Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Síða 8
DV. FÍMMTÚDÁtíÚft 5. APÍÍlt 1§84: ’ Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Reagan vill bann við eit- urefnavopnum Bandaríkin ætla aö hvetja til þess aö algert bann verði sett á framleiöslu, eign eöa notkun eiturefna- og sýkla- vopna, sagöi Reagan Bandaríkjafor- seti í gær. Greindi hann frá því á fréttamanna- fundi í gær aö George Bush varaforseti mundi á afvopnunarráðstefnu í Genf eftir tvær vikur leggja fram drög aö sáttmála um bann við eiturefnavopn- um. — Um 40 ríki munu sækja ráö- stefnuna. Reagan sagöi aö í tillögunum sem Bush flytur meö sér speglist vilji Reag- anstjórnarinnar til vopnatakmarkana. Harmaði hann aö Sovétmenn skuli tví- vegis hafa gengiö út af kjarnorku- vopnaviöræðunum í Genf. Bandaríkjaforseti kvaðst einnig reiðubúinn til þess aö semja um bann viö vígahnöttum, ef unnt væri að koma á kerfi til eftirlits því aö slíkt bann væri virt, sem enn sem komið væri sýndist ekki gerlegt. — Sagöi hann Sovétmenn hafa forskot á Bandaríkin í smíöi geimvopna. Notkun eiturefnavopna í Afghanist- an, Kampútsíu og Persaflóastríðinu milli Irans og Iraks sagði Reagan for- seti að undirstrikaði gallana á giidandi samningum um bann á slíkum vopnum og um leið þörfina fyrir nýja sáttmála. En hann varaöi viö því aö erfitt mundi reynast aö framfylgja slíku banni. SSíDregið hefur úr mannfjölgun í heiminum Mannf jölgunin í heiminum virðist Sú staöreynd að nú hefur dregið úr ágústmánuði næstkomandi um mann- ekki vera alveg eins hröð og áöur að mannfjölguninni á ekki síst rætur sína fjölgunina í heiminum. Þaö kemur því er kemur fram í skýrslu að rekja til þess að Kínverjum, fjöl- ekki fram í áðurnefndri skýrslu hver Sameinuöu þjóöanna ummálið. mennustu þjóö heims, hefur tekist aö mannfjöldinn er álitinn vera um þess- I byrjun þessa áratugar varð mann- sporna verulega viö mannfjölguninni ar mundir en samkvæmt öðrum heim- fjölgunin 1,7 prósent eftir aö hafa veriö heima fyrir. ildum Sameinuöu þjóöanna eru jaröar- 2,1 prósent næstu tíu árin áundan. Ráöstefna veröur haldin í Mexíkó í búarnútaldir vera4,75milljaröar. THJBOÐ Rakesh Sharma, fyrsti indverski geimfarinn. Indverskur geim- fari kominn um borð í Saljut-7 Fyrsta indverska geimfaranum var vel fagnaö um borö í Saljut-7 geim- stöðinni, þegar Soyuz T-ll geimfar hahs og tveggja Rússa haföi verið tengt við geimstöðina í gær. — Eru geimfararnir nú sex um borö í geim- stööinni. Rakesh Sharma, flugsveitarforingi úr flugher Indlands, á að stunda jóga, en æfingarnar eru liður í tilraununum sem sovéskir og indverskir sér- fræöingar hafa sett saman fyrir þessa geimferö. — Auk þess á Sharma aö ljósmynda svæði á Indlandi, þegar geimstööin verður stödd yfir landinu. Þær myndatökur eru til þess að auðvelda leit að náttúruauölindum. Sharma hóf undirbúningsþjálfun fyrir geimferðir fyrir tæpum tveim árum þegar Sovétmenn höfðu ákveöið aö leyfa annarra þjóöa mönnum aö taka þátt í geimferðum sínum, sam- kvæmt fréttum APN-fréttastofunnar. Peres leiðir Verkamannaflokkinn þrátt fyrir litlar vinsældir: NAVON TREYSTI SÉR EKKI í FORMENNSKU „Eg heföi tekiö viö stööunni ef það heföi verið einhuga flokkur sem hefði boðið mér hana. Eg óttast ekki mín vegna útkomuna úr baráttu innan flokksins en ég geri mér grein fyrir því aö uppgjör innan Verkamanna- flokksins rétt fyrir kosningar myndi valda flokknum óbætanlegu tjóni,” sagði Yitzak Navon um ástæöur þess aö hann vill ekki taka aö sér for- mennsku í Verkamannaflokknum í Israel. Þaö veröur því Shimon Peres sem eina feröina enn mun leiöa flokkinn í komandi kosningum þrátt fyrir að Ijóst sé aö hann stendur langt að baki Navon hvað vinsældir kjósenda varðar. Flokkurinn hefur lengi verið næstum þvi klofinn vegna deilna um hvort Per- es eöa Rabin væru heppilegri til for- mennsku í flokknum. En skoöana- kannanir hafa margsinnis sýnt aö sá sem gæti sameinað flokkinn er Yitzak Navon sem nýtur gífurlegra vinsælda í Israel. „Þarna töpuöu þeir kosningunum. Að þeir skyldu ekki gera Navon kleift að taka viö embættinu eru mistök sem flokksstjórnin mun seint gleyma,” sagði ísraelskur fréttaskýrandi um þessa niöurstööu í flokksforystumálum Verkamannaflokksins. „Almenningur í Israel hefur ofnæmi fyrir Peres. Það hefur komiö skýrt fram á tveimur kosningum. Nú þegar Verkamannaflokkurinn hefur óvenju- lega gott tækifæri til að ná völdum aö nýju i landinu hvaö býður flokkurinn þá upp á? Shimon Peres þremur ári eldri en í síöustu kosningum.” Likudbandalagiö hefur látið i ljósi ánægju sina meö þessa niðurstöðu því bandalagiö telur sig hafa mun betri sigurmöguleika þegar Peres leiöir Verkamannaflokkinn heldur en ef Navon heföi leitt flokkinn í kosningunum. Yitzak Navon: „Uppgjör innan flokksins rétt fyrir kosningar myndi skaðahann.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.