Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1984.
35
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Lyftingar ogskídi
„Nú er sumar, gleðjist gumar," syngur Dvölin í sínu alkunna sumar-
skapiog hvetur landsmenn til aðgera slflrthið sama. Því segjum-við: „Kom-
iði sælir, f élagar og vinlr géðir."
Það var lóöið, kann einhver að segja er við fjöllum um lyftingar i þcssari
Dægradvöl. En það er fleira sem við f jö'llum um. Hún Heiga Meisteð, sigur-
vegarinn í Ford-mod elkcppniuni, á með okku r rafabstund.
Hvað lyftingarnar snertir þá'er það hann Birgir Þór Borgþórsson, f ormaður
Lyftingadeildar KH, scm við spjiillum við. Eitilhrcss náungi Og stcrkasti
gjaldkeri landsins í þokkabót.
Hclga Melsteð hefur skíðaíþróttiua sem sina helstu dægradvöl. Stúlkan sú,
er aðeins 16 ára og sló rækilega í gegn í Ford-modelkcppninui. Kom, sá og
sigraði eins og það er nefnt.
Punktur, pimkt ur, hvað? Já, upp með punktinn segir punkturinn sjálf ur. Víð
setjum hann á stöngina og úppssss. Upp f ór hann. Þessi lyf ta var göd, enda er
einn punktur ekki svo þungur.
Texti: Jón G. Hauksson
Myndir: Bjamíeífur Bjamleifsson, EinarÓSason
ogGunnarV.Andrésson
Viöamma
skiptumst
áskídum
—og það er í eina skiptið sem Helga
Melsteð, sigurvegarinn í
Ford-módelkeppninni, hefur farið á
gönguskíði, en skíðaíþróttín er
hennardægradvöl
Only sixteen, lagið vinsæla,
hljómaði skyndilega í útvarpinu í
bílnum hjá okkur Dægradvalar-
mönnum. Okkur fannst fara vel á
því. Við vorum aö hinkra eftir Helgu
Melsteð og höfðum rétt sleppt
oröunum um glæsilegan árangur
hennar í Ford-módelkeppninni er
lagið hljómaði. Hún væri jú aðeins
sextán.
Þetta var daginn eftir að hún hafði
unnið keppnina. Þar kom hún, sá og
sigraði. Og kannski er þetta aðeins
áfangasigur. Hún er nefnilega talin
eiga góða möguleika í sjálfri úrslita-
keppninni í Face of the 80's, sem
fram fer í Bandaríkjunum síðar á
árinu.
Og þarna birtist hún. Klædd í
„skiðadressið" og tilbúin í mynda-
tökur. Auövitað með skiöin með sér,
enda er skíöaiþróttin hennar helsta
dægradvöl. Og þetta var jú Dægra-
dvalarrabb.
Síminn verið glóandi
Eftir að hún var sest í bilinn
spurðum við si svona hvort
hamingjuóskum hefði rignt yfir hana
um morguninn.,,,Iá, súninn er búinn
að vera glóandi," svaraði hún með
látleysi. Ekki laust við að örlítillar
feimni gætti í röddinni.
Hún byrjaöi að stunda skíðasportið
12 ára. „Við höfum farið saman á
skíöi, nokkrir vinir og kunningjar.
Þaö er mikið af kunningjum mínum
sem eru í skíðamennskunni."
— Hvort skíðið þið oftar í Blá-
fjöUumeðaSkálafeUi?
„Ætli við förum ekki oftar í Blá-
fjöllin. En upp á síðkastið hefur
leiðin legið í Hamragilið. Það er
mjög skemmtilegt að renna sér þar í
góðuveðri."
Um það hvernig farið væri í f jöllin
sagðí Helga að ef ekki fengist far
meö einhverjum sem væri á fólk.sbíl
þá væri bara farið meö rútu.
Einu sinni á gönguskíði
Skiðin hennar eru svigskíði og viö
impruðum á þyí hvort gönguskíðin
væru ekki að komast í tísku á meðal
skáðaBWnnai^Kg.i!clti-a(iifk>stir séu
nú á svigskíðum ennþá. Og sjálf hef
ég aðeins farið einu sinni á göngu-
skíði."
— HvernigbarþaðtU?
„Eg fór með ömmu á skíði. Hún er
á gönguskiðum og við ákváðum að
skiptast á skíðum. Ekki get ég sagt
aö mér hafi vegnaö vel á þeim, en
einhvern veginn arkaði ég samt
áfram."
Helga hef ur haf t í mörgu aö snúast
í frístundum sínum í gegnum tiöina.
IIún var i fimleikum í IR þegar húh
bjó i Breiöholtinu. Og þá æfði hún
badminton hjá TBR. Það var eftir að
hún flutti í Alfheimana, svo tU í
næsta hús við TBR.
Æfði badminton
„Við fórum, nokkrar stelpur, að
horfa á badmintonfólkið og við það
kviknaði áhuginn. Við keyptum
okkur spaða og byrjuðum sjálfar að
æfa. En það er nokkuð síðan við
hættum."
— Hvað með frístundasport eins
og hcstamenusku?
„A hestbak hef ég aldrei komið. Og
á varla von á því að ég snúi mér að
því sporti."
Helga verður 17 ára 1. ágúst næst-
komandi. Hún starfar í tískuverslun-
inni Quadro við Laugaveg. Með
verslunarstörfunum í sumar hefst
jafnframt undirbúningur fyrir úr-
slitakeppnina í Bandarikjunum sem
verður í nóvember.
Á leið í enskunámskeið
„Eg fer bráðlega á námskeiö i
ensku. Ætla að hressa svolitiö upp á
enskukunnáttuna og þá býst ég við
að byrja aftur í likamsrækt, en ég
var í henni um tíma."
— Það á ekkert að fara í vaxtar-
ræktina?
„Nei, ég hef nú ekki hugsað mér að
verða neitt vöðvafjaU."
Við vorum nú komin á áfangastað
og ekkert eftir nema að smeUa
nokkrum myndum af henni. Það er
ekki annað að sjá en hún sé góð fyrir-
sæta þrátt fyrir að hún hafi aldrei
komið nálægt sýningarstörfum.
Myndirnar bera þess glöggt merki.
Vonandi vegnar þessari geðþekku
stúlku sem best í úrsUtakeppninni í
Bandaríkjunum. .^GH.
^H| ,
"|IW|I|^
Helga Melsteð, aðeins 16
ára að aldri, kom, sá og
sigraði í Ford-módelkeppn-
inni. Helga er talin eiga
góða möguleika i úrslita-
keppni Face of the 80's,
sem fram fer siðar á árinu i
Bandarikjunum. Við sjáum
hér hvar Helga er búin að
skella sér í skíðagallann,
en skiðaiþróttin er hennar
dægradvöl.
DV-mynd Gunnar V.
Andrésson.
Skömmu eftir að úrslitin
lágu fyrir siðastliðið
miðvikudagskvöld á Hótel
Sögu. Helga fékk þá að
gjöf hring, föt og snyrti-
vörur frá Dior. Dægra-
dvölin óskar Helgu til
hamingju með sigurinn.
ÍOiá «,<HJ}.V-nMmd^rjyejj;itfu
Bjarnleifsson.
LuiUU^Jk Í4i.u,i.k^aa