Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1984, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 9. APRIL1984. í gærkvöldi____________í gærkvöldi GÓÐHELGI Dagskrá blessaöra ríkisfjölmiðl- anna var til sóma um helgina og hafi þeir þökk fyrir. 1 öll þau skipti sem ég hafði tíma til að líta upp frá bakstri og skúring- um var af bragðsefni á skjánum. Á laugardaginn var Við feöginin meö allra besta móti. Einkenni á bresku gamanþáttunum sem alltaf eru sýndir öðru hverju er raunar að maður er oftast oröinn nokkuð ánægður með þá í fimmta þætti eða svo. Bleiki pardusinn, sem ég hafði séö tvisvar áður, brást ekki fremur venju. Tólf ruddar sem var síðast á dagskrá á laugardagskvöld, og ég hafði ekki séö nema einu sinni áöur, fannst mér hins vegar ómerkilegur stríðsáróöur. Um það hvernig nokkrir harðir naglar væru þjálfaðir til að sprengja mann og annan. Fí. Ekki tók slorlegra viö í sjónvarp- inu á sunnudagskvöld: Nikulás Nickleby. Það er mjög gaman að sögunni (sem á áreiðanlega eftir að enda með því aö einhver reynist stór- ættaður og svo í framhaldi af því hamingja til æviloka). Egsáhlutaaf þætti um píanóleikarann Oscar Pet- erson í dagskrárlok. Þar lék Nils Henning frændi okkar á bassa. Mér heföi fundist þátturinn betri meö meirijassiogminnakjaftæði. Hljóö- færiö er nú einu sinni sá tjáningar- miðill sem hljóðfæraleikarinn hefur valið sér og þá er engin ástæöa til að ætla annaö en aö hann komi sínum hugmyndum og viöhorfum best til skila með því. Það litla sem ég heyrði í útvarpi um helgina var svo sem ekki slæmt heldur. Eg heyrði brot af Listalífi, Ut og suður og I dægurlandi. Þetta eru allt þættir sem oft eru meö mjög góöu efni. Þegar ég skoða útvarps- dagskrána um helgina í blaði sé ég marga fasta þætti í viöbót sem geta verið skemmtilegir. Þar má nefna Fyrir minnihlutann, Listapopp, Vik- an sem var og Nýjustu fréttir af Njálu sem dæmi. I útvarpsdag- skránni má líka finna ýmislegt sem ég treysti mér með góðri samvisku til að slökkva á. Ég nefni: Fritz Wunderlich syngur lög úr óperettum, Forleik nr. 3 í G-dúr eftir Thomas Arne og svo framvegis. Ef ég hefði ríkan áhuga á tónlist af þessu tagi myndi ég áreiðanlega nota hljómflutningstækin mín og finna mér friðsæla kvöldstund til aö hlusta á hana óáreittur. Fordóma- laus maður sem ég er læt ég þó þessa viðleitni Ríkisútvarpsins til tónlist- aruppeldis óáreitta og vona að hún hitti og þroski einhverja samlanda. Utvarpsmessur hafa ávallt veriö eitt leiöinlegasta efni sem ég hlýði á í útvarpi. Skiptir þar engu máli hver talar eða syngur. Má vera að þetta tengist viðbremidu sunnudagslæri frá æskudögunum — ég er ekki alveg viss hver skýringin kann að vera. Hitt er víst aö ég slekk alltaf á mess- unni ef ég kemst í færi við útvarpið. Sigurður G. Valgeirsson. Andlát Kristinn Friðriksson, Eikjuvogi 1, Reykjavík verður jarösunginn frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 10. apríl kl. 13.30. Björgvin Benediktsson prentari, Skeiö- arvogi 121, verður jarösunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 11. aprdkl. 13.30. Þorgeir P. Eyjólfsson, Lokastíg 24 A, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 15.00. Björn Olafsson, fyrrverandi konsert- meistari, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 10. apríl kl. 13.30. Tónleikar hjá Tónlistarskóianum í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tvenna tónleika í næstu viku. A fyrri tónleikunum, þriðjudaginn 10. apríl, leikur Sólveig Anna Jónsdóttir á píanó verk eftir Schubert, J. S. Bach, Chopin og Messiaen. Miðvikudaginn 11. apríl leikur Bryndís Halla Gylfadóttir á selló verk eftir J.S. Bach, Beethoven, Hafliða Hallgrímsson og Sjosta- kovitsj. Dagný Björgvinsdóttir leikur með á píanó. Þetta er fyrri hluti einleikaraprófs Sól- veigar Önnu og Bryndísar Höllu. Tónleikarnir hefjast báöir kl. 7. Aögangur er ókeypis og öll- um heimill. Tónleikar í Borgarnesi Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari halda tónleika í Borgarnesi næstkomandi miðvikudag, 11. apríl, kl. 17.15. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarskóla Borgar- ness. A efnisskránni eru verk frá ýmsum tímabilum, allt frá Loillet til Þorkels Sigur- björnssonar. Auk verka fyrir klarínettu og píanó mun Bjöm Leifsson, skólastjóri tón- listarskóla staðarins, bætast í hópinn í klarínettudúett eftir Crusell. Tónleikarnir fara fram í kirkjunni og hefjast eins og áður sagöikl. 17.15. Tónleikar í Djúpinu Næstkomandi sunnudagskvöld heldur hljóm- sveitin Hrím tónleika í Djúpinuog hefjast þeir klukkan21. Hljómsveitin leikur þjóðlög frá ýmsum löndum og þar á meöal fjöruga þjóðlaga- tónlist frá Skotlandi og Irlandi. Einnig leikur hljómsveitin frumsamda tónlist. Tilkynningar Náttúrufræðistofa Kópavogs Opið á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 13.30-16. Frá Rannsóknastofnun uppeldismála Andri Isaksson prófessor flytur erindi í Kennaraskólanum við Laufásveg þríðju- daginn 10. apríl kl. 16.30. Erindið nefnist: „Rannsóknir á námi ogkennslu". Fjallað verður um markmið, viðfangefni, aðferðir og kenningar í námsskrárrannsókn- um og námsskrárfræöum. Sérstaklega verð- ur rætt um vandkvæði sem við er að et ja í slik- um rannsóknum og færð rök fyrir ákveðinni stefnumörkun þar að lútandi. Öllum heimill aðgangur. Námskeið Námskeið í frönsku og franskri menningu fyrir kennara og fyrirsvarsmenn æskulýðs- samtaka. — Ef þú ert á aldrinum 20 til 45 ára. — Ef þú hefur ábyrgöarhlutverki að gegna í æskulýðssamtökum einhvers konar eða ef þú hefur umsjón með kennslu eða tómstundar- starfi utan við hið eiginlega skólakerfi eða þá ef þú kennír við öldungadeild og ef þú talar þegar dálítiö frönsku þá stendur þér til boða aö taka þátt þér að kostnaðarlausu, í nám- skeiði í frönsku og franskri menningu sem sérstaklega er skipulagt fyrir þig. Námskeiöið fer fram frá 24. maí til 19. júni næstkomandi í Cannes við Miðjarðarhafs- strönd Frakklands, 35 þátttakendur frá 20 löndum munu þar koma saman. A námskeið- inu verður veitt kennsla í frönsku með hjálp nýsigagna (adiovisuel) auk samræðutima og einnig verða fundir og umræður um franskt þjóðféiag nú á dögum, um féiagsstarf fullorðinsfræðslu, nýjungar í tómstunda- starfi, um félagasamtök og alþjóöleg mót æskufólkso.s.frv. Menningarferðir, skoðunarferðir, fundir með frönskum starfsbræðrum verða einnig á ,dagskrá. Ekki hefur gleymst aðskipuleggja frítím- ann: þar er fyrst að nefna ströndina að sjálf- sögðu, tennis, hjólreiðaferðir og fleira. Sérhver þátttakandi mun þurfa að skipu- leggja eina kvöldskemmtun þar sem hann á að kynna fyrir hinum þátttakendunum land sitt og þjóð. Námskeiðið, gistrng, fæði og skipulagðar skemmtanir eru þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu en ferðakostnað til Antibes greiða þeir sjálfir eða þau félagasamtök er þeirtilheyra. Þeir sem áhuga haf a eru beðnir að snúa sér hið allra fyrsta til menningardeildar franska sendiráðsins, Túngötu 22, því umsókn þarf aö berast fyrir fimmtudagmn 5. apríl. Gert er ráð fyrir þátttöku tveggja Islendinga í námskeiði þessu. Til að afla nán- ari upplýsinga skal hringt í síma 17621 eöa 17622. Iðnnemasamband íslands vill koma því á framfæri að í dreifiriti er félag hárgreiðslu- og hárskeranema gaf út um bar- áttu sina fyrir bættum kjörum kom fram að hárskerameistarar væru aðilar aö VSf og hefðu fellt samkomulag það er kvaö á um lág- markslaun á milli ASl og VSl. Það skal tekið fram að hárskerameistarar eru ekki aðilar innan VSl og náði því samningurinn um lágmarkslaunin ekki til þeirra. Iðnnemasambandiö harmar þessi mistök •en bendir jafnframt á aö ekki hafa verið und- irritaöir samningar um kjör hárskeranema siöan 1980 og þeir samningar sem í gildi eru i dag ná ekki lágmarkslaunum þeim sem sam- ið var um milii ASÍ og VSl. Skák Firmakeppni í skák Akveðið hefur verið að UlA gangist fyrir firmakeppni í skák föstudaginn 20. apríl (föstudaginn langa.) Mótið fer fram í Vala- skjálf á Egilsstöðum og hefst kl. 13 og ska! keppt í formi hraðskákar. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót fer fram, en á síðustu páskum var fyrsta mótið af þessu tagi haldið í Neskaupstaö og þótti takast mjög vel. Því hefur verið ákveðið að reyna aftur og gera þetta að árlegum atburði. Þátttökugjald frá hverju firma verður kr. 1000,- Fyrirtæki eiga þess kost að tilnefna keppendur, en þau sem það ekki gera fá valda keppcndur eftir útdrætti, og þá helst úr viðkomandi byggðarlögum. Forystumönnum í skákh'fi í hverju byggðarlagi veröur falið að safna skákfólki. Sömuleiðis verður stofnunum safnað á hverjum stað í samráði við framkvæmda- stjóra UlA. Athugað verður með rútuferöir frá Nes- kaupstað og Fáskrúðsfirði til Egilsstaða til aö auövelda mönnum þátttökuna. .. SKAK. Ferðalög Ferðir Ferðafélagsins um bænadaga og páska 1. 19.-23. apríl, kl. 08.00; Skíðaganga að Hlöðuvöllum (5 dagar). Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins. 2. 19.-23. apríl, kl. 08.00: Skíðaganga, Fljótshlíð-Alftavatn-Þórsmörk (5 dagar). Gist í húsum. 3. 19.-23. apríl, kl. 08.00: Snæfellsnes- Snæfellsjökull (5 dagar). Gist í húsinu Amarfelli á Arnarstapa. 4. 19.-23. apríl, kl 08.00: Þórsmörk (5 dagar). Gist í sæluhúsi Fl. 5. 21.-23. apríl, kl. 08.00: Þórsmörk (3 dagar). Gist í sæluhúsi Fl. Tryggið ykkur farmiða tímanlega. Allar upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins, úldugötu 3. Fundir Fundarboð Fræðafundur í Hrnu islenska sjóréttarfélagi verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl nk. kl. 17 í stofu 103 í Lögbergi, húsi LagadeildarHá- skólans. Fundarefni: Einar Öm Thorlaeius lög- fræðingur flytur erindi er hann nefnir: „Um stöðuumboð skipstjóra”. Að loknu framsögu- erindi verða almennar umræður. Fundurinn er öllum oprnn og eru félags- menn og aörir áhugamenn um sjórétt og sigl- ingamálefni hvattir til að fjölmenna. Siglingar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi ~ Frá Reykiavík Kl. 8.30 Kl. 10.00 Kl. 11.30 Kl. 13.00 Kl. 14.30 Kl. 16.00 Kl. 17.30 Kl. 19.00 GAUTABORG: HULL/GOOLE: Francop.... . 10/4 Jan ..2/4 Francop.... . 24/4 Jan .16/4 Francop.... ..8/5 Jan .30/4 Francop.... . 22/5 Jan .14/5. KAUPMANNA- HÖFN: ROTTERDAM: Francop.... . 11/4 Jan ..3/4 Francop.... .25/4 Jan .17/4 Francop.... ..9/5 Jan ..1/5 Francop.... .23/5 Jan .15/5 SVENDBORG: ANTWERPEN: Francop.... .12/4 Jan ..4/4 Francop.... .26/4 Jan .17/4 Francop.... .10/5 Jan ..2/5 Francop.... .24/5 Jan .16/5 AARHUS: Francop.... .13/4 HAMBURG: Francop.... .27/4 Jan ..6/4 Francop.... .11/5 Jan .19/4 Francop.... .25/5 Jan ..4/5 Jan .18/5 FALKENBERG: HelgafeU ... . 12/4 Mælifell.... .25/4 HELSINKI/TU- HelgafeU ... .10/5 RKU: HvassafeU.. .25/4 GLAOUCESTER, HvassafeU.. .20/5 MASS.: JökulfeU.... .13/4 SkaftafeU... .25/4 LARVIK: Francop ,.9/4 HALIFAX, Francop .23/4 CANADA: Francop ..7/5 SkaftafeU... .26/4 Francop.... .21/5 Minningarspjöld Sölustaðir minningarkorta Hjartaverndar Reykjavík: Skrifstofa Hjartavemdar, Lágmúla 9,3. hæð. Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16, Skrifstofa DAS, Hrafnistu, Dvalarheúnili aldraðra, Lönguhlíð, 1 Garðsapótek, Sogavegi 108, Bókabúöin Embla, Völvufelli 21, Arbæjarapótek, Hraunbæ 102 a, Bókabúð Glæsibæjar, Alfheúnum 74, Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22, Kirkjufell, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður: Bókabúö Olivers Steins, Strandgötu 31, Sparisjóöur Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10. Keflavík: Rammar og gler, Sólvallagötu 11, Samvinnubankinn, Hafnargötu 62. Kópavogur: Kópavogsapótek, Hamraborg 11. Akranes: Hjá Sveini Guðmundssyni, Jaðarsbraut 3, og Kristjáni Sveinssyni, Samvúmubankan- um. ísafjörður: Póstur og sími. Siglufjörður: Verslunin ögn. Minningarkort Barnaspítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Versl. Geysú- hf., Aðalstræti 2. Jóhannes Norðfjörð hf., Hverfisgötu 49. Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31 Hf. Bókaversl. Snæbjarnar, Hafnarstr. 4 og 9. Bókabúðúi Bók, Miklubraut68. Bókhlaðan, Glæsibæ. Versl. EUingsen hf., Ananaustum, Grandag. Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarst. 16. Kópavogsapótek. Háaleitisapótek. Vesturbæjarapótek. Garðsapótek. Lyf jabúð Breiðholts. Heildversl. Júliusar Sveinbjörnss., Garðastr. 6. Mosfells Apótek. Æfingatímar Golfklúbbur Reykjavíkur hefur fengið að- stöðu til inniæfinga í Tranavogi 1. Hefur þar verið komið fyrir netum til aö slá í og sett upp lítil púttbraut. Aðgangur verður ókeypis en kylfingar þurfa sjálfir að koma með bolta og kylfur. Opið verður þriðjudaga og fúnmtudaga frá kl. 16—22, laugardaga kl. 10—16 og sunnudaga kl. 13-19. Orðrómurum Aidsíbænum: „Kjaftæði” — segir aðstodar- landlæknir Þrálátur orörómur gengur í bænum aö Aids-tilfelli sé komið upp hér og liggi kynvilltur maöur á spítala vegna þess. „Þetta er algjört kjaftæöi og viö erum búnir að hrekja þetta þrisvar,” sagði Guöjón Magnússon aðstoöarlandlæknir í samtali viö DV. „Ef svona tilfelli kæmi á annað borö upp mundum viö fyrstir vita af því og viö erum meö ákveðið prógramm til aö bregöast viðslíku.” -FRI. Bix Beiderbeckí Norræna húsinu A mánudagskvöld veröur kanadíska heimildarkvikmyndin um Bix Beider- beck endursýnd í Norræna húsinu, en hún var sýnd þar í mars á vegum kvik- myndaklúbbsins Norðurljóss. Þaö er Jazzvakning og jassdeild Tónlistar- skóla FIH sem standa að sýningunni. Bix Beiderbeck var fyrsti hvíti jass- leikarinn sem talinn er í hópi snillinganna. Hann lést aöeins 28 ára gamall. Hann lék meö frægum stór- sveitum, svo sem sveit Paul White- mans, en þótti þó njóta sín best í smærri hljómsveitum, sérlega þegar hann lék meö vini sínum saxófón- leikaranum Franki Traumbauers. I myndinni er spjallaö viö vini og ættingja Bix, verk hans leikin og sýndur eini filmubúturinn sem til er af honum. Meðal þeirra sem koma fram eru Hoagy Charmichael, Jess Stacy og ArtieShaw. Sýningin hefst kl. 20.00 og aðgangur er ókeypis. Dómur í Skaftamálinu í vikunni Dóms í Skaftamálinu svokallaöa er aö vænta í þessari viku en Sverrir Einarsson sakadómari, sem fer meö málið, sagöi í samtali viö DV aö senni- lega kæmi dómurinn um miöja vikuna. Tæpar tvær vikur eru síðan mál- flutnmgi lauk í málinu fyrir Sakadómi. -FRI. BELLA Hvað er þetta, rauð vítamíntafla? Þá er það varahnappurinn í rauðu peysuna mina sem ég hef verið að stinga upp í mig. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur veriö í Lögbbl. á fasteigninni Heiöarbraut 3C í Keflavík, þingl. eign Guðbjöms Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Vilhj. Þórhalls- sonar hrl. fimmtudaginn 12.4.1984 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.