Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 5. APRlL 1984. „Þá erbara aö pakka saman og flytja burtf1 - segja bátas jómenn við Húnaf lóa - ef togaramir f á óhindrað að ryksuga djúprækjumiðin þeirra Dagur í lífi skipverja á Rósu hefst með brottför frá Hvammstanga kl. 6 að morgni. Að þessu sinni var aðeins stímt í röskan klukkutíma og trollið látið fara. Eftir liðlega klukku- tíma tog var híft. Þeir Friðrik Friðriksson skip- stjóri og Guðmann Jóhannesson, titlaður gfir- kokkur en er annars allt í öllu eins og aðrir skipverj- ar, leysa frá pokanum og aflinn í fyrsta togi var eitt tonn. Togarar og smábátar eiga ekki samleið — segir Gylfi Sigurðsson, sjómaður á Skagaströnd „Smábátar annars vegar og togar- ar og stærri bátar hins vegar eiga enga samleið á sömu miðunum. Sú sérstaða er hér norðanlands að að- eins fimm bátar eru yfir 150 tonn, hinir eru allir á bilinu 30 til 70 tonn. Togaramir eru með 2000 til 2400 möskva troll og toga á 3,5 til 4 mílna hraða en bátamir, með 1000 til 1200 möskva troll, toga á aðeins 1,6 til 2 mílna hraða og geta helst ekki togað dýpra en á 200 föðmum. Þetta þýðir að ef bátar og togarar eru á sömu slóð ráða togaramir algerlega ferð- inni og smábátarnir verða að laga sig að stefnu þeirra,” sagði Gylfi Sigurðsson, einn eigenda og skip- verji á Helgu Björgu frá Skaga- strönd, í viðtali við DV. „Það kemur því ekkert annað tii greina en einhvers konar svæða- skipting þar sem 200 faðma dýpi væri hugsanlega notað til viðmiðunar. Þeir litlu yrðu þá grynnra en togar- amir dýpra. Við lögðum ákveðna lóranlinu fyrir ráðherra sem hug- mynd og þegar mið utan hennar og innan eru skoðuð er talsvert af þekktum miöum fyrir utan handa' stóra skipunum. Eyfirðíngar og Sigl- firðingar era alveg á okkar máli og við erum að kynna þennan málstað fyrír Húsvíkingum og Isfirðingum,” sagðiGylfi. Hann sagði að í hugmyndum þeirra væri alls ekki farið fram á svæðaskiptingu allt árið, heldur t.d. frá 1. apríl til 1. september, því litlu bátarnir hefðu ekkert út í reginhaf að geraáöðramtíma. Mikið er í húfi fyrir áhöfnina á Helgu Björgu, eins og áhafnir ann- arra norðanbáta, aö hefðbundin djúprækjumið þeirra verði ekki þurrkuð upp með togurum því Gylfi sér ekki neinn grundvöll fyrir útgerð sinni ef djúphafsrækjuveiðin leggst. af. -GS ,,Bátarnir yrðu algerlega að haga sér eftir duttlungum togaranna sem toga mun hraðar, ” segir Gylfi. Hann er að taka rœkjukassa um borð fyrir einn af síðustu róðrunum á innfjarðarrœkiu á bessari vertíð. DV-mynd GVA. RÓSA HVAMMSTANGA - ..^mt Rœkjan sett í plastkassa og er flutt í þeim til vinnslunnar. Friðrik kominn í brúna og byrjaður að toga aftur. Mest hefur hann fengið 3,5 tonn í einu togi en stundum fer aflinn niður í nokkur kíló eftir togið. Innfjarðarvertíðin stendur fráþví síðla október og aðeins fram í apríl. Djúprcekjuveiðin' er svo á sumrin. Á sumrin eru fimm menn skráðir á Rósu og á einn þeirra alltaffrí í landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.