Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Side 16
dv. MíDVníubA'ciúRífvMkti&eí. 16 fI Spurningin Notarðu strætó? Guöriður Gisladóttir: Nei, það geri ég aldrei, ég held aö ég hafi síöast komið i strætó áriö 1968. Ingólfur Sigurjónsson: Þaö eru ein 15—20 ár síöan ég kom síöast í strætó. Eg fer allra minna feröa á eigin bill' Ekki get ég ímyndaö mér hvaö farið kostar. Jón Vignir Sigmundsson: Nei, ég kem aldrei í strætó og get ekki ímyndaðmér hvaö kostar í hann. Eg man ekki einu sinni hvenær ég kom síðast í einn slík- an. Valgeir Gunnarsson: Nei, ekki oft. Ætli þaö séu ekki einir 3 mánuðir síöan ég kom síðast. Eg held aö þaö kosti ein- arl3krónuríhann. Þórhallur Halldórsson forstöðumaöur: Eg notast lítiö viö strætisvagna. Ætli það sé ekki svona hálfur mánuður síö- an ég kom síðast í vagn. Það kostar 13 krónurfarið. Skúli Aöalsteinsson scndibilstjóri: Það geri ég sjaldan. Sennilega kom ég síö- ast í strætó um jólin. Eg nota alltaf bíl. Annars held ég að þaö sé nauðsynlegt að fólk noti vagnana meira, það er hætt að verða pláss fyrir alla þessa bíla á götunum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Höfundarréttur Friöbert Pálsson hjá Háskólabíói haföi samband viö „Lesendur” vegna bréfs sem hér birtist bér þann 25 s.l. Þar er talað um að mynd sem sýnd var í Háskólabíói, Reds, hafi veriö tveggja eöa þriggja ára gömul þegar hún var sýnd hér á landi. Friðbert sagði þetta ekki rétt því þessi mynd hefði feng-ið óskarinn 1982 og hefði verið sýnd hér ári síðar. Sá er skrifar bréfiö reynir að réttlæta aðgeröir ólöglegrar útleigu á video- spólum vegna þess sem hann kallar lélega þjónustu bíóhúsa. Friðbert sagði það algerlega háð því hvemig samnningar tækjust við fram- leiðendur hvenær myndir kæmu til landsins og fráleitt að brjóta mætti höfundaréttarlög þó myndir kæmu ekki strax í bíóhúsin. vibyrpA 1 SOLBÆR -TE ** *■». 4* wA-tem* Ábyrgð á galU aðrí steypu —Óhróðri og rangfærslum svaraö Gisli Jónsson skrifar: I DV þann 18. apríl sl. var birt á lesendasíöu símtal við nafnlausan bíl- stjóra. Vitnaði hann í kjallaragrein, er ég ritaði í DV þann 4. apríl sl. Bílstjór- inn sagöi mig hafa fjallaö um vatns- blöndun steypu og telur mig hafa gleymt aö minnast á hlut múrara- meistara. Bílstjórinn fer hér meö alrangt mál. Eg minntist ekki í grein minni á vatnsblöndun steypu heldur fjallaöi um ábyrgö á gallaðri steypu almennt. Skýrt kom fram í grein minni að í umræddu skaðabótamáli heföi Hæsti- réttur taliö sannaö að steypuselj- andinn hefði afhent gallaöa steypu. Hér má reyndar upplýsa til viðbótar að steypuseljandinn reyndi aö halda því fram aö of mikiö vatn heföi verið sett í steypuna að ósk kaupanda en þeim ósannindum var hrundið. Eg get tekið undir þau orö bílstjór- ans að bakari hafi verið hengdur fyrir smiö því í umræddu máli var steypu- kaupandinn, vegna úreltra laga- ákvæða, látinn bera ábyrgö á svikum steypuseljands. Bílstjórinn heldur því fram að stór hluti þeirra sem sjá um uppsteypun mannvirkja séu ábyrgðarlausir menn og óskiljanlegt hvemig þeir hafa komist í gegnum próf í iðnskóla en innan um séu þó menn sem færir eru aö gegna starfi sínu. Svo svívirðilegan óhróður um ákveöna stétt iðnaðar- manna hefi ég ekki áöur séö á prenti og er ekki að undra þótt bílstjórinn hafi kosiö að láta ekki nafns sins getið. Frekari umræður um gallaöa steypu veröa vonandi faglegri. Súkkulaðivika Guðmundur skrifar: Eg var aö paufast í gegnum tíma- ritið Det Nye, sem ég er áskrifandi aö. Og sem ég er tæplega hálfnaður meö lesninguna rekst ég á einhvem fylgi- hlut því bunga var á blaðinu. Viö nánari athugun reyndist þarna vera kominn tepoki. Þetta var sk. kynning á sólberjatei frá einhverjum tefram- leiöandanum. Ég rauk auðvitað inn í eldhús og hitaði vatn. Síöan gæddi ég mér á yl- volgu sólberjatei á meöan ég lauk við aö lesa blaðiö. Blaöið varð auðvitað helmingi betra fyrir vikiö og nú vil ég skora á mat- vælaframleiðendur og tímaritsútgef- endur aö gera meö sér samning svipaöan og aö framan er getið. Haldiöi t.d. ekki aö þaö væri munur að maula súkkkulaöistykki yfir tíma- ritinu? , Þaö held ég. HRINGIÐ ísíma 86611 milli kl.13 0915 eda —athugasemdir við skrif Vestra manna sem hefur sitt lifibrauð af verslun og verslunarstörfum. En hann er svo sem ekki einn um þaö aö sjá ofsjónum yfir ef verslunarfólk fær 1—2 frídaga. Ekki held ég nú samt aö fólk hafi þurft aö svelta nú um páska sökum þess að verslanir hafi ekki veriö opnar sem skyldi. Allt opið upp á gátt til kl. 20.00 og jafnvel til kl. 22.00 miðvikudaginn fyrir páska og síðan til kl. 16.00 laugar- daginn fyrir páska. Þaö gera sjö klukkustundir á laugardeginum en ekki þrjár til f jórar eins og Vestri vill meina að hafi verið. Eg held aö hann væri ekki gjaldgengur í verslun ef reikningsgetan er ekki meiri en þetta. Þaö er alveg yfirgengileg illska sem hleypur í fólk ef viö sem vinnum verslunarstörf fáum okkar frídaga en þó erum við samt fólkiö sem höf um hvaö lengstan vinnutíma. Hvers vegna er aldrei talaö um banka og aðrar opinberar stofnanir, þar er ekki talað um vaktaskipti og lengri afgreiöslutíma? Nei, nei, slíkt væri fráleitt, þar er nefnilega lokaö á miöjum dögum og enginn segir orð, en grun hef ég um aö Vestri og aðrir ámóta nöldurseggir séu þar innan veggja. Því staöreyndin er sú að þeir kvarta minnst sem vinna lengst hvaö þessimálvaröar. Þaö var annars léiöinlegt meö brauöin hans Vestra, ætli hann hafi nú ekki samt haft örlítiö hom í frysti- kistunni sinni fyrir páskabrauöiö sitt ef hann heföi reynt aö hugsa örlitiö lengra en til líöandi stundar? Og talandi um laugardaga í sumar, er verslunarfólki virkilega of gott aö eiga frí tíu laugardaga yfir hásumariö? Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á aö því veröi breytt og þar með gert aö engu margra ára starf þess fólks sem baröist fyrir því aö fá þessu framgengt á sínum tíma. Versiunarstörf geta verið lýjandi, sérstaklega ef mikiö er aö gera. Hanna Baldvinsdóttir skrifar: Nú er svo komið aö ég, hinn armi verslunarþræll, get ekki oröa bundist lengur. Oft hef ég orðið vond en nú sýöur á mér og þaö skeöi viö lestur greinar eftir einhvem sem kallar sig Vestra; ekki er nú manndómurinn þaö mikill aö hann J)ori aö láta nafn sitt fylgja þegar hann ræöst á stétt SVO MÁ BRÝNA DEIGT JÁRN AÐ BÍTl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.