Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Síða 22
22 >3Ct IÍHSA M HUOAOUMÁM . v'O DV. MANUDAGUR 9. APRlL 1984. íþróttir Iþróttir (þróttir Iþróttir Bikarinn aftur f handboltabæinn — eftir sigur FH á Víkingum á föstudagskvöid Það er ár og dagur síðan Víkingsliðið í handknattleiknum hefur verið leikið eins grátt og í Laugardalshöllinni á föstudagskvöld. FH-ingar fóru á kostum á fjölum haliarinnar — léku sinn besta leik í úrslitakeppninni — og möskuðu Víkinga. Sigruðu með níu marka mun, 31—22. Þetta var 21. leikur FH á Isiandsmótinu í vetur, 21. sigurinn og íslandsmeistaratitillinn í höfn að hálfnaðri úrslitakeppninni. Eftir sigurinn var FH með 14 stig og ekkert annað lið nær þeirri stigatölu í keppninni. Fyrsti sigur FH á Islands- mótinu í átta ár eða frá 1976 og það hefur verið löng bið fyrir handknatt- leiksbæinn Hafnarfjörð. FH-liðið í aigjörum sérflokki og stefnir á met sem seint verður jafnaö. Glæsilegur FH— Víkingur FH-Víkingur 31—22 (16-10). Nokkrar tölur úr leiknum: 0—1,1—2, 3—3, 5—4, 12—1, 14—7 og 16—10 í hálfleik. 19—10, 21—12,26—18,29—19 og úrslit 31—22. Mörk FH skoruöu Pálmi 9, Þorgils Öttar 7, Sveinn 5, Kristján 5/4, Atli 3 og Hans Guðmundsson 2. Mörk Víkings Siguröur 6/3, Guftmundur 5, Stcinar Birgisson 3, Hilmar Sigurgislason 2, Hörður Harðarsou 2, Karl Þráinsson 2 og Ólafur Jónsson 2. Dómarar Guðmundur Kolbeinsson og Þor- gcir Pálsson. FH fékk 5 víti, Víkingur 3. Þremur Vikingum var vikift af velli, fjórum úrFH. árangur hjá Geir Hallsteinssyni og strákunum hans. Hraöi var gífurlegur framan af leik FH og Víkings og þar naut FH-liðiö sín vel. Lék sterkan vamarleik og skoraöi grimmt. Mest úr hraöaupphlaupum. Eftir nokkurt jafnræði í byrjun tók FH- liðið leikinn algjörlega í sínar hendur. Skoraði sjö mörk í röð og breytti stöð- unni úr 5—4 í 12—4. Leikmenn Víkings réöu ekkert við hraöann, ekki heil brú í leik þeirra langtímum saman. FH-liðið þurfti því ekki mikiö fyrir sigrinum að hafa en nú var aldrei gefiö eftir. Leikið á fullu til leiksloka og oft sáust glæsileg tilþrif hjá FH. Glæsimörk eftir stór- skemmtilegar leikfléttur. Pálmi Jóns- son og Þorgils Ottar Mathiesen voru óstöðvandi og Sveinn Bragason lék sinn besta leik í vetur. Þeir skoruðu tvo þriðju marka FH. Minna bar á stór- skyttunum Atla Hilmarssyni og Kristjáni Arasyni. Teknir úr umferð framan af en því svo hætt. Best aö hafa sem fæst orð um Víkingsliðið. Það var mjög slakt. Helst að Siguröur Gunnarsson, sem var tekinn úr umferö aUan leikinn, og Guðmundur fyrirliði Guðmundsson sýndu eitthvað. Jafnt var í 3—3 eftir sjö mín. en á 21. mín. var staöan orðin 12—4 og öruggur sigur FH í höfn. 16—10 í hálfleik og strax í síðari hálfleik jók FH muninn í tíu mörk, 21—11. Níu tU tíu marka munur oftast það sem eftir lifði leiks oglokatölur 31—22. hsím. FH og Valur með tvo sigra — í yngri f lokkunum íhandknattleik Lokið er keppni í yngri flokkunum í handknattleik. FH og Valur sigruðu í tveimur flokkum hvort félag, Grótta ogKRíeinum. I 2. flokki karla sigraöi Valur. Hlaut 17 stig af 20 mögulegum. Stjarnan í öðru sæti með 16 stig. I 3. flokki karla sigraði Grótta með 10 stig af 12 mögulegum. Víkingur í öðru sæti, einnig með 10 stig en Grótta sigraði í innbyrðLsleik liöanna 11—8. I 4. flokki karla sigraði KR með 10 stig. KA í ööru sæti meö 9 stig. 15. flokki karla sigraði Valur með 9 stig. Þór, Vestmannaeyj- um, hlaut einnig 9 stig en Valur sigraði í innbyrðisleik liðanna 6—4. I 2. flokki kvenna sigraöi FH. Hlaut 11 stig. Stjarnan í öðru sæti með 8 stig. I 3. flokki kvenna sigraði FH. Hlaut 12 stig. Grótta í öðru sæti með 10 stig. mmt. mt ******* Sveinn Bragason sést hér skora eitt mark FH-inga gegn Vikingum. Sveinn stóð sig ágætlega í leikjum FH-inga um helgina er liðið tryggði sér tslandsmeistara- titilinn í handknattleik. DV-mynd Óskar örn Jónsson Franska kvennatandstiðið / handknattieik heimsækir ísland ÍSLAND í Laugardalshöll íkvöldkl. 8.30. Á AKRANESI ÞRIÐJUDA G KL. 8.30. í VESTMANNAEYJUM MIÐ VIKUDA G KL. 7.30. KOMIÐ OG HVETJÍD HINAR FRÁBÆRU ÍSLENSKU STÚLKUR SENDIR LANDSLIÐI OKKAR BARÁTTUKVEÐJUR. BESTU LANDSLIÐ I HANDKNATTLEIK GISTA Á /y /]/) M - / f»/ / i/J / /7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.