Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 6
DV. MIÐVKUDAGUR 2. MAl 1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur TILRAUNAELDHUS DV Litlar, fínar kjötbollur og indælis spergilsúpa Síöasta vinnudag í tilraunum fyrir viku var matreidd rósakálsúpa ásamt öðru góögæti. I dag er önnur súpa mat- reidd, spergilsúpa eöa aspargussúpa, en önnur aöferð notuð en við rósakáls- súpuna. Síðan tökum viö til við litlar, nettar kjötbollur úr svínahakki ásamt örlitlu af nautahakki. Svo má auðvitað hafa lambahakk ef einhver kýs það heldur. Spergilsúpa ¦50 g smjör 50 g hveiti 1 1 soð, kjötsoð, aspargussoö (spergil- soð) eða vatn og súputeningar 1 dós sperglar 11/2 dl rjómi 4 súputeningar 1/2 dl sérri, þurrt eða 1 dl hvítvín, þurrt Verklýsing: 1. Takið þykkbotna pott og bræðið smjörið í honum, ath. það á ekki að brúnast. 2. Setjið hveitið út í og hrærið í sam- fellda bollu eða jafning. 3. Setjið vökvann smátt og smátt út í, þ.e. kjötsoðið. Hrærið eða jafniö vel " á milli. . Kryddið og sjóðiö súpuna í ca 5 mínútur. . Setjiö sperglana, rjómann og vínið út í. Hitiö og smakkið til. Vinnutími ca 15 mínútur. Hráefniskostnaður um 110 krónur. Litlar kjötbollur 3 matsk. brauðmylsna eða 2 tvíbökur 100 g sveppir 2gaffalbitareða 2bitarafkryddsíld 300g svínahakk 50 g nautahakk legg 1 dl rjómi 2 tesk. salt l/4tesk. pipar smjör til steikingar 250—300 g perlulaukur 200—300 g tómatar Verklýsing: 1. Hreinsiö laukana og tómatana, skerið kross í tómatana. 2. Sjóðið laukana í söltu vatni ca 5 mínútur. 3. Myljið tvíbökurnar (ef þær eru notaöar) í kvörn. Þegar smjöriö er bráðnað er hveitið látio í pottinn. Vökvanum hellt smátt og smátt í og hrært vel. Gómsæt súpanframreiddá hefðbundinnhátt (án flugu). vagnar til að létta störf in ¦r J& Bakkavagn nr.41 Bakkavagn nr.41 m. pokagrind % STÁLHÚSGAGNAGERO STEINARS HF. SKEIFUNNI 6, SÍMAR: 33590, 35110, 39555 Allt í kvörnina, nema tómatar og perlulaukar, og útkoman verður létt og fingert deig í bollur. Vin í glasi, vatn í könnu og annað sem við þurj'utn í eðal spergilsúpu. 4. Bætið sveppunum og gaffalbitunum eöa síldinni í kvörnina og fínhakkið allt. 5. Bætið svínahakki, nautahakki, eggi, rjóma, salti og pipar út í. 6. Stillið vélina á mesta hraöa og látið hana ganga smástund eða þar til deigið er samfellt og létt. 7. Hitið smjör á pönnu og mótiö bollurnar t.d. með barnaskeið. Dýfið þá skeiðinni í feitina áöur en bollurnar eru mótaðar. Steikiö bollurnar fallega brúnar á öllum hliðum. Dýfið skeiðinni í feitina öðruhverju. 8. Setjið ca tvær matskeiðar af vatni á pönnuna, slökkviö á hellunni og látið bollurnar sjóða við eftirhitann í ca 5 mínútur. Setjið bollurnar á fat og haldiö þeim heitum meðan laukamir eru brúnaöir í smjöri á pönnunni. Tómatarnir eru annaðhvort steiktir líka á pönnunni eða þeim stungið smástund undir grill. Laukarnir og tómatarnir settir á fatið með bollunum og t.d. graslauk stráð fyrir eða steinselju. Borið fram með brauði og hrásalati. Ef ekki er til kvörn eins og notuð er í tilraunaeldhúsinu (sjá mynd) er ráð- legt aö saxa sveppina smátt, nota brauðrasp í stað tvíbakna. Allt hrært í hrærivél, en deigið verður ekki jafn f íngert og í kvörn. Vinnutími um 30 mínútur. Hráefniskostnaður um 150 krónur, þar af 33 krónur svínahakkið, 12 krónur nautahakkið, 24 krónur svepp- ir, perlulaukar og tómatar um 55 krónur. Við erum búnar í dag og nú er ykkar aðreyna. -ÞG Eða svona. Lítil skeið notuð til að móta kjöt- bollurnar og þær steiktar í smjöri á pönnunni. Laukarnir soðnir í saltvatni og síðan steiktir á pSnnu. Kjötbollurnar ásamt steiktum perlulauk og „krossuðum" tómStum. TUbúið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.