Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1984, Blaðsíða 28
28 DV. FIMMTUDAGUR 5. APRIL1984. Sigurjón Jónsson múrarameistari lést 29. mars sl. Hann var fæddur aö Minni- Olafsvöllum á Skeiðum, Árnessýslu, 3. september 1901. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorleifsson og Sólveig Þór- arinsdóttir. Siguröur var tekinn í fóstur ársgamall af hjónunum Guörúnu Vigfúsdóttur og Siguröi Jóns- syni. Sigurður lauk sveinsprófi í múr- araiön 1937, og stundaði hann eingöngu byggingarvinnu upp frá því. Eftirlif- andi eiginkona hans er Vilborg Páls- dóttir. Eignuöust þau sex börn. Utför Sigurðar veröur gerö frá Hafnar- fjaröarkirkju í dag kl. 13.30. Sigríður Elín Jónsdóttir frá Reyðar- firöi, Efstasundi 100, veröur jarðsung- in frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. april kl. 15. Huida Guðlaug Oskarsdóttir, Reykjamörk 5 Hverageröi, sem andaöist í sjúkrahúsi Selfoss þann 31. mars, verður jarösungin frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 7. apríl kl. 13. Minningarathöfn um Hrafn Svein- björnsson, sem lést af slysförum þann 22. janúar, veröur í Hafnarfjaröar- kirkju föstudaginn 6. apríl kl. 13.30. Minningarathöfn um Pétur Sigurö Sigurösson vélstjóra, Sæviöarsundi 9 Reykjavík, sem lést af slysförum sunnudaginn 1. mars, fer fram í Askirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14. Svanhildur Friðriksdóttir, Skúlagötu 68, lést mánudaginn 2. apríl. Þóra Borg leikkona, Laufásvegi 5, lést í Landsspítalanum aöfaranótt 4. apríl. -sem ailir þekkja Leióandi staöur BS PlZZA HCSIÐ -sem allir þekkja Sigríður Oddleifsdóttir, Fellsmúla 5, er látin. Björgvin Benediktsson prentari lést í Borgarspítalanum 3. apríl. Höskuldur Guðmundsson frá Stræti, Breiödal veröur jarösunginn frá Foss- vogskapellu föstudaginn 6. apríl kl. 13.30. Björn Leví Þorsteinsson húsgagna- smiðameistari, Höröalandi 6, andaöist í Borgarspítalanum 4. þ.m. Sólveit Róshildur Oiafsdóttir lést 26. mars sl. Hún var fædd í Reykjavík 13. júli 1900. Foreldrar hennar voru Þóranna Jónsdóttir og Olafur Olafs- son. Sólveig giftist Sigurjóni Jónssyni og eignuöust þau 10 böm. Sigurjón lést áriö 1947. Utför Sólveigar veröur gerö frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Ferðalög Ferðir Ferðafélagsins um bænadaga og páska 1. 19.-23. apríl, kl. 08.00; Skiðaganga að' Hlöðuvölium (5 dagar). Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins. 2. 19.-23. apríl, kl. 08.00: Skíðaganga, Fljótshlíö-Alftavatn-Þórsmörk (5 dagar). Gist í húsum. 3. 19.-23. apríl, kl. 08.00: SnæfeUsnes- SnæfeUsjökuU (5 dagar). Gist í húsinu AmarfeUi á Arnarstapa. 4. 19.-23. april, kl. 08.00: Þórsmörk (5 dagar). Gist í sæluhúsi Fl. 5. 21.-23. aprU, kl. 08.00: Þórsmörk (3 dagar). Gist í sæluhúsi Fl. Tryggið ykkur farmiða tímanlega. AUar upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins, Oldugötu 3. Fundir Fundarboð Fræðafundur í Hinu íslenska sjóréttarfélagi verður haldinn miövikudaginn 11. apríl nk. kl. 17 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Há- skólans. Fundarefni: Einar Om Thorlacius lög- fræðingur flytur erindi er hann nefnir: „Um stööuumboð skipstjóra”. Að loknu framsögu- erindi veröa almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn og eru félags- menn og aðrir áhugamenn um sjórétt og sigl- ingamálefni hvattir til að f jölmenna. Hárgreiðslu- og hárskverasveinar Aríðandi félagsfundur verður á Hverfisgötu 42 í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00. Fundarefni: samningamálin. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund 9. apríl kl. 20.30 í Safnaðarheim- ilinu. Þuríður Hermannsdóttir talar um heUsufæði, rætt verður um sumarferöalagið. Mætið vel og stundvíslega. Tilkynningar Náttúrufræðistofa Kópavogs Opið á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 13.30-16.00. FYRIRTÆKJA- OG STOFNANAKEPPNI í borðtennis verður haldin helgina 7.-8. apríl í Fossvogsskóla. Keppt verður í riðlum svo að hverju liði verði tryggðir þrír heilir leikir. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp aö banna meistara- flokksmönnum þátttöku. Þátttökugjald er kr. 1.500,- Nánari upplýsingar og skráning: Fyrir kl. 18.00, Kristján í Kjötborg, sími 14925. Eftir kl. 18.00, Hilmar, sími 25268. Dregið verður um röð þátttakenda föstudaginn 6. apríl kl. 20.00 í síma 25268. Víkingur. í gærkvöldí____________í gærkvöldi Börnin við kassann Sjónvarpið á heiöur skilið fyrir að þegar það býöur upp á eina stutta nokkrum mínútum of seint á uppá- hugsa vel um börnin á miövikudögum mynd með Tomma og Jenna og svo bú- haldssýningu sína og ná aðeins endan- þegar það hefur útsendingar klukkan ið. Börnin eru búin að bíða hálfan dag- um? Þá er grátið fram yfir seinni 18 og lætur tækin rúlla til 19. Börnin eru inn eftir vinum sinum þegar þeir skjót- auglýsingar. Hvers vegna er ekki hægt nú einu sinni þakklátasti áhorfenda- ast á skjáinn í nokkrar mínútur og er að sýna syrpu meö Tomma og Jenna, hópurinn sem lætur sig hafa allt, bara svo horfnir. svona þrjár f jórar myndir í einu. þaöséekkistillimyndogpíp. Hafa yfirmenn sjónvarps aldrei gert Annað eins er nú gert í þessu sjón- Aftur á móti svíkur sjónvarpið litla sér grein fyrir hvaða heimilishörm- varpi. fólkið nær því algerlega á mánudögum ungarfylgjaíkjölfariðef böminmæta -EIR Menntaskólinn á Egilsstöðum Fundur á vegum Nemendafélags Mennta- skólans á Egilsstöðum, Menntaskólanum á Egilsstöðum 19. mars 1984 ályktar: Við nemendur Menntaskólans á Egils- stöðum skorum á aUt ungt fólk til að velta því fyrir sér hvort það kjósi sér ekki þennan heim öðruvisi á mörgum sviðum en hann er. Við fordæmum þá hugmynd að ekki sé hægt að lifa á jörðinni án eilífrar hræðslu og ótta við tortímingu. Við frábiðjum okkur aUt hemaðarbrölt á Islandi. Viö neitum að viður- kenna þá þversögn að börn skuU þurfa aö deyja úr hungri meðan milljörðum króna er varið til framleiðslu vopna. Við lýsum furðu okkar á þeirri þögn sem nú ríkir á Alþingi Islendinga um friðarmál og vonum að hin mikla umræða síðasta árs, um þau mál, hafi ekki verið póUtískt tískufyrirbrigði. Við skorum á alla aö taka afstöðu vitandi það að valdið er að lokum aUtaf í höndum fjöldans 'ef hann kærir sig um. Afstaða þín getur ráöið úrslitum. EIÐFAXI^ GttxfM <*t> PlfAUifi, r:/&«*,'(ÍÚGy'S.&sn'wJú s'rrít.íJtxAbm ’i'- * Fr*?M< ffá 'jr/ívfTí '/j M'rxrXft'&vtfii <)ti o?! Eiðfaxi 3. tbl. 1984 er kominn út. Þar er aö finna haf- sjó af fróðleik um hestamennsku. Maja Loebell ritar um þá erfiðleika sem plaga tamningamenn við þjálfun hrossa. Jón Sigurðsson í SkoUagróf ritar um hvernig sjá megi reiðhestsefni í folaldi. Eyjólfur Isólfsson ritar um hlýðniæfingar. Sigbjörn Björnsson ritar um afrekshestinn Frúar-Jarp. Ingimar F. Jóhannsson ritar um Baidvin Einarsson söðlasmið. Knúið er dyra hjá Sigfinni í Stóru- lág og einnig eru fleiri smærri fréttir sem varða hestamenn. Neskirkja Föstuguðsþjónusta í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00. Sr. FrankM. HaUdórsson. Æfingatímar Golfklúbbur Reykjavíkur hefur fengið að- stöðu til inniæfinga í Tranavogi 1. Hefur þar verið komiö fyrir netum tU að slá í og sett upp Util púttbraut. Aðgangur verður ókeypis en kylfingar þurfa sjálfir að koma með bolta og kyUur. Opið verður þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16—22, laugardaga kl. 10—16 og sunnudaga kl. 13-19. Siglingar Áætiun Akraborgar Frá Akranesi Frá Reykjavík j Kl. 8.30 Kl. 10.00 Kl. 11.30 KÍ. 13.00 Kl. 14.30 Kl. 16.00 Kl. 17.30 Kl. 19.00 HULL/GOOLE: Jan ROTTERDAM: 2/4,16/4,30/4. Jan ANTWERPEN: 3/4,17/4,1/5. Jan HAMBORG: 4/4,17/4,2/5. Jan HELSINKI/TURKU: 6/4,19/4,4/5. Hvassafell LARVIK: 30/3,25/4. Francop GAUTABORG: .. 28/3 , 9/4,23/4, 7/5. Francop KAUPMANNAHÖFN: .29/3, 10/4,24/4, 8/5. Francop SVENDBORG: . 30/3,11/4,25/4,9/5. Francop AARHUS: .31/3,12/4,26/4,10/5. Francop FALKENBERG: .31/3,13/4,27/4,11/5. Helgafell 12/4. Arnarfell 23/4. „SHIP” GLOUCESTER, MASS.: 10/5. Jökulfell Skaftafell HALIFAX, CANADA: 25/4. Skaftafell 26/4. 90 ára er í dag, fimmtudaginn 5. apríl, Meyvant Sigurðsson frá Eiði. Hann tekur á móti gestum í Domus Medica í dag milli kl. 16—19. Sölustaðir minningarkorta Hjartaverndar Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9,3. hæð. Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16, Skrifstofa DAS, Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíö, ' Garðsapótek, Sogavegi 108, Bókabúðin Embla, Völvufelli 21, Gítartónleikar á Akranesi Gítartónleikar Símonar Ivarssonar, sem vera áttu í Fjölbrautaskólanum á Akranesi sl. sunnudag, verða kl. 21.00 fimmtudaginn 5. apríl í Fjölbrautaskólanum. A efnisskránni eru klassísk verk, m.a. eftir Tarrega, Turina, Albeniz o. fl. og einnig flamencotónlist. Þungarokk í Flensborg I kvöld.f fimmtudaginn 5. apríl, halda hljóm- sveitirnar Drýsill, Centaur og Lizard tónleika í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Tónleikarn- ir hefjast kl. 21.00. Miðaverð er 80 kr. fyrir NFF félaga og 100 kr. fyrir aðra. Minningarspjöld Tónleikar Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 a, Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74, Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22, Kirkjufell, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Sparisjóður Hafnarf jarðar, Strandgötu 8—10. Keflavík: Rammar og gler, Sólvallagötu 11, Samvinnubankinn, Hafnargötu 62. Kópavogur: Kópavogsapótek, Hamraborg 11. Akranes: Hjá Sveini Guðmundssyni, Jaöarsbraut 3, og Kristjáni Sveinssyni, Samvinnubankan- um. ísafjörður: Póstur og sími. Siglufjörður: Verslunin Ögn. Ökuferðin endaði á girðingunni Lögreglan á Selfossi hafði í nótt hendur í hári drukkins ökumanns sem stoliö hafði bil á Stokkseyri og ætlað á honum til Reyk javíkur. Lögreglunni bárust fréttir um ferða- lagið og fór að svipast um eftir bilnum. Fannst hann skömmu síðar á Eyrar- bakka en þar hafði ökuferðin endað á girðingu. ökumaðurinn var handtek- inn og fékk hann að sofa úr sér vímuna í næsta fangelsi, sem er Litla-Hraun. -klp Þyrlafrá VLsækir sovéskan sjómann I nótt barst Slysavarnafélagi Islands beiðni um aðstoö frá sovéska skuttog- aranum Plunge sem var á veiðum um 240 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Var alvarlega veikur maður um borð í togaranum og óskaði skipstjóri hans eftir að þyrla flytti hann á sjúkrahús á Islandi. Rétt fyrir klukkan níu í morgun fór svo þyrla frá varnarliðinu í loftið og með henni eldsneytisflugvél. Er von á vélunum aftur til baka einhvem tím- ann eftir hádegi í dag. -kip Ég hef því miður gleymt að kaupa kerti fyrir kertaljósakvöldverðinn okkar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.