Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR2. MAI1984. 21 Iþróttir Iþróttir íþróttir „Kom ekki hingað til að nappa einn eða neinn" — sagði Páll Eiríksson læknir eftir að hafa lyfjaprófað íslenska iþróttaf óikið í Alabama og Texas. íslenska íþróttafóikið í Kaliforníu ekki lyfjaprófað og er óánægt með það ur þýðingarmiklum mörkum í gær. Þessi r naf ninu „joker". ur í Mönchengladbach: Frá Jóni Þór Gunnarssyni, frétta- manni DV í Bandaríkjunum: „Þaö er mjög dýrt að framkvæma slík 1 yf japróf — þetta er dýrasta lyfja- prófun sem íslenska ólympíunefndin hefur farið út í. Kostnaðarins vegna fór ég ekki til Kaliforníu til að taka lyf ja- próf af þeim tslendingum sem þar eru við nám og keppni. Ég vildi fara þang- að einnig en isl. ólympíunefndin sá í kostnaðinn," sagði Páll Eiríksson, i 5:4 íframlengingu í undanúrslitaleik v-þýska bikarsins fVlikill grátur og leikurinn stöðvaður Þegar aöeins 10 min. voru búnar af seinni hálfleiknum þurfti að stöðva leikinn, pegar ekki sást lengur í mark Bremen vegna reyks. Það var búiö að kasta reykbombu inn á völliiin. Dieter Burdenski, markvörður Bremen, tók bombuna og kastaöi henni upp í áhorf- endastúkuna. Þá leit út fyrír aö leikurinn myndi hefjast að nýju. Svo varð ekki þar sem nokkrir leikmenn féllu niöur á völlinn og tóku um augun. Mönnum var þá ljóst að táragas- sprengju haföi verið kastað inn á völlinn. Leikmönnum lá við yfirliði — margir þeirra og fjölmargir áhorf- endur tóku fyrir augun. Ur þessu varð mikill grátkonsert og var leikurinn ATLI GOAL FÓTBOLTA- SKÖRNIR KOMNIR VERÐ KR. 1358,00 Póstsendum Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar Laugavegi 89 simi 11783. Klapparstíg 44 sími 10330. stöðvaður í sex min. á meðan leikmenn voru að jafna sig. Markaregn — geysileg spenna Það var haldið áfram og á 76. min. hófst aftur markaregn. • 3—1.. -Uwe Rahn skoraði með skalla og benti allt til að sigur „Glad- bach" væri í höfn. Svo var ekki því að Bremen svaraði með þremur mörkum. • 3—2.. .Benno Möhlmann skoraði með skalla á 78. min. eftir sendingu frá Wolfgang Sidka. • 3—3___Sidka skoraði með skalla eftír sendingu f rá Meier á 80. min. • 3—4... Uwe Renders skoraði á 82. min. og áttu allir von á sigri Bremen. A 92. min. skoraöi Hannes mark fyrir „Gladbach" sem af óskiljanlegum ástæöum var dæmt af. Mínúturnar snigluðust áfram og spennan var geysileg. Heppnin hefur verið með „Gladbach" að undanförnu og lukkudisirnar eru svo sannarlega i herbúðum félagsins. Þegar aðeins þrjár sek. voru eftir af leiknum náði varamaöurinn Hans-Jörg Criens að jafna metin 4—4 — með f jórða skalla- markinu í röð og varð því að fram- lengja leikinn. • Það var svo Cricus sem tryggði „Gladbach" sigur 5—4 á 17. mín. fram- lengingarinnar — skoraði glæsimark. A ýmsu gekk síðan. Ulrich Sude, mark- vorður „Gladbach", rotaðist og Uwe Rahn fór út af alblóðugur — með djúpan skurð á enni. Eftir 128. mín. leik, sem var i einu orði sagt stórkost- legur, voru leikmenn að niðurlotum komnirafþreytu. „Gladbach", sem á möguleika á að vinna tvöfalt í V-Þýskalandi, mætir annaðhvort Schalke 04 eöa Bayern Miinchen í úrslitum bikarsins. Bremen vill nýjan leik Willi Lcmkc, framkvæmdastjóri Werder Bremen, var ekki ánægöur cflir bikarleikinn gegn „Gladbach". Hann sagðist ætla að kæra dómaraun fyrir að hafa látið leikinn hefjast að nýju eftir að táragassprengjunni hafði verið kastað inn á viillinii og margir leikmcnu hans hefðu þurft að leika rauðeygðir eftir það — með mikinn sviða. Lemke fer fram á að lelkið verði upp að nýju. Það er óvist hvort kæra Lemke verður tekin til greina þar sem táragassprengjan kom frá þeim stað sem stuðningsmenn Bremen voru. -SOS. læknir íslensku ólympíunefndarinnar, þegar ég hitti hann hér í Alabama. Páll kom til Alabama á sunnudag og tók þá lyfjapróf af Siguröi Einarssyni spjótkastara og þeim bræðrum Vésteini og Þráni Hafsteinssonum. A mótinu í Iowa á laugardag tók Páll lyfjapróf af þeim Oddi Sigurðssyni, Einari Vilhjálmssyni, Iris Grönfeldt og Þórdísi Arnadóttur, sem kepptu á mótinu i Iowa, og einnig af Oskari Jakobssyni, sem kom gagngert frá Texas til að fara í prófið. Páll hélt heim til Islands í gær og hann sagöi að sýnin yröu nú send til Svíþjóðar til rannsóknar. Það tæki 2—8 vikur að fá úrskurö, mismunandi eftir því hve mikið er að gera. Það eru aðeins örfáar rannsóknarstofur sem taka slík sýni úr lyfjaprófum til meðferðar. Óánægja í Katif orníu Rétt er að geta þess að talsverð óánægja er hjá íslenska íþróttafólkinu í Kaliforniu með það að Páll skyldi ekki koma þangað til að taka lyfjapróf hjá þeim. Þykir það sýna nokkurt van- traust á hæf ni þess í íþróttum — að það hafi litla möguleika á að komast á ólympíuleikana i Los Angeles. „Eg kom ekki hingað til að nappa einn eöa neinn en íslenska ólympiu- nefndin vildi ekki eiga á hættu aö íþróttafólk væri hú ef til vill að byggja sig upp með lyfjum til þess siðar að hraka i árangri sínum. Ekki cr þó verið að gefa í skyn að einhverjir þeirra sem keppa i Bandaríkjunum hafi gert slíkt. Siöur en svo og þetta Páll Eiríksson læknir. hreinsar andrúmsloftiö," sagði Páll Eiríksson læknir. Mikil ánægja er meðal íslenska íþróttafólksins hér í Alabama og Texas að þessum lyfjaprófum var komið á. Allir fegnir að slíkt var gert, ekki síst tilaðkveðaniðurorðróm. -JÞG/hsím. Stórsigur Notts County Notts County vann örnggan sigur 4—0 yfir Wolves i ensku 1. deildarkeppninni i gær- kvöldi í Nottingham. Þá vann Sheffield Wednesday sigur 1—0 yfir Huddersfield á úti- vellií2.deild. Vatnssopi tryggðí Fylki sigur — mark aidarinnar þegar Fylkir vann Ármann íReykjavíkurmótinu í knattspyrnu Eius og við skýrðum frá í DV á mánudaginn sigraði Fylkir Armann i leik liðanna á Reykjavíkurmótinu í . knattspyrnu með 3 mörkum gégn 2. Sigurmark Fylkis í þessum leik verður að teljast til f urðulegustu fyrir- bæra. Staöan var 2—2 þegar Hilmar Arnason, Fylki, átti gott skot að marki Armanns sem Heimir Gunnarsson markvörður varði vel og hélt knett- inum. Hilmar kom fljótlega eftir skotið auga á vatnsbrúsa í marki Armanns og þar sem hann var orðinn þyrstur mjög ákvað hann að fá sér sopa. Heimir markvöröur sá til Hilmars, hafði ekki enn losað sig við knöttinn, var ekki ánægður meö að hann skyldi vera að stela frá sér vatni og rauk inn i markið með knöttinn og hrif saði vatnsbrúsann af Hilmar. Gunnar Ingvason dómari leiksins dæmdi þegar mark og var það þriðja mark Fylkis og sigurmarkið í leiknum. Astæðan fyrir þvi að Heimir f ór meö knöttinn inn i inarkið var sú að hann hélt að dæmd hefði verið auka- spyrna á einn leikmanna Fylkis sem sjá íþróttir á bls. 18-19 hafði sparkað í hann rétt áður. Svo var þó ekki og eftir að Gunnar dæmdi markiö gilt trylltist Heimir gersam- lega og veittist aö Gunnari með látum og fékk rauða spjaldið að launum. Fyrstu tvö mörk Fylkis skoruðu þeir Hilmar Arnason og Oskar Theódórsson en mörk Armanns skoruðu þeir Ingólf- ur Davíösson og Egill Steinþórsson. -SK. Norðmenn unnu í Lúxemborg Gilbert Presch, fyrirliði landsliðs Luxcmborgar í knattspyrnu, þarf að bíða lengur eftir að f agna sigri i lands- leik. Presch, sem hefur lcikið 48 lands- leiki fyrir Luxemborg sl. niu ár, fagnaði nefnilega ekki sigri í gær þegar Luxemborgarmenn léku gegn Norðmönnum — vináttulcik í Ettcl- bruck í Luxemborg. Norðmcnn unnu 2—0. Aðeins 2 þús. áhorfendur sáu þá Hallvar Thoresen (Eindhoven) og Arne Dokken skora mörk Norðmanna. -SOS. Glæsi- legt Islands- met Haralds á Spáni Haraldur Olafsson frá Akurcyri setti glæsileg Islandsmet í lyftingum þegar hann keppti á Evrópumeistaramótinu í Vitoria á Spáni á mánudagskvöldið. Har- aldur setti fyrst met í jafnhöttum þegar hann lyfti 172,5 kg og svo snaraði hann 127,5 kg. Samtals lyfti hann 300 kg sem er Islandsmet. Haraldur setti því tvö met í jafnhendiugu og samanlögðu. Hann keppti í 75 kg f lokki. • Bræðumir Garðar og Gylfi Gtsla- synir kepptu cinuig. Gylfi lyfti samanlagt 31A5 kg í sinum flokki og Garðar 320 í sínum flokki. Þeir náðu ekki að setja met. -SOS. Uerdingen hef ur auga- stað á McGhee ogLárusi! V-þýska félagið Bayern Uerdingen er nú á hnttum eftir nokkrum leikmönnum. Efstur á óskalista hjá félaginu er skoski markasknrarinn Mark McGhee sem leikur með Aberdeen. McGhee hefur sýnt áhuga á að leika í V-Þýskalandi. Þá hefur félagið einnig augastað á Lárusi Guðmundssyni hjá Waterschei. „Njósnarar" frá Uerdingen og Köln voru á siðasta leik Waterschei — gegn Searing. Aðrir leikmenn sem félagið hefur áhuga á að fá eru Michael Kutzop, varnarleikmaður hjá Offenbach, sóknarieikmaður Dieter Trunk hjá Niirnberg og miðvallarspilarinn Wolfgang Funkel hjá Oberhausen. -SOS. England til Tottenham? Tveir fyrrum leikmenn Tottenham hafa nú verið nefndir sem næstu fram- kvæmdastjórar félagsins. Það eru þeir Alan Mullery. sem cr framkvæmdasljóri Crystal Palace, og Mike England, lands- liðsein vaidur Wales. Þá hafa þeir Dave Sexton og Alan Ðurban verið orðaöir við Swansea sem er framkvæmdastjóralaust — eftir að John Toshach hætti. -SOS. HM kvenna í Japan 1987 Joao Havelange, forseti FIFA, sem sat árs- þing Knattspymusambands S-Ameríku sem gestur, sagði eftir þingið i gær, sem lauk i Santiago í Chile, að það væri nú stefnt að því að halda fyrstu heimsmeistarakeppni kvenna i Japan 19S7. Þá sagði hann að heimsmeistarakeppni ungiingalandsliða færi fram i Chile næsta ár. Scx þjóðir frá Evrópu kepptu þar, þrjár frá S- Ameriku, tvær frá Mið- og Norður-Ameriku. Afriku og Asiu, Chile (gestgjafar) og cin þjóð fráEyjaálfu,kepptuþar. -sos. Aberdeen þarf eitt stig Aberdeen þarf nú aðeins eitt stig til að tryggja sér Skotlandsmeistaratitilinn. Félagið vann sigur 1—0 yfir St. Johnston á mánudagskvöldið og þá vann Dundee United sigur yfir St. Mirren 2—0. Iþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.