Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Side 32
Fréttaskotió 68-78-58 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1984. Stakk konu sína með hnífí Liðlega fertug kona varö fyrir hnífárás eiginmanns síns á Bjarkar- götunni í gær og lagði maðurinn til hennar meö eldhúshníf tvisvar sinnum. Kom annað sárið undir hægra brjóstið og hitt í upphandlegg kon- unnar en maðurinn stakk síðan sjálfan sig í kviðinn. Hvorugt þeirra mun vera í lífshættu eftir þennan atburð, að sögn rann- sóknarlögreglunnar, og fékk konan að fara af sjúkrahúsi í gær eftir að gert hafði verið að sárum hennar. Maður- inn er í vörslu lögreglunnar. Rannsóknarlögreglan sagði að maöur þessi mundi oft hafa hótaö konu sinni líkamsmeiðingum en þau eru nú umþaðbil aðskilja. Yfirheyrslur verða yfir manninum í dag og þá verður tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds- úrskurðar y fir honum. -FRI. Búseti fær ekki 80% lán Samkomulag er nú milli stjórnar- flokkanna að breyta frumvarpinu um Húsnæðisstofnun ríkisins á þann veg að tekin eru af öll tvímæli um aö húsnæöissamvinnufélagið Búseti fái ekki lán úr Byggingarsjóöi verka- manna. Lán þessi nema 80% af byggingarkostnaði. Lögð var fram breytingartillaga við þá grein frumvarpsins sem hér á viö í gær. I samkomulagi stjórnarflokkanna felst einnig að mál þetta verði faliö milliþinganefnd sem skili áliti sínu fyrir næsta þing. Frumvarpið um Húsnæðisstofnun verður því afgreitt á þessu þingi með þessari breytingu. -ÖEF. LUKKUDAGAR 15. MAÍ 39307 HLJÓMFLUTNINGSTÆKI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERDMÆTI KR. 40.000,- Vinningshafar hringi i síma 20068 LOKI Mér fínnst að eggjadreif- ingarstöðin ætti að vera í Flugstöðinni. Verður aukahús byggt við nýju flugstöðina á Kef lavíkurflugvelli?: POSTGEYMSLA GLEYMDIST „Það er óhætt að segja aö við erum ekki hressir meö þetta,” sagði Kristján Helgason, umdæmisstjóri hjá Pósti og síma, um þá aðstöðu sem pósthúsi er ætlað í nýju flugstöð- inni á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er ekki nógu stórt til aö annast alla þá þjónustu sem við telj- um að þurfi að annast. Það er í raun ekki gert ráð fyrir neinni geymslu fyrir póst,” sagði Kristján. Svo virðist sem hönnuðir flug- stöðvarinnar hafi gleymt að gera ráð 'fyrir póstgeymslu, sem forráðamenn Póst og síma telja nauðsynlega, enda þótt engin slík sé í gömlu stöðinni. Kristján Helgason var spurður hvort hugmynd hefði komið fram um að ieysa vandamálið með því að smíða sérstaka byggingu viö hlið flugstöðvarinnar undir póstgeymslu. Kvaðst hann hafa heyrt um það. Póstinum er annars ætluð aðstaða á þremur stööum í nýju flugstöðinni. Gert er ráð fyrir almennri afgreiðslu á 1. hæð. Þó verður í transit-sal frí- merkjasala og símaafgreiðsla. Auk þess verður skrifstofuherbergi. -KMU. Húsnæði fyrirhugaðrar eggjadreifingarstöðvar að Vesturvör27iKópavogi. DV-mynd GVA. Ríkissaksóknari kærir sakadómsúrskurð í nauðgunarmálinu: Hæstiréttur úrskurðar ímálinu Ríkissaksóknari hefur kært til Hæstaréttar sakadómsúrskurðinn í nauögunarmálinu sem upp kom um helgina og er búist við því aö Hæstirétt- ur úrskurði í þessu máli öðrum hvorum megin við helgina. Rannsóknarlögreglan gerði kröfu um gæsluvarðhald í héraði yfir manni þessum en því var hafnað og sagði Þór- ir Oddsson, vararannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins, í samtali við DV aö ástæður kröfunnar væru að maður þessi hefði ekki komið við sögu hjá þeim undanfarið og ferill hans væri óþekktur hjá þeim. Framburður hans hefði verið óljós og teldu þeir ekki allt upplýst í þessum málum. Mál þetta kom til umræðu á alþingi í gær er Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir kvaddi sér hljóðs utan dagskrár. Hún beindi þeirri fyrirspurn til dóms- málaráöherra hvort hann teldi meðferð málsins fyrir sakadómi eðli- lega. Fleiri tóku þátt í umræðu um mál- ið en í svari ráðherra kom m.a. fram að þörf væri á endurskoðun á viður- lögum við brotum af þessu tagi. Stefnirí verkfall fíugmanna Allt situr fast í kjaradeilu Flugleiða og flugmanna félagsins. Upp úr við- ræöum slitnaði síðastliðinn fimmtu- dag. Þriggja sólarhringa verkfall hefst aö óbreyttu aðfaramótt næstkomandi föstudags. „Hvomgur aðilinn hefur óskaö eftir fundi. Eg reikna með aö hafa samband við báða aðila íMag. Mér sýnist litil von til samkomulags,” sagöi Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari í morgun. -KMU. Eggjadreifingar- stöðin undir þak — nýtt stéttarfélag eggjabænda í undirbúningi Samband eggjaframleiöenda hefur nú tekið á leigu húsnæði undir eggja- dreifingarstöð að Vesturvör 27 í Kópa- vogi. Ekki er enn ljóst hvenær stöðin getur tekið til starfa, en búið er að panta hluta af nauösynlegum tækja- búnaði og unnið er við að skipuleggja húsnæðið fyrir væntanlega starfsemi. Samband eggjaframleiöenda fékk fyrr á þessu ári 2 milljón króna lán úr kjarnfóðursjóði til að undirbúa stofnun eggjadreifingarstöðvar. Að sögn Ey- þórs Elíassonar, framkvæmdastjóra sambandsins, hefur önnur opinber fyrirgreiðsla ekki komið til. Að eggjadreifingarstöðinni stendur aðeins hluti af eggjabændum, en eins og kunnugt er klofnaði sambandið í af- stöðu sinni til þessa máls og stór hluti félagsmanna, þar á meðal allir stærstu framleiðendumir, sögðu sig úr Sambandi eggjaframleiðenda. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, eggjabónda að Asmundarstöðum, stendur til aö þessi hópur stofni með sér annað stétt- arfélag innan nokkurra vikna. Sagði Gunnar að það félag ætti að berjast fyrir sameiginlegum hagsmuna- málum félagsmanna en gegn sérhags- munum. -OEF. Þingheimuríbeinni útsendingu: Eldhúsdagur áAlþingi Eldhúsdagsumræðum verður út- varpað frá Alþingi í kvöld. Hefst út- sendingin klukkan 20 og stendur fram undir miðnætti. Þrír ræðumenn verða frá hverjum flokki og hefur hver flokkur 15 til 20 mínútur í fýrri umferð og 10 til 15 mínútur í hinni síðari. ÖEF F ramkvæmdastof nun kostaði 30 milljónir Reksturskostnaður Fram- kvæmdastofnunar ríkisins varð 30,2 milljónir króna á síðasta ári. Fyrir utan smávægilegar eigin tekjur fékk stofnunin framlög að jöfnu úr Fram- kvæmdasjóði og Byggðasjóði til rekstursins. Laun starfsmanna voru 19,2 milljónir, launatengd gjöld 1,8 milljónir og húsaleiga 1,8 milljónir. Annar kostnaður dreiföist víða. Athygli vékur þó að gestamóttökur og risna kostuðu 620 þúsund, utan- ferðir 1.032 þúsund og innanlands 757 þúsund, en aðeins fóru 191 þúsund í útgáfukostnað. Þá kostaði endurskoðun 500 þúsund. Eins .og kunnugt er greinir ríkis- stjórnarflokkana á um framtíð þess- arar stofnunar. Sjálfstæðismenn telja hana óþarfa en framsóknar- menn standa um hana vörð. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.