Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 7
DV; PIIvíMTUDA'GfDE M:JTJ«IT»4.Va
7
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Góð fjár-
festing
Allar bifreiöar eiga að vera útbúnar
öryggisbeltum í framsætum bifreiða.
Enn sem komið er hafa ekki verið
gerðar neinar reglur þess efnis að
öryggisbelti þurfi að vera í aftursætum
bifreiða. Það er hins vegar flestum
ljóst að aftursætisfarþegar, sem ekki
nota neinn öryggisbúnað, eru í mikilli
hættu ef til árekstrar kemur.
Það gildir með þessi mál sem svo
mörg önnur aö það er of seint að
byrgja brunninn þegar barnið er dottið
ofan í hann. Ef menn hafa ekki efni á
að kaupa þennan útbúnað geta þeir
spurt sig hvort þeir hafi efni á að hafa
t.d. böm sin laus í aftursætinu.
öryggisútbúnaöur af ýmsu tagi er nú
víða fáanlegur í varahlutaverslunum,
bílaumboðum og á bensínstöðvum.
Búnaður fyrir ungbörn
Það fer best á því að láta kornaböm
iiggja í burðarrúmi eða efri hluta
bamavagns í aftursætinu. Höfuð
barnsins á að Iiggja inn aö miðju bif-
reiðarinnar og önnur hlið rúmsins á að
liggja þétt upp aö framsætisbakinu.
Bæði undir rúminu og til hliöar er hægt
að koma fyrir hentugum hlutum sem
styðja við það. Þá eru einnig fáanlegar
sérstakar ólar til að festa niður burðar-
rúm í aftursætum.
Þegar barnið getur setið
Þegar bamið er orðið það gamalt er
kominn tími til að venja það við að
sitja í barnabílstól. Það em til margar
gerðir af barnabíistólum. Við kaup
þeirra er fólki ráðlagt aö athuga hvort
á þeim séu merkingar sem sýna að
þeir séu viðurkenndir sem öryggisbún-
aður.
Algengast er að hafa bamabílstóla í
aftursæti en til em stólar sem hægt er
að hafa í framsætinu. Það kemur að
því að barnabílstóllinn verður of lítill
fyrir barnið og er þá kominn tími til að
láta það nota bílbelti. Til em sérstök
barnabilbelti og einnig sértilgerðir
púðar sem barnið situr á og getur þá
notað fulloröinsbílbelti.
Það ætti að vera öllum ljóst að það er
góð fjárfesting að kaupa öryggisbún-
að í aftursæti bifreiða. En það er
reyndar ekki nóg að láta setja slíkan
búnað í aftursætið það verður líka að
notahann. APH
Leiðrétting
Eigandi veitingastaðarins Fells í
Breiðholti hafði samband við okkur
og vildi koma þvi á framfæri aö í
verðkönnun Verðlagsstofnunar,
sem nýlega var gerð á fjölmörgum
veitingahúsum, hefði verið rang-
lega farið með verð á veitingastað
hans.
Odýrasti svínakjötsrétturinn var
sagður kosta 385 en kostar í raun
340. Odýrasti nautakjötsrétturinn
kostar ekki 395 heldur 230, lamba-
kjötsrétturinn kostar 140 en ekki
194, hálfur kjúklingur kostar 279 en
ekki 324 og djúpsteikt ýsuflök kosta
149 en ekki 194.
Þá kom einnig fram aö kaffið
kostaði 20 krónur eftir mat en það
rétta er að kaffiö er ókeypis fyrir
matargesti. APH
Sumartilboð
Hígh-Tech 260 G0^ Háþróuð hljómtækjasamstæða
fyrír kröfuharðan nutímamann
Vandaður skápur mcð glerhurð og
á hjólum.
Ath. Fengum aðeíns 90 sett af þessarí
frábæru samstæðu á stórlækkuðu sumartííboðsverðí eða
aðeíns 28.850.- (verð áður^33r460.-)
• Magnari 2x35 sínus wött (120 músík-
wött) með fullkomnu tónstillikerfi
SOUND EXCHANGER.
• Steríó útvarp með FM, MB og LB.
• Tveir 60 watta hátalarar (3 Way) ___
• Kassettutækið tekur allar gerðir af I A ■ f
kassettum, leítari, Dolby B og það |J| || |
nýjasta: Nyja Dolby kerfið Dolby C. BRAUTARHOLTI 2
Akranes: Stúdíóval. Akureyrí: Tónabúðin. Borgames: Kaupfélagið. Eskifjörður: Pöntunarfélagið. Hafnarfjörður:
Kaupfélagið, Strandgöiu. Hella: Mosfell. Homafjörður: Radíóþjónustan. ísafjörður: Eplið. Keflavík: Stúdíó.
Neskaupstaður: Kaupfélagið. Reyðarfjörður: Kaupfélagið. SeYðísfjörður: Kaupfélagið. Tálknafjörður: Bjarnar-
búð. Vestmannaeyjar: Músík og Myndir.