Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1984. Utlönd Útlönd Útlönd Utlönd Fiskurinn er nú tekinn aö ganga smátt og smátt aftur inn á miöin viö Bretagneskaga og um leiö fagna staöarmenn því aö úrskuröur er fenginn í skaöabótamáli, sem höföaö var eftir aö olíuskipiö Amoco Cadiz strandaöi þar undan ströndum 1978. Fyrr í þessum mánuöi úrskuröaði dómstóll í Chicago aö Standard Oil- fyrirtækið, sem daglega er kallaö Amoco, væri skaöabótaskylt vegna strandsins. En því fylgdi einhver hrikalegasta olíumengun sem heim- urinn haföi oröiö vitni aö fram til þess. Spillti þaö sjávarlífi og baö- ströndum meö ómældum skaöa fyrir sjávarútveg og feröaiönaö á Bret- agneskaga. 76 sveitar- og bæjarfélög á skag- anum tóku sig saman og höföuöu mál, og meö úrskuröinum á dögun- um liggur fyrir aö olíufyrirtækið ber ábyrgð á strandinu og er þar með skaðabótaskyi tl. Þar meö hefur verið greidd gatan til þess að unnt sé aö setjast aö samningum um tjónabæt- ur. Annað mál er svo það aö það get- ur tekið tímann sinn aö ná samkomu- lagi um hversu háar þær eiga aö vera. Bandarískir lögfræöingar telja að þarna geti oröið um að ræða hæstu skaðabætur sem nokkurn tíma hafi verið greiddar fyrir olíumengun. Lögmenn Frakkanna telja að bæt- urnar geti naumast orðið undir 400 milljónum dollara. — Málið höfðuðu þeir fyrir dómstólum í Bandaríkjun- um gagngert vegna þess að fordæm- in sýna að þar eru dómstólar gjarn- ari á að dæma hærri skaðabætur en viðgengst á meginlandi Evrópu. Lögfróðum mönnum þykir úr- skurður dómstólsins merkilegastur fyrir það að þarna er í fyrsta sinn í sögu verslunarsiglinga olíufélag gert ábyrgt fyrir olíuleka, sem skip sigl- andi undir hentugleika-fána hefur valdiö. — Amoco Cadiz sigldi undir fána Liberíu. — Bæði olíufélagiö, sem átti hráolíuna, dótturfyrirtæki þess sem gerði skipið út og annaö Umsjón: Guðmundur Pétursson Amoco Cadiz sekkur við Bretagneströnd. Lokin í eftirmál- um Amoco Cadiz- strandsins dótturfyrirtæki þess, sem átti skipið, voru öll gerð ábyrgð sameiginlega. Olían sem rann úr skipinu var 2230 þúsund tonn, en mesti olíuleki, sem sögur fara af, var úr Ixtoc 1 borhol- unni við Campeche-flóa í Mexíkó. Ur henni er talið að hafi runnið þrjár milljónir olíufata í sjóinn. Breiddist olíuflekkurinn alla leið að ströndum Texas. Um olíulekann í Persaflóa vegna stríðsaðgerða Irana og Iraka er fátt vitað með vissu þótt miklar sögur fari af. — Mexíkanska oliufyr- irtækið, sem á Ixtoc-borholuna, greiddi tvær milljónir dollara til Bandaríkjastjórnar fyrir hreinsun- araðgerðir og rúmar tvær milljónir aörar til sátta í skaðabótamálum sem baðstrandareigendur, fiski- menn og fleiri höfnuöu. Kröfurnar sem Frakkarnir gera út af Amoco Cadiz eru himinháar. Samtök fiskimanna, hóteleigenda og ferðaiðnaðarmanna krefjast 392 milljón dollara. Franska stjórnin krefst 330 milljón dollara og Shell International, sem tryggði olíufarm- inn, krefst 30 milljón dollara. — Lög- menn Amoco eru svo bjartsýnir að halda að fyrirtækið sleppi með greiðslur, sem fari ekki upp fyrir 150 milljónir dollara. Kostnaöur af málarekstrinum er ekki áætlaður undir 40 milljónum dollara. Alls tóku um 6000 sjálfboðaliðar þátt í hreinsunarstarfinu á fjö'rum Bretagneskaga með franska hern- um. Voru hreinsaðar upp um 25 þús- und smálestir af hráou'u af baö- ströndum og úr höfnum. Þaö er talið að um 10 þúsund sjófugla hafi drepist í olíugrútnum. Henda varð um 5000 tonnum af menguðum skelfiski. Nú sjást ýmis merki þess að sjáv- arlifið sé aö taka við sér aftur. Verð- ur að leita vel til þess að koma auga á leifar mengunarinnar. Olíuklump- ar finnast þó ef grafið er nokkra sentímetra niður í fjörusandinn. Fiskimenn segja að ýmsar fiskteg- undir séu farnar að s jást að nýju eins og koli og lúða. Svo undarlega brá við eftir oliumengunina að rækjunni fjölgaði, en á þessum slóðum eru mjög mikilvæg rækju- og skelfisk- mið. Menn rekja þessa þróun hjá rækjunni til þess að fisktegundir, sem éta rækjuna, nær hurfu af þess- um miöum. Annaö er einnig öðruvísi eftir strandið. Hér eftir mega olíuskip ekki sigla nær Finisterreströndinni en 27 sjómílur, í staöinn fyrir fimm mílur áður. A árunum eftir strandið hefur þessi regla leitt til þess að olíu- leki á þessum slóöum, sem var áður 20 sinnum á dag, gerist kannski einu sinniáári. Valkyrja sandinista átti að verða sendiherra í USA Reaganstjórnin neitaði í síðustu viku að taka gildan þann sem Nic- aragua hafði valið til þess að vera sendiherra landsins í Washington. Það var í sömu vikunni sem mál Nicaragua gegn Bandaríkjastjórn fyrir alþjóöadómstólnum í Haag var tekið fyrir. Sendiherramálið hafði lengi veriö í deiglunni, enda er til síös í dipló- matasölum að hafa á því góðan fyrir- vara að kynna sér hvort sendiherra- efni verði samþykkt áður en það birt- ist hjá forseta viökomandi ríkis til að afhenda trúnaðarbréf sitt. Það var enginn annar en aðstoðar- utanríkisráöherra Nicaragua sem valinn hafði verið til þess aö gæta hagsmuna lands síns í diplómata- sölum í Washington. Sú manneskja er kona og heitir Nora Astorga og er 37 ára gömul, f jögurra barna móðir. Nora Astorga er engin venjuleg kona. A hana er litiö sem Mata Hari sínslands. Hún var meöal þeirra sem átt höföu um sárt aö binda eftir Somoza- einræðisstjórnina og hafði fyrir þá sök tekið að starfa fyrir Sandinista- hreyfinguna á síðasta áratug. Og um hríð starfaði hún hjá byggingaverk- taka sem átti að byggja lúxusvillu fyrir einn illræmdasta hershöfðingja þjóðvaröliðs Somoza. Sá hét Reynaldo Perez Vega en var daglega uppnefndur „El Perro" (rakkinn) vegna grimmdar sinnar. — Vega þessi var áhrif amesti hershöfðinginn í þjóövaröliöi Somoza. Hin fagra Astorga sá sér færi í samskiptum við hershöfðingjann út af byggingunni aö stíga í vænginn við hann. Kvöld eitt í mars 1978 bauð hún honum heim með sér, og skyldi það Þannig litur hún út i dag sem aðstoðarutanríkisráðherra síns lands. samkvæmi ekki vera fjölmennara. Byrjaði hún á því að hella lífvörð hershöfðingjans dauöadrukkinn en tældi hershöfðingjann sjálfan inn í svefndyngjusína. Perez Vega sá f ram á sælustund og lét sér vel líka þegar þessi fagra kona tók að spenna af honum byssu- beltiö enda óþarfa klæönaöur einungis til trafala fyrir það sem hann taldi framundan. En þaö var ekki fækkað frekari fö'tum því að fimm skæruliðar, félagar Noru úr Sandinistahreyfing- unni, bættust nú í samkvæmið sam- kvæmt fyrirfram gerðu ráði þeirra allra. Ætlunin haföi verið að taka hann fyrir gísl en þegar Vega hershöfðingi neitaði að gefa sig á vald þeim og fara með þeim mót- þróalaust var hann skorinn á háls. — Síöar fannst lík hans illa limlest. Noru Astorga þýddi lítið að ætla aö draga dul á sinn þátt í hvarfi hershöfðingjans, enda lét hún eftir sig bréf í íbúð sinni: „Réttlætinu hefur verið fullnægt yfir þessum blóðuga bööli, og ég vil gera þaö kunnugt að ég átti fullan þátt í því," sagöi hún í bréfinu, en hvarf sjálf meöskæruliðum. Þegar Somoza haföi veriö steypt af valdastóli í Nicaragua reis Astorga hratt til metorða með sandinistum. Sem lærður lögfræðingur átti hún fyrst þátt í réttarhöldum yfir fyrri þjóðvarðliöum Somoza, en í fyrra var hún gerð að aöstoðarutanríkis- ráðherra. Það er sagt um hana að hún sé dug- legur pólitikus og fylgin sér- í samningageröum og af þeim sökum haf i sandinistar valið hana til þess að vera sendiherra í Washington. Þeim er mikil þörf á duglegum talsmanni þar, á meöan Bandaríkjastjórn vill styðja gagnbyltingaröfl, en mögu- leiki á því að gera þingheim frá- hverfan þeirri stefnu. Það er sagt að Reaganstjórnin haf i átt erfitt um vik. Hefði hún sam- þykkt Astorga átti stjórnin vísa óánægju hægrimanna í Bandaríkjun- um. Vega hershö'föingi hafði verið samvinnuliprasti samherji CIA í Nicaragua á meðan hann var lífs og leyniþjónustunni hafði sviðið morðið á honum. Á hinn bóginn átti Reagan vísa óánægju frjálslyndari afla í Bandaríkjunum ef hann hafnaði Noru Astorga. Og þar á ofan var hætta á því, aö sandinistastjórnin brygðist við með því að lýsa nýskipaöan sendiherra Bandaríkj- anna í Nicaragua, Harry Bergold, óæskilegapersónu. Þessi mynd var tekin einhvern tima af Noru Astorga á meðan hún barðist með skæruliðum gegn Somozastjórninni i Nicaragua.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.