Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Síða 1
40.000 EINTÖK PRENTUÐÍ DAG. RITSTJÓRN SÍMI 686611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 , óháð dagblað DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 142. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1984. Flugvélin á Eiríksjökli Brakið af bresku flugvélinni nálægt toppi Eiríksjökuls. Eins og sjá má gengur það krafta- verki næst að mennirnir báðir skuli hafa lifað slysið af. DV-mynd: E.J. Breska flugvélin sem leitaö var aö í gærkvöldi og nótt fannst kl. 1.43 nálægt toppi Eiríksjökuls aö suðvestanverðu. Reyndust báðir mennirnir sem í henni voru á lífi. Samkvæmt upplýsingum frá Valdi- mar Olafssyni hjá Flugmálastjórn, er stjómaði leitinni að flugvélinni, var skyggni á leitarsvæðinu orðið það gott um eittleytið að flugvélin TF—OLI, sem stödd var á flugvellinum við Húsa- fell, var send til leitar. Kl. 1.43 tilkynn- ir flugmaöur hennar að hann hafi fundiö flugvélina GB—HNS og sé hún mjög brotin. Leitarmönnum nálægt jöklinum var strax beint á vettvang en aöstæður á þessum slóðum reyndust erfiðar vegna ófærðar. Þyrlan TF—GRO flutti og leiðbeindi leitarmönnum að slygstaö en gat ekki lent þar sjálf og um kl. 5.15 komu fyrstu leitarmenn á vettvang og fundu báða mennina á lífi en töluvert slas- aða. Haft var samband við Varnarliðið sem sendi þyrlu eftir mönnunum og kom með þá á Borgarsjúkrahúsið kl. 8.01 í morgun. Þeir eru ekki í lifshættu. Fleiri hundruð manna lið björgunar- og hjálparsveita tók þátt í leitinni að flugvélinni, sem er af Piper Cherokee Arrow gerð, en leitarsvæðið náði frá Reykholti og norður í Skagafjörð, um Amarvatnsheiði. Bretarnir komu hingað til lands á miðvikudagskvöldið frá Bretlandi en í gærmorgun, upp úr kl. 11, lögðu þeir af stað frá Reykjavík til Grímseyjar. Leitarmenn að störfum á Arnarvatnsheiði, skammt fyrir sunnan Eiríksjökul. DV-mynd E.J. Síðast heyrðist í flugvélinni kl. 11.27 og var hún þá yfir Reykholti en áætlaði að lenda í Grímsey ki. 13.03. Skömmu eftir að vélin hafði siðast samband hvarf hún af ratsjá flugtumsins á Keflavíkurflugvelli. Aðstæður til leitar vom mjög erfiðar á þeim slóðum er flugvélin hvarf, þoka og lágskýjað og þvi ekki hægt aö leita úr lofti fram yfir miönættið. Þá rofaði til og flugvélar og þyrlur tóku þátt í leitinni, auk björgunarsveitarmanna sem fluttu gífurlegt magn af útbúnaði á leitarsvæðið, m.a. vélsleða og snjó- bíla. Bresku mennimir heita M. Dukes, sem er flugmaðurinn og Francis Sikora. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.