Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 21. JUNI1984. Spurningin Spennirðu beltin? Jóhann Oskarsson bóndi: Nei, mér finnst betra aö vera óspenntur. Höskuldur Vilhjálmsson verkamaöur: Yfirleitt spenni ég beltin, já, en ekki ailtaf. Jens P. Jensson: Þegar ég fer út úr bænum nota ég beltin, annars geri ég þaö yfirleitt ekki. Ásdís Höskuldsdóttir gjaldkeri: Þegar ég er úti á vegum spenni ég beltin. I bænum er sennilega of mikill flýtir á manni til aö gera þaö. Guðmundur Jóhannsson húsasmiður: Já, ég spenni beltin oftast, þaö er nauð- synlegt að notast viö þau. Oskar Valdimarsson: Ekki alltaf. Maöur gefur sér sennilega ekki alltaf tíma til'að spenna þau, flýtirinn er þaö mikill. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur HENTIHVOLP1NUM ÚT 06 KEYRÐIIBURT — vantar nú heimili Geir Grétar Pétursson hringdi: Fyrir nokkrum dögum var ég á ferö milli Selfoss og Hveragerðis. Veður var slæmt, hífandi rok og rigning. Skyndilega kom ég auga á iítinn hund sem var aö sniglast utan vegar. Við nánari athugun kom í ljós að þama var á ferðinni nokkurra daga gamall hvolpur, kaldur og hrakinn. Eg tók hann meö mér heim og hlúöi aö honum. Þaö einkennilega er aö um svipað leyti fann Stokkseyringur einn þrjá hvolpa f jarri mannabyggöum, einnig nokkurra daga gamla. Við athugun kom í ljós aö þarna reyndist liklega vera um hunda af labrador-kyni að ræöa. Af sama kyni var hvolpurinn sem ég fann. Fólk, sem ég hef rætt við, segist hafa séö bíl frá Þorlákshöfn á ferðinni á svipuðum slóöum og hvolpamir fundust. Er þaö rökstuddur grunur manna að bilstjórinn hafi hent hvolpunum út og losað sig þannig viö þá á miður geöslegan hátt. Þaö hlýtur aö þurfa nokkra örvæntingu til þess aö henda nokkurra daga gömlum dýrum út í kalsaveður og rigningu. Enda voru hvolpamir sem fyrr sagði mjög illa haldnir þegar þeir fundust. Þetta er ef til vfll eitt margra dæma um afleiðingar þess aö leyfa hundahald i þéttbýli. Sjálfur get ég ekki né vil halda hund við slíkar aöstæður. Eg hef því fullan hug á að koma hvolpinum í hendur góðra manna. Ef einhver hefði áhuga þá er hægt að ná í mig í síma 2103 á Selfossi. Bréfrítari er ánægöur með Beríin Alexanderplatz. BERLIN ALEXANDER- PLATZ GÓÐIR ÞÆTTIR Guðjón skrifar: ^ Sú gagnrýni sem komið hefur fram á Berlin Alexanderplatz í lesenda- dálkum blaöanna finnst mér í hæsta máta ósanngjörn. Þetta eru virkilega vandaöir og góðir þættir sem lýsa lífi þess sem alltaf verður undir í lífinu. Ég held aö fólk ætti aö horfast í augu við aö lífiö er ekki eins og í hinum ógeð- felldu Dallasþáttum og aö raunveru- leikinn verður ekki flúinn endanlega, hann kemur alltaf aftur þegar einum þætti af þessari ömurlegu vitleysu er lokið og slökkt er á sjónvarpinu. Þess vegna er eins gott að horfast í auguviðhann. Ljósin vit- laust stillt Bílstjóri hringdi: Hann var óhress með meðferð sem ljósin á bílnum hans fengu á einu bif- reiðaverkstæðinu í Hafnarfirði. Það hefur nú gerst í tvígang aö hann hefur farið þangaö til að stilla ljós sín en í bæði skiptin sem hann fór með bif- reiðina í skoðun var honum neitaö um hana vegna þess aö ljósin voru vitlaust stillt. Ymist var þaö vegna þess að þau lýstu beint niður á jörðina eöa upp í loftið. „Þaö er skrítið hvernig sumir fá leyfi til að gera það sem þeir ekki geta,” sagði bílstjórinn. LOFAÐIAÐ GEYMA ÁVÍSUN EN LEYSTISÍÐAN ÚT Maðurhringdi: Hann sagðist hafa orðiö fyrir heldur óskemmtilegri reynslu um daginn er hann keypti sér dekk undir bílinn sinn. Hann borgaði með ávísun sem hann bað eiganda fyrirtækisins að geyma í tvo mánuði. Sá féllst á það og fór maöurinn síöan heim með dekkin. Eftir mánuö kom tilkynning frá bankanum um innistæðulausa ávísun og var það sú sama og eigandi dekkja- fyrirtækisins ætlaöi að geyma í tvo mánuði. Hann fór í fyrirtækiö og sagði eigandinn aö þarna hefðu oröiö leiðin- leg mistök og lofaði að borga sektir ásamt þeirri upphæð, sem ávísunin nam. Þegar svo til kastanna kom borgaði eigandinn sektina en vildi ekki kannast við hitt, þannig að nú situr viðskipta- vinurinn uppi með háa upphæð sem kastað hefur verið á glæ. Hann vill nú vara fólk við því að gleypa við svona greiðvikni verslunareigenda, það geti farið illa. Eins og reynsla brófrítara ber með sór ber að fara gætilega með ávísanir. Aðra sundlaug í Breiðholtið Poul V. Michaelsen skrifar: Ég brá mér niður á höfn á sjómanna- daginn og horfði á björgunaræfingar og kappróður ásamt öðrum skemmti- atriðum sem þarna voru á dagskrá. Mikill mannfjöldi var þama saman- kominn á þessum hátíðisdegi sjómanna sem eiga allt gott skilið. En mér finnst hlut sjómannakvenna allt of lítil skil gerð. Þær þurfa að vera heima, gæta bús og bama og vita ekkert hvemig eigin- mönnum þeirra reiðir af í þeim vondu veðrum sem oft geisa á höfum úti. Einhver sjómaður hefði átt að halda ræðu um þær og kannski heföi mátt hengja oröu á eina eða tvær. Eg hlustaði á ræður Guömundar Kjærnested og Halldórs Ásgrímssonar ráðherra en báðir ræddu þeir um sundið og mikilvægi þess. Guðmundur sagði í sinni ræðu að engum sjómanni ætti að hleypa um borð í skip nema hann hefði gott sundpróf og er það án efa rétt. Flestir læra nú sund í skóla og sund- staðir eru víöa um land. I Reykjavík eru að ég held fjórir góðir sundstaöir en oftast svo yfirfullir að maður verður að skáskjóta sér á milli og oft fær maður spark í andlitið. Eg stunda sund á hverjum degi í Breiðholtssundlaug og er öll aðstaða þar til mikillar fyrirmyndar og starfs- fólk einnig. Þama kemur fólk sem er að æfa fyrir keppni og er óþolandi að þetta fólk skuli þurfa að æfa sig innan um almenning. Þaö verður að skapa þessu fólki betri skilyrði því oft heldur það utan og ber þá merki þjóðar vorrar. Það ætti að byggja aðra laug rétt hjá svo allir geti unaö hag sínum án þess að rotast. Það er mikill áhugi fyrir þessu og við ættum að geta það því annaö eins hefur nú verið gert. Brófrítarí vill fá aðra sundlaug í Breiðholti svo að allir geti unað glaðir við sitt. Þessar virðast vera sæmilega ánægðar þótt þær hafi bara eina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.