Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 5. APRlL 1984. - Útgáfufélag: FRJÁLS p'jÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLF.SSON. FramkvæmdastjóriogútgáfusUóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 1». Áskriftarverö á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Nær samtímis hafa þingmenn Sjálfstæöisflokks og Alþýöuflokks lagt fram þingsályktunartillögur um afnám tekjuskatts á almennum launatekjum. Þessir flokkar hafa samtals tuttugu og níu þingmenn. Þá vantar aöeins tvo til aö hafa hreinan meirihluta. Nokkuö víst verður að telja, að meirihluti gæti verið fyrir afnámi tekjuskatts, þar sem aðeins þyrfti til aö koma stuðningur eða hjásetja tveggja þingmanna til viðbótar, sem hugsanlega gætu verið úr Bandalagi jafnaðar- manna. Tillögurnar eru nokkuð svipaðar. I tillögu sex sjálf- stæðismanna segir: „Alþingi ályktar að skora á fjár- málaráðherra að skipa nefnd þriggja manna til þess að gera tillögur um á hvern hátt hagræða megi og spara í rekstri ríkisins og ríkisstofnana með tilliti til þess að tekjuskattur verði afnuminn í áföngum á almennum launatekjum. Skulu tillögur nefndarinnar lagðar fyrir Al- þingi í upphafi næsta þings.” 1 tillögu sex alþýðuflokks- manna segir: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta semja frumvarp til laga um afnám tekjuskatts af launatekjum ásamt greinargerð og leggja það fyrir næsta löggjafarþing.” Alþýðuflokksmennirnir minnast einnig á, að til greina gæti komið að afnámið gerðist í áföngum. Munurinn á tillögunum er helst sá, að sjálfstæðismenn nefna afnám tekjuskatts á „almennum” launatekjum, en alþýðuflokksmenn „af launatekjum”. Hér ætti því að fást grundvöllur til samkomulags. I báðum tillögunum er gengið út frá, að tillögur eða frumvarp um afnámið verði tilbúið á næsta þingi. Fyrsti áfangi í þessa átt gæti því orðið árið 1985. Hér er á ferð gamalt réttlætismál. Löngum hefur fram komið og lítt verið andmælt, að tekjuskatturinn er ranglátur skattur með eindæmum. Hann er fyrst og fremst skattur á launþega. „Hvarvetna í þjóöfélaginu blasir það við að aðrir hópar, sem með ein- um eða öðrum hætti, löglegum eða ólöglegum, hafa tækifæri til að ráða því sjálfir hversu miklar tekjur þeir telja fram til skatts, greiða lágan eða jafnvel engan tekjuskatt, þótt þeir hafi greinilega yfir verulegum f jár- munum að ráða ...” segir í greinargerð alþýðuflokks- manna. „ . . . Flestir munu vera sammála um að hann sé meö ranglátustu sköttunum og leggist fyrst og fremst á launa- menn með miklum þunga,” segir í greinargerð sjálf- stæðismanna. Því var það, að afnám tekjuskatts á almennar launa- tekjur var eitt helzta kosningaloforð sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar. Þetta var undirstrikað í sam- komulagi núverandi stjórnarflokka í upphafi. Tekjuskatturinn gefur aðeins tíu prósent af tekjum ríkisins. Niðurfelling hans að mestu er því ekki jafnerfið aðgerð og ráðamenn vilja stundum vera láta. En slík aðgerð væri stórt skref til að draga úr misrétti í þjóðfélaginu. Annað réttlætismál er einnig nefnt í greinargerð sjálf- stæðismanna, að tekjum hjóna verði skipt jafnt á milli þeirra fyrir álagningu skatta, meðan tekjuskatturinn verði við lýði. Heimilistekjur eiga að vera grund- völlurinn, og skattgreiðslur hjóna eiga ekki að ráðast af því, hvernig hlutfallið er milli tekjuöflunar þeirra, eins og nú er. Tillögurnar um afnám tekjuskatts af launatekjum eru mikilvægt innlegg. En slíkt hefur sést áður án þess að flutningsmenn hefðu dug og djörfung til að knýja þær fram. Haukur Helgason. Frestur f ram í september Launþegahreyfíngin í landinu hef- ur nú valið þann viturlega kost afi grafa stríösöxina um sinn og hefur gengiö frá samningum sínum. Um það má vafalaust deila hvort samn- ingar þeir sem nú hafa veriö geröir eru viturlegir. Frá sjónarhóli margra launþega hefur ekki nóöst 1 þeim sá árangur sem þeir geröu sér vonir um, því í upphafi töluöu verka- lýðsforingjar digurbarkalega aft venju og létu á sér skilja aö nú skykli tekið i lurginn á djöfsa. Það virðist landlægt í kjarabaróttu hérlendis aö setja í upphafi fram kröfur sem enginn ætlast til aö geng- ið sé aö. Skýtur þar skökku vlft verkalýösbaráttu meðal siömennt- aöra nágrannaþjóða okkar þar sem menn ræða opinskátt um hvaft þeir ætla sér aö ná og semja síöan aö mestu leyti fyrir opnum tjöldum. Afleiöingin af þessu háttalagi hér er Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON „ Vers/unin hefur ekki skilað út i verðiagið þeim miklu kjarabótum sem hún hefur fengið með þvi að drápsklyfjum verðbólguvaxtanna var lótt afhenni, og með ýmsu öðru móti." w „Enda þótt launþegahreyfingin hafi geng- ið til heldur skynsamlegra samninga er þó fjarri því að hún hafi falið ríkisstjórninni sjálfdæmi í efnahagsmálum til langs tíma.” meöal annars sú að menn standa sí- fellt óánægðir upp frá samninga- boröi, launþeganum finnst hann aldrei hafa náð því sem sanngjamt er, hvemig svo sem þjóöfélags- ástandiö er og smám saman síast einnig inn hjá honum aö forysta verkalýöshreyfingarinnar sé dug- laus i baráttu sinni því árangur hennar er ávallt óralangt frá þeim markmiöum sem fyrst em fram sett. Frestur fram í september Enda þótt launþegahreyfingin hafi gengið til heldur skynsamlegra samninga er þó fjarri því að hún hafi falið ríkisstjórninni sjálfdæmi í efna- hagsmálum til langs tíma. Svo virð- ist sem viö þaö sé miðað pð taka þráðinn upp aö nýju í september- mánuöi og þá af meiri hörku en nú var gert. Ekki skal hér neitt fullyrt um hver alvara er að baki septemberhjalsins. En það skal fúslega viöurkennt að ekki er óeölilegt þótt launþegahreyf- ingamar vilji slá þennan vamagla. Enda þótt ljóst sé aö hinn mikli árangur sem náöst hefur í barátt- unni við verðbólguna sé mikil kjara- bót er vegur mikiö upp á móti þeirri kjaraskerðingu sem afnám verðbóta var þykir mörgum hægar ganga á öörum sviðum og vissar óveöursblik- ur á lofti. Almennt verðlag í landinu hefur ekki lækkað nægilega mikiö. Verslunin hefur ekki skilaö út í verð- lagiö þeim miklu kjarabótum sem hún hefur fengiö meö þvi aö dróps- klyf jum veröbólguvaxtanna var létt af henni, og með ýmsu ööru móti. Enda þótt verölag á nauðsynjum sé orðið býsna stööugt viröist enn langt í land meö að sumar sérverslanir hafi tileinkaö sér verslunarhætti stööugs þjóöfélags. Þar er sífellt reynt að kreista út fleiri krónur, siglt eins djarft og fleytan ber. Þótt þessi dæjni séu miklu færri en hin, þar sem vöruverð hefur orðið stööugt, brenna þau á fólki. Ný lög um samkeppni og verölags- eftirlit hafa nú loks gengiö í gildi. Enda þótt ég trúi því að þau muni leiða tÚ góös og stuðla aö heilbrigðari verðmyndun og lækkuðu vöruveröi er einnig eðlilegt að menn vilji sjá til hvernig þau reynast. Síöast en ekki síst vilja menn ábyggilega sjá hvernig atvinnu- ástandiö verður og hvernig brugöist veröur við stórminnkaðri atvinnu vegna aflaþurröar. I raun og veru veit enginn hvemig þaö dæmi lítur út aö lokum og mig grunar aö sárafáir geri sér fulla grein fyrir því hversu alvarlegt þaö getur orðiö. Mjög mik- ill þrýstingur veröur vafalítið á stjómvöld með að slaka eitthvað á klónni varðandi lántökur og verö- bólgumarkmið þegar raunverulegt atvinnuleysi fer að láta á sér kræla í haust. Þær aögerðir kunna svo aftur aft kynda undir verðbólgu og er því eölilegt aö verkalýösforystan vilji áskilja sér rétt til aö láta í sér heyra. Þegar veiðum lýkur Mjög víða aö heyrast fréttir um þaft aö skip séu að veröa búin aö veiöa upp í kvóta þann sem þeim var úthlutaður. 1 raun og veru þarf eng- inn að verða hissa á þeim fréttum. Eölilega hlýtur aö vera hagkvæmast tyrir útgerðina aö ná þessum afla á sem stystum tíma, úr því hann má ekki vera meiri. Sömu sjónarmið hljóta aö vera uppi víöa í fiskverkun- innL En þetta leiðir til þess aö síöari hluta ársins mun mikill fjöldi fólks ganga um atvinnulaus. Margt bendir til þess aö ýmsir hafi trúaft á kraftaverk I þessum efnum. Aukning loðnuveiðanna frá því sem upphaflega hafði veriö gert ráö fyrir kom mönnum til aö reikna hálfpart- inn með því að hiö sama yrði uppi á teningnum í þorskveiðunum. Mitt í þessu háalvarlega óstandi uröu til nokkur skondin upphlaup. Mest veöur var gert úr því þegar fiskgöngur fundust á Breiöafiröi og sæmileg veiði varð við Vestmanna- eyjar. Þetta þóttu slík óhemjutíðindi aö það var rétt eins og allir heföu gleymt því að hávertíð stóö yfir. Helst mátti skilja á ýmsum sjómönn- um að þetta sannaði aö nægur fiskur væri í sjónum og allar takmarkanir hreinn skepnuskapur vondra manna. A ummælum sumra þeirra um fiski- fræðinga mátti helst skilja að þeir siöarnefndu hefðu veriö búnir að kveðja síðasta fiskinn í sjónum, í stað þess að mæla meö sky nsamlegri nýtingu f iskstofnanna. Sjómenn bregðast yfirleitt rétt við Þótt einstaka sjómenn og út- gerðarmenn hafi verið meö upp- hlaup vegna aflatakmarkananna hafa þeir yfirleitt tekið þeim skyn- samlega eins og við mátti búast. Engum er það meiri hagur en þeim að auðlindir hafsins séu sem skyn- samlegast nýttar svo sem fyrst megi ná hámarksafrakstri af fiskimiöum okkar. Eg verð að viðurkenna það að mér hnykkti nokkuð við fyrir nokkrum dögum er ég heyrði sjómann stilla dæminu þannig upp að það væru vit- lausir og vondir menn í landi sem væru af skepnuskap að rýra kjör sjó- manna með þessum aðgerðum. En hann hélt því fram, og virtist mjög ánægöur meö, að sjómenn hefðu þarna látið koma krók á móti bragði. Þeir mokuöu öllu nema besta fiskin- um í hafið aftur og kæmu þannig einungis með verðmesta fiskinn að landi. Þannig næðu þeir sér niðri á „ösnunum i landi”, og þetta þótti honum greinilega rétt mótulegt ó ill- mennin þau. Vonandi eru svona sjónarmið fátíð, og í raun vil ég ekki trúa öðru. Engu að síður er mjög alvarlegt að slíkt sjónarmið skuli vera uppi. Þaö er fyrst og fremst alvarlegt vegna þess að þó er ljóst að innan sjó- mannastéttarinnar eru menn sem ekki skilja ástandið, ekki geta sætt sig við að hömlulausar veiðar séu heftar og að við beitum þeirri skyn- semi sem við höfðum að vopni þegar við sóttum rétt okkar í útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Þennan hugsunarhótt verða heild- arsamtök sjómanna og útgerðar- manna að uppræta. Og ef fullyrðing- ar s jómannsins um að f iski sé f leygt í sjóinn í stórum stíl eiga við einhver rök að styðjast þá verða heildar- samtökin einnig að spyma þar við fótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.