Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MANUDAGUR 9. APRIL1984. A tvinnuleysisdraugur inn enn á undanhaldi Um mánaöamótin síöustu voru 9 færri á atvinnuleysisskrá en um mánaöamótin febrúar-mars. Þá voru 254 einstaklingar skráöir atvinnulausir en voru nú 245. Karlar voru 143 og konur 102. Sem fyrr eru verkamenn stærsti hópur atvinnulausra karla, eöa 81. Bíl- stjórar eru 17, trésmiöir 16 og úr Félagi verslunar-og skrifstofufólks 11. Atvinnulausar verkakonur töldust 73 og 24 voru úr Félagi verslunar- og skrifstofufólks. Heilir atvinnuleysisdagar í mars voru 3911 en í febrúar voru þeir 4288. Þessi fjöldi atvinnuleysisdaga í mars svarar til þess aö 178 hafi veriö at- vinnulausir allan mánuöinn. I febrúar var samsvarandi tala 204. „Skýringin á minnkandi atvinnu- leysi er sú,” segir Haukur Torfason hjá Vinnumiölunarskrifstofu Akureyr- ar, „aö nokkrir hafa fengið vinnu hjá Utgeröarfélaginu, í verksmiöjum Sambandsins og einn og einn hjá öörum fyrirtækjum í bænum.” Haukur sagöi einnig aö þeir sem misstu vinnuna þegar Hagi hf. hætti hefðu flestir fengið vinnu aftur. Einnig heföu nokkrir af þeim sem Smárinn hf. sagöi upp þann 1. mars komist til ann- arra fyrirtækja á Akureyri. JBH/Akureyri Flugleiðir ogSAS opnanýjarleiðir fyrir landkönnuði! Framhaldsflug frá Kaupmannahöfn tækniundrinu, standa á Rauða to'rginu, kynnast könnun, sjá Flugleiðir um að flytja ykkur til Ef þú ert landkönnuður sem stefnir í frumbyggjum Amazon-landsins eða telja bjór- Kaupmannahafnar, á almennu ferðamanna- fjarlæga heimshluta er bæði fljótlegt og nota- krárnar í Munchen? - Þegar félög eins og gjaldi, eða á „SAGA CLASS", ef þú vilt lifa lúxuslífi legt að fljúga með Flugleiðum til Kaupmanna- Flugleiðir og SAS leggjast á eitt, áttu vísa þægi- á leiðinni. Síðan getur þú verslað í fríhöfninni á hafnar. Þar býður SAS þér framhaldsflug til lega og ógleymanlega ferð. Kastrup, áður en þú heldur áfram út i heim, í áfangastaða um víða veröld. Ekkert flugfélag Enn á ný er borgin við sundið orðin dyr hinu þekkta EUROCLASS-farrými SAS-flugfélags- flýgur til eins margra- áfangastaða frá Kaup- Islendinga að umheiminum. ins eða „First Business Class" farrými, t.d. til mannahöfn og einmitt SAS. Það er næstum Singapore eða Tokyo. sama hvað þig langar að kanna, Flugleiðir og „EUROCLASS" og „SAGA CLASS": SAS gera þér það fært. Langar þig að Ijúka upp Vellíðan á ferðalögum Flugleiðir og SAS veita þér óteljandi ferða- leyndardómum Austurlanda, átta þig ájapanska Þegar þú og þínir halda af stað í land- tækifæri! FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi Æ/S4S „Airline of the year" Kaupfélag Saurbæinga á Skriðulandi: Konatekur við kaup- félaginu Margrét Jóhannsdóttir hefur verið ráöin kaupfélagsstjóri Kaupfélags Saurbæinga á SkriöuiandL Margrét lauk verslunarix-ófi frá VI áriö 78 og stúdents- prófi á viðskiptabraut frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi í fyrra. A náms- árunum starfaöi hún m.a. hjá Búnaöar- bankanum í Búðardal, hjá útibúi Kaup- félags Borg&röinga á Akranesi og hjá úti- búi Samvinnubankans á AkranesL Hún er gift Siguröi Jónssyni búfræöingi og eiga þautvosyni. Ulfar Reynisson, sem gegndi þessu starfi, flytur nú til Reykjavíkur og tekur viö forstööu kjötiðnaöarstöövar búvörudeildar Sambandsins. -GS. Hrefna ekki lengurvinsæl íJapan Þaö viröist svo sem Japanir séu al- mennt að draga mjög úr hvalkjöts- neyslu og er þaö aö einhverju leyti rakiö til umræöna um hvalveiðibann og framkvæmd þess í áföngum. Að sögn Kára Snorrasonar, fram- kvæmdastjóra Særúnar á Blönduósi, fer verö fyrir hrefnukjöt þannig ört lækkandi. Fyrirtækiö hefur veitt og verkaö hrefnu í þó nokkur ár og hef jast veiöar 20. maí. Þeim lýkur í ágústlok og tekur fulltrúi japönsku kaupend- anna ávallt þátt í vinnslunni hér. Þrátt fyrir lækkandi verö bjóst Kári viö aö reynt yrði aö veiöa meö venjulegum hætti þessa vertíö enda heföu 8 til 9 manns atvinnu af vinnsl- unni og þrír s jómenn. -GS. Leiklistarviðburður í Norræna húsinu íÞórshöfn: Brúðuheimilið átveimur tungumálum Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttaritara DVíFæreyjum: Ovenjulegur leiklistarviöburöur veröur í Norræna húsinu í Þórshöfn á föstudaginn kemur en þá veröur „Brúðuheimili” Ibsens frumsýnt á tveimur tungumálum, íslensku og fær- eysku. Sveinn Einarsson er leikstjóri Brúöuheimilisins og átti hann hug- myndina aö þessu samstarfi íslenskra og færeyskra leikara. Segir hann aö þeir hafi m.a. viljaö sýna fram á hve líkmálintvöeru. Jens Pauli Heinesen rithöfundur hefur þýtt færeyska texta leikritsins en Sveinn Einarsson þann íslenska. Leikararnir Borgar Garöarsson og Pétur Einarsson fara meö hlutverk Krogsteds og Helmers en færeyskir leikarar skipa önnur hlutverk. Ljósameistari er íslenskur en fær- eyski listamaöurinn Trándur Paturson geröi leiktjöld. -FRI Húsaleigan hækkarum6,5% I framhaldi af launahækkunum nýlega hækkaöi húsaleiga um 6,5% um síöustu mánaöamót. Gildir húsaleiga svo breytt út júní. Þetta á við um íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði samkvæmt ákvæöi í bráðabirgðalög- um frá í f yrravor. Hagstofan reiknar út hækkanir húsa- leigunnar fjórum sinnum á ári fyrir næstu þrjá mánuöi hverju sinni. Byggjast útreikningamir á hlutfalls- legum meöalbreytingum launa næstu þrjá mánuði á undan. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.