Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVÍKUDAGUR 2. MAl 1984. Utlönd Útlönd Utlönd Utlönd Vakin aftur upp af dauða Iiussrie.sk kona, sem lá á sjúkrahúsi í dái í tólf mínútur og var læknisfræði- lega úrskuröuö önduö, náði sér aö f ullu aftur að frátöldum einhverjum smá- vægilegum heilaskemmdum í byrjun,' eftir þvi sem eitt dagblaðanna í Moskvusegir. Tólf minútna dá af þessu tagi er helmingi lengri tími en hingað til er vitað að fólk hafi lifað af. Segir Koms- omolskaya Pravda að sóvéskir læknar flokki þetta undir meiriháttar krafta- verk. Konan, sem er hjúkrunarkona, haf ði gengist undir minniháttar skurð- aðgerð 1981 þegar hún var 19 ára gömul. Hafði þá hjartað hætt að slá og tókst ekki að koma því af stað aftur fyrr en eftir tólf mínútna hlé. — Lækn- ar hafa hingaö til álitið aö heila- skemmdir séu varanlegar og lamandi ef hjartað slær ekki í sex minútur. Raunar lá hjúkrunarkonan unga í dái í 24 daga eftir þetta áður en hún komst til meðvitundar og haföi þá öll einkenni þess aö haf a dáið f ullkomnum heiladauða. En læknamir þ'ráuöust við eftirmeðferðina og fyrr á þessu ári sýndi konan ýmis merki þess að heil- inn starfaði. Síðan hefur hún lært að ganga aftur, lesa og skrifa og hefur endurheimt mikið af sinu fyrra minni, eftir því sem blaöið segir. HVERGIFROST, SNJÓR EÐA ÍS, EF GRÓÐURHÚSA- KENNINGIN REYN- IST VERA RÉTT Hitastigið i heiminum mun hækka það mikið á næstu öid að heimskautais- inn mun bráðna og ekki verður þá lengur um að tala kalda vetur, eftir því sem sovéskir visindamenn, sem aðhyllast gróðurhusakenninguna í veöurfræðinni.viljameina. Mikhail Budko heitir greinarhöfundur í sovésku vísindariti sem heldur því fram aö koltvisýringsútblástur frá iðnaðinum muni einangra jörðina og valda hækkun hitastigs um nær þrjár gráður, þegar komið verður fram á miðja21. öldina. Tass-fréttastofan lýsir þessum Budko sem sérfræðingi i lögmálum andrúmsloftsins en í grein sinni heldur Budko þvi fram að hitinn muni litið breytast í þessari þróun i hitabeltinu en hækka verulega á suðlægari og norðlægari breiddargráðunum. Hefur Tass eftir Budko aö hvergi muni hitinn þá fara niður fyrir frost- mark að vetrarlagi og snjór og ís hverfa og þar á meöal rekísinn á íshöf- unum. Ekki hefur Budko þó trú á þvi að yfirborð s jávar muni hækka að ráði. — ..Hafísjakar eru að svo stórum hluta hvort eð er í kafi að litlu munar þótt þeir bráðni," segir hann. ATVINNULAUSUM FÆKKAR Atvinnulausum fækkaði í Bretlandi um 35.000 i aprflmánuði eftir fjögurra mánaða stöðugt vaxandi atvinnuleysi. Fjöldi atvinnulausra er núna 3.107.682 samkvæmt síðustu skráningu en það er um 13% vinnuaflsins. Þessar siðustu fréttir styðja fregnir um batnandi efnahag og einhverja nýsköpun atvinnu á Bretlandsey jum. Um siðustu helgi voru fimm ár liðin frá því að Margaret Thatcher forsætis- ráðherra kom til valda og í yfirlýsingu til fjölmiðla í tilefni af því lét hún í veöri vaka aö hún vonaðist til þess aö leiða áfram Ihaldsflokkinn i næstu þingkosningum. Yfirstandandi kjör- tímabil rennur ekki út fyrr en 1988. Verði henni að ósk sinni í því efni og takist henni þá að leiöa Ihaldsflokkinn enn til sigurs má búast við þvi að hún gegni forsætisráðherraembættinu lengi fram eftir þriðja 5 ára-kjörtima- bilinu. — Enginn breskur forsætisráð- herra á þessari öld hefur setið full tvö kjörtimabil og enn síður það þriðja. Lögreglan handtók 259 herskáa Hindúa og þurfti að beita kylfum til þess að dreifa grýtandi skríl í bænum Ambala í Punjab-fylki þar sem of- stækisfullir Sikkar hafa vaðið uppi í vetur. Nokkrir lögregluþjónar meiddust í RósturíPunjab þessum átökum sem urðu eftir að yfir- völd höfðu bannaö mótmælagöngur herskárra hindúa sem vildu mótmæla ofbeldisaðgerðum Sikka. Lögregluvarsla hefur verið efld í fylkinu og um leið hefur veriö bönnuö starfsemi tveggja félagssamtaka öfga- fullraSikka. Nær 200 manns hafa látiö lífið á síð- ustu 6 mánuöum í ofbeldisaðgerðum öfgafullra Sikka sem krefjast aukinn- ar sjálf stjórnar Punjabs-fylkis. Tölvuborð stöðluð eða sérsmíðuð að óskum kaupanda ** STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKEIFUNNI6,SÍMAR: 33590,35110,39555 tn'rr>,i-»xi''in"^''t'*^'1*<'*'*l1''<I1'lI*I,I*'ll,l^MllJtX,JX,^t'.>.*.*.1.1.1.1.11 2-3HERB. úlduslóð, 70 fm 1.450 þús. Frakkastigur, 50 fm 1.090 þús. Hamrahlið, 50 f m 1.250 þús. IMjarðargata, 70 fm 1.190 þús. Spítalastigur, 65 fm 1.290 þús. Holtsgata Hafn. 50 fm 1.200 þús. Holtsgata, 65 fm 1.300 þús. Mánastigur, 85 fm 1.390 þús. 3HERB. Blöndubakki, 97 fm,aukaherb. i kjallara, 1.750 þús. Bólstaðarhlið, 97 fm 1.500 þús. Leirubakki, 90 f m, aukaherb. i kjallara, 1.700 þús. Lindarhvammur,80f m1.450þús. Urðarstigur, 80 fm, sérinngangur, 1.500 þús. Sérhæðir Gunnarssund, 110 fm 1.550 þús. Miðstræti, 160 fm 2.500 þús. Hófgerði Kóp., 85 fm sérhœð + bilskúr i skiptum fyrir 3—4 herb. ibúð i Kóp. Skólagerði, Kóp. 123 f m sórhœð, verð 2,2 milljónir EINBÝLI Í Arnarnesi, stótt einbýli é 2 hœðum, verð 5,2 milljónir. Klyfjasel, 280 fm verð 3,7 milljónir. Linnetstigur Hfn. 120 f m verð 2,2 milljónir. ;*>:*:*:*;*:*:-;**x*:-»:^^ 'Ai.*.*-*ju*i*i\*.*.*.*i*.*i*i*.\%Vi*.*.*l.*t)V^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.