Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 43
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRlL 1984.
43
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Frá mótsstað í Nýjadal. Þarna er veðrið bara gott miðað við það sem siðar átti eftir að verða. Dagskráin
var flutt inn í skálann og þar blossaði upp blússandi stuð.
Aðalhættan er sú
að læknast ekki
af sleðaferðunum
rætt við Þorstein Baldursson sem selur vélsleða og þeysir
umáþeim líka
„Það eru margir sem segja að aðal-
hættan við vélsleðaferðir sé sú að
menn læknist aldrei af þeim,” sagði
Þorsteinn Baldursson er við impruðum
á þvi í upphafi samtals okkar hvort
þetta væri ekki hættulegt sport.
Þorsteinn er 49 ára að aldri og er
framkvamdastjóri hjá Gísla Jónssyni
og co en það fyrirtæki hefur flutt inn
mikið af vélsleðum. Það var fyrir um
tíu árum sem Þorsteinn kynntist
þessum farartækjum, vélsleðunum.
„Eg kynntist þeim þannig að ég fékk
að setjast á sleða fyrir tilviljun uppi í
Hveradölum. Það var geysilega gott
veður úti, sól og logn, og áhuginn
kviknaði.
Fjölskyldan hefur einnig haft mjög
gaman af vélsleðaferðunum, og við
höfum gjaman tekiö skíðin meö. En
skiðin eru einnig ólæknandi sport. Við
f öram mikið á skiði um helgar. ”
Þorsteinn sagði að hann væri ekki
einn af mestu dellukörlunum á vélsleð-
um. Það væri hópur manna sem væri
mun duglegri að ferðast. „Eg skipti
þessu bróðurlega á milli skíðanna og
vélsleðans.”
„Það kom fyrir til að byrja með að
ég fór upp í Bláf jöll á sleðanum. En ég
hætti því strax. Það á ekki við að vera
á vélsleðum í skíðalöndunum innan um
skíðafólk.
Farartæki til að ferðast á
Það er líka þannig að ég lít fyrst og
fremst á vélsleðann sem farartæki til
aðferðast á. Ég vil fyrst og fremst fara
í ferðalög á vélsleðanum og skoða
þannig þá stórkostlegu náttúru sem
landið okkar hefur upp á að bjóða.”
— Nú varst þú einn af þeim sem
fóru í Nýjadal. — Hvernig var sú
ferð?
„Þaö er ekkert vafamál að þessi ferð
kemur til með að verða einhver sú
eftirminnilegasta og skemmtilegasta
sem ég hef farið.
„Við fórum fjögur á þremur sleöum
uppeftir, frá Sigöldu. Veðrið var skín-
andi gott og við stoppuðum hvað eftir
annaö til að skoöa landslagiö, enda
þýðir ekkert annaö en taka það hæfi-
lega rólega er ferðast er um á vélsleð-
um. Aðalatriðið er að skoða náttúruna,
sem oft er æði hrikaleg.
Á heimleiðinni á þriðjudag fengum
við svo dýrðlegt veður. Það var sól og
nýfallinn snjór. Hreint ævintýri að
ferðast.
Til gamans vil ég geta þess aö eitt af
því sem margir hafa mjög gaman af er
að vera á skíðum og iáta vélsleða
draga sig. Þannig fékk tengdadóttir
mín sér „far” alla heimleiðina. Þetta
er ekki ólíkt því og að vera á sjóskíð-
um.”
Þorsteinn Baldursson um mótið i Nýjadal: „Það skemmtilegasta við þetta
mót var Hka það að þarna hittist fólk úr öllum landshornum. Fólk sem ekki
hafði þekkst áður. En þetta endaði sem ein fjölskylda."
D V-mynd Bjarnleifur.
Lagt af stað upp i Nýjadal frá Sigöldu. Þau fóru fjögur á þremur sleðum
uppeftir. „ Veðrið var skinandi gott og við stoppuðum hvað eftir annað til
að skoða landslagið."
Hrafn var aldursforsetinn i Nýjadal. Hann vakti mikla athygli fyrir
hressleika sinn. Var maður mótsins og hrókur alls fagnaðar. Visurnar sem
hann orti uppfrá ku verða lengi i minnum hafðar. Við sjáum hér Hrafn i
essifiúsinu. nu'J,iv raii snerf i -ioI gi ,él„
— Veðrið uppfrá hefur ekki eyðilagt
feröina?
„Nei, alls ekki, þó það hefði mátt
vera betra veður uppfrá á meðan á
mótinu stóð. Dagskráin fór úr skoröum
vegna veðursins og við fluttum því
námskeiðin inn í skálann. Það gafst
ágætlega og skapaðist mikil stemmn-
ing í skálanum.
Rabbað saman á fjöllum. Menn bæði vélbúnir og vel búnir.
Endaði sem ein fjölskylda
Þaö skemmtilega við þetta mót var
líka það að þama hittist fólk úr öllum
landshornum. Fólk sem ekki hafði
þekkst áður. Eri þetta endaði sem ein
fjölskylda.”
— Núertalaðumaðháttí3hundruð
manns hafi komið í Nýjadal þessa
helgi á hátt í 2 hundruð vélsleðum.
— Hvað eru margir sem eiga vélsleða í
landinu?
„Það er ekki gott að segja, en talan 2
þúsund er oftast nefnd. Eg held að sú
tala sé, ef eitthvað er, vanáætluö. Og
margir af þeim sem eiga vélsleðana
eru bændur. Þeir nota þá gífurlega
mikið og nokkrar sveitir væru mjög
einangraðar ef sleöanna nyti ekki við.”
— Og það er hugur í ykkur vélsleöa-
mönnum?
„Já, já. Það hefur verið ákveðið að
halda næsta mót í Nýjadal að ári
A heimleið úr Nýjadal í sól og „sumaryl".. Það er Þorsteinn sem veifar
■~ifi&i\£\&m-\<uSG/tinMíþafmrköndúm'títinekkiawrtsUóttirhiilegáfEið.s'fi gHlilmraax'i §öj,M„ Voióiol