Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Side 5
________________________5_
Ekki hlutverk
Neytenda-
samtakanna
_ — að taka þátt í
stjórn
atvinnufyrirtækja
„Eg tel að þaö sé fráleitt að
Neytendasamtökin gefi slíkri stofnun
gæðastimpil með þátttöku í stjórn GL.
Þaö er ekki hlutverk Neytendasamtak-
anna að taka þátt i stjórnun atvinnu-
fyrirtækja. Kartöflubændur og aðrir
verða að gera sér grein fyrir því að það
er ekki hægt að binda sig við sölufyrir-
komulag §em heyrir sögunni til,” sagði
Jón Magnússon, formaður Neytenda-
samtakanna, er DV spurði hann álits á
tillögu kartöflubændanna um að
neytendur sætu í stjórn GL.
Jón sagöi ennfremur að það væri
ekki óeðlilegt að framleiðendur tækju
sig saman og keyptu sjálfa Grænmetis-
verslunina. Það samræmdist nútíma
viðskiptaháttum að innflutningur á
kartöflunum yrði gefinn frjáls. Það
væri einnig eðlilegt að landbúnaöar-
ráðuneytiö eða viðskiptaráðuneytið
sæju um að veita leyfi til slíks
innflutnings og með þeim hætti að inn-
lend framleiðsla yrði ekki fyrir
skakkaföllum.
-APH
DV.ÞRIÐJUDAGUR 15. MAl 1984.
að neytendur verði virkir aðilar í
stjómun kartöflumála hér á landi.
„Með þessu myndu tengsl neytenda
og framleiðenda aukast og það er
kappsmál okkar að neytendur séu
ánægðir með framleiðsluna,” sagði
Guðni Guðlaugsson, formaður Félags
kartöflubænda.
Kartöflubændumir lýstu því yfir að
þeir væru ekki ónægðir með stjórnun
GL og telja að innflutningurinn á
finnsku kartöflunum sé á engan hátt
verjandi.
Þeir telja ekki að frjáls inn-
flutningur á kartöflum muni leysa
vandann og mótmæla honum harðlega.
Þeir telja að slíkur innflutningur geti
valdiö mikilli ringulreið og skipulags-
leysi ó markaðinum. Það sé engan
veginn hægt að hafa stjórn á slíkum
innflutningi án þess að það komi niður
á innlendri framleiðslu. Þá telja þeir
einnig að með frjálsum innflutningi
aukist hættan á að kartöflusjúkdómar
berist hingað til landsins.
Að lokum bentu þeir á að líkur væru
fyrir því að neytendur yrðu fyrir tjóni
þar sem dreifingarkostnaður yrði mun
meiri og yrði honum velt yfir á herðar
neytandans. Kartöflubændur sögðu að
árið í fyrra hefði verið nokkuð sérstakt
vegna uppskerubrests en vert væri að
hafa í huga að í meðalárferði væm
einungis fluttar inn kartöflur hingað til
landsins í fóar vikur. Undir þessi mót-
mæli skrifar stjórn Landssambands
kartöflubænda, kartöflubænda á
Suðurlandi, í öræfum, Homafirði og
viðEyjafjörð.
-APH.
Stjórn Félags kartöflubænda á Suðurlandi loggur til að gerðar verði breytingar ð stjórn Grænmetis-
verslunarinnar. Frá vinstri er Helgi Sveinsson, Páll Guðbrandsson, Kristján Gestsson, Guðjón Guðnason,
Guðlaugur Árnason og standandi er Guðni Guðlaugsson formaður.
Kartöf lubændur vilja breyta stjórn Grænmetisverslunarinnar:
FULLTRÚAR NEYTENDA OG
FRAMLEIÐENDA STJÓRNI
Stjórn Félags kartöflubænda á Suð- metisverslunarinnar verði einungis leiðendursjáiumaðkjósasínafulltrúa
urlandi leggur til að gerðar verði skipuö fulltrúum neytenda og fulltrú- í stjórnina og jafnvel Neytenda-
gagngerðar breytingar á stjórn Græn- um framleiðenda og með oddamann. samtökin fulltrúa neytenda. Með þess-
metisverslunarinnar. Stjóm Græn- fró landbúnaðarráðuneytinu. Fram- um breytingum telja kartöflubtendur
Til hamingju
strákar
Islandsmeistararnir frá því í fyrra; Halldór Úlfarsson og Hjörleifur Hilmarsson
urðu í 1. sæti ífýrsta ralli sumarsins AUTO-rallinu um daginn og þeir urðu
í 2. sæti í Jó Jó-rallinu nú um helgina.
Þeir eru alltaf í fremstu röð
— á sóluðum radíaldekkjum frá okkur.
fúLlltlUr
JARÐAFL
S 794S3
mmmm
SMIÐJUVEGI34, KÓPAVOGI
SKEIFUNN111, REYKJAVÍK - BREKKUSTÍG 37, NJARÐVÍK
GeliBBjornssonl