Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 40
Fréttaskotið 6^78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frétt — hríngdu þá í sima 68-78-58. Fyrír hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 kronur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. í MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 1984. Stúlkurnar bjbrguðust úreldinum Þr jár stúlkur innan viö tvítugt b jörg- uöu sér út af eigin rammleik þegar eldur kom upp í íbúö að Teigaseli 4 í Breiöholti klukkan tíu í gærmorgun. Þegar slökkviliðiö kom á staðinn stóðu þær f yrir utan húsið. Inni logaði eldur í stofunni. Kviknað hafði í sófa. Slökkviliðsmenn báru hann út og kæfðu eldinn þar. Ibúöin skemmdist mikiðaf sóti og reyk.-KMU. Þrír deila ef sta sætinu Þrír skákmenn eru nú efstir og jafnir á hinu firnasterka skákmóti i London, heimsmeistarinn Karpov, Lev Poiugaevski og enski skákmaðurinn Murray Chandler. I fimmtu umferö mótsins, sem tefld var í gær, vann Karpov Speelman og Chandler vann Ribli meðan Polugaevski vann John Nunn. Bandaríski skákmaöurinn Yasser Seirawan er i fjórða sæti með 3,5 vinn- inga og hollenski skákmaðurinn Timman í fimmta sæti með 3 vinninga. Timman fótbrotnaði á sunnudag í fót- boltaleik en mætti með fótinn í gifsi í gær og vann Sviann Ulf Anderson örugglega. SINUELDAR ÍB0RGINNI Sinueldar hafa angrað Slökkvilið Reykjavíkur undanfarna daga. A mánudag þurfti slökkviliðið til dæmis þrisvar að hafa afskipti af sinueldum sem krakkar höföu kveikt á höfuð- borgarsvæðinu. Slökkviliöið fer á staðinn ef það telur trjágróður, mannvirki eða önnur verðmæti í hættu. Auk þess þarf það aö verja fugla sem byrjaðir eru að verpa. Samkvæmt fuglafriðunarlögum eru sinueldarbannaðir eftir I. maí. -KMU. Árekstur íKópavogi Harður árekstur varð á rnótum Dal- brekku og Nýbýlavegar í Kópavogi klukkan 19.43 i gærkvöldi. Tveir bílar rákust saman og skemmdust mikið. Fernt var flutt á slysadeild. Fólkið f ékk að fara þaðan að skoðun lokinni. -KMU. LOKI Ég er að velta því fyrir mér hvort það varði ekki víð einhver lög að bjóða upp á halska snáka í sjónvarpinu. UndarlegirgestirálögreglustöðinniíVestmannaeyjuKn: ur á stærð við eldspýtustokk! Það eru undarlegir gestir sem gista lögregiustöðina í Vestmanna- evjum þessa dagana. Risastorar pðddur og köngulær, sérstaklega fluttar 'til landsins vegna töku kvik- myndarinnar Enemy Mine. Eru þær hér á sérstökum undanþágum, undir strang ri gæslu alla n sólarh ringinn og fær engjrai að hreyfa við þeim nema islenskar dýralseknir sem sérstak- íega hefur verið ráðinn til starfáns. Hanti nær í kvikindin á morgnana, telur þau nákvæmlega, síöan er fialdið upp á hraun og á kvöldin eru þau talin aftur og lokuö inni í skáp á Íögreglustöoinni. „Pöddurnar eru i þref öld um kössum, ysti kassinn er úr plasti og þeir eru lokaðir hér inni i skáp," sagöi vakthafandi iögrcglu- maður á lögreglustöðinni í Eyjum í samtali við DV. „Eg leysti dýralækninn af i 3 daga f yrir skömmu og haf ði þá y f iru ms jón með pöddunum," sagði Páli Zophoniasson, fyrrum bæjarstjóri i Eyjum, aöspurður um fyrirbærið. „Eg takii nákvæmlega upp úr köss- un um áður en haldiö var upp á hraun og svo aftur að kvikmyndatöku lokinni. Þetta voru 25—50 stykki af hverri tegund en tegundirnar hafa örugglega verið 5. Eg segi ekki að þetta hafi verið risastórar pöddur en þó á stærð við eldspýtustokk á þykktina," sagðiPáU. Pöddurnar þola illa k tilda og dey ja því næstum jafnharðan og þær eru kvikmyudaðar á hrauninu þó þar sé hlýrra en á flestum öðrum stöðum hérlendis. Er þá farið með „líkin", þau brennd á Keldum og ný kvikindi látinfyllaískarðið. -EIR. Bíl var ekid aftan á27 ára gamlan mann á reidhjóli á brúnni yfír Kópavogslœk í fyrrakvöld. Hjólreidamaðurinn klemmd- ist milli brúarhandriðs og bíls og slasaðist mikið, einkum á fótum. Neyddust lœknar til að nema afhonum annan fótinn, samkvœmt upplýsingum Kópavogslögreglunnar. -KMU/DV-mynd S. Krafist viku gæsluvarðhalds yfir fálkaeggjaþjóf unum: ÞÝSKU HJÓNIN VORU HÉR LÍKA í FYRRA Krafist befur verið vika gæslu- varöhaldsúrskurðar, eða til 9. mai, yfir þýsku hjónunum sem handtekin voru með átta fálkaegg S Gilsfirði á mánudag. Hefur dómari tekið sér frest fram eftir degi til að taka ákvörðun um málið. Voru hjónin í yfirheyrslum hjá Rlit í aBan gær- dag. Þau eru nú í Síðumúlafangelsi og verða yfirheyrðáfram i dag. Samkvæmt upplýsingum DV er eiginmaðurinn 24 ára gamall en eiginkona 20 ára. Þau munu hafa verið hér á landi á sama tíma í f yrra, „sennilega í sama tilgangi" að sögn Ævars Petersen, fuglafræðings. t>að var fyrir tilviljun að upp komst um eggjaþjófana en tilkynnt var til lögreglunnar á Húsavik að bilaleigubíll væri við fálkahreiður i Dimmuborgum. Var þá leit strax sett i gang og miðaðist hún við þaðað útlendinga r væru sökudólgarnir. „Það er alltaf gert ráð fyrir, aö það séu útlendingar sem stundi þessa iðju. En það er vel hugsanlcgt að Islendingar séu með í spil- inu,"sagði Ævar Petersen. ,JS3úá sist þegar litið er á það hversu miklir 'peningar eru í húfi," —Hvað verður gert viö fálkaegg- in? „Þau eru ónýt. Það kemur ekki til greina að unga þeim út Það yrði svo erfitt að fylgjast með þvi hvernig ungarnir spjöruðu sig. Það kostaði margra mánaða vinnu, sem engum árangri skilaði. Við höfum reynt þetta þegar teknir hafa verið fálka- ungar af þjófum og þeir ungar sem við höfum getað fylgst með hafa fundist dauðir," sagði Ævar Peter- sen. -KÞ Kröfurflugmanna: Alltað70% launahækkun Mikið ber á milli i deilu Félags islenskra atvinnuflugmanna og flug- félaganna. Flugmenn hafa boðað verkfall dagana 11. og 12. mai næst- komandi. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá rikissáttasemjara klukkan hálftiu í f yrramálið. Samkvæmt upplýsingum sem Flugleiðir hafa látið frá sér fara hefur flugmönnum verið boðin 13,6% grunn- kaupshækkun eins og ákveðin var í samkomulagi ASI og VSI. Kröfur flug- manna fela hins vegar i sér launa- hækkanir sem nema frá 42,6% upp í 70,9%. Grunnlaun flugmanna sem starfa hjá Flugleiðum eru nú frá 32,924 krónum í byrjunarlaun og upp í 81,221 krónurámánuði. ' -OEF. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.