Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Qupperneq 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 22. JUNI1984. ^ 140 sóttu um 59 lóðir í Garðabæ: Úthlutum eftir mati á aðstæðum — segir Jón Gauti Jónsson bæjarst jon „Klíka eöa ekki klíka. Mér finnst ósanngjamt að tala um klíku í þessu sambandi. Ég vil heldur tala um mat á aðstæðum,” sagði Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ, í samtali viö DV. I gærkvöld var úthlutað 59 lóðum til ungs fólks í Garðabæ, en 140 manns voru um hituna. Lóðir þessar eru sérstakar að því leyti aö ýmsar undanþágur eru veittar frá almennum reglum um lóöaúthlutun og byggingarhraða til að gera ungu fólki auðveldara um vik til að koma þakiyfir höfuðið. „Hér er um að ræða 125 lóðir,” sagði Jón Gauti, „59 þeirra var út- hlutaö í gærkvöld, hinum veröur út- hlutað á næsta ári. Við förum ekki eftir neinni fastri reglu um úthlutun, heldur skoðum hverja einstaka um- sókn. Þó tökum við tillit til þess að viðkomandi umsækjandi hafi ekki búið nema 4 ár utan Garðabæjar og sé ekki eldri en þrítugur. ” Hér er um að ræða einbýlis-, par- og raöhúsalóðir. Langflestar um- sóknir voru um einbýlishúsalóðirn- ar. Hvemig hafið þið mætt þeim óskum? „Viö breyttum aöeins skipulaginu á svæðinu, þannig aðeinbýlishúsalóð- unum var fjölgað. Þær eru 36, par- húsalóðimar 4 meö tveimur íbúðum hver og 15 raðhúsalóöir.” Einbýlishúsalóðirnar kosta um 260 þúsund krónur, raðhúsalóðirnar 200 þúsund og parhúsalóðirnar eru þar á milli, en Jón Gauti sagði að ekki væri alveg frá gengið hvað þær kæmu til meðaðkosta. „Við komum til móts við þetta unga fólk meö því að viökomandi lóðarhafi borgar fyrri hluta lóðar- gjaldsins, sem er um helmingur verðsins, á 6 mánuöum. Afganginn 'borgar hann svo á 5 ámm. Þá þarf hann að steypa upp sökkulinn innan tveggja ára og gera fokhelt innan fjögurra ára.” Það hefur verið talað um klíku- skap viö úthlutunina? „Þaö er auðvitað erfitt að gera upp á milli fólks, þegar 110 af umsækj- endum standa allir jafnfætis en við gerðum okkar besta. ” — Hvað um þann orðróm að 16 ára unglingar hafi sótt um lóð og fengið? „Þaö vom engir umsækjenda á þeim aldri. Hins vegar voru örfáir 18 og 19ára. Langflestir voru þókomnir yfir tvítugt og farnir að búa,” sagði JónGauti Jónsson. -KÞ. Áhugi á olíu- sölu til íslands segir Asbjöm Haugstvedt, viðskiptaráðherra Noregs „Þaö var rætt um hvemig auka mætti innflutninginn frá Islandi til Noregs, en útflutningur frá Noregi til Islands er nú tíu sinnum meiri en frá Islandi til Noregs,” sagði Asbjöm Haugstvedt, viðskiptaráðherra Norðmanna, á blaðamannafundi í fyrradag spurður um viðræður sínar við Matthías Á. Mathiesen. „Það var mjög eðlilegt að aukinn útflutning skyldi bera á góma í við- ræðum okkar en vandinn er bara sá að Norðmenn flytja út sömu vömr og Islendingar að miklu leyti. Það kem- ur vel til greina að flytja inn meira af ullar- og skinnavörum frá Islandi, en þær vömr eru í mjög háum gæða- flokki. Við ræddum síðan möguleik- ana á auknu samstarfi í ferðamanna- iðnaðinum.” Haugstvedt átti einnig viöræður viö Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráöherra um sjávarút- vegsmál og sameiginleg vandamál landanna á því sviði. Þá hitti ráð- herrann Steingrím Hermannsson forsætisráðherra og ræddu þeir um efnahagsástandið á Islandi. Það kom fram hjá Haugstvedt að olíufram- leiðsla Norðmanna er nú 40—50 milljón tonn á ári. Mestur hluti olíunnar er seldur til Vestur-Evrópu- landa og Bandarikjanna en mikill áhugi er fyrir sölu til Islands. Einum milljarði norskra króna af olíugróð- anum er nú varið til stuönings norsk- um sjávarútvegi. Meginmarkmiðið með honum er að viðhalda byggð í þremur nyrstu fylk’jum landsins, Nordland, Troms og Finnmörk, sem eiga allt sitt undir fiskveiðum. Haugstvedt sagöi að lokum aö brýnt væri að koma á sem mestu verslunarfrelsi milli Norðurland- anna og gera þau aö sameiginlegum markaöi. Einn liður í því er sá aö stöðu markaðsráðgjafa fyrir Island hefur nú verið komið á fót í Stokk- hólmi. Kvaðst Haugstvedt vonast til að það starf sem hann ynni skilaði sér í auknum innflutningi frá Islandi til Norðurlanda. Þess skal getið að mikill halli hefur verið á viðskiptum Islands og Noregs undanfarin ár, Islandi í óhag. Á síð- astliðnu ári var vöruskiptajöfnuður- inn okkur óhagstæöur um 60,2 milljónir dala. Mest hefur verið flutt út af landbúnaðar- og sjávarafurð- um. -pá Fyrirliggjandi í birgðastöð Beygjur Té Stærðir: 1” - 10” SINDRA STÁLHE Borgartúni 31 sími 27222 _ . ____ . •»■ _ .. ______ Máfflutningur i Spogilsmálinu svokallaða fór fram fyrír Hæstarótti i fyrradag. Á myndinni ar Þórður Bjömsson ríkissaksóknari að fiytja málið fyrír hönd ákæruvaldsins. Lengst tH hægrí er Sigurmar K. Albertsson hdl., verjandi Úlfars Þormóðssonar. Lengst til vinstri er Björn Helgason hæstaróttarritari og þá dómararnir Halldór Þorbjörns- son, Armann Snævarr, Magnús Þ. Torfason, Magnús Thoroddsen og Guðmundur Jónsson. Um tiu manns fylgdust með málflutningnum. DV-mynd AS Langar til að sinna rann- sóknarstörfum — segir Jón Jónsson sem lætur af störfum forstjóra Hafrannsóknastofnunar „Ég er búinn að vera forstjóri stofn- unarinnar í 30 ár og satt best að segja hefur mig lengi langað til að geta sinnt beinum rannsóknarstörfum meira,” sagði Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, en honum var veitt lausn frá embætti í gær að eigin ósk. Jón verður 65 ára þann 9. júlí næst- komandi. Hann hlaut menntun sina í fiskifræðum við háskólann í Osló. Hann hefur gegnt f jölmörgum trúnað- arstörfum á sviði vísindagreinar sinn- ar, meðal annars hefur hann setið í stjóm Alþjóðahafrannsóknarráðsins síðan 1954. Var varaforseti þess árin 1972 til 1975. Ohætt er að segja að lausn Jóns frá embætti forstjóra Hafrannsókna- stofnunarinnar hafi komið á óvart. Hann lætur af störfum 1. júlí, eftir aðeins 8 daga, en mun samt gegna störfum forstjóra áfram þar til nýr for- stjóri hefur verður ráöinn. Við spurðum hvort hann færi úr emb- ætti vegna einhverrar óánægju, mis- klíðar? „Nei, alls ekki. Eg vil taka það skýrt fram að svo er ekki fyrst þú spyrð. Mér fannst einfaldlega kominn tími til að staldra við og huga að þeim verkefnum 3em áhugi minn stendur mest til. Þetta eru líka ágæt timamót til að hverfa að öðrum verkefnum. Eg átti sæti i nefnd sem undirbjó ný lög um stofnunina. I lögunum sem gengu í gildi í vor er gert ráð fyrir nýju skipu- lagi hér. I stað þrigg ja manna stjórnar verður framvegis 5 manna stjóm. Þá verður forstjórinn ráðinn til 5 ára, sérstakur fjármálastjóri verður skipaður og nú verður einn aðstoðarforstjóri í stað tveggja áður.” Þegar Jón tók við starfi forstjóra fyrir 30 árum voru aðeins 11 starfs- menn á Hafrannsóknastofnuninni en nú eru þeir um hundraö. Þrjú skip eru í eigu stofnunarinnar og hún á „út- varpshúsið” að Skúlagötu 4. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að taka þátt i að byggja Hafrannsóknastofnunina upp. Starfið hefur vaxið jafnt og þétt með aukinni friöun fiskstofnanna og við út- færslu landhelginnar. ” —Nú, þegar þú snýrð þér að rann- sóknarstörfum við stofnunina, hvaða verkefni eru það sem þú ætlar að taka þér fyrir hendur? „Eg hef alla tíð haft mikinn áhuga á göngum þorsksins hér við land og ætla ég því að fást við verkefni sem snúa að þeim. Einnig hef ég mikinn áhuga að taka saman sögu hafrannsókna hér- lendis. Þar er af nógu að taka. ” -JGH Smáfískadráp undan Húnafíóa — sjávarútvegsráðuneytið lokaði svæðinu „Þetta er 3 til 4 ára fiskur sem þeir hafa verið að veiða og við lokum þessu svæöi til að vernda hann,” sagði Sigfús Schopka, fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun. Svæðið, sem Sigfús er að tala um og sjávarútvegsráðuneytiö lokaði fyrir öllum togveiðum i gær, er við Stranda- grunn og Hornbanka, norður af Húna- fóa. Nokkuð hefur verið um skyndilok- anir aö undanförnu á þessu svæði en því hefur nú verið lokað um ótakmark- aðan tíma. Hlutfall þorsks undir 55 sentímetrum hefur verið á bilinu 32 til 74 prósent af afla hjá togurum sem hafa verið aö veiðum á þessum slóðum. „Þetta er mjög hátt hlutfall. Alltof hátt og ekki um annað að ræða en að loka. ’80 árgangurinn er sterkasti þorskárgangurinn við landið og þann stofn er veriö að byggja upp. Því þarf aðvemdahann.” Aö sögn Sigfúsar eru nokkur atriði sem eru höfð til hliðsjónar þegar veiði- svæðum er lokaö. Þau helstu eru skipa- fjöldi, hlutfall undirmálsfisks í aflan- umogaflamagnítogi. —JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.