Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 4
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MAI1984.
Bruðl eða sparnaður?
Sjúkrahús
Suðurlands
kaupir bíl
— tilboð íf lutninga
námu frá 30 þúsundum
á mánuði
„Þetta var engin spurning. Þetta
var greinilega þaö hagstæðasta, sem
hægt var aö gera," sagöi Hafsteinn
Þorvaldsson, forstöði maöur Sjúkra-
húss Suöurlands, í samtali viö DV.
Sjúkrahusið hefur nýlega fest kaup á
sendibifreið til að annast flutning á
ýmsum varningi til öldrunardeild-
arinnar, sem opnuö var á dögunum,
frá sjúkrahúsrnu.
Aöur en til bílakaupanna kom leitaði
sjúkrahússtjórnin óformlegra tilboða í
flutninga þessa. Bárust nokkur sem
hl jóðuðu upp á 30 til 90 þúsund krónur á
mánuði. Sjúkrahússtjórnin ákvaö hins
vegar að kaupa s jálf bíl til þessa.
— Er þetta ekki fullmikið bruðl
þegar rikisstjórnin boðar sparnað í
ríkiskerfinu?
„Nei, svo langt frá því," sagði Haf-
steinn. Við fengum löggiltan endur-
skoðanda til að kanna þetta mál og
hann komst aö þeirri niðurstöðu aö það
eina rétta væri að sjúkrahúsið keypti
sjálft bii.
BílUnn kostaði 200 þúsund og er því
nokkra mánuöi aö borga sig upp. Auk
þess eru það umsjónarmenn stofnun-
arinnar sem aka bílnum virka daga.
Um helgar skiptumst viö á, smiðurinn,
húsvörðurinn og ég. Þetta hefur engin
aukaútgjöld í för með sér því við erum
allir á fastri yfirvinnu. Auk þess er
þetta bráðabirgðafyrirkomulag og
það getur vel verið að við seljum bíiinn
aftur sýnist okkur það hentugra,"
sagði Hafsteinn Þorvaldsson. -KÞ.
Reyklausir bekkir
Á kynningardagskrá um reykingar í Garðaskóla, grunnskóla, fyrir nokkrum dögum fengu nokkrir bekkir plagg sem vottaði að hér væri
um reyklausa bekki að ræða. Skólastjóri og fyrirkennari undirrituðu plöggin par sem á voru nöfn nemenda þeirra bekkja par sem enginn
reykir. DV-mynd: Sveinn Þormóðsson.
Líf eða dauði Stálf é-
lagsins ráðinn næstu daga
— verið að skoða niðurstöður ráðgjaf afyrirtækis um arðsemismöguleika
A næstu dögum ræðst hvort
uppbyggingu Stálfélagsins verður
haldið áfram eða hætt verður við allt
saman. Grundvöllur að framhalds-
uppbyggingu er fyirrgreiösla og aðild
hins opinbera að fyrirtækinu. Hið
opinbera óskaöi hins vegar eftir því í
vetur að óháðir aðilar yrðu látnir gera
úttekt á öllum áætlunum fyrirtækisins
Hvað segja bændasamtökin um fimm ára áætlun Steingríms?
Verðum alltaf með umf ramf ramleiðslu
„Bændum er Ijóst að útflutningur
landbúnaðarafuröa er mjög óhag-
kvæmur eins og er en ef við miðurn
við aö vera sjálfum okkur nóg þá
hlýtur alltaf að verða einhver um-
framframleiðsla. Eg er þeirrar
skoðunar að þessa umframfram-
leiðslu eigi að flytja út," sagði Ingi
Tryggvason, formaður Stéttar-
sambands bænda, í samtali við DV í
tilefni þeirra ummæla Steingríms
og hana á að flytja út, segir
Hermannssonar forsætisráðherra að
gera þyrfti fimm ára áætlun um
samdrátt í landbúnaöarframleiðslu
þannig að ekki þyrfti að flytja þær
afurðir út og greiða af þeim út-
flutningsuppbætur.
Ingi Tryggvason benti á aö fram-
leiðsla heföbundinna landbúnaðaraf-
urða hefði dregist saman á undan-
förnum árum. Sauðfé hefði farið
fækkandi en afleiðing þess í
f ormaður Stéttarsambandsins
minnkandi kjötframleíðslu hefði enn
ekki komiö í ljós. En ef miðað er við
þann fjárstofn sem settur var á
siðastliðið haust og kindak jötsncy slu
undanfarinna ára þá mun kinda-
kjötsframleiðsla verða 10 til 15% um-
frám innanlandsneyslu. Framleiðsla
mjólkurafuröa varð á síðasta ári 6%
umfram það sem seldist á innan-
landsmarkaöi.
Steingrímur sagði í ræðu sinni á
núðstjórnarfundi Framsóknar-
flokksins að gæta yrði þess að þessi
samdráttur í landbúnaðarfram-
leiðslu leiddi ekki til byggða-
röskunar. Ingi Tryggvason sagði að
minnkandi framleiðsla
hefðbundinna landbúnaðargreina
þyrfti ekki að leiða til fækkunar
bænda ef samhliða færi efling nýrra
búgreina.
-ÓEF.
og var látið í veðri vaka að ekkert yrði
úr stuðningi ef sú úttekt leiddi ekki í
ljós jákvæðar niðurstöður.
Danskt ráögjafafyrirtæki var f engið
til að gera úttektina í febrúar sl. og
bárust niöurstöður um helgina. Engar
upplýsingar fást um eðli þeirra en
stjórn Stálfélagsins ætlar aö funda um
þærámiðvikudag.
A meðan niðurstööu var beðið hefur
starfsemi félagsins verið í biðstöðu og
er enn nema hvað félagið hefur selt
Sindrastáli liðlega þúsund tonn af
brotajárni. Það járn var á leigulóð ná-
lægt Straumsvík og hafði Hafnar-
fjarðarbær óskað eftir að lóðin yrði
rýmd.
Þetta var óunnið járn 'og Stálf élagið
hyggst ekki forvinna járn heldur
kaupa það af öðrum aöilum sem for-
vinna þaö, svo sem Sindra. Afram á
félagiö nokkur skipsflök sem það f yrir-
hugar að skera sjálft niður til bræðslu.
-GS.
Í dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfan
Með öndina í hálsinum
Öllum er í fersku minni þegar
Kvennalistinn húrraðist í framboð
með fínar frúr í bak og fyrir og
sigraði heiminn að eigin mati og
þrjár þeirra (ínustu settust á þing-
bekk. Hef ur manni verið sagt að þær
hafi mætt vel á þingfundi og vcrið
stofuprýði hin mesta og augnayndi
fyrir karlrembusvínin við Austur-
viill. Litlu málin, varnir landsins,
efnahagsvandann og kakómjólkina,
hafa þær að mestu látið afskiptalaus.
En því ineir munu þær kvennalista-
stöllur hafa látið til sín taka í meiri-
háttar landsmálum svo sem friðar-
fræðslu á dagheimflum, kennslu-
gagnamiðstöðvum og afdrifum um
nauðgunarmál. Hafa þær markað
sér þá sérstöðu að hafa hvorki af-
skipti né skoðun á neinu því málij
sem ekki snertir jafnrétti kvenna og
karla. Með hiiðsjón af þeirri áráttu
Alþingis Islendinga að fjalla um.
önnur og fleiri mál en snerta þá jafn-
vægislist, sem kvennalistakonur
boða hafa þær átt náðuga daga í
þingsölum og brugðið sér á salernin
þegar þau mál eru á dagskrá sem
þeim kemur ekki við.
Það bar hins vegar við þegar þing-
menn hugðust mæta til sinnar árlegu
þingveislu, að göinlum og góðum sið,
að kvennalistakonur fóru í hungur-
verkfall og ncituðu að mæta upp á
fríar trakteringar úr ríkissjóði. Var
framganga þeirra fræg af þeirri
snjöllu lilliigu kvennanna að tU
greina kæmi að þær mættu tU
veislunnar ef þær fengju að greiða
fyrir drykk með og eftir mat. Þótti
'þeim sem sagt í lagi að drekka
kokkteilinn frítt. Ekki er vitað til að
nokkur iiafi amast við því þótt kven-
fólkið mætti upp á þessi býti en
kvennaUstakonur, trúar sinni háleitu
hugsjón, létu hvergi sjá sig í
veislunni nema þegar ein þeirra sást
á gægjum eldhúsmegin, þegar Arni
kjaftshögg átti erindi afsíðis. Hefur
sjálfsagt verið að narta í matarlcif-
arnar blessuð, ríkiuu að kostnaðar-
lausu.
En ef einhver skyldi halda að
kvennalistakonur hafi séð cftir að
fara í opinbert hungurverkfaU, og
hafi það ekki fyrir vcnju að narta í
matarleifar á laun, skal það hér með
Ieiðrétt.
Svo brá nefnUega við að í síðustu
viku vildi f járveitinganefnd gera sér
glaðan dag á kostnað hins opinbera
og buðu nefndarmenn sjálf um sér tU
mannfagnaðar með Pekingönd í
aðalrétt.
Eflaust hafa forsprakkar nefnd-
arinnar verið í góðri trú um að
stjórnmálasamtök hefðu það ekki á
stefnuskrá sinni að vera á móti
Pekingöndum en allt kom fyrir ekki.
FuUtrúi kvennaUstans sendi afboð
með þeim skUaboðum að kvemia-
listakonur væru enn sem fyrr á móti _,
¦¦*¦ mu w ii it u mmmwiBtmaP
opinberu bruðU í dýrlegum þing-
mannaveislum.
Voru nú góð ráð dýr fyrir karl-
peninginn í nefndinni, sem sat eftir
með sárt ennið og át sína andastcik
með vondri samvisku yfir áfram-
haldandi mótmæla- og
hungurverkföUum kvenfuUtrúans.
Attu þeir af eðlUegum ástæðum,
bágt með að skilja hvers Peking-
iiiidin ætti að gjalda, óhreyfð og óétin
á veisluborðinu meðan garnirnar
gauluðu í sársoltinni konunni.
Verður líka að segja það eins og er að
þær stjórnmálastefnur sem banna
fuUtrúum sínuin að eta innan um
iiiniað fólk og þiggja góð boð, eru
grimmúðleg mannréttindabrot sem
iítift eiga skylt við jafnrétti
kynjanna.
Að lokum var gripið tU þess ráðs
að pakka öndinni inn og senda haua
til þingmannsins með sérstakri
kveðju „frá strákunum". Vissu þeir
sem var að matarleif ar, jafnvel þótt
Pekingendur séu, bragðast vel þegar
enginn sér tU. Hér eftir munu
kvennaUstakonur sitja á þingi með
öndina í hálsinum.
Dagfari.
,4A-