Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 9
DV. FIMMTUDAGUR 21. JÚNl 1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hætt var við byggingu kjarnorkuversins i Naw Jersey eftir slysið á Three Miie Islandi Pensylvaniuríki. Kjarnorkuver á uppboði Fyrsta uppboö í heimi á kjarnorku- veri fer nú fram í New Jersey í Bandarík junum og hófst þaö á því aö uppboðshaldarinn lýsti eftir tilboð- um í gufurafal og kjarnaofn. Meir en 300 brotajámssalar komu til uppboðsins og sagöi uppboðshald- arinn, Rick Hutchinson, að búast mætti við að tekjur af uppboðinu yrðu um ein milljón dollara. Eigandi kjarnorkuversins, fyrir- tækið Jersey Central Power and Light Company, hætti við að byggja kjarnorkuverið eftir slysiö sem varð' í kjarnorkuverinu á Three Mile Island í Pensylvaníufylki. Þá var að- eins búið að byggja um 5% af verinu. Þá hafði byggingin kostað 400 milljónir dollara. Bandaríkin: Herflutningavélar til þjóðemissinna Meðgullískó Michael Armstrong, starfsmaður við’ gullhreinsistöð i Bretlandi, gekk dag- lega úr vinnunni með auðæfi undir fót- um sér. Hann komst framhjá öryggis- eftirliti við gullhreinsistöðina, sem er mjög strangt, með þvi að fela gullörð- ur í vinnuskóm sínum. Á þrem árum- smyglaði hann út gulli að andvirði 5,1 milljón króna. En hann kom minnstum hluta af því í verð. Fengurinn fannst heima hjá honum, falinn undir rúmi og í krukkum i geymslunni. Armstrong viðurkenndi þjófnaðinn •og var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Fomkínverskur postulínsvasi finnstáeldhúshillu íLondon Kinverskur postulínsvasi frá timum Mingkeisaraættarinnar frá fyrri hluta fimmtándu aldar var seldur á uppboði hjá Sothebys í London og var hæst boöið í hann 48.500 pund, eða tæplega tvær milljónir króna. Vasinn sem er blár og hvítur að lit hafði verið gefinn móður konunnar fyrir 60 árum af fjölskylduvini sem hafði fengið hann í arf. Þaö var jap- anskur listaverkasali sem keypti vas- ann, sem er 25 sentimetrar á hæð. Konan sem átti hann áður geymdi hann inni í eldhúsi hjá sér. Fjöldamorð íNewYork Christopher Thomas, 34 ára gamall New Yorkbúi, hefur verið ákærður fyrir morð á tíu manns, þar af átta bömum, í stærsta fjöldamorði fyrr og síðar í New York. Christopher Thomas var kærður í fangelsi þar sem hann var i varðhaldi, ákærður fyrir nauðgun. Taismaður lögregluhnar í New York sagði að Thomas hefði taliö Enrique Bermudez eiga í ástarsambandi við. konu sína. Þetta sagði lögreglumaður- inn að væri ekki rétt. Thomas drap konu Bermudez, tvær dætur hans og tvær dætur konunnar af fyrra hjónabandi, ásamt frændfólki sem var í heimsókn. öll voru hin myrtu skotin í höfuðið af stuttu færi. Það var Bermudez sem fann líkin og einnig 11 mánaöa stúlku sem slapp lifandi. Hún haföi dottið í gólfið. Sovésk rokkhljóm- sveit gagnrýnd opinberlega Sovéska dagblaðið Vechemyaya Moskva lýsti undrun yfir því að rokk- hljómsveit fengi að leika í Moskvu með reyksprengingum og heymarskemm- andi hávaða. Sagöi blaðið aö rokk- hljómsveitin Kruiz hefði nýlega lokið röð sjö tónleika i stórum sal í Moskvu. Bandarisk stjórnvöld, sem hafa lýst sig reiöubúin að selja Kínverska al- þýðulýðveldinu vopn, hafa nú tilkynnt aö þau muni einnig selja stjóm Þjóð- emissinna á Taiwan tólf stórar her- flutningaflugvélar. Samkvæmt til- kynningu bandariska vamarmála- ráðuneytisins til þingsins hyggjast bandarísk stjómvöld selja stjórnvöld- um á Taiwan tólf Herkules-flutninga- vélar sem eiga að koma í stað eldri flutningavéla sem her Þjóðemissinna nú notar. „Hvernig getur svo fáránlegt fyrir- bæri komist á svið í Moskvu?” spyr blaðið og lýsti reykskýjum og skugga- legum síðhærðum tónlistarmönnum. Segir i blaðinu að hávaöinn i hljóm- sveitinni hefði verið slíkur að fólk hefði yfirgefið salinn eftir tvö fyrstu lögin. Bætir blaðið því við að það sé engin furða að hljómsveitin hafi ekki hlotið náð fyrir eyrum opinberra plötuút- gáfa. Hljómsveitin gengi svo langt til að vekja á sér athygli að hávaðinn væri hættulegur heilsu tónleikagesta og ætti að hafa neyðarvaktir á nálægum sjúkrahúsum þegar hljómsveitin héldi tónleika. Fyrir ári síðan gagnrýndi Konstantin Chernenko unga listamenn í Sovétríkjunum og heimtaði að þeir héldu sig við rétta hugmyndafræði. Síðar var hljómsveitum sem stæla vestrænar popphljómsveitir sagt að breyta ímynd sinni eða hætta tónleika- haldi.___________ Sterkastamót ískáksögunni Sovéskir skákmenn munu keppa við „Herflutningaflugfloti Taiwan er nú svo til eingöngu búinn gömlum flugvél- um, frá fimmta og sjötta áratugn- um,” sagði í tilkynningu vamarmála- ráöuneytisins til þingsins. „Sala á flug- vélunum og varahlutum í þær mun ekki hafa áhrif á hernaöarjafnvægið í þessum heimshluta,” sagði einnig í til- kynningunni og er þar greinilega átt við kröfur stjórnvalda á meginlandinu um aö Bandaríkjamenn hætti að selja Taiwanstjóm vopn. heimslið í London og hefst keppnin um næstu helgi. Segja skipuleggjendur keppninnar að þetta verði sterkasta skákkeppni í sögu skáklistarinnar. Tefldar verða fjóra umferðir og verða tíu skákmenn í hvom liði. Meðal kappa í sovéska liöinu verða Karpov heimsmeistari og Kasparov sem unnið hefur rétt til að skora á heims- meistarann. Þá verður Smyslov meöal keppenda fyrir Sovétmenn. I heimsliðinu verða m.a. Viktor Kortsnoj sem var sovéskur ríkis- borgari en teflir nú fyrir Sviss og Zolton Ribli, ungverski meistarinn. Anetoiy Karpov heimsmeistari verður meðal sovásku keppend- anna á mótínu i London. tjvítír. Rauðir. Gulir. Bláir. 19-23*620,- 24-27 675 Sendum í póstkröfu AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27 Meira en venjuleg verslun! Hvítir. Rauðir. Gulir. 18-23 Hvítír. Rauðir. Gulír Svartir. Hvítír 19-27 445,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.