Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984.
5
FISKIÐJAN FREYJA, SUÐUREYRI:
Spennuástand vegna uppsagna og
„skilningsskorts fyrirtækisins”
—segir formaður verkalýðsfélagsins
„Þaö er mikil spenna i loftinu,
bæöi í fiskiöjunni Freyju og meðal
íbúa þorpsins vegna uppsagna og
þeirrar stefnu sem fiskiöjan hefur
markaö og fólki finnst ekki taka
nægilegt mið af hagsmunum Suður-
eyrar,” sagöi Sveinbjöm Jónsson,
formaöur verkalýösfélagsins á
staönum, í samtali viö DV.
Hjá fiskiðjunni Freyju starfa rúm-
lega 100 manns en fastráönir eru 15.
Þá er 13 manna áhöfn á 200 tonna
línubát Freyju, Sigurvon, og 17 á tog-
ara fyrirtækisins, Elínu Þorbjamar-
dóttur. Nýlega var þremur vélstjór-
um sagt upp og 4 skrifstofumönnum.
Hafði DV spurnir af því aö allt logaði
í illdeilum í fiskiöjunni og hluti
starfsfólks ihugaði að ganga út í
mótmælaskyni við framkomu
stjórnar Freyju viö suma starfs-
menn. Samband íslenskra
samvinnufélaga er einn stærsti hlut-
hafinn í Freyju en SlS geröist hlut-
hafi fyrir u.þ.b. tveimur árum og
jókst þá jafnframt hlutur hreppsins í
fyrirtækinu. En samkvæmt
upplýsingum DV er Freyja mjög
skuldug, skuldar m.a. 2 milljónir í
lífeyrissjóö verkafólks, milljón í
sjóði verkalýösfélagsins og 4 milljón-
ir til hreppsfélagsins. Þykir því
meöferðin á verkafólkinu enn verri
fyrir vikiö,að mati heimildarmanna
DV.
Formaöur verkalýðsfélagsins á
Suðureyri segir aö samkomulag
þorpsbúa og fyrirtækisins, sem er
þaö stærsta á Suöureyri, hafi veriö
nokkuð stirt undanfarin tvö ár eftir
aö eignaskiptin uröu. Á Suðureyri
búa um 500 manns og afkoma fyrir-
tækisins og þorpsins eru nátengd.
Sagöi Sveinbjöm m.a. aö þaö kæmi
illa út fyrir sveitarfélagiö ef skulda-
stööu fyrirtækisins væri haldið svona
yfir sumarmánuðina sem væru eini
raunhæfi framkvæmdartími til upp-
byggingar í þorpinu. „Nýlega tók
hreppurinn veö í skreið fyrirtækisins
fyrir skuldum,” sagöi Sveinbjöm
Jónsson.
Sagöi Sveinbjöm aö verka-
lýðsfélagið væri nú aö reyna aö efla
skilning fyrirtækisins og eigenda
þess á tengslum fiskiðjunnar við
þorpiö og hagsmuni þess. Nefndi
Sveinbjöm fiskkaup sem dæmi um
þaö hvemig hagsmunir stönguöust á
eöa skilningsskort fyrirtækisins viö
þarfir þorpsbúa. Heföi fiskiðjan
verið mjög treg aö kaupa steinbít eöa
sagt smábátaeigendum aö þeir ættu
ekki aö róa þegar steinbítur hylur öll
miö, eins og Sveinbjörn orðaði það.
Sagöi Sveinbjörn að við lægi aö slík
stefna flokkaðist undir fyrirbyggj-
andi aðgerö til aö stemma stigu viö
hugsanlegri samkeppni af hálfu
smábáta. hþ
íslandsmeistararnir i bridge 1984,
sveit Jóns Hjaltasonar, (lengst til
vinstril en aðrir i sveitinni eru
Simon Simonarson, Jón Ásbjöms-
son og Hörður Arnþórsson. A
myndina vantar Þóri Sigurðsson.
D V-mynd G VA.
íslands-
mótiðíbridge:
Sveit Jóns
Hjaltason-
ar sigraði
Sveit Jóns Hjaltasonar sigraöi á
Islandsmótinu í bridge sem háö
var á Hótel Loftleiðum í páska-
vikunni. Hlaut sveitin 115 stig en í ööru
sæti varö sveit Runólfs Pálssoriar meö
93 stig og þriöja sæti náöi sveit Þórar-
ins Sigþórssonar, einnig meö 93 stig.
Sveit Jóns skipa þeir Jón Hjaltason,
Höröur Arnþórsson, Jón Asbjömsson,
Simon Símonarson og Þórir Sigurðs-
son. Þeir leiddu mótið frá byrjun og
var sigur þeirra aldrei í verulegri
hættu. Tvísýnasta augnablikiö í
mótinu var ef til vill á föstudaginn
langa en þá tapaði sveit Jóns fyrir
sveit Þórarins (7—13) og átti sveit
Runólfs þá möguleika á aö ná efsta
sætinu en hún tapaði einnig sinum leik
í þeirri umferö (4—16) og eftirleikur-
inn var auðveldur fyrir sveit Jóns.
Ásmundur Pálsson, margfaldur íslandsmeistari i bridge, og Ragnar Hall-
dórsson, forstjóri ÍSÁL, fylgjast með Þórarni Sigþórssyni i einu spilanna.
-FRI
DV-mynd GVA.
HLUTABRÉF RÍKIS-
INS í IÐNAÐAR-
BANKANUM A ÞRE-
FÖLDU NAFNVERDI
Sverrir Hermannsson iönaöarráö-
herra hefur sent öllum hluthöfum
Iönaöarbankans tilkynningu um að
þeir eigi forkaupsrétt aö hlutafé ríkis-
ins í bankanum fram til 1. júní næst-
komandi. Eftir þann tíma veröur
hlutaféö boöiö til sölu á almennum
markaði.
Ríkissjóöur á nú 27% af hlutafé
bankans og ætlað er aö selja þann hlut
á 32 milljónir króna sem er þrefalt
nafnverö hlutabréfanna. Aö sögn
Braga Hannessonar, bankastjóra
Iðnaðarbankans, hefur töluvert veriö
selt af hlutabréfum í bankanum aö
undanförnu og hafa þau þá gengið á
tvöföldu nafnveröi. Rikissjóöur býöur
hlutabréfin á hærra veröi þar sem
hann lánar hluta þeirra til langs tíma.
Kaupendur þurfa aö greiöa 25% í
upphafi og síöan 25% á næstu níu
mánuðum en eftirstöövarnar eru
lánaöar meö vöxtum og fullri verö-
tryggingu til þriggja ára.
Stjórnarflokkamir hafa samþykkt
sölu hlutabréfanna en frumvarp þess
efnis veröur lagt fram á Alþingi á
næstu dögum. -ÓEF
Sumarid er byrjad, eda svo segir almanakid ad minnsta kosti.
Sumardagurinn fyrsti var ó skírdag. Vonandi nœr sumarid smrím
saman yfirhöndinni af Vetri konungi en ekki er víst ad hann hafi sagt
sitt sídasta ord. Myndin var tekin af skrúdgöngu á sumardaginn fyrsta,
en hún fór nidur Bankastradid i Reykjavik. Skátar fóru fyrir med
islenska fána.
DV-mynd Bjarnleifur.
LITMYIMDIR SAMDÆGURS
FILMAN INN FYRIR KL. 11.
MYNDIRNAR TILBÚNAR KL. 17.
Athugið, opnum kl. 8.30 alla virka daga.
Opið á laugardögum kl. 9—12.
luRtxaou
POXDXECCI
Lmunnmim
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178-P.O. BOX 5211-125 REYKJAVIK
fmnmmmfmmnimiT