Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Side 15
DV. FIMMTUDAGUR 5. APRIL1984. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Blikkljós við gatnamót geta verið hættuleg, segir vegfarandi. Ökurteisi gagn- vart dyraverði áHótelSögu Kristín Siguröardóttir hringdi: I allri þeirri dyravarðaumræðu sem yfir hefur staðið nú undanfarna mán- uöi langar mig aö leggja orö í belg. Ég var nú um daginn stödd á Hótel Sögu og var á leiðinni út. Þetta var um þaö leyti sem flestir gestir eru á leiö- inni inn og haföi því myndast nokkur örtröö fyrir utan auk þess sem fullt var fyrir innan. Er ég var á leið út heyrði ég aö þar var fólk aö hreyta ónotum í dyravörðinn vegna þess að hann vildi ekki hleypa því inn. Eg var alveg undr- andi á aö ég skyldi heyra þetta frá full- orönu fólki og var alveg hissa á því hvemig dyravörðurinn tók þessu. Mér finnst rétt aö benda á þaö sem betur fer og einnig aö þama er hegöun gesta hússins fyrir neðan allar hellur. Leikmaður list leit Richardt Ryel skrifar: Vorið er komið í kjallarann í Nor- ræna húsinu. Brosandi mætir þér hlý og hæversk listakona, Erla B. Axels- dóttir, og býöur þér innfyrir. Fyrstu áhrifin frá hinni viöamiklu málverkasýningu er ylurinn og birtan sem streymir á móti þér. Heildarblær- inn er viðfelldinn og persónulegur. Skapandi listaverk er þaö sem hvet- ur þig til umhugsunar, örvar hug- myndaflug þitt og fær þig til að lifa þig inn í og leita leyndardóma listaverks- ins. Þannig eru myndir Erlu. Þær virkja þig til umhugsunar, á jákvæðan hátt, fá þig stundum til aö auka eöa bæta við, brúa eða byggja við það sem þér finnst ófullgert. . . Þannig fær hún þig til að taka beinan þátt í listasköpun sinni. Um einstakar myndir get ég ekki dæmt sem listgagnrýnandi, þó staldr- aði ég lengi við nr. 1 (gullfalleg), nr. 6 (þvílíkir litir) og nr. 27 (hreint augna- yndi); ef til vill hefur þú sama smekk. Undir engum kringumstæðum skaltu neita þér um þá ánægju og upplifun sem þaö er aö sjá sýningu Erlu. Blikkljós á gatna- mótum eru hættuleg Vegfarandi skrifar: Eg sem þessar línur rita hef rætt viö margt fólk og þ.á m. starfsmenn tryggingafélaga. Allt er þetta fólk sammála um aö ökuhraðinn, einkum á Miklubrautinni, aukist gifurlega eftir að blikkandi ljós eru sett í stað venjulegra umferðarljósa. Það er eins og mörgum ökumönnum finnist þægilegt aö geta haldið áfram yfir fjölfarin gatnamót á fullum hraöa í stað þess að þurfa aö stansa við rautt ljós og bíða eftir grænu. Þessi breyting er alveg óþörf en stórhættuleg. Það er ástæðulaust að ýta undir ökuníðinga að aka á 80 til 120 km hraða og telja sig í rétti á aöalbrautinni vegna blikkljósanna. Hverjir þurfa að hraða för sinni svo mjög síðla kvölds og um nætur að þeir geti ekki ekið eftir venjulegum umferðarljósum? Það á að stöðva þessa vitleysu strax áður en meira Ult hlýst af. Menn aka ekki í veg f yrir þessa kappaksturspUta til aö leggja líf sitt og limi í hættu heldur vegna þess að þeir misreikna þennan mikla hraöa. Það er von mín að þessi blikkljósa- vitleysa verði aflögð, að minnsta kosti á mestu umferðargötum borg- arinnar, eins og t.d. Miklubraut. FERMINGARGJÖFIN I AR Rúm m/útvarpi, klukku, segulbandi, bókahillu, rúmfataskúffu og dýnu. EFNI: BEYKI vtHU IVn. ISf.oUU. HVÍTLAKKAÐ VERÐ 15.900. ÚTSÖLUSTAÐIR: Húsprýði — Borgarnesi Húsið — Stykkishólmi Seria — ísafirði Vörubær — Akureyri Höskuldur Stefánsson — Neskaupstað Þorvaldur og Einar — Vestmannaeyjum Bústoð — Keflavik Rúm"-bezta verzlun landsins INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK, SINII 81144 OG 33b30 Sérverzlun með rúm AFMÆLIÐ 8. APRÍL TRAB ANT-EIGENDUR: SKRÚÐAKSTURINN Á SUNNUDAGINN DAGSKRÁIN ER ÞANNIG: 1. MENN MÆTI MEÐ TRABANTBlLA SlNA um verður ekid inn í Amturstrccti til hwgri inn í VIÐ RAUÐAGERÐIKL. 12.30. Bifreidunum raðað upp og ekið til sýningarhall- arinnar á HÖFÐABAKKA þar sem bilasýningin AUTO1984 verður heimsótt. 2. Ekið frá Höfðabakka kl. 14.00 niður Ártúns- brekku, Suðurlandsbraut, Laugavcg, Lœkjar- götu, Skólabrú, Fósthússtrati og nokkrum bil- göngugötuna þar sem þeim veröur raðað í skeifu. STUTT AFMÆLISUPPÁKOMA MEÐ ER- LENDUM GESTUM. Um kl. 15.00 verður ekið frá Austurstrœti. Nokkrir lúðraþeytarar og raddmenn góðir halda uppi fjöri alla leiðina. KLÚBBURINN SKYNSEMIN RÆÐUR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.