Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Síða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 9. APRlL 1984. íþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir „Hamramir” negldir á kaf — Liverpool vann West Ham 6-0 á Anfield. 35 mörk skoruð í 1. deild Þaö var engin miskunn hjá ensku meisturunum Liverpool er West Ham kom í heimsókn á Anfield á laugar- daginn. Liverpool liöiö, sem nú er komið á fulla ferö, var komið í 4—0 eft- ir aðeins hálftíma leik. Þaö var markamaskínan Ian Rush sem geröi fyrsta markiö eftir undir- búningi Kenny Dalglish sem skoraði svo næsta mark. Dalglish átti svo allan heiöurinn af næsta marki sem Rush geröi. Dalglish var enn á ferðinni með glæsilega fyrirgjöf er Ronnie Wheelan geröi fjórða mark Liverpool. Það sem eftir var hálfleiksins sóttu leikmenn Liverpool stanslaust en án þess aö uppskera, enda nóg komið að áliti sumra. Leikmenn Liverpool hægöu aðeins á í seinni hálfleiknum en héldu áfram að ráða lögum og lofum á vellinum með Dalglish og Graeme Souness sem bestu menn en sá síðamefndi gerði tvö mörk i seinni hálfleiknum og undir- strikaði hve mikilvægir þessir menn eru liðinu. Stórt spumingai merk; er nú yfir West Ham liðinu sem óðum er aö ná eðlilegri liðskipan eftir mikil meiðsl. Það gekk hins vegar ekkert upp á laug- ardaginn og möguleikarnir aö ná í Evrópusæti minnkuðu mikið. Coton varði víti Á meðan Liverpool var að kafsigla West Ham áttu leikmenn Man. Utd. í hinu mesta basli með Birmingham en tókst þó að sigra með einu marki, gerðu í fyrri hálfleik. Það var Bryan Robson sem skoraði með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf frá Ray Wilkins. Að venjulegum leiktíma liönum fékk United víti sem Wilkins tók. Tony Coton geröi sér hins vegar lítið fyrir og varði þaö, tvisvar, því endurtaka þurftispymuna. - Nottingham Forest hélt þriðja sætinu með sigri yfir WBA sem hefur verið talsvert sigursælt að undanförnu. Það átti hins vegar ekkert svar við frískum leik Forest-manna sem leiddu 2—0 í hálfleik, mörkin gerö af Colin Walsh (víti) og Viv Anderson. I síðari hálfleik jafnaðist leikurinn talsvert og tókst Gary Thompson aö minnka muninn fyrir WBA. Það stóð hins vegar stutt því fyrirliðinn, Ian Bowyer, jók á forskot Forest og inn- siglaöi sigurinn, 3—1. Sjö mörk í Norwich Flest mörkin í þessari 35 marka umferö voru gerö á Carrow Road í Norwich, sjö. Það voru leikmenn Norwich sem sáu um að gera sex af þeim gegn Watford, liðinu sem veöjað er á sem bikarmeistara. Leikurinn var alger einstefna á mark Watford þar sem vörn liðsins lak eins og sigti. Steve Sherwood markvörður má skammast sín lengi fyrir tvö fyrstu sem John Deehan og Greg Downs gerðu. Deehan geröi tvö næstu sitt hvorum megin við leikhléi. Glæsileg mörk af 20 og 30. metra færi. I millitíðinni hafði Mo Johnston gert mark fyrir Watford. Um John Deehan gerði þrennu í leik Norwich gegn Watford. hverjir gerðu tvö síðustu mörk Norwich var ekki getiö í fréttaskeyt- um. Ef leikmenn Watford sýna svipaöan leik á laugardaginn kemur i undan- úrslitum bikarsins þá liggja þeir sjálf- sagt fyrir þriðju deildarliðinu Ply- mouth sem verða mótherjarnir. Það eru einkum Sherwood, Johnston og George Reiley sem veröa að taka sig saman í andlitinu ef þeir verða þá valdir í liðiö, slíkur var leikur þeirra á laugardaginn. Nicholas skoraði Charlie Nicholas svaraði haröri gagnrýni sem hann fékk á sig frá Jock Stein, þjálfara Skota, með því aö gera fyrsta mark leiksins gegn Stoke og var það níunda mark hans í vetur. Paul Mariner og Tony Woodcock tryggðu svo Arsenal sigurinn gegn slöku Stoke liöinu. Þó aö Everton hafi sigrað Luton, 3—1, á útivelli gefur þaö ekki rétta mynd af gangi leiksins. Luton hefði með réttu átt að ná 2—0. Mark Stein (bróðir Brians) og Trevor Aylott klúðruðu báðir dauðafærum. Eftir að Derek Mountfield hafði náð forystunni .fyrir Everton í fyrri hálfleik var svo engin spuming um hvort liðið sigraði. Adrian Heath gerði hin tvö mörkin og hefði sennilega gert eitt í viöbót ef Mal Donaghy hefði ekki fellt hann. Donaghy fékk rauöa spjaldið fyrir vikið en meira markvert geröist ekki í þessumgrófa leik. ÚRSLIT Urslit í ensku knattspymunni á laugar- dag: 1. deild. Arsenal—Stoke 3-1 Aston Villa—Covcntry 2—0 Liverpool—West Ham 6—0 Luton—Everton 0—3 Man. Utd.—Birmingham 1-0 Norwich—Watford 6—1 Nott. For.—WBA 3—1 'QPR—Ipswich 1—0 Southampton—Leicester 2—2 Sunderland—Tottenham 1—1 Wolves—Notts C 0-1 2.deild. Blackburn—Middlesbro 1-0 Brighton—Grimsby 2—0 Cambridge—Leeds 2—2 Carlisle—Cardiff 1—1 Charlton—Newcastle 1—3 Chelsea—Fulham 4—0 Derby—C. Palace 3—0 Huddersfield—Bamsley 0—1 Oldham—Shrewsbury 0—1 Sheffield Wed.—Portsmouth 2—0 Swansea—Man. City 0-2 3. deild. Blackpool—Bury 1—1 Chester—Hereford 0-1 Chesterfield—Hartlepool 4—1 Colchester—Tranmere 0-1 Crewe—Peterborough 0-1 Darlington—Torquay 0-1 Northampton—Halifax 1—1 Reading—Bristol City 2—0 Rochdale—Wrexham 1-2 Swindon—Aldershot Föstudagur 0-2 Stockport—Mansfield 0-4 4. deild. Bolton—Gillingham 0—1 Bradford—Sheffield Utd. 2—1 Bristol R.—Bouraemouth 1—3 Exeter—Wigan 1—1 Newport—Buraley 1—0 Orient—Lincoln 1—1 Port Vale—Millwall fr. Rotherham—Brentford 4—0 Scunthorpe—Plymouth 3-0 Walsall—Oxford 0-1 Wimbleton—Hull Föstudagur 1—4 Southend—Preston 1—1 Southampton átti í miklu basii meö gesti sína frá Leicester er liðin áttust við í skemmtilegum leik. GaryLiniker náði forystu fyrir gestina, en Danny Wallace jafnaði undir lok fyrri hálf- leiksins. I síöari hálfleik náði Liniker aftur forystu fyrir Leicester og virtist það ætla að verða lokamarkið þegar Steve Moran slapp í gegnum vöm Leicester í lokin og tókst aö tryggja Dýrlingunum annað stigið. Coventry í fallhættu Aston Villa sigraði Coventry sann- gjarnt á Villa Park með mörkum Brendan Ormsby og Paul Birch. Coventry er nú komiö í fallhættu en liðið hefur aöeins fengið 3 stig í síöustu tólf leikjum. Mark Falco náði forystunni fyrir Tottenham í upphafi leiksins gegn Sunderland en Colin West jafnaöi skömmu síðar fyrir heimaliöið og þar með var allt púður úr leiknum. Leiöinlegustu leikir deildarinnar vora háðir á Loftus Road og Moulineux þar sem áttust viö QPR og Ipswich annars vegar og Wolves og Notts County hins vegar. Clive Allen gerði eina mark fyrr- nefnda leiksins í fyrri hálfleik og virð- ist hann vera kominn á fullt skrið eftir mikil meiðsli í vetur. Ipswich er hins vegar að veröa eitt af lélegustu og leið- inlegustu liðum deildarinnar, enda ekki furða þegar liöiö tímir ekki að borga bestu leikmönnunum þaö kaup sem þeir eiga skilið. Wolves getur fariö aö kyssa 1. deild- ina bless eftir stutta veru. Þeir töpuöu gegn ööram fallkandídötum, Notts County í afspymuslökum leik á heima- veiii Ulfanna. David Hunt gerði eina markið í fyrri hálfleik. Cambridge fallið I annarri deild gerðist það helst markvert aö Cambridge er svo gott sem fallið í þriðju deild eftir 3—2 tap gegn Leeds á heimavelli. Þettavarþó líklega besti leikur liösins í háa herr- ans tíð, en það hefur ekki unniö í síö- ustu 32 leikjum. Kevin Keegan kvaddi London meö stæl, en hann lék sinn síðasta deildar- leik þar er Newcastle heimsótti hiö nýja félag, Charlton ’84, er stofnaö var úr rústum og leifum Charlton Athletic sem fór á hausinn fyrir skömmu. Þaö leit út fyrir að um jafntefli yrði að ræða en á þremur síöustu mínútunum skor- uðu Terry McDermott og Peter Beardsley mörk fyrir gestina. I fyrri hálfieik haföi Kevin Dowman náö for- ystu fyrir Charlton en Chris Waddle jafnaði fyrir Newcastle. Roy McFarland stýrði Derby í fyrsta skiptið á laugardaginn og gerði eigi færri en sjö- breytingar á liðinu. Ein af þessum breytingum var Andy Garner, 18 ára, og varö meira til bóta en alit annað því að Gamer gerði öll mörk Derby í 3—0 sigri yfir Crystal Palace. Stórsigur Chelsea Chelsea sigraði Fulham öragglega í uppgjöri Lundúnaliðanna. 4—0 var lokatalan og Colin Lee, David Speedie og Kerry Dixon 2 gerðu mörkin. Sheffield Wednesday yfirspilaöi Portsmouth svo illa að leikmenn síð- amefnda liðsins gátu lítið annað gert en að pakka saman í vörn. Þaö dugöi lítið. Gary Shelton og Imrie Varadi gerðu mörk Wednesday sem hefðu átt aðverða fleiri. Manchester City á enn veika von um uppgöngu eftir 2—0 sigur gegn 3. deild- arfóðrí Swansea. Steve Kinsey og Derek Parlane gerðu mörkin. Oxford efst Oxford er nú svo gott sem búið að tryggja sér sæti í annarri deild, vann Walsall, 1—0, á útivelli með marki Peter Rhodes-Brown. Liðin, sem berj- ast um að fá að fylgja Oxford upp, eru Sheffield Utd., Walsall, Wimbleton og Hull. Huil sigraði Wimbleton öragg- lega, 4—1, á útivelii, Sheff. Utd. tapaði, 2—1, á útivelli fyrir Bradford eftir aö Keith Edwards hafði náö forystunni fyrir þá í fyrri hálfleik. STAÐAN 1. DEILD Læti í Reading I fjóröu deild hefur York örugga for- ystu en Bristol C., Doncaster, Col- chester og Aldershot glíma um þrjú næstu sætin. Aödáendur Bristol C gengu berserksgang er Reading náöi 2—0 forystu og þurfti Terry Cooper, framkvstj. liðsins, að tala í hátalara- kerfið og biðja þá um að hætta látun- um, annars myndi hann gefa leikinn. Hann fór jafnvel upp í stæðin til að tala viö hina æstustu, en allt kom fyrir ekki. Cooper gaf ekki leikinn, en hefði allt eins getaö gert það þar sem liðið tapaði 2-0. SigA. Aberdeen með örugga forystu — vann Motherwell 2-1 Dundee United missti svo að segja af möguleikanum á aö halda skoska meistaratitlinum annað árið í röð er liðið tapaði óvænt en sanngjarnt gegn Hiberninan á útivelli.Willie Jameson gerði markið. Aberdeen átti í hinu mesta basli með Mother- wcll, náði 2—0 forystu með mörkum Mark Mcgee og Gordon Strachan. John Raferty gerði eina mark Motherwell í seinni hálfleik. St. Johnstone, neösta liö úrvals- deiidarinnar, átti í fullu tré við Celtic sem nú er einu sæti, fjórum stigum á eftir Aberdeen. Það hefur aö auki leikið tveimurleikjummeiraþannig að staða Aberdeen er feikisterk. St. Mirren vann sinn fyrsta úti- sigur í vetur gegn Dundee og var það enginn smásigur, 5—2. Rangers og Hearts gerðu markalaust jafntefli í viðburðalausum leik í Glasgow. SigA Liverpool 34 Man. Utd. 34 Nott. For. 34 QPR 35 Southampton 33 West Ham 34 Arsenal 35 Aston Villa 35 Watford 35 Everton 33 Luton 35 Norwich 34 Leicester 35 Birmingham 35 WBA 34 Coventry 35 Sunderland 35 Stoke 35 Ipswich 35 Notts. C. 34 Wolves 34 20 9 5 59—24 69 19 10 5 64—33 67 18 6 10 58—36 60 17 6 12 54—31 57 16 8 9 41—32 56 16 7 11 53—44 55 15 6 14 61—50 51 14 9 12 51—51 51 14 6 15 61—67 48 12 11 10 32—34 47 13 8 14 45-51 47 12 10 12 42—38 46 11 11 13 57—57 44 12 8 15 35-39 44 12 6 16 40-52 42 10 10 15 46—55 40 9 12 14 34—47 39 10 8 17 33-58 38 10 6 19 41—51 36 8 9 17 41—60 33 5 9 20 25—65 24 2. DEILD Chelsea 35 Sheffield Wed. 33 Newcastle 35 Manchester C. 35 Carlisie 35 Grimsby 34 Blackburn 35 Charlton 35 Brighton 35 Leeds 35 Shrewsbury 35 Portsmouth 35 Huddersfield 34 Cardiff 34 Barasley 34 Fulham 35 Middlesbro 35 C. Palace 34 Oldham 35 Derby 34 Swansea 35 Cambridge 35 19 12 4 73—37 69 20 9 4 62—29 69 21 6 8 70—46 69 18 8 9 54—39 62 16 13 6 41—24 61 16 11 7 51—40 59 15 13 7 47—38 58 15 9 11 46—49 54 14 8 13 57—49 50 13 9 13 45-47 48 12 10 13 36—45 46 13 5 17 60—50 44 11 11 12 42-41 44 13 4 17 45-52 43 12 6 16 49—46 42 10 12 13 48—46 42 10 10 15 35—40 40 9 10 15 33—43 37 10 7 18 39—61 37 8 8 18 31—61 32 5 7 23 29-68 22 2 10 23 25-67 16 hsim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.