast hafa heyrt hitt og þetta eftir hinum og þessum mönnum og mér finnst kominn tími til að þessir menn komi hreint fram og bendi á þessa menn sem eiga að vera í þessu. Menn eru aö gefa í skyn alls kyns hluti sem þeir geta svo ekki komið hreint fram með. Það er alfarið mín skoðun .að þessi umræða sé öll komin á hættulegt stig.” Þú kannast sem sagt ekki við að • Hilmar Björnsson. íþróttamenn í flokkaíþróttum noti bormónalyf? „Mér dettur ekki til hugar að segja að þetta sé ekki til á meðal íþróttamanna í flokkaíþróttum. En ég tek það skýrt fram að ég hef aldrei orðið var við þetta sjálfur. Og á meðan svo er get ég ekkert fullyrt um þetta mál,” sagði Hilmar Björnsson handknattleiks- þjálfari. -SK. Notkun örvandi lyfja íBandankjunu Ppinbert leyndar við háskólana í 11 — að keppendur noti örvandi lyf. — „Við höfum fengið kennslu í notkun segir norski hlauparinn Bo Breigan Nota íslenskir frjálsíþróttamenn örvandi lyf, eins og svo margir frjáls- íþróttamenn úti i heimi og þá sérstak- lega í Bandaríkjunum? Þessi spurning hefur skotið upp kollinum að undan- förnu. islensk dagblöð hafa lítið sem ekkert skrifað um þessi mál fram til þessa en aftur á móti hefur verið mikið ritað um iyfjanotkun frjáisíþrótta- manna í blöðum á Norðurlöndum að undanförnu — og víðar. Fyrir stuttu birtist grein í DV sem sagði frá sænskum kúluvarpara sem hefði bætt á sig 12 kilóum af vöðvum á hálfu ári og stórbætt árangur sinn, um 3,20 metra á nokkrum mánuðum. Vegna hinna miklu umræðna sem hafa orðið um lyfjanotkun að undan- fómu ætium viö að birta greinina að nýju — um Sören Tallhem, sem stund- ar nám við háskólann í Utah í Banda- ríkjunum: „Sören er aðeins tvitugur að aldri og var áttundi besti kúluvarpari Svía í fyrrasumar. Hans besti árangur þá var 17,40 m. I haust hélt hann svo til háskólans í Utah og árangurinn lét ekki á sér standa. I desember varpaði hann kúlunni yfir 18 metra í fyrsta skipti. 23. jariúar náði hann 19,13 metrum. 14. febrúar varpaöi hann 19,98 m og 26. febrúar komst hann svo í heimsklassann, varpaöi 20,60 metra. „Eg hef frábærar aðstæöur til æfinga, hef lagaö tæknina mikiö, er miklu sterkari en áður í fótunum og hef bætt á mig 12 kílóum af vöðvum,” segir Sören í viðtali við eitt Norðurlanda- blaðiö. Sænski landsliðsþjálfarinn, Anders Borgström, telur hann gífur- legt efni. Það er hins vegar opinbert leynd- armál við háskólana í USA að keppendur nota þar örvandi lyf og lítiö fylgst með þeim á því sviði. Amfeta- mín og hormónalyf, eða „bolinn” eins og íþróttafólk kallar anabole steroider, Komið illa við marga Mikið hefur verið rætt og ritað um lyfjanotkun islenskra íþrótta- manna að undanförnu í kjölfar víðtala sem DV hefur átt við ýmsa aðila og hafa þessi viðtöl greinilega komið iila við marga. Ingi Þór Jónsson, sem viðtal var við sl. föstudag, hefur látið hafa eftir sér að ekki hafi verið rétt eftir honum haft í umræddu viðtali og vil ég sem þetta viðtal tókað eftir- farandi staðreyndir komi í ljós: Viðtaliö við Inga Þór var lesiö þrisvar sinnum fyrir hann í síma áður en til birtingar kom. Ingi Þór bað um leiðréttingu á einu atriði og var þar um misskilning milli okkar aö ræða. Rétt er að taka þaö fram hér að Ingl telur sig engar sannanir hafa um lyfjanotkun íþrótta- manna. Hitt er staðreynd sem ekki þýðir að bera á móti aö allt annaö sem stendur í umræddu viðtali er birt með vitund Inga Þórs og er rétt eftirhonumhaft. -SK. fþróttir íþróttir fþróttir fþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.