Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 6
6
DvtsaMMTUÐAG'um^ar.tjcwfl'raMy^
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Orkuefni
Hverjum og einum er nauösynlegt aö neyta fæðu sem kemur úr öllum fæðu-
flokkum. Aöeins þannig er tryggt aö hver og einn fái öll þau næringarefni sem
hann þarfnast dags daglega.
Næringarefni
fæðunnar
Sá matur sem við borðum hefur í
flestum tilvikum að geyma prótein,
fitu, kolvetni, vítamín, steinefni og
vatn. Þessi efni eru líkamanum
nauðsynleg svo hann geti starfað á
eðlilegan hátt. 1 þessum pistli ætla ég
að ræða um orkuefnin. Þau eru pró-
tein, fita og kolvetni. Þessi efni
ákvarða hitaeiningafjölda þeirrar
fæðu sem við neytum hverju sinni.
ÖU fæða inniheldur hitaeiningar. En
hvað er ein hitaeining? Jú, hitaein-
ing er mælikvarði sem mælir orkuna
í fæðunni á sama hátt og gráðan á
hitamælinum er mælikvarði á hita-
stig. Tii þess að halda líkamsþyngd
okkar innan þeirra marka, sem eðli-
legt getur talist, er talað um að það
hitaeiningamagn, sem viö neytum
dags daglega, megi ekki vera um-
fram þær hitaeiningar sem likaminn
notar.
Prótein
Hvað eru prótein og hvert er hlut-
verk þeirra í líkamanum? Prótein
eru gerð úr amínósýrum. Við þurfum
að fá 9 amínósýrur úr fæðunni, sem
likamanum eru nauðsynlegar. Pró-
teinin eru byggingarefni líkamans.
Hann notar þau tU að bygg ja upp vefi
og til endurnýjunar á þeim. Það
magn próteina, sem eðlilegt má telja
að komi úr fæðinu, er um 15% af
heUdareiningafjölda, þ.e. af 100 hita-
- MATUR OG
HOLLUSTA-
einingum eigum við að fá 15 hitaein-
ingar úr próteinum.
Það er ekki sama hvaöan próteinin
koma. Hvort þau koma úr dýra- eða
jurtarikinu. Bestu próteinin koma úr
dýraríkinu því þaðan getum við ver-
ið viss um að fá aUar þær amínósýr-
ur sem líkaminn þarfnast, en ekki úr
jurtaríkinu. Hvert gramm af pró-
teinum gefur 4 hitaeiningar. I
megrun, sem felur í sér að forðast
kolvetni, nýtir líkaminn próteinin tU
orkumyndunar en ekki til uppbygg-
ingar. Próteinin eru líkamanum aUt-
of dýrmæt tU þess að þau séu notuð í
annað en uppbyggingu vefja. Þess
vegna eru kolvetnasnauðir
megrunarkúrar, meðal annars,
varasamir. Prótein fáum við úr
kjöti, fiski og mjólkurmat.
Kolvetni
Kolvetni skiptast í einföld kolvetni
og flókin kolvetni. Einföldu kolvetnin
eru t.d. sykur. Hann hefur að geyma
einungis hitaeiningar en engin nær-
ingarefni. Þess vegna má draga
mjög úr neyslu hans án þess að það
komi niður á næringargildi fæð-
unnar. Auk þess leikur hann stórt
hlutverk í baráttunni viö aukakflóin.
Mörgum hefur reynst vel að leggja
niður sykurát, t.d. í kaffi, þegar
ætlunin hefur verið að megra sig.
Flóknu kolvetnin kallast sterkja.
Þessi kolvetni finnast meðal annars í
kartöflum, baunum, hrisgrjónum og
ávöxtum. Þessum kolvetnum fylgja
næringarefni (vítamín, steinefni) og
trefjar, sem er ein tegund kolvetna.
Þessi flóknu kolvetni eru því nauð-
synleg i fæðunni.
Hvert gramm af kolvetni gefur 4
hitaeiningar. Æskilegt hlutfall kol-
vetna í fæðinu er um 50—60% af
heildarhitaeininganeyslunni. I 100
hitaeiningum ættu því 50-60 hitaein-
ingar aö koma frá kolvetnum og und-
ir 10 hitaeiningum úr hvítum sykri.
Trefjar eru lika kolvetni en hins
vegar eru þau ómeltanleg. Þau eru
nauðsynleg í fæðunni vegna þess að
þau halda meltingarkerfinu gang-
andi, flýta fyrir för fæðunnar gegn-
um meltingarkerfið og koma í veg
fyrir þann kvilla sem hrjáir alltof
marga hér á landi, bæði börn, full-
orðna og gamalmenni, nefriilega
harðlífi. Trefjaefni fáum viö m.a. úr
All bran, hveitiklíði og hörfræjum og
nægja yfirleitt 2—3 matskeiöar á dag
til að halda kerfinu gangandi. Einnig
fást trefjar úr grófu brauði, græn-
meti og ávöxtum.
I lokin má svo segja frá því að kol-
vetni eru nauðsynleg til þess að fitan
meltist til fulls. Ef þau eru ekki til
staöar meltist fitan aðeins til háifs og
getur slíkt ástand haft slæmar auka-
verkanir í för meö sér. Þess vegna
eru kolvetnasnauðir megrunarkúrar
slæmir fyrir líkamann.
Fita
Fitan er gerð úr fitusýrum. Fitu-
sýrurnar skiptast í mettaðar og
ómettaðar fitusýrur. Mettuðu fitu-
sýrurnar koma úr dýraríkinu. Þær
fitusýrur eru slæmar vegna þess að
þær hækka blóðfituna og geta þar af
leiðandi valdið æða- og hjartasjúk-
dómum. Dæmi um fæðutegundir sem
innihalda mettaðar fitusýrur eru
kjöt og mjólkurmatur. Þess vegna er
æskilegt að skera alla sýnilega fitu
burt af kjötmeti og drekka léttmjólk
í stað nýmjólkur svo eitthvaö sé
nefnt.
Omettaðar fitusýrur stuðla aö
lækkun blóðfitu. Þær fást úr jurta-
olíum, lýsi og fiski. Ein þessara
ómettuðu fitusýru kallast línoisýra.
Hún er lífsnauðsynleg fitusýra, þ.e.
líkaminn þarf nauðsynlega að fá
hana úr fæðinu. Linolsýran breytist í
prostaglandin í líkamanum og gegna
þau miklu hlutverki.
Hlutfall fitu í fæðinu á ekki að vera
yfir 35% af heildarorkuneyslunni,
þ.e. af 100 hitaeiningum eiga ekki
meira en 35 hitaeiningar að koma úr
fitunni. Til þess að auka hlutfall
ómettuðu fitusýranna í fæðinu á að
boröa jurtasmjörlíki eða jurtaolíur í
stað smjörs eöa smjörlikis. Auka
fiskneyslu á kostnað kjöts og taka
lýsi á hverjum degi.
Næringartafia
Manneidisféiagsins
Lesendum til halds og trausts í
baráttunni viö næringargildi fæðunn-
ar bendi ég á næringartöflu Mann-
eldisfélagsins sem fæst í flestum
bókabúðum og sumum matvörubúö-
um. Hún er ódýr, hægt að hengja
hanauppáveggíeldhúsi ogauðveld
ínotkun.
Gunnar Kristinsson
matvælafræðingur.
Endurbótalán:
Veitt til
húsnæðis
eldra en
20ára
Með hækkandi sól og betra veðurfari
fara menn gjaman að huga að því
hvort ekki þurfi að dytta að húsakynn-
um sínum. Slíkar lagfæringar geta
verið mismunandi miklar. Ef um
meiriháttar viðgerðir eða endurbætur
á húsnæði er aö ræða geta menn sótt
um sérstök lán. ÞesSi lán eru nefnd
endurbótalán og er það Byggingars jóð-
ur ríkisins sem veitir þau. Þessi lán
eru háð þeim skilyrðum að viðkomandi
húsnæði sé eldra en 20 ára.
1 sambandi við kaup og sölu íbúða er
einnig hægt að fá einskonar endurbóta-
lán. Það er í þeim tilfellum sem við-
komandi húsnæði, sem keypt er, er i
mjög slæmu ástandi og sýnt þykir að
endurbóta sé þörf.
Uirisóknarfrestur fyrir endurbótalán
er enginn og er þessum lánum úthlutaö
mánaöarlega. Sérstök eyðublöð fást
hjá Húsnæðisstofnun. Á þeim verður
umsækjandinn aö gera nákvæmlega
grein fyrir þeim framkvæmdum sem
fyrirhugaðar eru. Síðan er farið ná-
kvæmlega yfir umsóknina hjá Húsnæð-
isstofnun og gerð kostnaðaráætlun..
Lánið er síðan ákveöið út frá þessari
áætlun. Lágmarkskostnaöarupphæð
sem hægt er sækja um lán út á er 351
þúsund krónur. Mögulegt er að fá lán
fyrir allt að helmingi kostnaðarins en
þó aldrei hærri upphæð en nemur
helmingi af nýbyggingarláni.
Lánið greiðist út þegar 75 prósent af
viðkomandi endurbótum er lokið. Ot-
borgun lánsins fer því eftir því hversu
hratt miöar viö endurbæturnar.
Að sögn Katrínar Atladóttur, for-
stöðumanns Byggingarsjóðs ríkisins,
er nokkuð mikið um að sótt sé um þessi
lán og hefur það farið vaxandi undan-
farin ár.
Þá eru einnig veitt svokölluð orku-
spamaöarlán sem sérstaklega eru
ætluð til orkusparandi aögerða í sam-
bandi við húsnæði. Fram að þessu hafa
þessi lán einungis verið veitt til þeirra
svæða sem búa við olíukyndingu. Nú
eru hins vegar að koma ný lög þar sem
þessi lán verða ekki einskoröuð við
oh'usvæði og þar með einnig veitt til
svæða sem hafa hitaveitu. aph
HRAÐI er svarið
s
I nútíma þjóðfélagi getur rökrétt hugsun og snör handtök skipt öllu máli.
Með auknum ueltuhraða og lægri tilkostnaði, nýtir þú fjármagn þitt betur
og stendur því betur að uígi í sífellt harðnandi samkeppni.
Kynntu þér ferðatíðnina, sérfarmgjöldin og þjónustu okkar strax, þuí þinn
hagur er okkar fag. .
FLUGLtlDm
FLUGFRAKT
simh27800