Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. MAI1984.
Feðgarair um borö í Guðrúnu Ótaf s sem leitað var á sunnudaginn:
„Við örvæntum aldrei"
„Nei, nei, viö örvæntum aldrei.
Viö vissum aö okkur yrði bjargað,"
sagði Jón Vignir Hálfdánarson, ann-
ar feðganna, sem voru um borð í
Guðrúnu Olafs, bátnum er leitaö var
á sunnudag.
Eins og kunnugt er tilkynnti bát-
urinn um bilaöa vél til Rcykjavíkur-
radíós um klukkan fimm á sunnu-
dagsmorgun, en láðist að geta ná-
kvæmlega um staösetningu, nema að
báturinn væri á Breiðaf irði. Tveimur
tímum síðar varð sambandslaust við
bátinn. Var leit strax sett í gang og
fannst báturinn á reki vestur af
Látrabjárgi um miðjan dag á sunnu-
dag. Hafði þá leit staðiö yfir í níu
tíma.
„Það hefur komið i ljós að startar-
inn er bilaður og við pabbi munum
bíða eftir þvi að við.það verði gert
áður en við höldum áfram ferðinni til
liolungarvíkur," sagði Jón. „Annars
fór rafmagnið líka af bátnum í kjöl-
far bilunarinnar, svo að maður veit
ekki alveg hvað viðgerð tekur langan
tíma. Við vonumst þó tilaðgeta ver-
iðkomniráveiöarílok vikunnar."
Jón sagði aö þeir væru eigendur
bátsins sem cr opinn vélbátur. Værí
meiningin að stunda handfæri á
bátnum. Þeir hefðu keypt hann frá
Keflavik og hef ðu verið á leið þaðan,
heim til Bolungarvikur. Báturinn hét
áður Fjarðará og var gerður út frá
Keflavík.
„Þegar viö lögðum upp, varfarið
rækilega yfir bátinn, en þá var allt í
lagi. Enda er það svo að óhöppin
gera ekki boð á undan sér."
— Nú gáfuð þið ekki upp nák vaema
staðsetningu. Slóð það í sambandi
viðbiluniha?
ni
Guðrún Ólafs, ÍS208, é reki vestur afLátrabjargiá sunnudaginn.
„Nci, alls ekki. Þetta var mér að
kenna. Eg var með leitarkort en láö-
ist að geta nákvæmlega um þetta.
Þegar ég svo ætlaði að bæta fyrir
þetta vorum við orðnir sambands-
lausir."
— Þetta hefur verið langur tími að
líða.ekkisatt?
„ Jú, ekki er hægt aö neita þvi en
við vissum alveg að við myndum
finnast."
— II vernig eydduð þið timanum?
„Við reyndum að leggja okkur til
skiptis, en það hjálpaði mjög upp á
sakirnar, hversu gott veðrið var"
— Eruð þið báðir vanir s jómcnu?
DV-mynd/GVA.
„Já.þaulvanir."
— Setur þetta óhapp eitthvert
strik i rcikninginn?
„Nei, langt frá þvi. Við ætlum að
halda okkar striki og vonandi kemst
báturinn sem fyrst i lag svo að við
komumst aftur á sjóinn," sagði Jón
Vignir Hálf dána rson. -KÞ
Leigukjörá
þyrlum könnuð
„Við erum að safna upplýsingum til
að geta sett upp fjárhagsdæmi fyrir
^ríkisstjórnina um hvað kostar að leig ja
þyrlu, kaupleigja eða kaupa," sagði
Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar.
Fulltrúar frá Aerospatiale-þyrlu-
. smiðjunum í Frakklandi yoru á Islandi
fyrir helgi og kynntu forráðamönnum
Landhelgisgæslunnar þau kjör, sem
þeir bjóða á Dauphin-þyrlum, bæöi
leigukjör og kaupleigu.
Samskonar upplýsingar hef ur Gæsl-
an fengiö frá Bell Textron í Bandarikj-
unum, Sikorsky, og von er á upplýsing-
umfrá Augusta Bell á Italíu.
Ríkisstjórnin hefur sem kunnugt er
frestað kaupum á þyrlu en þess í stað
heimilaö Landhelgisgæslunni að taka
slikt tæki á leigu meðan kannað verði
hvaða tegund henti best hérlendis.
Þyrla fæst trúlega ekki leigð með
minna en tveggja til þriggja mánaða
fyrirvara. Ný björgunarþyrla fæst því
líklega ekki til landsins fyrr en í fyrsta
lagi seinnipart sumars. -KMU.
Iíffengul,8
mill jónir króna
Uthlutaö hefur verið styrkjum úr
Kvikmy ndas jóði fyrir árið 1984 og voru
tveir stærstu styrkirnir til þeirra
Agústs Guðmundssonar og Nýs lífs
sf. Fékk hvor aðili um sig 1,8 milljónir
króna. Agúst Guðmundsson fékk styrk
til gerðar myndarinnar „Sandur" og
Nýtt líf sf. til gerðar myndarinnar
„Skammdegi".
Umsóknir um styrki voru 40 að
þessu sinni en alls hafði sjóðurinn úr
6,5 milljónum kr. aö spila. AUs hlutu 16
aðilar styrki úr sjóönum, hinir tveir
framangreindu þá langstærstu. Yfir-
leitt voru styrkirnir á bilinu 75—250
þúsundkr. -FRI
MEST SELDIBILL A ISLANDI
Fiá því FIAT UNO vai kynntui á midju s.l ári hefui hann selst meiia en nokkui annai
einstakui bíll héi á landi.
FRÁBÆRTVERÐ KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI
Bíll ársins 1984
Uno!
FIAT UNO er íullur crf gœðum
og glœsileika. Samt getum viö
boöiö hann á sérlega góöu
verði, írá
kr. 229.000.-
Aí viðtökunum sem UNO heíur íengiö er ljóst að allir vilja
eignast þennan metsölubíl. Viö viljum leggja okkar af
mörkum til þess að svo megi verða og reynum því að
sveigja greióslukjörin að getu sem ílestra.
EGILL
Smidjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.