Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 12
12 |Ga brÍejjfoEYFAR TjXjrTTXTT HABERG HF. • Skeifunni Sa — Sími 8*47*88 %«•«••••••#••••••••• ••••••••••••••••••••••••••• OFFSETLJÓSMYNDUN OG SKEYTING Óskum að ráða offsetljósmyndara sem einnig er vanur skeytingarvinnu. Upplýsingar gefur Ólafur Brynjólfsson. FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Siðumúla 12. KAFFIBOÐ fyrir Iðjufélaga, 65 ára og eldri, verður haldið að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 15. apríl kl. 3 síðdegis. Aðgöngumiðar veröa afhentir á skrifstofu félagsins. Stjórn Iðju. M Seyðisfjarðarskóli auglýsir Staöa skólastjóra við Seyöisfjarðarskóla er laus til umsókn- ar fyrir næsta skólaár. Við skólann er framhaldsdeild. Nýr grunnskóli er í bygg- ingu. Nýr embættisbústaður á staðnum. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar, Þórdís Bergs- dóttir, sími 97-2291, og Þorvaldur Jóhannsson skólastjóri, vinnusími 97-2172 og heimasími 97-2293. Skólanefnd. AUGLÝSENDUR VINSAMLEGAST ATHUGIÐ Vegna siaukinnar cftirspurnar eftir auglýsingarými iDV verðum við að fara ákveðið fram á það við ykkur að panta og ski/a til okkar aug/ýsingum fyrr en nú er. LOKASKIL FYRIR STÆRRIA UGL ÝSIIVGAR: Vegna mánudaga: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna þriðjudaga: FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA Vegna miðvikudaga: FYRIR KL. 17 MANUDAGA Vegna fimmtudaga: FYRIR KL. 17 ÞRIDJUDAGA Vegna föstudaga: FYRIR KL. 17 MIÐVIKUDAGA Vegna Helgarblaðs t: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna Helgarblaðs II: (SEM ER EINA FJORLITABLAÐIÐ) FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA NÆSTU VIKU A UNDAN AUKALITIR ERU DAGBUNDNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.30. A uglýsingadeild Siðumúla 33 simi27022. DV. FIMMTUDAGUR 5. APRlL Í984. Menning Menning Menning Kammersveitin og Zukofsky Tónleikar Kammersveitar Reykjavfkur í Menntaskólanum vlð Hamrahlífl 1. aprfl. Stjórnandi: Paul Zukofsky. Lesarar: Rut L. Magnússon og John Speight. Efnisskrá: William Wahon: Facade; Alban Berg: Annar Þáttur, adagio, úr Kommer- konzert; Charles Camille Saint-Saflns: Le carnoval des animaux. Að undanfömu hefur Kammer- sveit Reykjavíkur leikið að minnsta kosti eina tónleika á hverju starfsári undir stjóm og í samvinnu við hljóm- sveitarstjórann og fiðluleikarann Paul Zukofsky. Samstarf þeirra hef- ur getið af sér hvem frægöarleikinn eftir annan. Nægir þar að nefna flutninginn á verkum eins og Pierrot lunaire og Dumbarton Oaks. Þau hafa valið sér viðfangsefni sem þykja síöur en svo af léttara tagi og þar var engin breyting á þetta árið. Einstök ráðstöfun... Facade Williams Waltons við kvæði Edith Sitwell er sjaldheyrt verk. Kemur það fyrst og fremst til af því hversu erfitt það er í flutningi því það er afspyrnu skemmtilegt áheymar. Kvæðið er á enskri tungu, óþýðanlegt með öllu. Þótt kvæðið sé, á ensku þá er það fyrst og fremst hljómur orða, atkvæða og hrynjandi Tónlist Ey jólf ur Melsted málsins, „talrhyþmían” sem kvæðið byggist á. Svo málar Walton um- gjörð umkvæðiðíviðeigandilitum, eöa eins og einhver sagði; tvöfaldar ekki delluna heldur hefur hana upp í veldi. Flutningurinn útheimtir því ekki aðeins upplesara sem eru vel heima í enskri tungu heldur þurfa þeir lDca að vera þrælvissir á því millistigi milli tals og söngs sem hér á við. Eiginlega verður það að teljast einstök ráðstöfun almættisins að hér- Paul Zukofsky. lendis skuli finnast tveir söngvarar af bresku bergi brotnir sem reynast færir um aö leysa þessa þraut — og ekki aöeins leysa hana heldur gera það makalaust vel. Hljómsveitar- þátturinn gefur upplestrinum ekkert eftir hvað erfiðleika áhrærir. Hér var sá þáttur í góðra manna höndum sem gáfu snilld söngvaranna/lesar- anna ekkert eftir. Krafa um að leggja sig fram Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að leika Alban Berg. Bæði er að músíkin er erfið til f lutnings og svo er Berg síður en svo fyrir allra eyru svo það krefur flytjendur ósjálfrátt um aö leggja sig alla fram. Rut Ingólfsdóttir lék fiölueinleikinn með blásurunum. Það gerði hún skinandi vel og hlaut góðan stuðning meöleikara sinna. Aðeins einn áratugur Kamival dýranna var hér flutt í sinni upprunalegur hljómsveitar- gerð fyrir strengjakvintett, tvö píanó, flautu, klarinettu, munnhörpu og xylofón. Þessi ágæta hermitónlist á ekki síður erindi (það er að segja ádeilan sem í henni felst,) viö nú- tímamanninn en mann nítjándu ald- ar. Saint-Saéns tekst svo innilega aö lýsa hinum hégómlegu, „mannlegu” þáttum í fari dýranna með tónum. Flytjendur gerðu verkinu góð skil eins og þeirra var von og vísa. Hér lauk tíunda starfsári Kammersveit- ar Reykjavíkur. Hún hefur gegnt mikilsverðu hlutverki í tónlistarlíf- inu í áratug og ég ætla bara að vona að hún haldi því áfram um ókomna áratugi. EM Roger Woodward hjá Tónlistarfélaginu Píanótónleikar Rogers Woodwards 6 vegum Tónlistarfólagsins í Austurbœjarbiói 31. mars. Á efnisskrá: verk eftir Frédáric Chopin. A tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands á fimmtudag fengu áheyr- endur að kynnast hvílíkur feikna píanisti Roger Woodward er. Fimi hans er einstök og hann hikar ekki við að beita henni til hins ýtrasta. Hann spilar hæga kafla svo ofur hægt og mjúkt að það verkar þungt. Svo geysist hann áfram í hröðum köflum, allt að endimörkum þess sem mann- legt er. Þaö er óneitanlega gaman að píanistum þessarar gerðar, sem í krafti fimi sinnar og hæfni ganga stundum svo langt að hafa enda- skipti á hlutunum — jafnvel forðast viöteknar venjur í túlkun. En það er heldur ekki rúm fyrir marga af þeirri sortinni. Tónlist Eyjólfur Melsted Hugun og skilgreining Woodward hóf leikinn með Des- dúr Noktúmunni op. 27 og lék síðan' Andante spinato og Grand Polonaise brillante, sem hann lék á tónleikun- um meö Sinfóníunni, en sneri sér síðan að völsunum. Fyrri hluti efnis- skrárinnar var heldur „mel- ankólískur” og síst dró leikur Wood- wards úr þeirri tilfinningu. Annars virðist Woodward foröast tilfinning- Roger Woodward. ar í leik sínum. Miklu heldur byggir hann leik sinn á kaldri skynsemi, íhugun og skilgreiningu. Leikur hans í hinum rólyndislegri verkum verk- aði dáleiðandi fremur en svæfandi. Woodward túlkar ekki þann Chopin sem á eintali sat við hljómborðið og trúði því fyrir tilfinningum sínum. Hann kafar ofan í innri merkingu eintalsins eins og hann vilji skil- greina hug höfundarins. Ekki verður betur heyrt en aö hann sé vel að sér í þeim þætti tónsálarfræðanna sem f jallar um áhrif tónbilanna á mann- inn. Þannig hugunar- og skilgrein- •ingarleikur er langt því frá að vera stílvís. Þar á ekki svona köld „intellektúel” spilamennska heima heldur stQl sem hafðar til fínlegs til- finninganæmis. Þvi hygg ég að leikur Woodwards kunni að verka pirrandi á þá sem vilja fá sinn Chopin leikinn eftir kokkabókinni. Og víst er að það þarf geysisnjalla menn, eins og Woodward, til að geta leyft sér svo sérstæöan leikmáta. Aukalög þurfti Woodward að leika sem hann virtist gera með glöðu geði. En þá sneri hann sér aftur á móti ( og lék eftir sínu höfði) að körl- um eins og Bach og Liszt, svona rétt til að leysa mannskapinn úr Chopin- haftinu áður en hann héldi heim. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.