Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Qupperneq 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MAI1984. Dæmalaus Veröld Oæmalaus 'V'ERÖLD Dæmalaus Veröld LEIÐARLJÓS Tímamót Elus og fram hefur komiö og margsinnis verið ítrekað treystir DæVe sér ekki til að flytja einvörðungu góðar fréttir, landsmönnum til hug- arhægðar og ánægju. DæVe er trútt köllun sinni og segir sannleikann umbúöalaust — elginlega allsnakinn. Það er ástæða þess að ekki verður dregið lengur að birta fréttina um Hrekkjalómafé- lagið í Vestmannaeyjum sem hyggur á höfuðborgarferð til að hrekkja á Tjörninni. Þetta er tímamótaferð bæði fyrir Hrekkjaiómafélagið, Reyk- víkinga og endurnar vegna þess að Hrekkjalómafélagiö hefur aldrei áður farið í ferðaiag. Reykvíkingar hafa aldrei fyrr fengið félagið í heimsókn og endurnar fá nú í fyrsta sinn að bragða brauðið úr bakaríinu í Vestmannaeyj- um. Það er vissulega ástæða að halda vöku sinni. Hrekkja- lómarnir úr Eyjum hafa hrekkt svo mikiö á heima- slóðum að fáir hafa fengið að vera í friði nema þá lundinn sem situr hátt í björgum og gcfur ekki á sér færi. Endurn- ar á Tjöminni liggja aftur á móti vel við höggi, þar sem þær fljóta eins og brauðmolar á vatni, og h vað þá mannfólk-1 ið sem gengur í grandaleysi sínu um götumar. Spuraingin er aðeins sú: Hveraig bregðast enduraar við brauðinu úr Eyjum? Hvað vakir fyrir Hrekkja- lómunum? Það skyldi ekki vera að enduraar breyttust í lunda? Það er mikið af lunda í Eyjum en hefur einhver séð endur þar? Þetta eru tímamót. -EIR. HÖFUÐBORGARBÚAR HALDIVÖKU SINNI: Hrekkjalómafélagið áleiðtil Reykjavíkur Það má búast við stórtíðindum í höfuöborginni á næstunni. Fyrst blaða birtir DæVe fréttir af fyrirhugaðri hóp- ferð Hrekkjalómafélagsins í Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur. Tilgang- urinn er að hrekkja endurnar á Tjöm- inni á nýstárlegan hátt: „Við ætlum að kaupa brauö í öllum helstu bakaríum í Reykjavík og gefa öndunum að smakka sem flestar tegundir,” sagöi einn stjómarmanna Hrekkjalómafélagsins í samtali við DæVe. „Síðan ætlum viö að klykkja út með því aö gefa þeim brauö úr baka- riinu hér í Eyjum og í því felst hrekk- urinn.” Endur og menn era hér með varaöir viö. Það gengur á ýmsu i Vestmannaeyjum eins og sjá má. Hér eru þó ekki féiagar i Hrekkja- lómafélaginu á ferð. ik , #■' - A n ? C'; . v ggmmmmrn, * m ppf* wr' f' t 1 James Last á óskastundu: Tónarnir flæða. JamesLast55ára: PARTÍKÓNGUR MEÐ TVÆR KÆRUSTUR James Last er ekki aö baki dottinn þótt 55 ára sé. Partíkóngurinn hefur hann verið nefndur vegna þess að fá- ir hafa framleitt jafnmikið af ljúf- sætri tónlist sem hentar við öll tæki- færi — þýskir listamenn leika og syngja segir Ríkisútvarpið þegar þessir menn eiga í hlut. James Last, sem reyndar var skírður Hansi Last, hefur ekki tölu á þeim hljómplötum sem hann hefur leikið inn á en man þó að gullplöturnar eru orðnar 170, silfurplöturnar 11 og platínplöturnar 8. ,,Eg veit ekki hvort það er heims- met en ég lifi hamingjusömu hjóna- lífi með Waltraut konu minni og á auk þess vinkonu sem fylgir mér hvert sem ég fer. Kristina heitir hún og er sæt og fín,” segir partíkóngur- inn og er ekki að skafa utan af því. James Last er á hljómleikaferðum f jóra mánuði á ári og hinn hluti árs- ins fer í huggulegheit í raðhúsinu í Hamborg eða þá í sólböð á Florída. Hann veit hvað hann syngur þegar hann segir: „Þetta er aðeins spurning um að vera með á á nótun- James Last og Waltraut eiginkona hans. Hvar er Kristina? um, vita hvað fólkiö vill heyra. ” Curtis í eitur- legi Tony Curtis, frœgur leikari sem hóf feril sinn með því að leika Aladin á fljúgandi teppi eins og margir muna úr Hafnar- bíói meðan það var og hét, er nú heldur illa far- inn. Samkvœmt nokkuð áreiðanlegum fréttum, sem borist hafa yfir hafið, er maðurinn kominn á hœli vegna of- notkunar sinnar á áfengi og kókaíni og þykir vart viðbjargandi. Töny Curtis með Roger Moore fyrir nokkrum árum þegar þeir léku saman i Fóstbræðrum, sjónvarpsmyndaflokki sem sýndur var hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.