Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Síða 18
18
i'VTf'; r. r? ;*7ri:ITYWTVO
DV. FIMMTUDAGUR 21. JtJNl 1984.
íþróttir
Allir leik-
menn Frakka
hafa leikið
— nema
varamarkverðirnir
Frá Árna Snævarr, fréttamannl
| DV í Frakklandi.
Þegar Daniel Bravo kom inn á sem
I varamaður fyrir Ferreri á 77. mín. í
leik Frakklands og Júgóslavíu höfðu
allir ieikmennirnir í franska GM-
hópnum — nema varamarkverðirnir
tveir — leikið í Evrópuleikjum
Frakklands nú, eða 18 leikmenn.
óttir
Iþróttir
íþróttir
Slíkt hefur ekki skeð hjá öðrum lið-
umþar.
Ferreri, sem leikur með Auxerre
eins og Joel Bats, markvörður,
meiddist í leiknum við Júgóslava.
Líklegt er þó talið að hann geti leikið
í undanúrsiltum á Iaugardag. Tveir
ieikmenn Monaco, Le Roux, sem
slasaðist í samstuðinu við Allan
Simonsen í fyrsta leiknum, er það
illa farinn á hné að litlar sem engar
likur er á að hann leiki meira í
Evrópukeppninni. Þá er Genghini
meiddur og lék því ekki gegn Júgó-
slavíu. ÁS/hsím.
Fjórir Danir meiddir
Frá Gunnlaugi Á. Jónssyni — f réttamanni DV í Svíþjóð:
— Eg bjóst við Belgíumönnum hörðum en ekki svona grófum, sagði
Sepp Piontek, landsiiðsþjálfari Dana, en hann var afar óhress með
hvernig Belgíumenn fóru með leikmenn hans. Fjórir leikmenn Dana eru
meiddir eftir leikinn en það er þó reiknað með að þeir geti leikið í undanúr-
slitunum í Lyon á laugardaginn.
Þeir sem eiga við meiðsli að stríða eru Morten Olsen, miðvörðurinn
sterki, Klaus Berggreen, Preber Elkjær Larsen og Frank Arnesen.
-GAJ/-SOS.
Loksins
skorað
hjá Bats
— franski markvörð-
urinn hélt markinu
hreinu í662 mínútur
Frá Árna Snævarr, fréttamanni
| DV í Frakklandi.
Þegar Joei Bats, markvörður
I Frakklands, fékk á sig mark á 32.
mín. í leik Frakklands og Júgóslavíu
í St. Etienne í fyrrakvöid hafði hann
haldið landsliðsmarkinu franska
hreinu i 662 mín., eða í sjö landsleikj-
um og 32 mín. betur. Þá loks þurfti
hann að horfa á eftir knettimun í
markið, þegar Júgóslavinn Milos
Sestic skoraði. Hann hafði ekki áður
leikið í júgóslavneska liðinu i
Evrópukeppninni en átti mjög snjall-
| an leik gegn Frökkum.
Joel Bats hefur vakið mikla at-
I hygii siðan hann var valinn í franska
I landslíðið. Áð visu fékk hann á sig
I þrjú mörk i fyrsta Iandsleik sinum.
I Það var i Kaupmannahöfn 7. septem-
ber sl. þegar Danir sigruðu Frakk-
I land 3—1. Næsti iandsleikur hans var
I gegn Spáni í Paris 5. október. Jafn-
I tefli varð 1—1 og skoraði Senor fyrir
I Spánverja úr vítaspyrnu. Siðan
I hefur Bats ekki fengið á sig mark þar
I til Sestic skoraði í fyrrakvöld — eða í
Tveir snjallir frá
Englandi aðalkennarar
— við knattspymuskóla PGL, DV og Flugleiða sem hefst á KR-svæðinu í júlí
Joel Bats, markvörður Frakka.
sjö landsieikjum, gegn Júgósiavíu
(0—0 í Zagreb), Englandl (2—0 i
París), Austurríki (1—0í Bordeaux),
Vestur-Þýskalandi (1—0 í Stras-
bourg), Skotlandi (2—6 i Marseille)
og síðan í leikjunum við Danmörku
og Belgíu í Evrópukeppninni.
ÁS/hsim.
Nantes vill
fá Bertelsen
Frá Gunnlaugi Á. Jónssyni — frétta-
manni DV í Sviþjóð:
— Jens Jörn Bertelsen, miðvallar-
spilari danska landsliðsins, er nú
frjáls ferða sinna eftir að félag hans í
Belgíu, Seraing, varð gjaldþrota.
Tvö frönsk félög slást um hann —
Nantes og Sochoux, en einnig hefur
QPR áhuga á honum. —' Ég tek enga
ákvörðun um hvað ég geri fyrr en
eftir EM-keppnina, sagði Bertelsen í
g®r. -GAJ/-SOS
KNATTSPYRNUFÉLÖG
Pottþétt ■ FjáfÉsiiM fjáröflun.
Auðveld
framkvæmd.
LUKKUSPIL
Nýjar leiðir til að fjármagna félagsstarfið.
SJÁLFSALAR FYRIR MIÐA VÆNTANLEGIR.
Upplýsingar og pantanir:
Kristján L. Möller,
Siglufirði, sími 96-71133.
Söluumboð í Reykjavík:
Karl H. Sigurðsson,
Garðabæ, sími 40565.
Eins og frá hefur verið sagt i DV
koma tveir snjallir knattspyrnumenn
til íslands — þeir Phil Thompson frá
Liverpool og Brian Talbot frá Ársenal,
til að stjórna knattspyrnuskóla PGL,
DV og Flugleiða sem verður á KR-
svæðinu 3. til 7. júli.
Það er geysilegur áhugi fyrir skóla
þessum sem er fyrir drengi 8—16 ára.
100 drengir geta verið á þessu nám-
skeiði og verður aö tilkynna þátttöku í
félagsheimili KR við Frostaskjól —
síma 27181. Námskeiðið mun standa
yfir frá kl. 10 á morgnana til kl. 16.
Æfingaprógramm er vel skipulagt og
þá verða einnig video-fundir þar sem
sýndar verða knattspyrnumyndir, eins
og myndir um sóknarleikmanninn
Kevin Keegan, miðvallarspilarann
Trevor Brooking, Arsenal, Liverpool,
og brasilíska knattspymu.
Æfingar byggjast upp á knatttækni
og leikfléttum, svo eitthvaö sé nefnt.
Þeir drengir sem hafa áhuga á að
taka þátt og vera með í knattspymu-
skólanum ættu aö láta skrá sig tíman-
lega. Þátttökugjald er kr. 1200. -SOS
Völler á séræfingu
— þegar aðrir leikmenn vesturþýska landsliðsins fóru í skoðunarferð til Parísar
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta-
manni DV í Svíþjóð:
Boltinn kemur
í fallhlíf
Það verður mikið um dýrðir á Akur-
eyri á föstudagskvöld þegar leikur KA
og Breiðabliks í 1. deild íslandsmótsins
í knattspymu fer fram á aðalleik-
vanginum.
Fyrir leikinn og í leikhléi mætir Hall-
bjöm Hjartarson ásvæðiðog leikur list-
ir sinar og svo rétt áður en leikurinn
hefst fleygir Sigurður Bjarklind fall-
hlifarstökkvari sér út úr flugvél yfir
vellinum og lendir á honum stuttu síð-
ar með knött þann er Ieikið verður
með. Leikurinn hefst síðan kl. 20.00.
-sk.
Elkjærfer
til Verona
„Samningur Elkær fyrir hann
persónulega er sá besti, sem nokkur
danskur atvinnumaður hefur náð.
Betri en þegar Ailan Simonsen fór til
Barcelona,” sagði Fritz Ahlström,
blaðafulltrúí danska landsliðsins, eftir
að Preben Elkjær Larsen hafði sam-
þykkt þriggja ára samning við italska
Iiðið Verona. Það skeði nóttina eftir
leik Danmerkur og Belgíu i Stras-
bourg.
Fulitrúar hins belgíska félags
Elkjær, Lokeren, vom þar og þeir náðu
samkomulagi við Verona eins og Dan-
inn. Talið er að söluverð sé um 45 millj-
ónir króna eða helmingi meira en
Lokeren ætlaði sér í fyrstu að fá.
Elkjær hefur staðiö sig frábæriega vel
í Frakklandi, og mörg félög kepptust
um að fá hann til sin. Þegar samningur
hans við Lokeren rann út í vor
hafði ekkert félag boðið í hann. Hann
hefur ekki skrifað undir samning við
Verona en verður að gera þaö fyrir
mánaðamót. hsim.
— Mörg félög hafa áhuga á V-Þjóð-
verjanum Rudi Völler og hefur Terry
Venables, nýi framkvæmdastjóri
Barcelona, lýst því yfir að Völler sé
efstur á óskalista hjá félaginu.
— Ég er samningsbundinn Bremen
þar til i júli á næsta ári. Ég hef ekki
hug á að gerast leikmaöur með erlendu
félagsliði á næstunni. Mun einbeita
mér að landsliðinu og þaö verður ekki
fyrr en í fyrsta lagi eftir HM-keppnina
i Mexikó að ég get hugsað mér aö fara
til erlends félags, sagði Völler.
Varð eftir til að æfa
Völler hefur vakið mikla athygli í
Frakklandi fyrir hvað hann er einbeitt-
ur. Þess má geta að þegar leikmenn v-
þýska liðsins fengu frí á dögunum til að
fara í skoðunarferö um París varð
Völler eftir í æfingabúðunum fyrir
utan Paris þar sem hann æföi sig sér-
staklega — var á ferðinni með knöttinn
ogtókskotæfingar. -GAJ/-SOS
Rudi Völler átti frábæran leik gegn
Rúmeníu í Evrópukeppninni í Frakk-
landi. Skoraði bæði mörk Vestur-
Þýskalands i 2—1 sigrinum. Myndin er
frá leiknum.
Magnús sigr-
aði á Nesinu
Magnús Jónsson frá Keflavík varð
sigurvegari i meistaraflokki í Pierre
Robert-golfmótinu sem fór fram á Nes-
veilinum. Magnús lék 18 holur á 69
höggum. Jón Haukur Guðlaugsson,
NK, og Úlfar Jónsson, GK, léku á 75
höggum. Þeir þurftu því að heyja
bráðabanakeppni og lauk henni með
sigri Jóns Hauks.
Sólveig Þorsteinsdóttir, GR, varð
sigurvegari í kvennaflokki án forgjaf-
ar, á 81 höggi, en Kristín Pétursdóttir,
GK, með forgjöf, á 68 höggum.
Guðbjartur Þormóðsson, GK, varð
sigurvegari, með forgjöf, í karlaflokki
á 64 höggum og Jón Sigurösson, NK,
varö sigurvegari í karlaflokki, án for-
gjafar, á 75 höggum.
Pólverjar
lögðu Dani
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta-
manni D V í Sviþjóð:
— Pólverjar unnu sigur, 25:20, á
Dönum í seinni landsleik þjóðanna i
handknattleik sem fór fram í Svend-
borg á þriðjudagskvöldið. Klaus
Jensen varð markahæstur hjá Dönum,
með sex mörk, en Waszkiewics varð
markahæstur Pólverja, einnig með sex
mörk.
HAMINGJUSAMASTI
MAÐUR FRAKKLANDS
eigandi Pub Danois í Lyon
Frá Árna Snævarr — fréttamanni DV í
Frakklandi:
— Hamingjusamasti maðurinn í
Frakklandi er nú eigandi bjórstofunn-
ar Pub Danois i Lyon. Draumur hans
um að Danlr myndu leika í undanúr-
slitum í Lyon á sunnudaginn rættist
heldur betur og er hann nú þegar
byrjaður að undirbúa komu dönsku
knattspyrnuáhangendanna aftur til
Lyon en hann græddi mikið um sl. helgi
þegar Danir léku gegn Júgóslövum i
borginni. Dönsku áhangendurnir gerðu
danska pöbbinn að herbúðum sinum i
Lyon og viðskiptin fóru langt yfir
venjuleg ársviðskipti.
Nú eru dönsku stuðningsmennirnir
semsé á leiðinnl til Lyon frá Stras-
bourg og viðskiptln á Pub Danols halda
áfram að aukast. Á aðeins tveimur
helgum mun eigandi kráarlnnar þre-
falda árstekjur sinar.
-ÁS/-SOS
íþróttir
Iþróttir
íþróttir