Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Qupperneq 48
FRETTASKOTIÐ Hafír þú ábendingu eða vitneskju um frótt — hringdu þá i síma 68- 78-58. fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað i D V, greiðast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fróttaskotið ihverri viku. Fullrar nafnleyndar ergætt. Við tökum við fróttaskotum allan sólar- hringinn. €*€% -]Q CO SÍMiNN SEM 0%Þ“mÆ O VU ALDREhSEFUR Rænduumeinu ionniaf heyi Brotist var inn í nokkur hesthús viö svokailaöa B-tröö í Víöidal og taliö er að þjófamir hafi haft á brott meö sér um eitt tonn af heyi. Aö sögn Árbæjarlögreglunnar barst þeim tilkynning um atburöinn á páska- dag en nokkuð mun hafa veriö um svona þjófnaöi á þessum slóöum. Árbæjarlögreglan sagði aö þetta mál væri á góöri leið meö að upplýsast þar sem auðvelt væri aö rekja slóö þjófanna eftir upplýsingum sem bárust til lögreglunnar. -FRI Logaði út umglugga Slökkviliöinu var tilkynnt um eld í Gúmmísteypu Þorsteins Kristjáns- sonar í Súöarvogi 20 á sunnudagsnótt- ina, skömmu fyrir kl. 3. Talsverður eldur var á jarðhæö húss- ins og logaöi út um glugga er siökkviliöiö kom á staðinn en eldurinn var laus í hjólbörðum og gúmmírúllum sem voru á jaröhæöinni. Slökkvistarf gekk greiölega og ekki uröu umtals- verðar skemmdir á húsinu, sem er úr steini, en talsverðar skemmdir uröu á innanstokksmunum á jarðhæðinni auk reykskemmda. Eldsupptök eru ókunn. -FRI LUKKUDAGAR 19. APRÍL 13440 DÚKKUKERRA FRÁ I.H. HF. AÐ VERÐMÆTI KR. 800. 20. APRÍL 25222 SKÍÐI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERDMÆTI KR. 10.000. 21. APRÍL 4730 BANGSI FRÁ I.H. HF. AD VERÐMÆTI KR. 750. 22. APRÍL 33071 VÖRUBfLL FRÁ I.H. HF. AD VERÐMÆTI KR. 900. 23. APRÍL 10946 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 400. 24. APRÍL 44880 TÆKI AD EIGIN VALI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 6.000. Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Gulur og blár skal Hturinn vera á nýja Tímanum. Er það ekki grœnn Htur í dulargervi? Fjárlagagatinu lokað að mestu í dag og á morgun: Fnn varAiir rifa bllll f vl vlll I IICI á ríkiskassanum Ríkisstjómin f jallaði í morgun um nær fullmótaöar tillögur um aðgerðir í ríkisfjármálum. Samkomulag er um þær í grófum dráttum. Vandinn er aö fylla í 1.845 milljóna gat á f jár- lögunum og finna fé í 345 milljóna aögeröir vegna kjarasamninganna. Ný skattheimta upp í þetta verður á bilinu 400—500 milljónir. NiÖur- greiöslur á búvörum lækka einnig um nokkuð á annað hundrað milljón- irkróna. Af samanlögöum vandanum, 2.190 milljónum, eiga að fást um 70 milljónir vegna nýlegra breytinga á skattalögunum og um 100 milljónir vegna auklnna tekna í kjölfar meiri fiskveiða og þjóðarframleiðslu en áætiaö var. Eftir standa því rétt um tveir milljarðar. Samkomulag er milli ráöherra um spamaö og tilfærslur og að nokkru leyti aukna gjaldtöku fyrir þjónustu, samtals aö upphæö í nánd viö 800 milljónir. Þá koma nýju skattarnir, allt að 500 milljónir. Og loks koma til framlengingar lána eöa ný lán, mest erlend lán, allt aö 500 milljónir. Þá vantar enn 200 milljónir hiö minnsta til þess aö loka gatinu aö fullu. Líklegt er aö þeirri rifu veröi lokað með meiri lántökum. Nýju skattarnir, auk lækkaðra niðurgreiösina, eru aukin söluskatts- heimta með niðurfellingu undanþága og hertri innheimtu, sem gæti gefiö 200 milljónir eða meira, og líklega hækkun á bensíni sem gæfi um 150 milljónir króna. Og fleira kemur til. Söluskattur verður ekki lagöur á matvæli né nýlenduvörur að neinu marki. Þingflokkar stjórnarflokkanna fá tillögumar til meðferöar á morgun. HERB Lögregluvörður er um upptökustaðina Upptökur á myndinni Enemy nine em í fuUum gangi í Vestmanna- eyjum og þegar hafa veriö tekin sum atriðin sem taka á hérlendis. Enginn óviökomandi fær að koma inn á upptökustaðinn og er lögregiuvöröur umþaösvæði. Að sögn Hunts Downs, blaöa- fuUtrúa hópsins frá 20th Century Fox, em nú um 100 manns á þess vegum hérlendis og er áformað aö hópurinn ljúki upptökum hériendis á einum mánuðl en um fjórðungur myndarinnar verður tekinn upp hér. Auk þess veröa upptökur á Kanaríey jum og í Ungver jalandi. Ekki fékkst uppgefið hver væri kostnaöurinn við myndina hérlendis eöa í heild en Downs sagði aö þetta væri stórmynd hjá Fox og ljóst aö kostnaðurinn skipti mUljónum dollara. Framleiðandi myndarinnar er Stanley O’Toole, bróöir leikarans Peter OToole. Hann hefur áður framleitt nokkrar þekktar myndir eins og tU dæmis myndina „The Boys fromBrazU”. -FRI. Annasamt í sjúkraflugi Annasamt hefur veriö hjá Slysa- vamafélagi Islands og vamarUðinu um hátíöarnar vegna sjúkraflutninga. Hefur þyrla frá vamarUöinu farið þrisvar í sjúkrafkitninga. Fariö var í gærdag um 240 mílur suövestur af Reykjanesi að rússnesku frystiskipi, en þar var maður um borö meö heilahimnubólgu. Ekki tókst aöná manninum vegna svartaþoku á miðun- um. Er reyna átti aftur í morgun var maöurinn kominn í verksmiðjutogara sem var á leið til landsins. Togarmn var þá staddur 130 mílur frá landi. Enn var svartaþoka og því ekkert hægt aö fljúga. Á miövikudagskvöld fór þyrla frá varnarliðinu austur aö Hvera völlum til aö ná í 15 ára pilt úr hópi 20 skáta frá Akureyri. Hann var meö hastarlega botnlangabólgu. Þyrlan þurfti aö snúa við vegna hríðarveðurs. Daginn eftir, á skirdag, tókst hins vegar að ná í piltinn og var hann lagöur inn á Landakotsspítala. Föstudaginn langa barst svo beiðni frá skuttogaranum Framnesi frá Þing- eyri, sem staddur var 60 til 70 mílur vestur af Látrabjargi. Einn úr áhöfninni var með hjartabilun. Flugið gekk vél og var lent með manninn við Borgarspítal- ann um kvökiið. -JGH Augnlæknar álykta vegna gleraugnasölu Hagkaups: „Gleraugna- próf un er læknisverk” „Okkar aöalpunktur er sá að gler- augnaprófun er læknisverk og aö ekki eigi að afgreiða gleraugu án tilvísunar frá lækni,” sagöi Emil Als læknir í samtali viö DV en hann er formaður Augnlæknafélags Islands. Fyrir páskana hélt félagið fund þar sem samin var ályktun vegna lestrar- gleraugnasölu Hagkaups og er aöalinnihald hennar framangreind orð Emils. Hann sagöi einnig að augnlæknum fyndist þaö mjög miður ef fólk van- rækti þaö aö vera athugað af lækni áður en þaö keypti sér gleraugu, en hvaö beinar aögerðir augnlækna, vegna gleraugnasölunnar i Hagkaupi, varðaði væru þær ekki áformaðar eins og er. -FRI NTÍfyrsta sinn á götuna Dagblaöiö Tíminn kemur út um hádegisbil í dag undir heitinu NT. Þetta eru fyrstu skipulagsbreytingar á blaðinu eftir aö nýtt hlutafélag, Nútim- inn, tók viö rekstrinum. „Viö leggjum mikla áherslu á að vera með haröa og óháöa frétta- mennsku. Þetta veröur fréttablaö óháö stjórnmálaflokkum,” sagði Magnús Olafsson ritstjóri NT í samtali viö DV í morgun. ,,En hvaö ritstjórnarstefnu varöar mun blaöið veröa frjálslynt og umbótasinnaö og byggja á samvinnu- og félagshyggju.” Helstu breytingarnar sem munu mæta lesendum blaösins er að blaöið hefur stækkað í 32 siöur, fyrstu 13 síðumar verða lagöar undir fréttir, íþróttir verða auknar í 8 síður, erlendar fréttir verða nú í blaðinu auk erlendra símamynda, allar síöur verða settar upp í sex dálka i staö fimm og auk mánudagsútgáfunnar veröur gefiö út sérstakt aukabiað í viku hverri. . . ÖEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.