Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Síða 40
40
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984.
Andlát '
Sigríöur Lllja Jónsdóttir lést 18. april.
Einar 01. Sveinsson lést aö morgni
síöasta vetrardags.
Elísa Jónsdóttir frá Teigarhorni,
Vesturgötu 56A Reykjavík, er látin.
Utförin hefur fariö fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Elín Jónina Gunnlaugsdóttir, Borgar-
nesi, andaöist á Dvalarheimili aldr-
aöra, Borgamesi, aö morgni 17. þessa
mánaðar.
Einar G. Guömundsson, Eskihliö 7,
veröur jarösunginn frá Hallgríms-
kirkju i dag, þriöjudaginn 24. apríl, kl.
13.30.
Ása Siguröardóttir, Hofteigi 14
Reykjavík, sem lést 12. apríl, veröur
jarösungin frá Dómkirkjunni miöviku-
daginn 25. april kl. 13.30.
Ólina Þorbjömsdóttir, Laugavegi 100,
verður jarösungin frá Dómkirkjunni
miövikudaginn 25. april kl. 15.
Magnús Hjörtur Stefánsson
jámsmiöur, Vesturbergi 118 Reykja-
vík, veröur jarðsunginn frá Bústaöa-
kirkju þriöjudaginn 24. apríl kl. 15.
Halldór Pálsson, fyrrverandi búnaöar-
málastjóri, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku-
daginn 25. april kl. 10.30.
Guðrún Bjömsdóttir verður
jarösungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 25. þ.m. kl. 13.30.
Elinbjörg Geirsdóttir andaöist á
heimili sínu, Smáratúni 1 Svalbarðs-
eyri, aö kvöldi 17. apríl.
Tilkynningar
Dregið var í almanaks-
happdrætti Landssam-
takanna
Þroskahjálpar 15. april
Upp kom númerið 47949. Osóttir vinningar á
árinu eru 756,18590 og 31232.
Styrkur til náms
eða rannsókna við
japanskan háskóla
Félag japanskra háskólakvenna býður styrk,
mest 84 þúsund krónur, til náms eða
rannsókna við japanskan háskóla. Styrkurinn
er eingöngu ætlaður konum. Hann skal nota á
þriggja mánaða tímabili frá 1. september
1984 til 28. febrúar 1985. Konur sem hyggjast
stunda sjálfstæðar rannsóknir eða framhalds-
nám í Japan, geta sótt um styrkinn hjá félagi
íslenskra háskólakvenna, Hallveigarstöðum í
Reykjavík, box 327. Skilyrði fyrir styrk-
veitingu eru eftirfarandi:
Bachelor-próf frá háskóla, eða sambærileg
menntun.
Lögð skal fram áætlun um nám eða rannsókn
í Japan.
Viðurkenning frá skóla eða rannsóknarstofn-
un í Japan skai fylgja.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 137. og 140.tölublaði Logbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Brekkubyggð 33, Garðakaupstað, tal. eign db. Siguröar B.
Jónssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 25. april 1984 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131., 137. og 140. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Blikanesi 10, Garðakaupstaö, þingl. eign Guömundar Þóröar-
sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miö-
vikudaginn 25. april 1984 kl. 15.15.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Kirkjubraut 3, Njarövík, fer fram á
eigninni sjálfri aö kröfu Verslunarbanka Islands, Guðjóns Steingrims-
sonar hrl., innheimtumanns ríkissjóðs, Haralds Blöndal hrl. og
Guðjóns Á. Jónssonar hdl. f östudaginn 27. april 1984 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn i Njarðvík.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á fasteigninni Kirkjuvegi 45, efri hæö og risi í Kefla-
vik, þingl. eign Þóris Magnússonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu
Jóns G. Briem hdl., Ævars Guömundssonar hdl. og Hafsteins Sigurðs-
sonar hrl. fimmtudaginn 26.4.1984 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Hjallavegi 9, múð 1Á i Njarðvik, þingl.
eign Ómars Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns
Ármanns Jónssonar hdl. fimmtudaginn 26.4.1984 kl. 10.15.
Bæjarfógetinn í Njarðvik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Suðurgötu 5, Sandgerði, þingl. eign
Ólafs I. Ögmundssonar, fer fram á eigninnl sjálfri að kröfu Vilhjálms
H. Vilhjálmssonar hdl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn
26.4.1984 kl. 16.00.
Sýslumaðurinn íGullbringusýslu.
Nauðungaruppboð
eftir kröfu Framkvæmdastofnunar ríkisins, vegna byggðasjóðs,
veröur bús Loranstöðvarinnar á Reynisfjalli V-Skaftafellssýslu, selt á
nauðungaruppboðí, sem verður háð á eigninni sjálfri, miðvikudaginn
25. apríl 1984 kl. 14.00.
Uppboðið var auglýst í Lögbirtingarblöðum nr. 93,96 og 1001983.
Sýslumaðurinn í V-Skaftafellssýslu
17. aprfl 1984,
Einar Oddsson.
Um helgina Um helgina
Stína og andarungarnir
Það er af mörgu að taka þegar
fjalla skal um dagskrá útvarps og
sjónvarps yfir páskana. Báðir fjöl-
miðlar vönduðu vel til dagskrár
sinnar og held ég að flestir hafi heyrt
eða séð eitthvað við sitt hæfi. 1 út-
varpi bar hæst páskaleikritið
Efgenía Grandet eftir Heinrich Böll
á fimmtudagskvöldið. Nirfillinn
Grandet, í meðförum Helga Skúla-
sonar, er eftirminnilegur. Söngur
Kristins Sigmundssonar brást ekki
það kvöldið frekar en i önnur skipti,
en rödd hans hljómaði í útvarpi
einnig á f östudag og sunnudag.
Þegar sýnt var í sjónvarpsfréttum
á föstudag er fólk safnaðist saman á
sumardaginn fyrsta i byl til að
fagna sumri, fannst mér þrautseigju
landans vel lýst. Móöuharðindin —
óáran og hungurtilstand þjóðarinnar
fyrir tvö hundruð árum sem lýst var
í heimildarmynd sjónvarpsins á
föstudaginn langa, gaf okkur innsýn
í seigluna landlægu. Hvað eru
nokkur snjókom á sumardaginn
fyrsta annað en til aö blása á?
Umræðan um krossfestinguna,
sem Gunnlaugur Stefánsson
guðfræðingur stýrði, er umræða sem
aldrei endar — við krossfestum á
hverjum degi. En hvers vegna,
verður hver og einn að svara fyrir
sig. Lena, hin föla móðir allra landa,
í þýsku kvikmyndinni svaraði fyrir
sitt leyti þessari spumingu.
Stríðshrjáðir einstaklingar og bugaö-
ir geta svarað. Og þeir sem risa upp
og trúa á frelsi og frið. Ljóð eftir
Margréti Jónsdóttur — Draumur
aldamótabamsins — náði eyrum
mínum um bænadagana mitt i allri
friðarumræðunni.
Það verður að vona enn
að vitkist mannkynið senn
Og trúin á frelsi og frið
sé framtíðar æðsta mið.
Heimildarmyndin um móðu-
haröindin var mjög góð og eins
þýska kvikmyndin, en hún skildi
eftir þyngsli í sálinni. Langa leiöin til
Babylon á laugardagskvöldið geröi
það einnig. En seinkunin í flughöfn-
inni lyfti þyngslunum og örlitiö glytti
í draumaverksmiðjuna í Holly, meö
öflu sinu prjáU. TónUst Donizetti og
frábær flutningur listamanna á óper-
unni „Lucia di Lammermoor” á
sunnudag reisti sáUna upp. Og áfram
flaug hún með Ásgrími Jónssyni yfir
í HúsafeUsskóg um kvöldið. „Eins og
birtan kæmi innan frá því sjálfu,”
var sagt um tré eitt í skóginum á
striganum hans Ásgrims. Þannig eru
verk hans. Þáttur Hrafnhildar
Schram var vel unninn og gaf góða
mynd af Ufi og starfi listamannsins.
Nickelby og PygmaUon undirstrika
það sem oft er haldið fram aö breskir
vita hvað þeir eru að gera í þessum
málum. Efniviöurinn frá Dickens og
Shaw líka frábær.
Karlar Kjartans Ragnarssonar
eru sprottnir úr öörum jarðvegi en
Nickelby og prófessor Higgins, en
þeim tókst aUsæmilega að „gutlast i
gegnum soðninguna” eins og Hannes
skipstjóri oröaöi það, þó að hægt
færi.
Skrautsýningin og léttir tónar frá
þýska sjónvarpinu var endapunktur
páskadagskrárinnar.
Ríkisfjölmiðlamir blönduöu vel í
taU og tónum bæði krossfestingu,
upprisu, friöarumræðu og drauma-
heimi. Boðskapur friðar og páska
hefur eflaust náö eyrum margra, en
skýrasta dæmiö fannst mér læðan
Stina norður í landi sem fóstraöi
andarungana af mikUU nærfæmi og
bUðu í staö þess aö gleypa þá.
Þórunn Gestsdóttir.
Styrkþegi skal vera í Félagi háskólakvenna,
og vera fús að starfa með Félagi japanskra
háskólakvenna.
Vitni óskast
Keyrt var utan í Mözdu 626 fyrir utan Mikla-
garö mánudaginn 16. apríl sl. um tvöleytiö.
Hefur þaö aö öllum líkindum veriö gulur bíll.
Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefiö
um atburöinn eru vinsamlegast beönir aö
hringja í síma 32647 eöa snúa sér til lögregl-
unnar.
„Á felgunni"
Gefin hefur verið út bílsnældan ,Á felgunni”.
Innihaldið eru 19 „ferðalög”, ættuð úr visna-
vinafjöiskyldunní.
Lögin eru af hljómplötunum Afram með Hálft
í hvoru, Bergmáli og Afturhvarfi Bergþóru
Amadóttur og Þaö vex eitt blóm, Guömundar
Arnasonar. Eitt splunkunýtt lag af óútkom-
inni breiðskífu Bergþóru er einnig á snæld-
unni en það heitir Hvar er friður.
Af öðrum lögum má nefna; Borgarijós,
Heimurinn og ég, Vinátta okkar, Sýnir, Einu
sinni þú, Heitur snjór, Sitthvað er bogiö o.fl.
Vonast er til að þessi vorgiaðningur eigi eftir
að endast lengi og falla fólki á öllum aldri vel í
geð.
Utgefandi er Þor, dreifingu annast Fálkinn
hf.
ÆSKANé*
-—...—..—.....
Æskan
Aprilblað Æskunnar er komið út. Meðal efnis:
„Gangvegir”. Viðtöl unglinga við gamalt
fólk. Okkar á milli. Viðtal við Oskar Oskars-
son og Herdisi Gísladóttur. Listskautahlaup
á vetrarólympíuleikum, eftir dr. Ingimar
Jónsson. Æfir níu sinnum á viku. Viðtal við
Guðrúnu F. Agústsdóttur. Æskan spyr: Hve-
nær feröu aö sofa á kvöldin? Lýðveldiö 40 ára.
Hvað segja þau um samræmdu prófin? Vertu
með í frjálsum, eftir Kára Jónsson. Kvöld-
sögur Æskunnar: Guli kjúklingurinn, Marta
litla. Rauöikross tslands: Hjálpartækjabank-
inn, eftirSigurð Magnússon. Ertu góðurleyni-
lögreglumaður? Smaladrengurinn, saga.
Fjölskylduþáttur: Vorið er komiö, eftir
Hrefnu. Drengirnir með netin, eftir Hrefnu,
KærleikurGuðs. Hjá ömmu. Við bökumsjálf.
Verðlaunagetraun Flugleiða og Æskunnar til
Færeyja. Frá Færeyjum: Kirkjubær og fær-
eyski dansinn. Hinum megin við hafið. Æsku-
pósturinn. Rás 2. Poppmúsík í umsjón Jens
Guðmundssonar. I tilefni 100 ára afmælisins.
Mynd mánaðarins. Afmælisböm Æskunnar.
Askriftasöfnun, Sviþjóðarferð. Askrifenda-
getraun Æskunnar. Hvað heitir landið? Hér
er ég, eftir Halldór Kristjánsson. Hver á
hvað? Gagnsæ spil. HVað er þetta? Gátur.
Felumyndir. Bréfaskipti. Myndasögur.
Krossgáta o.m.fl. Ritstjóri er Grimur Engil-
berts.
FÉLAG FORRÆÐISLAUSRA FORELDRA
Páskabókin
Bókaútgáfan Salt hf. og Híð islenska
Bibliufélag hafa nýverið gefið út Páska-
bókina. Er hún eftir Anitu Behrendt og
upphaflega gefin út af danska bibliufélaginu.
Ástráður Sigursteindórsson bjó íslenska text-
anntilprentunar.
Anita Behrendt teiknaði einnig myndir í
Páskabókina og era þær allar í lit. Bókin er 46
bls. að stærð og fjallar um atburði páskanna
eins og sagt er frá þeim í guðspjöllunum.
Páskabókin er send öllum félögum í bóka-
klúbbi Salts, en auk þess er hún fáanleg á
skrifstofu útgáfunnar og skrifstofu Hins Isl.
Biblíufélags í Hallgrímskirkju.
Páskabókin er sett hjá Prentverki
Akraness enprentuðí Danmörku.
Sýningar
Sýning á verkum
íslenskra arkitekta
I tilefni 25 ára afmælis Byggingaþjónust-
unnar er haldin sýning á verkum islenskra
arkitekta i húsakynnum Byggingaþjónust-
unnar að Hallveigarstíg 1. Sýningin er opin
alla virka daga kl. 10—18, frá 24. aprfl til 28.
apríl.
ÁSMUNDARSALUR við Freyjugötu: Þar
stendur yfir sýning Hönnu Gunnarsdóttur á 35
vatnslitamyndum. Hanna hefur stundað nám
bæði hér heima og erlendis en hún lauk burt-
fararprófi innanhússhönnun og myndlist frá
Cuyahoga college í Ohio í Bandaríkjunum.
Sýning Hönnu stendur til 23. april og er opin
alla daga frá kl. 14—22. Á pálmasunnudag
verður sýningin opnuð kl. 15.00.
Ferðalög
Frá Ferðafélagi
íslands
Ferðafélag Islands heldur kvöldvöku fimmtu-
daginn 26. aprfl á Hótel Hofi, Rauðarárstig 18,
oghefsthúnkl. 20.30.
Efni: Guttormur Sigbjamarson jarðfræðing-
ur sýnir myndir og segir frá Krepputungu og
Hvannalindum.
Myndagetraun: Olafur Sigurgeirsson sér um
getraunina. Allir velkomnir, félagar og aðrir.
Aðgangur ókeypis en veitingar seldar í hléi.
Ferðafélag Islands.
Tónleikar
Tónleikar að Breiðumýri
Kristinn öm Kristinsson píanóleikari, Lilja
Hjaltadóttir fiðluleikari og Þuríður Baldurs-
dóttir altsöngkona halda tónleika að Breiðu-
mýri í Reykjadal þriðjudaginn 24. apríl kl. 21.
A efnisskránni eru sónötur fyrir fiðlu og píanó
eftir Jón Nordal, W.A. Mozart, sjö sígauna-
ljóð eftir A. Dvorak, íslensk söguljóð og fiðlu-
tónlist eftir F. Kreisler og V. Monti.
Vísnakvöld
Vísnakvöld verður haldið að Hótel Borg
þriðjudaginn 24. apríl kl. 20.30.
Söngflokkurinn Hrim kemur fram, Unnur
Jensdóttir söngkona syngur nokkur lög. Þá
mun Aðalsteinn Asberg Sigurðsson flytja
fmmort ljóð. Hann er að flytja af landi brott
og er þetta í síðasta sinn um nokkurt skeið
sem hann kemur fram á vegum Visnavina.
Aðalgestir kvöldsins verða skáldið Benny
Anderson og Paul Dissing en þeir koma
hingað til landsins á vegum Norræna hússins,
Norræna félagsins á Islandi, „Det danske sel-
skab” og Vísnavina. Þeir félagar era einna
þekktastir fyrir flutning sinn á Svantes viser
eftir Benny Anderson en Svante er nokkurs
konar ímynd Dana á Bellman.
Háskólafyrirlestur
Danski sagnfræðingurinn og skjalavörðurinn
dr. phU. Harald Jargensen flytur opinberan
fyrirlestur 1 boði heimspekideildar Háskóla
lslands miðvikudaginn 25. april 1984 kl. 17.15 í
stofu 422 í Ámagarði.
Fyrirlesturinn nefnist: „Da det kgl. danske
gehejmearkiv havde islandske chefer.
Grímur Thorkelin og Finn Magnússen 1791
1847” og verðurflutturá dönsku.
öllumer.heimillaðgangur. :nlsi!i;
oxso
ÁSTUNDUM FRIÐARUPPELDI U
Félag forrœflislausra
foreldra
Laugardaginn 14. aprii var formlega stofnað
Félag forræðislausra foreldra.
i lögum félagsins segir m.a. að tilgangur þess
sé að: vinna að hagsmunamálum forræðis-
lausra- og einstæðra foreldra og bama
þeirra; gæta réttar þeirra gagnvart stjórn-
völdum og öðrum sem með mál þeirra fara;
vinna að þvi að bæta uppeldisaðstöðu þeirra
bama sem ekki njóta samvista við bæði for-
eldri.
Næstu vikur hyggst félagið nota til þess að
móta og skipuleggja starfsemi félagsins en
ljóst er að þess bíða mörg verkefni.
1 fyrstu stjórn félagsins vom kjörin: Lárus S.
Guðjónsson formaður, og aðrir í stjóm,
Gunnar Sæmundsson, Jónína Armannsdóttir,
Júlíus Halldórsson og Sigmundur Hafberg
Guðmundsson.