Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 13
DVvlVffi>VIKUDAGUR«7MA*1984f
13
Allt frá því að fyrst var byrjað að
skrúfa númer á bíla hér á landi þá
hafa þessar ljótu plötur byrgt skyn-
seminni sýn. Annaðhvort sjá menn
rautt eða svart. I glórulausu
kapphlaupi um lægstu númerin þá
halda menn varla vatni. Því hærra
sem menn eru settir og betur mennt-
aðir því kjánalegri verður darraðar-
dansinn í kringum númerakálfinn.
Sennilega nær vitleysan hámarki í
okkar, stundum virðulega, alþingi,
þar hafa breytingartillögur um þetta
mál tvisvar verið felldar. Til
skamms tíma fékk enginn ráðherra-
stöðu nema aka um á tveggja stafa
númeri. Miklar breytingar urðu þó á
þessu máli með fráfarandi ríkis-
stjórn. Þar komu sumir ungráðherr-
ar inn á gömlum Fíat bílum með 5
stafa númerum og klæddir galla-
buxum. Að vísu fóru þeir úr þeirri
stjórn á nýjum amerískum drossíum
á lágum númerum og i klæðskera-
saumuðum fötum frá Sævari, en það
er allt önnur sjálfsbjargarsaga.
Nú er komið fram stjórnar-
frumvarp um að föst númer verði á
bílum, ævilangt, vonandi verður það
samþykkt.
Bitur reynsla
Það er fyrir neðan allar hellur
hvernig staðið hefur verið að þessu
máli til þessa. Með því aö láta
eigendur en ekki bílana eiga
númerin er sífellt verið að skipta um
plötur á bílunum. Það tekur engan
smátíma, eins og bíleigendur þekkja
vel af biturri reynslu. Reikna má
með því að um 4 vinnutímar fari í bíl-
númeraskiptingu hjá sérhverjum
bíleiganda að meðaltali. Sækja þarf
veðbókarvottorð þegar ekki þarf áð
bíða í tvo daga eftir umskráningar-
heimild.
Svo þarf að sækja nýtt trygginga-
skirteini því. að Bifreiðaeftirlitið
verndar innheimtudeildir trygginga-
félaganna, hvernig svo sem á því
BILNUMERA-
FYLLIRÍ
stendur. Svo þarf að ljósaskoða,
borga skattinn og þá fyrst getur bíl-
eigandinn stillt sér upp í langar
biöraöir seinvirkrar afgreiðslu í Bif-
reiðaeftirlitinu. Næst er að taka
númerin af, skrúfa ryðgaðar
skrúfur, oft við verstu aðstæður í
rysjóttu veðri. Síðan upphefst önnur
biðröð hjá skoöunarmönnunum.
Sennilega er ekki nokkru bákni
blótað jafnoft á hverjum degi og Bif-
reiðaeftirlitinu og hvergi vinna menn
leiðinlegra starf í dauðadæmdu
kerfi og einmitt í þessari stofnun.
Ég er ekki að ásaka starfsfólkið,
síður en svo, heldur kerfið.
Þessu oki verður að aflétta af
ári verða ca 33000 umskráningar,
óskað er eftir þremur tilkynningum
fyrir hvern bíl, þ.e.a.s. 100.000 til-
kynningar. Þetta pappírsflóð er
hlægilegt og óþarft. Bifi-ciftaeftirlitiö
og sýslumenn úti á landi bókstaflega
drukkna í pappír. Mjög einfalt er að
leysa þetta mál. Enginn selur f rá sér
bíl nema tryggja hann um leið.
Auðvitaö eiga tryggingafélögin að
tilkynna Bifreiöaeftirlitinu söluna
strax i gegnum tölvur sínar. Ekkert
mál. Þannig sparast 100000 blöð,
ómæld vinna og fyrirhöfn á öllum
vígstöðvum og öruggt aö allar sölur
komast strax inn á bifreiðaskrá,
sama hvort eigandi gengur sjálfur
Kjallarinn
a „Með því að einfalda og auðvelda báknið
W má spara bíleigendum stórfé, tíma og
fyrirhöfn."
þjóðinni. Þetta er til skammar og
niðurlægjandi fyrir hvern bíleig-
anda. Alþingi verður að samþykkja
föst bílnúmer.
Klúður í frumvarpi
En það er eitt i þessu frumvarpi
sem er klúður og leysir engan vanda.
Lögð er sú skylda á bæði seljanda og
kaupanda, einnig þann aðila, sem
sér um söluna, t.d. bílasöluna, að
senda inn sölutilkynningu. Á næsta
frá eða bilasala. Enginn bileigandi
lætur annan aka um á sinni trygg-
ingu. Það er augljóst og auðvelt að
reka áróður fyrir því. Hægt er að
hringja í starfsmenn allra trygg-
ingafélaga eftir lokunartima, þeir
eru í símaskránni. Þannig geta líka
tryggingafélögin endurgreitt Bif-
reiðaeftirlitinu áratuga gnmla inn-
heimtuvernd. Þetta er sjálfvirkt
kerfi bíleigenda og tryggingafélaga
sem sparar ríkinu stórpening.
REYNIR
ÞORGRÍMSSON
FORSTJÓRI.
Þá þarf að fella niður hluta af
lögum um sölu notaöra lausafjár-
muna nr. 16 1979.1 dag er þetta kerfi
óframkvæmanlegt en verður óþarft
ef það einfalda en örugga kerfi er
notað um tilkynningaskylduna eins
og að ofan er getið. Hér er ég að tala
um þá kvöð á bileigendum að þeir
mega ekki, samkvæmt þessum lög-
um, selja bíla sína nema vera búnir
að umskrá þá. Þetta er í sumum til-
fellum ekki hægt. Tö'kum eitt dæmi
af mörgum. Maður kemur utan af
landi á fimmtudegi til aö selja bil
sinn og tekst það seinnipart
föstudags, með því aö taka annan
ódýrari bíl upp í. Sá bíll er líka á ut-
anbæjamúmerum. Samkvæmt nú-
gildandi lögum má ekki selja skipti-
bilinn fyrr en eftir umskráningu. Ef
nýi bíleigandinn fær nú kaupanda aö
bílnum strax á laugardag má hann
ekki selja bílinn. Hann verður að
hringja eftir umskráningarheimild
næsta mánudag, oft kemur skeytiö
ekki fyrr en seinni part þriðjudags, á
miðvikudag má hann selja bilinn
eftir númeraskiptin og þá er
kaupandinn löngu búinn að kaupa
annan bil. Heil vika hefur fariö í
þessa vitleysu. Hann má sem sé af-
henda öðrum manni bílinn sem
skráður er á hans nafn en ekki á fyrri
eiganda þó að hann hafi löglegt afsal..
Þetta er fáránlegt. Til að framfylgja
þessum lögum hafa lögreglustjórar
og sýslumenn hóp manna sem vinna
þetta árangurslausa verk eftir
líkamsþyngd en ekki mannviti.
Lög skapi ekki öngþveiti
Landslögin hljóta aö vera
umferöarlög okkar þjóðfélags en
ekki til að skapa umf erðaröngþveiti.
Vonandi verða talsmenn lágra
númera undir í þessu máli og
skynsemin látin ráöa.
Sýndarmennskan í öllum málum
hefur kostað þjóðfélag okkar of stór-
ar upphæöir — hluta af þjóðarfram-
leiðslunni.
Að lokum vona ég að hannaö verði
nýtt form á bílnúmerin, þessi aust-
antjaldshönnun á núverandi merkja-
plötum tilheyrir öðruvísi stjórnuðum
þjóðfélögum. Þau nýju eiga að vera
iátlaus en smekkleg og aðeins þarf
að hafa númerið að aftan. Þannig
sparast strax heil milljón.
Með þvi aö einfalda og auðvelda
báknið má spara bileigendum stórfé,
tíma og fyrirhöf n.
Náttúruverndarmenn
á villigötum
Kjallarinn
Að undanförnu hafa birst í bæjar-
blöðunum á Akureyri fréttir um að
náttúruverndarnefnd bæjarins sé
orðin dálitið þreytt á áhugaleysi
bæjaryfirvalda á störfum hennar.
Það er von aö nefndarmenn séu sárir
og hefur mönnum of sárnað af
minna tilefni en að vera skipaðir í
ráögef andi nefnd um ákveðinn mála-
flokk og vera ekki virt viðlits.
En hvernig skyldi standa á þessu
áhugaleysi yfirvalda um störf nefnd-
arinnar? Við skulum velta þeirri
spurningu ögn fyrir okkur.
Maðurinn og náttúran
Margir virðast álíta að náttúru-
vernd sé í því fólgin að koma í veg
fyrir að maöurinn hafi áhrif á um-
hverfi sitt. En þegar betur er að gáö
er maðurinn þó hluti af náttúrunni og
meira að segja mjög stór stofn, um 4
1/2 milljarður einstaklinga með líf-
massa um 300 milljón tonn, svo notuð
sé kunnugleg mælieining. Þaö liggur
því í augum uppi að þessi stofn
hlýtur að setja mikinn svip á um-
hverfið, hyort sem mönnum h'kar
það betur eða verr.
Það er því ekki um annað aö ræða
fyrir náttúruverndarmenn en að
reyna að sjá til að athafnir mannsins
hafi sem minnst skaðleg áhrif. Nú er
það svo að skaðleg áhrif eru alltaf
matsatriði hvers og eins í hverju
tilviki fyrir sig. Að brjóta upp land-
skika og rækta kartöflur eru
óbætanleg náttúruspjöll ef sjóndeild-
arhringurinn er nógu þröngur.
Gróðurinn, sem fyrir er, gereyðist og
nær sér e.t.v. aldrei aftur. En flestir
teldu þó að kartöflurnar réttlættu þá
fórn.
Þannig matsatriði hljóta alltaf að
koma til álita þegar taka þarf af-
stööu til framkvæmda, sama hvort
um er að ræða kartöflugarð, íbúða-
blokk, veg eða álver. Það eru til
menn sem segja að réttlætanlegt sé
MÍÉÉÍÉÍÍÉÍÉáÉÉÉÉÉHÉHÉÉÉÍtl
að byggja álver sem sannaö sé að
leggi byggðarlag í auðn. Það séu
nógu mörg jafngóö byggðarlög eftir
samt. Það finnast einnig menn sem
telja óverjandi að búa til kartöflu-
garðinn vegna gróðureyðingar. Af-
staða flestra liggur þó sem betur fer
einhvers staðar á milli þessara öfga.
Trú og sértrú
A ágústkvöldi f yrir næstum fjórtán
árum tók undirritaður þátt íaöryðja
burt stiflu úr Miðkvísl í Laxá i
Mývatnssveit. Þetta var gert til að
leggja áherslu á andstöðu okkar við
virkjunarframkvæmdir sem við
töldum og teljum enn að skiluðu ekki
nógum ávinningi til að réttlæta þær
fórnir sem færa þurfti. Þessi at-
burður markaði limamót í náttúru-
verndarmálum á Islandi. Al-
menningsálitið fór að taka mark á
náttúruverndarmönnum, enda voru í
fararbroddi Miðkvíslarmanna menn
sem alið höfðu allan sinn aldur í sam-
býli við náttúruna og áttu allt sitt
undir skynsamlegri nýtingu hennar.
Næstu tíu ár eða svo áttu
náttúruverndarmenn velgengni aö
fagna, enda fluttu þeir mál sitt af
skynsemi og sanngirni. En svo fór að'
halla undan fæti. Það'byrjaði með
því að erlendur sértrúarsöfnuður,
sem játar trú á hvali, gerði út
leiðangra til landsins og reyndi með
ofbeldi að hindra íslenska sjómenn,
við störf sin. Hámarki náðu þessar
ofbeldisaðgerðir í fyrra þegar
þessum sértrúarsöfnuði og flugu-
mönnum hans hér á landi tókst að
kúga Alþingi til að lúta vilja sinum.
Við þetta naut hann stuönings
Bandarikjastjórnar sem lét sér
sæma aö senda íslenskum stjórn-
völdum hótunarbréf. Það er hlálegt
að Bandaríkjamenn voru einmitt
framarlega í flokki í þeim rányrkju-
glæpum sem framdir hafa veriö
gegn hvalastofnum, sérstaklega í
**T~
„Þegar komnar eru nokkrar kynslóðir, sém hafa steinsteypu og malbik fyrir
daglegt umhverfi, en náttúran er aðeins til sem myndir í blöðum og sjónvarpi,
er ákjósanlegur jarðvegur fyrir útúrsnúnar ranghugmyndir."
• „Margir virðast álíta að náttúruvernd sé í
því f ólgin að koma í veg fyrir að maðurinn
hafi áhrif á umhverfi sitt."
Suðurhöfum. En hvalveiðar eru
lfklega þær veiðar Islendinga sem
best er stjórnað og stundaðar eru af
mestri ábyrgð.
Ásjónan sem spillir
Það er lfklega tilviljun að þaö var
þessi sértrúarsöfnuður sem hingaö
kom fyrstur. Það eru til miklu fleiri
söfnuðir. Sumir vilja leggja af kjötát
því að það sé siðferðilega rangt að
drepa dýr til matar. Það myndi þó
raska beitarálagi verulega ef 300
milljón tonna stofn sneri sér
skyndilega að plöntuáti. Aðrir sér-
trúarsöfnuðir segja að þaö sé ljótt að
hafa dýr í búrum. Nýlega réðst
slíkur söfnuður á loðdýrabú í Bret-
landi og hleypti dýrunum út. Það
verður fróðlegt að sjá upplitið á
ÁSBJÖRN
DAGBJARTSSON
NÁTTÚRUFRÆÐINGUR.
islenskum loðdýrabændum þegar
þeir söfnuðir verða búnir að koma
sér upp flugumönnum á meðal
okkar.
En það þarf ákveðinn þjóöfélags-
legan jarðveg fyrir þessa sértrúar-
söfnuði. Þegar komnar eru nokkrar
kynslóðir, sem hafa steinsteypu og
malbik fyrir daglegt unhverfi, en
náttúran er aðeins til sem myndir í
blööum og sjónvarpi, er á-
kjósanlegur jarðvegur fyrir útúr-
snúnar ranghugmyndir. A Islandi er
þessi jarðvegur ekki fyrir hendi.
Helmingur þjóðarinnar eða meira
lifir á nýtingu náttúrunnar beint eða
óbeint. Hún tekur ekki gildan mál-
flutning öfgamanna og því meira á-
berandi sem þeir verða því meiri
hætta er á að hún stimpli alla
náttúruverndarmenn sem klíku síð-
skeggjaöra sérvitringa og hætti
alveg að hlusta á þá. Það er einmitt
þetta sem náttúruverndarnefndin á
Akureyri er að súpa seyðið af núna.
Ekki það að hún sé neitt sérstaklega
öfgaf ull heldur gcldur hún þeirrar á-
sjónu sem náttúruverndarmenn eru
aðfáásigíaugum almennings.
Það er lífsnauðsyn fyrir. alvöru-
náttúruverndarmenn á Islandi að
spyrna við fótum og snúa þessari
þróun almenningsálitsins við.
Annars er sá árangur sem Miðkvísl-
armenn náðu forðum, farinn fyrir
litið.