Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 16
16 ví dv. wa>Vntut»Aríítm^i^i&ö'4. "¦'« Spurningin Notarðu strætó? Guðríður Gísladóttir: Nei, það geri ég aldrei, ég held að ég hafi síðast komift í strætó árið 1968. Ingólfur Sigurjónsson: Það eru ein 15—20 ár síðan ég kom síðast í strætó. Eg fer allra minna ferða á eigin bil\ Ekki get ég imyndað mér hvað farið kostar. Jón Vignir Sigmundsson: Nei, ég kem aldrei í strætó og get ekki ímyndaö mér hvað kostar í hann. Eg man ekki einu sinni hvenær ég kom síðast í einn slík- an. Valgeir Gunnarsson: Nei, ekki oft. Ætli það séu ekki einir 3 mánuðir síðan ég kom síðast. Eg held að það kosti ein- arl3krónuríhann. Þórhallur Halldórsson forstöðumaður: Eg notast lítið við strætisvagna. Ætli það sé ekki svona hálfur mánuöur síð- an ég kom síðast í vagn. Það kostar 13 krónurfarið. Skúli Aðalsteinsson sendibílstjóri: Þaö geri ég sjaldan. Sennilega kom ég síð- ast í strætöum jólin. Eg nota alltaf bil. Annars held ég að það sé nauðsynlegt að f ólk noti vagnana meira, það er hætt að verða pláss fyrir alla þessa bíla á götunum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Höfundarréttur Friðbert Pálsson hjá Háskólabíói hafði samband við „Lesendur" vegna bréfs sem hér birtist hér þann 25 s.l. Þar er talaö um að mynd sem sýnd var í Háskólabíói, Reds, hafi verið tveggja eða þriggja ára gömul þegar hún var sýnd hér á landi. Friöbert sagði þetta ekki rétt því þessi mynd hefði fengið óskarinn 1982 og hefði verið sýnd hér ári síðar. Sá er skrifar bréf ið reynir að réttlæta aðgerðir ólöglegrar útleigu á video- spólum vegna þess sem hann kallar lélega þjónustu bióhusa. Friðbert sagöi það algerlega háð því hvernig samnningar tækjust við fram- leiðendur hvenær myndir kæmu til landsins og fráleitt að brjóta mætti höfundaréttarlög þó myndir kæmu ekki strax í bíóhúsin. Abyrgö á gall- aðri steypu — ÓhróöriograngfærsSumsvaraö VIBYRPA ^ SOLBÆR JE ¦ ¦ ' ¦::¦::' ' ¦ ¦<¦>*'.*, : ',w,íj( ¦ ',. : ' *A ** > A* *W ^ '"'"''— Gísli Jónsson skrifar: I DV þann 18. apríl sl. var birt á lesendasiöu símtal við nafnlausan bíl- stjóra. Vitnaði hann í kjallaragrein, er ég ritaði í DV þann 4. apríl sl. Bílstjór- inn sagði mig hafa fjailað um vatns- blöndun steypu og telur mig hafa gleymt að minnast á hlut múrara- meistara. Bílstjórínn fer hér með alrangt mái. Eg minntist ekki í grein minni á vatnsblöndun steypu heldur fjallaði um ábyrgð á gailaðri steypu almennt. Skýrt kom fram í grein minni að í umræddu skaðabótamáli hefði Hæsti- réttur talið sannað að steypuselj- andinn hefði afhent gallaða steypu. Hér má reyndar upplýsa til viðbótar að steypuseljandinn reyndi að halda því fram að of mikiö vatn hefði verið sett í steypuna að ósk kaupanda en þeim ósannindum var hrundið. Eg get tekið undir þau orð bílstjór- ans að bakari hafi verið hengdur fyrir smið því í umræddu máli var steypu- kaupandinn, vegna úreltra laga- ákvæða, látinn bera ábyrgð á svikum steypuseljands. Bílstjórinn heldur þvi fram að stór hluti þeirra sem sjá um uppsteypun mannvirkja séu ábyrgðarlausir menn og óskiljanlegt hvernig þeir hafa komLst i gegnum próf í 'iönskóla en innan um séu þó menn sem færir eru að gegna starfi sínu. Svo svivirðilegan óhróður um ákveðna stétt iðnaðar- manna hef i ég ekki áður séð á prenti og er ekki að undra þótt bílstjórinn hafi kosið að láta ekki nafns síns getið. Frekari umræður um gallaða steypu verða vonandi faglegri. Súkkulaöivika Guðmundur skrifar: Eg var að paufast í gegnum tíma- ritið Det Nye, sem ég er áskrifandi að. Og sem ég er tæplega hálfnaður með lesninguna rekst ég á einhvern fylgi- hlut því bunga var á blaöinu. Við nánari athugun reyndist þarna vera kotninn tepoki. Þetta var sk. kynning á sólberjatei frá einhverjum tefram- leiðandanum. Eg rauk auðvitaö inn í eldhús og hitaði vatn. Síðan gæddi ég mér á yl- volgu sólberjatei á meðan ég Iauk við að lesa blaöið. Blaöið varð auðvitað helmingi betra fyrir vikið og nú vil ég skora á mat- vselaframleiðendur og tímaritsútgef- endur að gera með sér samning svipaöan og að f raman er getið. Haldiði t.d. ekki að það væri munur að maula súkkkulaðistykki yfir tíma- ritinu? # Það held ég. SVO MA BRYNA DEIGT JÁRN AÐ BÍTI —athugasemdir víð skríf Vestra Hanna Baldvinsdóttir skrifar: Nú er svo komið að ég, hinn armi verslunarþræll, get ekki oröa bundist lengur. Oft hef ég orðið vond en nú sýður á mér og það skeði við lestur greinar eftir einhvern sem kallar sig Vestra; ekki er nú manndómurinn það mikill að hann þori að láta nafn s.itt fylgja þegar hann ræðst á stétt Verslunarstörf geta verið iýjandi, sérstaklega ef mikið er að gera. manna sem hefur sitt lifibrauðaf verslun og verslunarstörfum. En hann er svo sem ekki einn um það að sjá ofsjónum yfir ef verslunarfólk fær 1—2 fridaga. Ekki held ég nú samt að fólk hafi þurft að svelta nú um páska sökum þess að versianir haf i ekki verið opnar sem skyldi. Allt opiö upp á gátt til kl. 20.00 og jafnvel til kl. 22.00 miðvikudaginn fyrir páska og siðan til kl. 16.00 laugar- daginn fyrir páska. Það gera sjö klukkustundir á laugardeginum en ekki þrjár til f jórar eins og Vestri vill meina að hafi verið. Eg held að hann væri ekki gjaldgengur í verslun ef reikningsgetan er ekki meiri en þetta. Það er alveg yfirgengileg illska sem hleypur í fólk ef við sem vinnum verslunarstörf fáum okkar fridaga en þó erum við samt fólkift sem höf um hvaö lengstan vinnutíma. Hvers vegna er aldrei talað um banka og aörar opinberar stofnanir, þar er ekki talað um vaktaskipti og lengri afgreiðslutíma? Nei, nei, slíkt væri fráleitt, þar er nefnilega lokað á miðjum dögum og enginn segir orð, en grun hef ég um að Vestri og aðrir ámóta nöldurseggir séu þar innan veggja. Því staðreyndin er sú að þeir kvarta minnst sem vinna lengst hvað þéssimálvarðar. Það var annars léiðinlegt með brauðin hans Vestra, ætli hann hafi nú ekki samt haft örlítið horn í f rysti- kistunni sinni f yrir páskabrauöiö sitt ef hann hefði reynt að hugsa örlitið lengra en til líðandi stundar? Og talandi um laugardaga í sumar, er verslunarfólki virkilega of gott að eiga frí tíu laugardaga yfir hásumarið? Eg trúi þvi ekki fyrr en ég tek á að því verði breytt og þar með gert að engu margra ára starf þess fólks sem baröist fyrir því að fá þessu framgengt á sínum tima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.