Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1984. Dæmalaus Veröld Dæmalaus "Veröld Dæmalaus "Veröld LEIÐARLJÓS Tímamót Eins og fram hefur komiö og margsinnis verið ítrekað treystir DæVe sér ekki til að flytja einvörðungu góðar fréttir, iandsmönnum til hug- arhægðar og ánægju. DæVe er trútt köllun sinni og segir sannleikann umbúöalaust — eiginlega allsnakinn. - Það er ástæða þess að ekki verður dregið lengur að birta fréttina um Hrekkjalómafé- lagið i Vestmannaeyjum sem hyggur á höfuðborgarferð til að hrekkja á Tjórninni. Þetta er tímamótaferð bæði fyrir Hrckkjalómafélagið, Reyk- víkinga og cndurnar vegna þess að Hrekkjalómaféiagið hefur aldrei áður farið í ferðalag. Reykvíkingar hafa aldrei fyrr fengið félagið í heimsókn og endurnar fá nú í f yrsta sinn að bragða brauðið úr bakar íinu í Vestmannaeyj- um. Það cr vissulega ástæða að halda vöku sinni. Hrekkja- lómarnir úr Eyjum hafa Hrekkt svo mikið á heima- slóftum að f áir hafa fengið að vera i friði nema þá lundinn sem situr bátt í björgum og gefur ekki á sér f æri. Endurn- ar á Tjörninni liggja aftur á móti vel við höggi, þar sem þær f 1 j óta eins og brauðmolar á vatní, oghvað þá mannfólk-f ið sem gengur í grandaleysi sínu um göturnar. Spurniugin er aðelns sú: Hvernig bregðast cnduruar við brauðinu ur Eyjum? Hvað vakir fyrir Hrekkja- lómunum? Það skyldi ekki vera að endurnar breyttust í lunda? Það cr mikið af lunda í Eyjum en hefur einhver séð endur þar? Þetta eru tímamót. , ' -EHt. itmrr HÖFUÐBORGARBÚAR HALDIVÖKU SINNI: Hrekkjalómafélagið á leið til Reykjavíkur Þaö má búast við stórtíöindum í höf uðborginni á riæstunni. Fyrst blaða birtir DæVe f réttir af fyrirhugaðri hóp- ferð Hrekkjalómafélagsins í Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur. Tilgang- urinn er að hrekkja endurnar á Tjörn- inni á nýstárlegan hátt: ,,Við ætlum að kaupa brauð í ölium helstu bakaríum í Reykjavík og gefa öndunum að smakka sem flestar tegundir," sagði einn stjórnarmanna Hrekkjalómafélagsins í samtali við DæVe. „Síðan ætlum við að klykkja út með þvi að gefa þeim brauð úr baka- ríinu hér í Eyjum og í því felst hrekk- urinn." Endur og menn eru hér með varaðir við. » Það gengur á ýmsu í Vestmannaeyjum eins og sjá má. Hér eru þó ekki félagar i Hrekkja- lómafélaginu á ferð. James Last á óskastundu: Tónarnir f læða. JamesLast55ára: PARTIKONGUR MEÐ TVÆR KÆRUSTUR James Last og Waltraut eiginkpna hans. Hvar er Kristina? *1..._____.jH1.-------— James Last er ekki að baki dottinn þótt 55 ára sé. Partíkóngurinn hefur hann verið nefndur vegna þess að f á- ir hafa framleitt jafnmikið af ljúf- sætri tónlist sem hentar við öll tæki- færi — þýskir listamenn leika og syngja segir Rikisútvarpið þegar þessir menn eiga í hlut. James Last, sem reyndar var skírður Hansi Last, hefur ekki tölu á þeim hljómplötum sem hann hefur leikið inn á en man þó að gullplbturnar eru orðnar 170, silfurplöturnar 11 og platínplöturnar 8. , J5g veit ekki hvort það er heims- met en ég lifi hamingjusömu hjóna- lifi'með Waltraut konu minni og á auk þess vinkonu sem fylgir mér hvert sem ég fer. Kristina heitir hun og er sæt og fín," segir partíkóngur- inn og er ekki að skafa utan af því. James Last er á hl jómleikaferðum f jóra mánuði á ári og hinn hluti árs- ins fer í huggulegheit í raðhúsinu í Hamborg eða þá í sólböð á Florída. Hann veit hvað hann syngur þegar hann segir: „Þetta er aðeins spurning um að vera með á á nótun- um, vita hvað f ólkið vill heyra." Curtis í eítur- legi Tohy Curtis, firœgur leikari sem hófferil sinn með því að leika Aladín á fljúgandi teppi eins og margir muna úr Hafnar- bíói meðan það var og hét, ernú heldur illa far- inn. Samkvœmt nokkuð áreiðanlegum fréttum, sem borist hafa yfir hafið, er maðurinn kominn á hœli vegna of- notkunar sinnar á áfengi og kókaíni og þykir vart viðbjargandi. Tony Curtis með Roger Moore fyrir nokkrum árunt þegar þeir léku saman i Fóstbræflrum, sjónvarpsmyndaflokki sem sýndur var hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.