Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 36
FRETTA SKO TIÐ Hafír þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68- 78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i D V, greiðast 1.000krónur og 3.000krónur fyrir besta fréttaskotið ihverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar- hringinn. SÍMINN SEM ALDREISEFUR 68-78-58 t Varmi Bilasprautun hf. Auðbrekku14 Kópavogi Sími 44250 FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1984. Verkalýðsforystan gagnrýnir Þjóðviljann Framkvæmdanefnd stjórnar verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins samþykkti á fundi sínum á þriðjudag haröorða ályktun gegn skrifum Þjóð- viljans um verkalýðsmál. Ásmundur Stefánsson, forseti ASl, flutti tillöguna og undir hana skrifuðu allir fundar- menn að undanskildum Þresti Olafs- syni, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar. I ályktuninni segir: „Framkvæmda- nefndin mótmælir harðlega þeirri rit- stjórnarstefnu blaösins aö undanförnu aö gera heildarsamtökin og einstaka forystumenn verkalýðshreyfingar- innar tortryggilega með rangfærslum og óbilgjömum árásum. Þessi skrif blaðsins eiga ekkert skylt við frjálsa, óháða blaðamennsku og þau þjóna hvorki hagsmunum verkalýðshreyf- ingarinnar né Alþýðubandalagsins. Framkvæmdanefndin treystir því að málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis skrifi í framtíðinni á annan hátt um verkalýðsmál.” Á fundinum voru mættir 9 af 11 nefndar- mönnum og greiddu 8 tillögunni at- kvæði og vom það auk Ásmundar: Benedikt Davíðsson, formaður Sam- bands byggingarmanna, Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB og Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Landssambands iðnverkafólks. -0ef. Dregstaðfylla ífjárlagagatið „Það liggur ekki lífið á, við erum að fjalla um fyrirsjáanlegan vanda sem er annaö mál en ef vandinn væri dun- inn yfir,” sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í morgun. Hann er enn, ásamt formönnum stjórnarflokk- anna, Steingrími Hermannssyni og Þorsteini Pálssyni, að fjalla um hvem- ig fylla megi í fjárlagagatiö upp á tvo milljarða. HEEB Af tæknilegum ástæðum er DV aðeins 36 blaösíður að stærð. Lesendur kunna af þessum þáttum að sakna efnisþátta og er beðist velvirðingar á því. LUKKUDAGAfí 5. apríl 24312 SKÍDI FRÁ FÁLKANUM AD VERDMÆTI KR. 10.000. Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Bjargar það ekki skipa- félögunum aö fíytja varnarliðið burt í áföngum? Sjónvarp sjö þjóða næst hér á landi Þegar eru hafnar sendingar á sjónvarpsefni frá fjarskiptahnetti Póst- og símamálasamtaka Evrópu, Eutelsat, sem unnt er að ná með litlum tilkostnaði hér á landi. Er þar um að ræða sjónvarpsdagskrár frá Bretlandi, Vestur-Þýskalandi, Frakkiandi, Sviss, Hollandi, Belgiu ogltalíu. Þetta kom fram í samtali við Gunnar G. Schram alþingismann, en hann mun í dag leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem skorað er á ríkisstjómina að gera sem fyrst ráðstafanir til þess að unnt verði að hefja móttöku sjónvarpsefnis frá fjarskipta- hnöttum Evrópuþjóða hér á landi þar sem slíkar sendingar séu þegar hafnar og nái til Islands. Gunnar sagði aö til þess að taka á móti þessu sjónvarpsefni þyrfti mót- tökustöð með um 4 metra loftneti og muni kostnaðurinn við hana vera um 1 milljón króna, auk kostnaöar viö fjarskiptasendingar og móttöku efnis sem yrði að vera í höndum Pósts og síma. Hins vegar benti Gunnar á að innan skamms muni hefjast sendingar frá þremur gervi- hnöttum sem senda munu beint til notenda án þess að greiðslur þurfi að koma fyrir. Þær sendingar nást hér á landi með 4 til 8 metra móttökuloft- netum. Fyrstu sendingar af þessu tagi hefjast í september 1985 frá vestur- þýska gervihnettinum TV-Sat sem er meö tvær sjónvarpsrásir. í nóvember 1985 er síðan ráðgert að hefja sendingar frá franska hnett- inum TDF—1 sem verður með þremur sjónvarpsrásum og í ágúst 1986 er ráðgert að hefja sendingar frá breska hnettinum Unisat og er meðal annars fyrirhugað að sjónvarpa um hann dagskrám frá BBC. Gunnar benti auk þess á að Norðmenn hefðu leigt rás í fjar- skiptahnettinum Eutelsat til að senda sjónvarpsefni til Svalbarða og muni þær sendingar ná hingað til lands, og verða sendar út um dreifi- kerfi sjónvarpsins. Gunnar sagði aö sjálfsagt værí að stjórnvöld beittu sér fyrir því að landsmenn gætu nýtt sér þessa möguleika og væri með þessari til- lögu veriö að benda á þá kosti sem Islendingum stæðu opnir á þessu sviði fjölmiðlunar. -ÖEF. Það var ekki neina flugveiki að sjá á þessum krökkum þegar þau stigu út úr Arnarflugsvélinni á Reykjavíkurflugvelli í gœr. Enda voru þarna á ferð verð- launahafar sem unnið höfðu útsýnisflug yfir Reykjavík og nágrenni á Flugsýning- unni um sl. helgi. DV-mynd E.Ó. ENGIN SMUGA BTIMC Af* rp kllla VVÍ tlm — segirHansG. Andersen um viðræðurvið bandarísk yfirvöld um flutninga fyrir varnarliðið „Viðræður stranda allar á lögum, sem segja að bandarisk skip eigi að sjá um flutninga fyrir bandariska herinn. Við fengum þessa flutninga af því að enginn bandariskur aðili hafði áhuga á þeim en nú vill banda- rískt félag fá þá og það er engin smuga sjáanleg eins og er,” sgði Hans G. Andersen, sendiherra í Washington, i viðtali við DV er hann hafði rætt bæði við utanrikis- og vamarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna í gær. Hans heldur viðræðum áfram ytra. Þórður Magnússon frá Hafskip er vestra og tjáði yfirmaöur flutninga- deildar hersins honum aö ef banda- rískt félag gæti boðið upp á skip til flutninganna og áætlanasiglingar myndi flutningadeildin fela því flutn- ingana. Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, sagði i viðtali við DV að ef Rainbow Navigation hæfi siglingar hingað myndi fækka um tvö skip í forsjá Islendinga á þessari leið. My ndi það líklega haf a neik væð áhrif á rekstrarafkomu félagsins á leiöinni. Eftir því sem DV kemst næst em skipafélögin sem stóöu nú að stofnun Rainbow Navigation smáfélög sem stofna saman eöa með öðmm smærri félög um einstaka verkefni. Mark Ymg heitir forsvarsmaður annars móðurfyrirtækisins, Housing Transport Intemational í Red Bank í New Jersey. Ekki hefur náðst sam- band viö hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá staðfest hvort þeir ætla ömgglega sjálfir út í þessar sigUngar eða eru tilbúnir að versla eitthvaðmeðréttinn. -GS Fréttaskot á nóttu sem degi ísímann sem aldrei sefur: 68-78-58 Lesendur DV halda áfram að senda blaðinu fréttaskot í stríðum straumi í símann sem aldrei sefur — beinu línunni sem opin er aUan sólarhring- inn. Alla þessa viku hafa birst á hverjum degi í DV fréttir sem byggðar hafa verið á fréttaskotum frá lesendum og fjöhnörg fréttaskot eru stöðugt í úr- vinnslu á ritstjóminni. Það er líka til nokkurs að vinna fyrir þá sem heyra af fréttnæmum atburöi, hvort sem um stóra frétt eða smáa er að ræða. Fyrir hverja frétt sem birt er eftir ábendingu lesenda eru greiddar 1000 krónur og fyrir bestu frétt hverrar viku em greiddar 3000 krónur. Einnig er rétt að ítreka að fuU- kominnar nafnleyndar er gætt gagn- vart þeim sem senda DV fréttaskot. Munið því símann sem aldrei sefur — 68-78-58. Hann er opinn allan sólar- hringinn og fyllsta trúnaðar er gætt. -ESJ. S jö daga f erð á hestum yfir Kjöl: Ferð árs- ins á Norð- urlöndum Sjö daga ferð á hestum yfir Kjöl hefur verið kosin „Besta ferð ársins á Norðurlöndum ’84” af sambandi ferða- skrifstofa í Noregi. „Þetta er mikUl heiður fýrir okkur hjá Islensku hestaleigunni, sérstak- lega þegar haft er í huga að við byrjuðum með þessar ferðir í fyrra,” sagði Einar Bollason, sem rekur hesta- leiguna og skipuleggur ferðirnar ásamt Birki Þorkelssyni á Laugar- vatni. I fyrra vom farnar tvær ferðir en í ár er ráðgert að hafa þær 8. Lagt er upp frá Laugarvatni eða Steinsstaöa- skóla í Skagafirði með 70—80 hesta, eldhúsbíl og kokk. I tilefni verðlaunanna er stödd hér á landi blaðakona frá Aftonbladet í Noregi og ætlar hún að skrifa greinar um þetta besta ferðatilboð á Norður- löndum 1984. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.