Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Síða 16
16
DV. ÞRn53UDAGDR2írAPRim9lí4:
Spurningin
Stundarðu hestamennsku?
Finnbogi Bjarnason: Eg hef nú ekki
komiö á hestbak í ein 40 ár og hef lítinn
áhuga á því.
Ragnheiður Jónsdóttir: Nei, ég geri
það ekki. En ég kom stundum á hest-
baksemkrakki.
Guðbjörg Ingimundardóttir: Já, ég
hef oft komiö á hestbak. Vinkonur
minar eiga hesta og ég fer oft meö
þeim.
Fjalar Sigurjónsson: Nei, það gerí ég.
ekki. Þetta eru nú samt ágætis
skepnur.
Ragna Gunnarsdóttir: Það er komið
eitt og hálft ár síðan ég kom á hestbak.
Eg hef nú h'tinn áhuga á aö fara að
stunda hestamennsku.
Helgi Indriðason rafvirkjameistari:
Já, ég fer á hestbak á hverjum degi ef.
ég get. Eg á eina sex hesta sjálfur.
Lesendur Lesendur
Lesendur Lesendur
sleða-
manna
Ariskrifar:
Heldur finnst mér kátbroslegar
yfirlýsingar sleöamanna um aö allt
hafi nú verið í stakasta lagi hjá þeim
þama uppi í einskismannslandi.
Þaö þarf ekki gáfaöan mann til aö
sjá að þegar maður liggur undir vél-
sleða sinum í tvo tíma í vonskuveöri
hefur allt ekki verið í lagi.
Einn sagði í bréfi í gær að hann
hafi vitaö að allt myndi bjargast með
manninn sem saknaö var. Mikil er
grunnhyggni þessa manns.
Ölvun undir stýri er ekki eínkamái þess ölveða.
Krístindómsfræðsla
i Stundinni okkar
Dísaskrifar:
Vegna greinar Svanhildar Oskars-
dóttur á lesendasíöu þann 12. apríl sl.
Hún setur sig þar upp á móti kristin-
dómsfræðslu í Stundinni okkar.
Ég held að það sé rétt að miðla börn-
um okkar sem mest um kristnifræðslu
og er Stundin okkar einmitt besti
tíminn til þess. Meirihluti þjóöarinnar
er nú einu sinni í þjóökirkjunni.
Krónur og aurar
Dísa skrifar: unnar. Afnemum þessa aura, þeir eru
Ægilega leiðast mér þessir aurar. svo litlir aö þeir eru ekki þess virði að
Þeir eru að verða eins og flotkrónan verameðþáívasanum.
sem fyrir rest sökk í hafsjó verðbólg-
ÖLVUN VIÐ AKSTUR
— ekki einkamál
Tvær að norðan skrifa:
Fyrir nokkrum árum lásum við
grein í Vísi sem lögreglumaður skrif-
aði, þessi grein snart okkur mjög
djúpt. I greininni, sem var á lesenda-
síöu, sagði frá drykkjumanni sem
fyrrnefndur lögreglumaður haföi af-
skipti af. Þessi maöur baö lögreglu-
manninn aö segja sem flestum þessa
sögu, en hún er á þessa leiö:
Vel stæð hjón vantaði eitthvað úr
verslun á sunnudagsmorgni. Konan
ákvaö aö ganga út í búð því að veðrið
var gott. Eiginmaður hennar sá
stuttu seinna hvar ölvaður nágranni
þeirra settist undir stýri en stöðvaði
hann ekki því að hann vildi ekki vera
afskiptasamur nágranni. Drukkni
maðurinn ók burt. Nokkru seinna fór
maðurínn að undrast hvað kona hans
var lengi í búðinni. En þá hringir
síminn og hann er beöinn aö koma á
sjúkrahús, þar er honum sagt að
konan hans hafi látist í bílslysi. Það
var drukkni nágranninn sem hafði
keyrt á hana. Maöurínn ásakaöi
sjálfan sig fyrir þetta því að hann
stoppaöi ekki nágrannann. Hann fór
aö drekka og fannst að lokum látinn
einhvers staðar. Viö vonum að þið
skiljiö hvaöa grein við eigum við.
Jón Pálsson skrifar:
Eg má til með að minnast á hvað
stundin okkar er orðin góð. Hún Ása er
svo glettin en samt hlý í viðmóti. Og
þátturinn er uppbyggður af svo
mörgum ólíkum atríöum. Mikil vinna
er greinilega lögð í hvern þátt.
Fyrir hönd Magneu Jónsdóttur, 10
ára.
„Svokölluð bindindishreyfing”
— vegna umsagnar Stefáns Benediktssonar um bindindishreyf inguna
Halldór frá Klrkjubóli skrifar:
Stefán Benediktsson alþm. segir í
DV7. aprílsl.:
„Hér á landi hefur starfað svoköll-
uö bindindishreyfing og fengiö litlu
áorkað, enda leggur hún höfuð-
áherslu á boð og bönn”.
Hér hefur það hent alþm. að tala
um það sem hann veit bersýnilega
ekki hvað er.
Bindíndishreyfingin er félags-
skapur manna sem ekki neyta
áfengis eöa veita þaö. Um boð og
bönn í sambandi við það er sennilega
svipað aö segja og gilda mun í
Bandalagi jafnaöarmanna er miöað
er við að það hafi stefnu og stefnu-
skrá.
Starfsemi bindindishreyfingar-
innar er tvíþætt. Annars vegar er
fræðsla sem kalla má bindindis-
boöun. Það er túlkun þeirrar lífs-
skoðunar aö farsælast og drengileg-
ast sé að hafna allri vímuefnaneyslu
þar sem hún er hættulegur óþarfi og
stórkostlegt þjóðarböl þar sem hún
kemst í tísku. Fordæmiö hefur áhrif.
Hins vegar er svo félagslífið. Þaö
heyrir sögunni til að kringum
aldamótin síðustu var bindindis-
hreyfingin þjóöinni skóli í félagsmál-
um. Þar á ég við stúkur templara og
ungmennafélögin sem höfðu sama
bindindisheit og templarar. Munu
norsku ungmennafélögin hafa tekið
upp skuldbindingu templara og hún
borist þannig til ungmennafélaganna
á Islandi.
Þetta eiga allir sæmilega
upplýstir menn að vita en auövitað
er það ekki þetta sem gefur
bindindishreyfingunni gildi nú þegar
styttast fer að nýjum aldamótum.
Félagsstarf bindindishreyfingar-
innar liggur í því að menn hittast sér
til gleði og hressingar og njóta sam-
veru án vímuefna. Á fundum sínum
hafa menn oft dagskrá sem er til
fróðleiks og skemmtunar. Það liggur
við að ég skammist mín fyrir að hafa
ekki boðið Stefáni Benediktssyni á
stúkufund og úr því mun ég reyna að
bæta.
Stefán segir að „svokölluð
bindindishreyfing hafi litlu fengið
áorkað”. Þetta er mælt af miklum
óvitaskap eða gáleysi.
Bindindishreyfingin hefur fengið
því áorkaðaðtíundi hver Islendingur
er bindindismaður. Þar að auki tel
ég að rekja megi til áhrifa hennar aö
annar hópur fjölmennari fer mjög
hóflega með vín. Um það skulum við
þó ekki þrefa. Þaö má liggja milli
hluta. Höldum okkur við 10%.
Það bætast árlega við þessa þjóð
meira en 4000 börn. Meðan bindindis-
hreyfingunni heppnast að verja tí-
unda hluta þeirra fyrir áfengi er það
á fimmta hundrað manns úr
■ hverjum árgangi. Fimmti hver
maður, sem venst áfengi, drekkur
sér til skaöa og skammar. Einn af
hverjum 10 verður það sem kallaö er
áfengissjúklingur og annar úr þeim
sama 10 manna hópi drekkur meira
en hann vill sjálfur og telur heppi-
iegt. Þama sparar því bindindis-
hreyfingin almannasjóðum milli 40
og 50 sjúkrarúm fyrir hvem árgang,
auk annarra vandræða sem sam-
félagið losnar við fyrir áhrif hennar.
Bindindishreyfíngin jafngildir því
góöum tekjustofni fyrir ríkissjóðinn.
Auðvitaö kunnum við ekki nákvæma
tölu um vistartíma hvers ofdrykkju-
manns á sjúkrahúsi en hins vegar
má ekki gleyma því að mikiö brestur
á að öllum verði bjargað þrátt fyrir
aUt.
Eg tel að engum alþingismanni sé
samboðiö aö gera litiö úr þessum
árangri. Hann er verulegur og jafn-
vel furöumikill þegar þess er gætt
hversu margir eru talsmenn og
áróðursmeistarar vímuefnatískunn-
ar.