Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Síða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 21. JUNI1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Deilur vegna verkfalls kolanámaverkamanna i Bretlandi fara síharðnandi og
hefur komið til harðra átaka milli verkamanna og lögreglu. Nú deila bresk
verkalýðsfélög sín á milli vegna verkfallsins.
Bretland:
Kolanámaverkamenn
deila við kollega
Breskir kolanámaverkamenn tilraunir til þess að stöðva flutninga
virðast stefna í átök við verkamenn í á kolum til nokkurra stáliðjuvera.
stáliðjuverum eftir aö hertar voru Námaverkamenn, sem berjast gegn
fyrirætlunum stjórnvalda um að loka
sumum námum, hafa talið járn-
brautarverkamenn á að neita að
flytja kol og koks til nokkurra
stáliðjuvera.
Verkamenn i Ravenscraig-
stáliöjuverinu í Skotlandi hafa hins-
vegar samþykkt að eldsneyti verði
þess í staö flutt til staðarins í vörubíl-
um. Mike McGahey, leiðtogi skoskra
námaverkamanna, hefur ásakaö
samtök verkamanna í stáliðnaði um
að grafa undan verkfallinu.
Sendingar á eldsneyti hafa einnig
verið stöðvaðar til stáliðjuveranna í
Llanwern og Scunthorpe.
Deilumar milli viðkomandi
stéttarfélaga hafa valdið leiðtogum
Verkamannaflokksins áhyggjum, og
Roy Hattersley, varaformaður
Verkamannaflokksins, hefur skorað
á leiðtoga félaganna að komast að
samkomulagi. Arthur Scargill,
leiötogi námaverkamanna, og Bill
Sirs, leiðtogi verkamanna í stál-
iðnaði, hafa hinsvegar ekki mikinn
áhuga á því, eftir yfirlýsingum
þeirra í f jölmiðlum aö dæma.
Möguleikar Verkamannaflokksins
til þess að setja deilurnar niður hafa
minnkaö við útkomu bókar eftir
Robert Harris sjónvarpsfréttamann
en þar hefur hann það eftir Neil
Kinnock, formanni Verkamanna-
flokksins, að Arthur Scargill, leið-
togi námaverkamanna, sé, einn síns
liðs, að eyöileggja breska kola-
vinnslu. Harris segir að Kinnock hafi
sagt þetta í viðtali á fyrra ári.
Stjóm hinna ríkisreknu bresku
kolanáma segir að 33 verkamenn
hafi nú snúið aftur til vinnu í námu
nærri Edinborg og grafið fyrstu kolin
í Skotlandi frá því deilurnar hófust.
Austurríki:
Tyrkneskur
sendiráðs-
starfsmaður
myrtur
Sprengjusérfræðingar skoðuðu í
nótt leifar bíls sem sprengdur var í
tætlur í Vín í gær. Tyrkneskur sendi-
ráðsstarfsmaöur lést í sprenging-
unni, en samtök armenskra hryðju-
verkamanna hafa lýst ábyrgö á
morðinu á hendur sér.
Sprengjan sprakk í bílnum fyrir
utan tyrkneska sendiráöið í Vín og
lést Erdogan Ozen, fulltrúi í sendi-
ráðinu, þegar í stað. Sextugur lög-
regluþjónn, sem var á vakt við sendi-
ráðið, særðist illa. Sprengingin varö
eftir að Ozen hafði stöðvað bifreið
sína framan við sendiráðið. Vitni
segja að sprengingin hafi verið svo
öflug að bifreiðin þeyttist í loft upp,
og gluggar brotnuðu innan 100 metra
radíuss. Eiginkona Ozen bar kennsl
á lík hans með því að þekkja hring,
sem hann bar á fingri, og úr hans.
öryggisgæsla við sendiráðið hefur
verið öflug frá 1975 þegar þrír menn
réðust þar inn og myrtu sendiherr-
ann. Lögregluþjónar sögöu að Ozen
geymdi bifreið sína venjulega í
læstum bílskúr að nóttu, en í fyrri-
nótt hefði hann látiö bílinn standa
fyrir utan íbúð sína, á götunni.
Bandaríkin:
ENGIN FÆKKUN
í HERAFLA í EVRÓPU
Oldungadeild bandaríska þingsins
samþykkti í gærkveldi málamiðlunar-
tillögu um þátttöku Bandaríkjanna í
Nató eftir að róttæk tillaga um að
fækka bandarískum hermönnum í,
Evrópu um 90 þúsund hafði verið felld.
Málamiðlunartillagan hvatti Reagan
Bandaríkjaforseta til þess að telja leið-
toga Nató—ríkjanna á að taka á sig
stærri hluta kostnaðarins af vörnum
V—Evrópu.
Deilan í öldungadeildinni um út-
gjöld til vamarmála innan Nató reis
Umsjón:
Ólaf ur B. Guðnason
og Gunnlaugur S.
Gunnlaugsson
þegar deildin var að því komin að sam-
þykkja fjárframlög upp á 291 milljarð
dollara til varnarmála, fyrir árið 1985.
öldungadeildin, sem repúblikanar
hafa meirihluta í, felldi breytinga-
tillögu Sam Nunn öldungadeildarþing-
manns, þess efnis aö Bandaríkjasjóm
skyldi fækka um 90 þúsund manns í
herliði sínu í Evrópu eftir 1986. Síðan
var samþykkt málamiðlunartillaga
Williams Cohen, sem einn öldunga-
deildarþingmaður kallaði „ástar-
bréf”.
Nunn sagði að hin upphaflega til-
laga sín hefði miðaö að því að fá
Evrópuríkin til þess að standa við
gefin loforð um þriggja prósenta ár-
lega aukningu í útgjöldum til varnar-
mála. Málamiðlunartillaga Cohens
setur 326.414 manna hámark á her-
styrk Bandaríkjamanna í Evrópu en
gerir ekki ráð fyrir fækkun.
Reagan Bandaríkjaforseti var mjög
mótfallinn tillögu Nunns og barðist
gegn henni persónulega.
Mitterrand fær góðar
móttökur í Moskvu
LAUGAVEGI 97 - DRAFNARFELL112
Hummel glanshettugallar.
Stærðir: 30-48.
Verð kr. 1.785,- og
2.030,-
Adidas glanshettugallar.
Stærðir: 36-52.
Verð kr. 2.992,-
seeedo sundfatnaður
miklu úrvali.
Vel var tekiö á móti Francois
Mitterrand þegar hann kom í opin-
bera heimsókn til Moskvu í gær-
kvöldi. Mitterrand mun dvelja í
Moskvu í tvo daga og er búist við að á
fundum hans og Chemenkos, forseta
Sovétríkjanna, verði aðallega rætt
um slæma sambúð austurs og
vesturs. Auk þess er talið fullvíst að
Mitterrand muni ræða um mál
sovéska andófsmannsins Andreis
Sakharovs og mannréttindamál í
Sovétrík junum almennt.
Mitterrand er fyrsti leiðtogi Nató-
ríkis til að heimsækja Sovétríkin
siðan Chernenko tók þar viö völdum í
febrúar síðastliðnum. Diplómatar
telja að Sovétmenn muni túlka heim-
sóknina sem sigur fyrir Sovétríkin.
Heimsóknin gefi til kynna að það séu
Bandaríkjamenn sem séu að ein-
angra sig en ríki Vestur-Evrópu vilji
hins vegar viðræður við Sovétríkin.
Mitterrand hafði sagt við frétta-
menn að hann teldi tíma til kominn
að kynnast viðhorfum Chernenkos og
um leið fengi hann tækifæri til að
lýsa yfir vanþóknun sinni á stefnu
Sovétríkjanna í afvopnunarmálum,
mannréttindamálum og málefnum
Afganistans.
Claude Cheysson sagði við frétta-
menn skömmu áður en ferð
Mitterrands hófst að samband
Frakklands og Sovétríkjanna væri
MJtterrand mun meðal annars ræða
um múl Sakharovs við Chemenko.
mjög stirt en hins vegar væru slíkar
heimsóknir nauðsynlegar til að eyða
tortryggni á milli austurs og vesturs.
Ekki er búist við að neinar merki-
legar niðurstööur fáist af fundum
Mitterrands með leiðtogum Sovét-
ríkjanna en þó er talið líklegt að
Frakkar geti aukið útflutning sinn til
Sovétríkjanna í kjölfarið.